Morgunblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1984 Streisand í jafnstöðu Kvikmyndir Árni Þórarinsson Bíóböllin: Yentl. Bandarísk. Árgerð 1983. Hand- rit: Jack Rosenthal, Barbra Streisand, eftir sögu Isaac Bashevis Singer. Leikstjóri: Barbra Streisand. Aðalhlut- verk: Barbra Streisand, IVf andy Patinkin, Amy Irving, Nehemi- ah Persoff. Meinið við söngvamyndir og söngva- og dansmyndir er að þegar búið er að byggja upp til dæmis skemmtilegt samtal með dramatískri stígandi þá rjúka persónurnar til og fara að þenja sig fullum hálsi uppí opið geðið á áhorfanda og jafnvel sparka út og suður. Þeir áhorfendur eru að vísu til sem finnst einmitt þessi söngþensla og þetta dansspark besti þáttur myndanna. En víst er að það er fjári erfitt að fella saman meira eða minna raun- sæislega atburðarás og hversdagslegar persónur annars vegar og þau tilfinngingalegu gos sem tjáð eru með söng og/eða dansi hins vegar, þannig að það síðarnefnda vaxi út úr hinu fyrrnefnda en ekki öfugt. Reyndar heppnast svona myndir best sem einhvers konar fantasí- ur eða sögur úr skemmtanaiðn- aðinum, þar sem slíkur tjáning- arháttur tiðkast hvort eð er. Söngva- og dansmyndum hef- ur farið fækkandi hin seinni ár og þær sem gerðar hafa verið hafa kostað morð fjár og tapað því mestöllu. Barbra Streisand hefur því ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur þegar hún velur soguna um Yentl eftir Singer Nóbelsskáld til að gera úr söngvamynd með sjálfri sér í tit- ilhlutverkinu. Og hún hefur ýmsu klúðrað en klárað annað furðu vel. Áður en lengra er haldið er rétt að gleyma Singer Nóbels- skáldi. Kvikmyndin Yentl kemur honum ósköp lítið við. Hún kem- ur eiginlega aðeins Barbra Streisand við. Streisand tók ást- fóstri við söguna fyrir fimmtán árum og hefur stefnt að því síð- an að kvikmynda hana. Ljóst má vera að efni hennar hefur höfðað sterkt til hennar persónulega: Yentl er ung gyðingastúlka í gömlu Austur-Evrópu sem hald- in er óslökkvandi löngun til að standa jafnfætis karlmönnum. Hún sættir sig ekki við lögskipað hlutverk kvenna samkvæmt gyð- ingdómnum og grípur til þess ráðs að dulbúast sem karlmaður til að svala þekkingarþorsta sín- um og komast til mennta. Út frá þessum forsendum snýst svo ást- arflækja þegar Yentl kynnist samstúdent sínum, Avigdor og heitmey hans, Hadass og verða ýmsir skotnir í ýmsum. En for- sendurnar eru sumsé falskar. Og í lokin heldur Yentl á braut í leit að meiri þekkingu þar sem konur þurfa ekki að karlvæðast til að njóta jafnstoðu, kannski á lýð- háskóla í Svíþjóð. Með því að skrifa handrit (í samvinnu við karlmann), leik- stýra, framleiða og leika aðal- hlutverk þessarar stórmyndar er Barbra Streisand að reyna að sanna hið sama fyrir Hollywood og Yentl fyrir gyðingasamfélagi sínu. Ég fer ekki ofan af því að Yentl væri á köflum hin besta mynd ef ekki væri þessi voðalega söngþensla. Ég sé í fyrsta lagi engin rök fyrir því að túlka við- Barbra Streisand sem bókaormur- inn Yentl — fyrir „kynskipting- una". fangsefnið með þessum hætti. Söngurinn kemur þannig ekki innan frá. Hann kemur utan frá — af þeirri einföldu ástæðu að stjarnan Streisand hefur góða söngrödd. í öðru lagi eru laglín- ur Michel Legrand lítt spenn- andi þótt þær séu í voldugum út- setningum. Og í þriðja lagi er leikræn og myndræn útfærsla þessara atriða oft — en ekki allt- af — fálmkennd og vandræðaleg; tökuvél David Watkin sem með myndugum sveiflum sinum lyft- ir Yent yfirleitt upp um nokkra gæðaflokka lendir í því að þeyt- ast í hringi um Streisand og keyra að henni og frá henni af- tur í algjöru tilgangsleysi. En það er magt sem gleður auga og eyra þegar hlé verður á hávaðanum úr hálsi Barbra Streisand. Sagan er grípandi, þótt maður trúi reyndar aldrei á „dulargervi" Yentls, samtölin eru oft prýðis vel skrifuð, leikar- arnir, einkum Mandy Patinkin sem Avigdor, rækta persónur sínar af alúð og innlifun, vand- virkni einkennir öll vinnubrögð. Og þótt Barbra Streisand sé ekki mest aðlaðandi leikkona í um- ferð þá gerir hún margt vel, og hún sýnir í nokkrum atriðum að hún er alls ekki óefnilegur leik- stjóri. Með Yentl ætlaði hún sér of mikið, eða a.m.k. kaus hæpna efnismeðferð. En hver einasta sekúnda ber með sér að myndin er gerð af sannri þörf, áræði og ástriðu. Það er meira en unnt er að segja um obbann af amerísk- um kvikmyndaiðnaði nú á dög- BíLVANGURsf L I I I J H0FDABAKKA9 IE4R€YKJAVIK SIMI 687300 I M M II____________________________ Jafet S. Ólafsson Ráöinn for- stöðumaöur Fatadeildar Sambandsins Jafet S. Ólafsson, viðskiptafræð- ingur, var nýlega ráðinn forstöðu- maður Fatadeildar Sambandsins, en þessi deild er hluti af Verslunar- deild. Fatadeild er nýstofnuð og varð til samfara skipulagsbreytingum á Sambandinu. Undir Fatadeild heyra skóverksmiðjan Iðunn og fataverksmiðjan á Akureyri, Yl- rún á Sauðárkróki, fataverksmiðj- an Gefjun, verslanirnar Torgið, Herraríki Glæsibæ og Herraríki á Snorrabraut. Einnig heyrir undir deildina innflutningur á fatnaði og skóm. Jafet S. Ólafsson er fæddur í Reykjavík 1951. Hann varð stúd- ent frá Verzlunarskóla íslands 1973 og útskrifaðist viðskipta- fræðingur frá Háskóla tslands 1977. Hóf hann þá störf í iðnaðar- ráðuneytinu fyrst sem fulltrúi og síðan sem deildarstjóri. Hann er kvæntur Hildi Hermóðsdóttur og eiga þau tvö börn. Málverk sleg- ið á 160 þús- und krónur Á málverkaU|ipboði Klaustur- bóla, sem haldið var á sunnudag, var olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson slegið á 160 þúsund krón- ur. Alls voru 117 myndir seldar i uppboðinu og fóru þrjú milverk i yfir 100 þúsund krónur. Hin eru „Bærinn minn" eftir Kjarval, sem slegið var i 130 þúsund krónur, og Þingvallamynd eftir Gunnar Blöndal i 145 þúsund krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.