Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.11.1984, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1984 Björn Dagbjartsson: Stuðningur við kvótakerfið - meö nokkrum athugasemdum Fram var haldið í gær fyrstu umræðu um frumvarp sjávarútvegsráðherra um framlengingu kvóta við veiðstjórn næstu þrjú árin. Björn Dagbjartsson (S) lýsti yfir stuðningi við meginefni frumvarpsins, en gerði við það nokkrar athugasemdir. Björn lýsti stuðningi við afla- kvóta sem stjórnunaraðferð, eins og stofnstærð helztu nytjafiska væri. Val á ýmsum afbrigðum aflakvóta væri erfítt, en við völd- um okkar leið á lýðræðislegan hátt. Engu að síður væri breyttur sóknarkvóti, þar sem mönnum gæfíst kostur á að bæta úr því, ef illa hefði gengiö á viðmiðunarár- unum, 1981—1983, en þá bjuggu verstöðvar i Norðlendingafjórð- ungi við sjávarkulda og tilheyr- andi aflaleysi. Björn sagði nokkuð sýnt að heildarafli 1984 yrði ekki langt frá 265.000 tonnum, en heildarkvótinn leyfði 257.000 tonn. Hann sagði meðalþyngd fisks í sjó nú um 15% meiri en á liðnu ári, miðað við jafnaldur. Þar sem smáfiskur, sem kæmi á land, væri nú undanþeg- inn kvóta, mætti komast nær hlut- deild hans i heildarafla, en hann hafí reynzt um 1,5% af lönduðum afla. Björn gerði þrjár athugasemdir við frumvarpið: 1) Hann kvaðst ekki sætta sig fyllilega við það ákvæði, sem breytt hafi verið í 1. grein frum- varpsins, sem fjallar um beitingu ráðherravalds. 2) Sala á kvóta væri vandmeð- Björn Dagbjartsson farið mál. Ekki gengi að einstakir útgerðarmenn geti fengið ávísun á sameiginlegan sjóð landsmanna, eða a.m.k. sjómanna, og selt þessa ávísun ár eftir ár. 3) { þriðja lagi gerði hann at- hugasemd við 6. grein, framleng- ingu til þriggja ára. Svo mikill ágreiningur væri um kvótann að ráðherra verði að taka það á sig að bara framlengingu undir þingið árlega, meðan þörf knýr á um þetta efni. SVIPMYND FRÁ ALÞINGI Frá þingfundi í Sameinuðu Alþingi. Ráðherrar í bakgrunni. Þingmenn fylgjast með. STUTTAR ÞINGFRETTIR Efri deild ræðir álmálið í dag Kvótinn — álmálið Þau mál sem vekja hvað mesta athygli á Alþingi þessa dagana eru annarsvegar frumvarp sjáv- arútvegsráðherra um framleng- ingu kvótakerfis til þriggja ára og frumvarp iðnaðarráðherra til staðfestingar á samkomulagi Alusuisse um verulega hækkað orkuverð og sátt um eldri deilu- mál. Frumvarp sjávarútvegsráð- herra um veiðar í fískveiðiland- helginni (kvótafrumvarpið) var til framhaldsumræðu í efri deild Alþingis í gær, bæði á venju- legum fundatíma og á kvöldfundi. Því verður væntanlega vísað til nefndar á deildarfundi í dag. Frumvarp iðnaðarráðherra um hækkað orkuverð til ÍSAL o.fl. kemur væntanlega til annarrar umræðu á þingdeildarfundi í dag, en iðnaðarnefndir beggja þing- deilda hafa starfað saman að at- hugun málsins. Tekjur lands- virkjunar hækka væntanlega um 400 þúsund krónur á dag, strax og Alþingi hefur staðfest hinn nýja samning, svo hver dagur er dýr sem búið er að eldra orkuverði. Þá verður fundur í Sameinuðu þingi f dag þar sem ráðherra svarar fyrirspurnum þingmanna. Stefnuræða — fjárlagaræða Forsætisráðherra hefur kunngjört að stefnuræða hans, fyrir hönd ríkisstjórnar, verði flutt ekki síðar en 27. þessa mán- aðar. Fjárlagaræða fjármála- ráðherra verður flutt fljótlega í kjölfar hinnar fyrri. Breyttar fjárlagaforsendur, vegna nýrra kjarasamninga, og nauðsyn viðbragða af hálfu stjórnvalda í efnahagsmálum hafa seinkað þessum hefðbundnu þingræðum. 4. Þess er þó enn vænst að takist að afgreiða fjárlög fyrir komandi áramót en fjárveitinganefnd vinnur dag hvern að endurskoðun fjárlagaliða. Stighækkandi eignarskattsauki Jón Baldvin Hannibalsson (A) og fleiri þingmenn Alþýðuflokks hafa lagt fram tillögu til þings- ályktunar um „stighækkandi eignarskattsauka til tveggja ára“. Tillagan gerir ráð fyrir því að ríkisstjórnin skipi nefnd til að semja frumvarp um stighækk- andi eignarskatt. Nefndin hafi eftirfarandi til hliðsjónar: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að skipa nefnd er hafi það verkefni að semja frumvarp til laga um stighækkandi eignar- skatt. Nefndin hafi eftirfarandi til hliðsjónar í starfi sínu: 1. Eignarskattsútreikningur skv. 83. gr. laga um tekju- og eign- arskatt, nr. 75/1981 skal óbreyttur, þannig að af fyrstu 780.000 kr. af eignarskatts- stofni greiðist enginn skattur. Af þeim hluta eignarskatts- stofns, sem umfram er, skal greiða frá 0,95%, þó þannig að skatturinn fari stighækkandi eftir því sem eignarskattstofn vex. 2. Við það skal miða að skatt- byrði eignarskatts fjölskyldu með meðaltekjur, eigin íbúð og bifreið, hækki ekki frá því sem nú er. 3. Við það skal miða að tekjur ríkissjóðs af eignarskatti ein- staklinga og lögaðila skv. frumvarpi til fjárlaga 1985 þrefaldist a.m.k. Þessi nýi skattstofn geti komið í stað niðurfellingar tekju- skatts á launþega, sbr. þings- ályktun um það sem samþykkt var á síðasta þingi. Tekjuauka ríkissjóðs af hækkuðum eign- arskatti má að nokkru leyti miða við ákvarðanir Alþingis um tekjuskattslækkun við af- greiðslu fjárlaga. 5. Það er ætlun flutningsmanna að nýjum tekjum ríkissjóðs af þessum skattstofni verði, a.m.k. að hluta til, varið til að stórauka framlög ríkissjóðs til byggingarsjóða ríkisins og verkamanna til þess að styrkja fjárhag sjóðanna og létta greiðslubyrði húsbyggjenda og verkamanna til þess að styrkja fjárhag sjóðanna og létta greiðslubyrði húsbyggjenda og íbúðarkaupenda. 6. Gildistími Iaganna verði tvö ár, en þá falli þau sjálfkrafa úr gildi, nema því aðeins að Al- þingi veiti nýjar lagaheimildir. „Skráning á upp- lýsingum er varða einkamálefni“ Fram hefur verið lagt stjórnar- frumvarp til laga um kerfis- bundna skráningu á upplýsingum er varða einkamálefni. Frum- varpið er samhljóða lögum nr. 63/1981 með breytingum sem tölvunefnd hefur orðið sammála um. Lög um þetta efni vóru sett 1981 með gildistíma til ársloka 1985. í 2. mgr. 30. greinar þeirra laga er gert ráð fyrir því að dómsmálaráðherra láti endur- skoða lögin og leggja fram frum- varp þar að lútandi í þingbyrjun 1984. Stjórnarandstaðan: Stuðningur við stjórnar- frumvarp Það er ekki á hverjum degi sem þingmenn stjórnarandstöðu keppast við að lýsa yfir stuðningi við stjórnarfrumvarp á Al- þingi íslendinga. Þetta skeði þó í efri deild Al- þingis í gær þegar Albert Guðmundsson, fjármála- ráðherra, mælti fyrir stjórnarfrumvarpi um skattfrelsi tekna síðustu tólf mánaða hjá fólki, sem hættir störfum fyrir aldurs sakir. Það kom fram í máli ráð- herra að lögum hafi verið breytt fyrir fáum árum, þann veg, að tekjur síðustu sex starfsmánaða hjá fullorðnu fólki, sem sezt hefði í helgan stein, hafi verið undanþegnar tekjuskatti. Nú væri lagt til að stíga skrefið til fulls. Eiður Guðnason (A), Davíð Aðalsteinsson (F), Helgi Seljan (Abl.) og Stefán Bene- diktsson (BJ) lýstu yfir stuðningi við frumvarpið. Enginn mælti því í gegn. Smábátaveiði stöðvuð: Kvótinn meira en fullnýttur - sagði sjávarút- vegsráðherra Veiði smábáta, 10 tonna og smærri, hefur verið stöðvuð. Þessum bátum var úthlutaður sameiginlegur kvóti, 11.630 tonn, fyrir árið 1984, byggður á meðalafla smábátaflotans næstu þrjú ár þar á undan. Sameig- inlegur afli þeirra nú er talinn kom- inn í u.þ.b. 14.000 tonn að sögn sjáv- arútvegsráðherra á Alþingi í gær. Skúli Benediktsson (Abl.) kva- ddi sér hljóðs utan dagskrár í efri deild Alþingis í gær. Gerði hann að ádeiluefni að sjávarútvegsráð- herra hefði stöðvað veiðisókn smábáta. Ekki sízt að þessi stöðv- un hafi verið kunngerð með aðeins fjiteurra daga fyrirvara. Ymsir þingmenn tóku í sama streng. Árni Johnsen (S) benti á að sjómenn á smábátum hefðu enga kauptryggingu. Veiðikvóti smábáta væri nýttur bæði af sjó- mönnum, sem hefðu þessar veiðar að lifibrauði einar saman, og áhugasjómönnum, er hefðu annað aðalstarf en réru um helgar eða skammtíma á ári hverju. Atvinnu- sjómenn á smærri bátum sætu því að naumum hlut. Sjávarútvegsráðherra taldi það hafa verið einsýnt flestum, hvert stefndi um stöðvun veiða smábáta. Stuttur fyrirvari stafaði af því, hve upplýsingar um aflamagn hefðu seint borizt, vegna verkfalls BSRB. Reglum mætti breyta en meðan þær stæðu yrði eftir þeim að fara. fliMnci „Flóttinn með gullið“ - ný bók eftir Asbjörn Öksendal Hörpuútgáfan á Akranesi sendir nú frá sér nýja bók eftir norska rithöfundinn Ásbjörn öks- endal. Áður eru komnar út eftir hann bækurnar „Þegar neyðin er stærst", „Gestapo í Þrándheimi“, „Föðurlandsvinir á flótta" og „Fallhlífasveitin". í fréttatilkynningu frá útgef- anda segir m.a.: „9. apríl 1940. Bílalest lagði af stað frá Osló með fullforða Norð- manna, samtals 50 smálestir. Þetta var upphaf ævintýralegs flótta og hrikalegra atburða, sem áttu sér enga hliðstæðu. 29. apríl 1940. Molde, brennandi bær undir stöðugum loftárásum Þjóðverja. Beitiskipið Glasgow lá við bryggjuna og beið þess að flytja norsku konungsfjölskylduna og 50 smálestir af gullforða Norð- manna á öruggan stað. Sprengjurnar féllu allt í kring- um skipið og á næsta augnabliki gat allt sprungið i loft upp. En norsku sjálfboðaliðarnir unnu baki brotnu og hugsuðu ekki um eigið líf þegar föðurland þeirra var í veði. Beitiskipið lagði af stað út úr brennandi höfninni í sprengjuregni þýsku flugvélanna. Hver yrðu endalok hins dýrmæta farms? Asbjörn Öksendal skrifar ein- ungis sannar frásagnir af hildar- leiknum í Noregi, enda eru bækur hans skráðar eft.ir viðtölum við fólk sem upplifði atburðina. Kvikmynd hefur verið gerð um þessa atburði." „FLóttinn með gullið“ er 151 bls. auk mynda. Skúli Jensson þýddi bókina. Kápu gerði Kristján Jó- hannsson. Kennslubók í tölvunotkun Komin er út hjá bókaútgáfunni Ið- unni ný kennslubók — Gagnavinnsla og tölvukynni eftir Stefán Briem, kennara við Menntaskólann við Hamrahlíð. Með stóraukinni notkun tölva í sí- fellt fleiri greinum þjóðlifsins er orðið nauðsynlegt að allir þekki þetta öfluga tæki, getu þess og tak- mörk. Kynni af tölvum og gagna- vinnslu með tölvu eru því orðin sjálf- sagður námsþáttur f almenna skóla- kerfinu. Þessi bók er samin með þetta í huga. Hún er ætluð nemend- um sem eru að byrja nám i fram- haldsskóla og mið'ið við að geta hæft fólki á ólíkum brautum. Efni bókar- innar er valið til að kynna lesendum hvers konar tæki tölva er, til að gera þeim grein fyrir getu hennar og takmörkunum, til að koma þeim af stað við að hagnýta sér tölvu og ennfremur til að efla hæfni þeirra til að lifa og starfa i tölvuvæddu sam- félagi. Bókin er óháð því hvaða teg- und tölvu er notuð. Lagður er grunn- ur að skilningi á forritum en ekki er gert ráð fyrir að lesendur fáist við forritun sjálfir. Bókin er 104 bls. Hún er prentuð í Odda hf. (Frétutiikynning.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.