Morgunblaðið - 22.11.1984, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 22.11.1984, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1984 Baldur Þór Jóhanns- son — Minningarorð Fæddur 6. desember 1962 Dáinn 18. október 1984 Mitt við andlát augum fyrir minum upp, minn Drottinn, haltu krossi þfnum. Gegnum myrkrið lifsins Ijós að sjá leyf mér, góði Jesú. Vert mér hjá. Bend mér upp og yfir tjöldin skýja upp mig tak. Lát jarðar myrkrin flýja fyrir ljósi landinu engla frá. í Iffi og dauða, Herra vert mér hjá. (Stefán Thorarensen.) Lífsgangan er okkur mönnunum misjöfn, einum er hún létt, öðrum erfið, jafnvel svo þungbær aö ekki verður lengra komist. Þann 18. október sl. syrti að í fjölskyldu okkar, þegar okkur var tilkynnt að hann Baldur Þór Jóhannsson væri dáinn. Það var í júní síðastliðnum, er við kvöddumst síðast, þá keyrði hann mig að áætlunarbilnum í Ólafsvík. Við ræddum um að gam- an væri að hittast næst í Ham- borg, en því miður varð ekkert af því. Lífið hefur kennt okkur að fátt er sjálfsagt í þessum heimi. Minningarnar hrannast upp. Ég sé hann fyrir mér þegar ég kom heim á sumrin, þennan litla ljós- hærða dreng. Það var mikil til- hlökkun á þessum árum fyrir Baldur son minn að fara til Ólafsvíkur og leika við Baldur Þór. Árin liðu, á hverju sumri var haldið vestur, og alltaf var Baldur Þór jafn prúður og hjálplegur. Fyrir rúmu ári var Baidur sonur minn að vinna á Hellissandi við vegagerð, hittust þeir þá oft og þau eru ótalin kvöldin sem Baldur Þór sótti hann eftir vinnu og keyrði hann til ólafsvíkur til pabba síns og mömmu, þar sem hann gat verið eins og heima hjá sér. Þarna áttu þeir skemmtilegar stundir saman, sem ekki gleymast. Það er erfitt að trúa því að hann Baldur Þór skuli ekki vera lengur á meðal okkar, en minninguna um hann eigum við. Við skulum þakka fyrir hana og þann tíma, sem við áttum með þessum góða dreng. Minning hans mun lifa og gleym- ist aldrei. Elsku Inga mín og Hanni, sorg ykkar er mikil, en með Guð að leiðarljósi verða sporin léttari. Ég votta ykkur og börnum ykkar mína dýpstu samúð. Megi Baldur Þór hvíla í friði. Hamborg í nóv. Anna. Minning: Sveinborg Kristjáns dóttir Bergmann Fædd 31. júlí 1917 Dáin 28. maí 1984 Sú sorgarfrétt barst okkur í sumar frá Ameríku að Sveinborg hefði látist í lok maímánaðar. Að vísu vissum við að Sveinborg átti í mörg ár við veikindi að stríða en alltaf var vonast eftir bata. Hún og maður hennar, Nói Þórhallsson Bergmann, höfðu ráðgert að ferð- ast til íslands í sumar sem leið til að hitta þar ættingja og vini. í staðin kallaði Guð hana til fyrir- heitna landsins, þar sem enginn sjúkleiki og sorg er framar til. Sveinborg er fædd í Noregi 31. júlí 1917. Móðririn var norsk og hét Ragnhild en faðirinn íslensk- ur, Kristján Sveinsson múrari, og var Sveinborg elst barna þeirra hjóna. Systkini Sveinborgar eru: Lars Ingólfur, Ystafelli, Köldu- kinn, Þórdís Jóhanna, Raufarhöfn, Ólafur Rikard sem dó ungur og + Eiginmaöur minn, faöir og fósturfaöir. + Bróöir okkar og mágur, JÓHANNESJÓNSSON HÁKON JARL HAFLIÐASON fré Asparvlk, vélstjóri. Fannborg 1, Hétúni 8, andaöist í Landakotsspitala 20. nóvember. Sofffa Valgairadóttir, er lóst 16. nóvember veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. nóvember kl. 10.30. Ingi Karl Jóhannesson, Sólrún Aspar Ellasdóttir. Ásdfs Haflióadóttir, Gunnar Sigurgfslason, Loftur Hafliöason, Sigrföur Danfelsdóttir, Kristjén Hafliöason, Helga Wium. + Faöir minn, sonur okkar og bróöir. + HÖRÐUR STEINGRÍMSSON, I Sogavegi 158, Hjartkær faöir okkar, tengdafaöir og afi. lést 16. nóvember. HÓLMGEIR G. JÓNSSON, Grenimel 15, Jón Hjörtur Harðaraon, Kristfn Kristinsdóttir, Steingrfmur Bjarnason veröur jarösunginn frá Neskirkju föstudaginn 23. nóvember kl. 13:30. og systkini hins látna. Eyvör M. Hólmgeirsdóttir, Steingrfmur Helgason, Aóalbjörg Hólmgeirsdóttir, Lérus Guögeirsson t Maöurinn mjnn, faðir okkar, tengdafaölr og afi, PER WENDELBO, lést í Osló 20. nóvember. Helga Wendelbo, bðrn, tengdabörn og barnabörn. og barnabörn. t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, PÁLÍNA VALGERDUR ODDSDÓTTIR, lést aö Hrafnistu þriöjudaginn 20. nóvember. Aöstandendur. t RAGNHEIDUR ÓLAFSDÓTTIR, Skjólbraut 4, Kópavogi, andaöist á Borgarspitalanum 20. nóvember. Vandamenn. t Eiginkona min, móölr okkar, tengdamóöir og amma, GUONÝ MAGNÚSDÓTTIR Frá fvarshúaum, Dvalarheimilinu Höföa, Akranesi, sem andaöist I Sjúkrahúsi Akraness 18. nóvember, veröur jarö- sungin frá Akraneskirkju laugardaginn 24. nóvember kl. 11.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Sjúkrahús Akraness. Guóbjarni Sigmundsaon, Sveinn Guöbjarnason, Fjóla Guóbjarnadóttir, Vigdis Guóbjarnadóttir, Lilja Guóbjarnadóttir, Erna Guöbjarnadóttir, Sigmundur Guóbjarnason, Sveinbjörn Guöbjarnason, Sturla Guöbjarnason, Hannesina Guöbjarnadóttir, Gyöa Pálsdóttir, Jóhannes Guöjónsson, Jóhann Bogason, Jón Hallgrlmsson, Magnús Olafsson, Margrát Þorvaldsdóttir, Sigriöur Magnúsdóttir, Sjöfn Pálsdóttir, Eggert Steinþórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Í Eiginmaöur minn og faöir, GUÐMUNDUR JÓNSSON, Grfmsey, sem lést i Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri 19. nóvember sl. veröur jarösunginn frá Miögaröakirkju, Grimsey, sunnudaginn 25. nóvember kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuö. En þeim sem vilja minnast hins látna er bent á sundlaugarsjóö Grfmseyjar. Steinunn Sigurbjörnsdóttir, Hafliöí Guómundsson. Minnlngarkort sundlaugarsjóös fást I Bókvali, Akureyri, og Kaup- félaginu í Grlmsey. Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför, GUNNARSJOHNSEN Marklandi, Garöabaa. Sigrlóur Johnsen Jóhanna Gunnarsdóttir, Guömundur B. Jóhannsson, Vilhelmina Gunnarsdóttir, Ólafur Ásgeírsson. + Þökkum af alhug auösýnda samúö viö andlát og útför bróöur okkar, HALLDÓRS EYÞÓRSSONAR, Blönduóei. Sérstakar þakkir til Þóreyjar Danlelsdóttur og sjúkrahússins á Blönduósi. Þórey Eyþórsdóttir og Lóa Eyþórsdóttir. Sigurður Sæmundur sem býr í Hafnarfirði. Sveinborg giftist í Reykjavík besta vini mínum, Nóa Þ. Berg- mann, 11. ágúst 1938. Þau hittust og kynntust í Hjálpræðishernum í Reykjavík. Þar áttu þau góðar stundir og gáfu mikið af frítíma sínum við störf í Hernum, þau spiluðu bæði í Lúðrasveit Hersins um nokkurt árabil. Á þeim tíma var margt ungt fólk í Hjálpræð- ishernum og mikið um félagsstarf og samkomuhald, sérstaklega á sunnudögum og var þá oft spilað á lúðra á þrem og fjórum samkom- um. Á Lækjartorgi, við Stein- bryggjuna. fyrir utan Herkastal- ann og á kvöldsamkomunni í saln- um. Æskuheimili Sveinborgar var um tíma á Laugavegi 128 og síðan á horni Háaleitisbrautar og Miklubrautar og var það á þeim tíma álitið vera langt fyrir utan borgina, en nú er það í henni miðri. Um tíma eftir giftinguna bjuggu hjónin í Garðastræti en seinna byggðu þau gott einbýlis- hús við Gelgjutanga nálægt vinnustað Nóa. Hann vann þá í vélsmiðjunni Keili. Sveinborg og Nói voru mjög gestrisin og voru þær margar ánægjustundirnar sem ég og aðrir vinir þeirra áttu á heimili þeirra. Sveinborg og Nói höfðu alltaf mikinn áhug á að ferðast til út- landa og vegna félagslyndis og góðmennsku þeirra eignuðust þau marga vini bæði hérlendis og er- lendis. Árið 1956 fluttu þau búferlum til Kanada og bjuggu meðal ann- ars í Vancouver, siðan fluttu þau suður á bóginn til Kaliforníu í Bandaríkjunum. Síðustu árin hafa þau búið í Tacoma norðarlega á vesturströnd Bandaríkjanna. Börn þeirra eru sex: Ragnar Jó- hann, Bergljót, Kristján Ólafur, Jóhanna Ragnhildur, Sigrún og loks Hrefna Dagmar sem er fædd vestra. Börnin giftust í Ameríku og búa í námunda við foreldrana. Sveinborg var mikil og kærleiks- rík húsmóðir og var mikið ástríki til barna, tengdabarna og barna- barna og voru þau miklir aufúsu- gestir á heimili Sveinborgar og Nóa. Á merkisdögum og jólum komu þau öll í heimsókn og var þá margt um manninn og mikil kátína. Sveinborg og Nói komu i heim- sókn til íslands sumarið 1973 og höfðu þá Dagmar, yngstu dóttur- ina með sér. Urðu þá miklir fagn- aðarfundir meðal ættingja og vina. Við þökkum minningar frá liðn- um árum sem við eigum um Sveinborgu og biðjum Guð að styrkja og blessa eiginmann, börn, tengdabörn, barnabörn og aðra ættingja og vini sem trega hana. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Óskar Jónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.