Morgunblaðið - 22.11.1984, Side 15

Morgunblaðið - 22.11.1984, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1984 15 Fógetaréttardómur í máli Framleiðsluráðs gegn eggjabóndanum á Hýrumel: Innheimta sjóðagjalda talin andstæð stjórnarskránni í fógetarétti Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu er fallinn dómur í lög- taksmáli Framleiðsluráðs landbún- aðarins gegn Aðalsteini Árnasyni eggjabónda á Hýrumel í Hálsasveit vegna ógreiddra áætlaðra sjóða- gjalda hans vegna ársins 1982. Synj- aði dómarinn lögtaki til tryggingar gjöldum hans til búnaðarmálasjóðs og Bjargráðasjóðs þar sem hann taldi gjaldtökuna stangast á við stjórnarskrána en úrskurðaði að lögtak vegna framleiðendagjalds skyldi ná fram að ganga. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu sl. sumar mótmælti Aðal- steinn lögtakskröfu Framleiðslu- ráðs og réð Jón Steinar Gunn- laugsson hrl. til að fara með málið fyrir sig. Dómarinn byggir úr- skurð sinn á synjun lögtaks fyrir búnaðarmálasjóðsgjöldunum á þvi að i lögunum um búnaðarmálasjóð sé ekki að finna „neina afmörkun á þvi hver upphæð gjaldsins, sem kveðið var á um í 1. gr. laganna, skyldi vera, eða hvernig það skyldi útreiknað. Þykja umrædd gjald- tökuákvæði 1. gr. laga þessara því vera andstæð 40. gr. sbr. 77. gr. stjórnarskrárinnar og verði þeim því ekki beitt sem gildri gjald- tökuheimild i máli þessu." í 40. gr. stjórnarskrárinnar segir m.a.: „Éngan skatt má á leggja né breyta né taka af með lögum." Og í 77. gr. segir: „Skattamálum skal skipa með lögum." Þá tekur dóm- arinn til greina þá kröfu lög- mannsins að gjöld til Bjargráða- sjóðs njóti ekki lögtaksréttar. Dómarinn tekur því ekki af- stöðu til þeirra mótmæla lög- manns gerðarþola sem mesta at- hygli vöktu er sagt var frá þessu máli í Mbl. i sumar, það er að hér sé um að ræða skatt, sem renni til hagsmunafélaga bænda. Með skattinum sé í reynd verið að skylda bóndann, þvert gegn vilja hans, til þátttöku i félögunum. Hann mótmælti harðlega slíku ofríki og taldi að stjórnarskráin leyfi ekki að menn séu skyldaðir með lögum til að taka þátt i „póli- tískum baráttufélögum, eins og þeim sem hér um ræðir“. Aðalsteinn byggði mótmæli sin gegn framleiðendagjaldinu á því að enga lögtaksheimild vegna gjaldsins sé að finna i lögum um Stofnlánadeild landbúnaðarins né i öðrum lögum en gjaldið á að renna til Stofnlánadeildarinnar. Þá byggði hann mótmæli sín einn- ig á þvi að síðan árið 1978 hafi honum ávallt verið neitað um lán úr Stofnlánadeildinni vegna þess að bú hans hafi, að mati stjórnar deildarinnar, verið of stórt. Mót- mælti hann því harðlega „að unnt sé að skylda hann til fjárframlaga til stofnlánadeildarinnar þegar hann á sama tima er útilokaður frá allri lánafyrirgreiðslu deildar- innar. Með gjaldinu er i raun verið að skylda hann til fjárframlaga til annarra framleiðenda í landbún- aði með þeim hætti, að ekki fær staöist vegna ákvæða 67. gr. sbr. og 69. gr. stjórnarskrárinnar," segir i greinargerð lögmanns hans. Dómarinn heimilaði að lögtakið Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! fyrir framleiðendagjaldi, að upp- hæð 20.379 kr., næði fram að ganga á þeirri forsendu að í lögun- um sem innheimta gjaldsins bygg- ist á sé ákvæði um að gjaldið eigi að ákvarða og innheimta á sama hátt og búnaðarmálasjóðsgjald og að búnaðarmálasjóðsgjald megi taka lögtaki. Hinsvegar var málskostnaður látinn niður falla. AUSTURSTRÆTI FASTEIGNASALA AUSTURSTRÆTI9 Skoóum og verömetum eignir samdægurs Einbýli N YLENDUGATA Kjallari, hæö og ris 70 fm aö grunnfleti. Eru 2 íbuöir. Mögu- leiki i þremur íbúöum. Akv. sala. Verö tilboö. GRAFARVOGUR Fallegt og vel skipulagt á einni haeö, ca. 150 fm meö 30 fm bílsk. Afh. fullfrág. að utan en einangraö aö innan. Skipti mögul. á minni eign. Verö 3,2 millj. SMÁRAFLÖT GB. Mjög vel með farið ca. 150 fm einbýli meö 45 fm bílsk. ásamt upphituöu gróöurhúsi. Skipti á ódýrari eign eöa bein sala. Verö 4,5—4,7 millj. FROSTASKJÓL Höfum til sölu skemmtilegt ein- býli á byggingarstigi, hornlóö. Mögul. skipti 6 ódýrari eign. Verð: tilboö. FAGRAKINN HF. Vel skipulagt töluvert endurn. ca. 180 fm einbýli á 2 hæöum ásamt 35 fm bílsk. Skipti á mögul. á minni eign í Garðabæ eöa Hafn- arf. Verö 4,3—4,5 millj. HÓLAHVERFI Glæsil. ca. 285 fm einbýli ásamt 45 fm bilsk. Mikiö útsýni. Verö 6,5 millj. HÓLAHVERFI 270 fm einbýli með bilskúrs- sökklum. Húsiö er ekki fullkláraö en þaö sem búiö er, er vandaö og vel gert. Skipti á minni eign. Verö: tilboð. Raðhús BRAUTARÁS Vel byggt 176 fm raöhús á 2. hæöum meö 42 fm bílskúr. Bráöabirgöarinnréttingar. Verö 4.4 millj. BREKKUBYGGÐ — GB. 3ja herb. ca. 80 fm á einni hæö. Bráöabirgöa innr. Verö 2 millj. SAMTÚN — PARHÚS Gjörendurn. og haganlega innr. ca. 80 fm. Skipti æskil. á eign sem þarfn. standsetn. eöa bein sala. Verö 2,2 millj. TORFUFELL Mjög vandað ca. 140 fm raöhús á einni hæö meö góöum bílskúr ásamt 40 fm geymslurisi. Æski- leg skipti á stærri eign eöa bein sala. Verð 3,4 millj. Sérhæðir MÁVAHLÍÐ Mjög góö ca. 150 fm á 1. hæö meö bílskúrsrétti. Verö tilboö. BORGARGERÐI - MIÐH. Rúmgóö ca. 148 fm á tveimur pöllum. Fæst í skiptum fyrir raöhús eöa einb. á bygg.st. í Breiðholti. Verð 2,9 millj. LYNGHAGI Góð ca. 120 fm 4ra herb. efri hæö. Fæst í skiptum fyrir ódýra eign meö bílskúr í vesturbæ. Verð 3 millj. 5—6 herb. KAPLASKJÓLSVEGUR Haganlega innr. ca. 140 fm endatb. á 4. hæð meö 2 herb. og sjónvarpsholi í risi. Verö 2550 þús. 4ra—5 herb. VESTURBERG Jaröhæö mjög góö ca. 110 fm 4ra—5 herb. Sérgaröur. Þvotta- hús í íbúö. Verö 1950—2 millj. 26555 HRAUNBÆR Þokkaleg íbúö ca. 110 fm á 1. hæö. Laus strax. Lyklar á skrif- stofunni. Verö 1900—1950 (>ús. DUNHAGI — 1. HÆÐ Vel innr. 4ra—5 herb. ca. 125 fm ásamt sérherb. og snyrtingu í kj. Er laus og þarf aö seljast strax. Verð: tilboð. KLEPPSV. — 4. HÆÐ Góð 4ra herb. ca. 105 fm. Suö- ursv. Bílskúrsr. Skipti óskast á sérbýli i Rvík, má vera á bygg. stigi. Verð 1950 þús. KRÍUHÓLAR — 2. HÆÐ 100 fm 4ra herb. í 3ja hæöa blokk. Verð 2,2 millj. UNNARBRAUT - SELTJ. Falleg 4ra herb. ca. 105 fm endaíb. á 1. hæö. Fæst i skipt- um fyrir 140 fm sérhæö. Verö 2,4 millj. 3ja herb. ENGIHJALLI Góö 3ja—4ra herb. ca. 95 fm á 4. hæö. Þvottahús á hæð. Verð 1750—1800 þús. MARÍUBAKKI Góö ca. 90 fm íbúö á 3. hæö. Verð 1800—1850 þús. MÁVAHLÍÐ Góö jarðhæð ca. 70 fm. Verö tilboö. ÁLFTAHÓLAR - BÍLSK. Falleg íb. á 2. hæö i 3ja hæöa blokk. Verö 1.9 millj. HRAUNBÆR Góö 3ja herb. ca. 100 fm íb. á 1. hæö í skiptum fyrir samskon- ar íbúö en meö aukaherb. i kj. Ekkert áhvílandi. Milligjöf ca. 250—300 þús. staögr. KRUMMAHOLAR Góö 86 fm ibúö meö bítskýli á 4. hæö i skiptum fyrir raöhús eöa einbýli í Mosfellssveit. Góö- ar greiðslur í milli. LAUGARNESVEGUR Snyrtil. 75 fm á 4. hæö. Verö 1600 þús. NJÖRVASUND Töluv. endurn. ca. 85 fm íbúö á jaröh. Verö 1600 þús. SPÓAHÓLAR JARÐH. Falleg ca. 80 fm endaíb. Gengiö beint út í garö, draumur litlu barnanna. Verö 1650—1700 þús. 2ja herb. KAMBASEL Mjög glæsileg ca. 86 fm á jaröhæö. Sérinng. Sérþvotta- hús. Allar innréttingar sérsmíö- aöar. Eign í sérflokki. Verö 1750—1800 þús. •k Fasteignaeig. ath.: Þetta er séraugl. fyrir fjár- sterka kaupendur á skrá. Eftirtaldar eignir óskast strax: • Góö sérhæö meö bílskúr i vesturbæ. Má kosta frá 3 millj Mjög sterkar gr. í boði. • Rað- eöa einb.hús á bygg.st. i Seláshverfi. Kaup- andi með sérhæö og sterka milligjöf. • Góöa 3ja herb. ib. meö eöa án bílsk. í Neðra- Breiöh. eöa Engihjalla Kóp. Allt að 1 millj. viö samning. • Góöa 2ja herb. ibúöir í Garöabæ, Kópvogi eöa Rvík. Lögm. Guömundur K. Sigurjónsson hdl. nú verða af því að senda vinum um víða veröld gjöf sem verður þeim mjög kærkomin — fyrir aðeins kr. 770. Innifalið sendingargjald um allan heim. Gjöf sem berst ekki bara einu sinni — heldur aftur og aftur — og treystir tengslin. Er Iceland Review ekki rétta gjöfin fyrir ættingja og vini erlendis? Iceland Review kemur út fjórum sinnum á ári — stöðugur straumur af fróðleik um land og þjóð, með glæsilegum myndum og fjöl- breyttu efni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.