Morgunblaðið - 22.11.1984, Side 51

Morgunblaðið - 22.11.1984, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. NÖVEMBER 1984 51 Allt of „einhliða“ Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson U2 The unforgettable fire ísland/ Fálkinn Þetta nýjasta afsprengi U2 reyndist mér hreint ekki svo auðmeltanlegt í fyrstu umferð, reyndar ekki í annarri og þriðju umferð heldur. Það var ekki fyrr en eftir það að platan tók að vinna á — þannig hafa plötur U2 reyndar margar hverjar verið. Dálítið seinteknar en hafa setið þeim mun fastar í minninu á eft- ir. Þrátt fyrir marga þrælgóða kosti er The unforgettable fire hreint ekki gallalaus gripur. Síð- ari hliðin er t.d. svakalega lit- laus eftir kröftuga og litskrúð- uga fyrri hlið. Sú síðari rennur að meira eða minna leyti út í eitt og slíkt getur aldrei talist vera til góðs. Ef ekki kæmi til af- bragðs fyrri hlið er ég hræddur um að aðdáendur U2 hefðu margir hverjir orðið óskaplega svekktir. Fyrri hliðin hefst á laginu A sort of homecoming og í kjölfar þess fylgir lagið Pride, sem náð hefur svo miklu vinsældum hér heima, m.a. á Rás 2. Sannkall- aður meistarasmellur. Lögin þar á eftir, Wire og titillagið, The unforgettable fire, eru bæði mjög góð en lokalagið er eigin- lega ekki neitt neitt. Síðari hlið- in er svo sem fyrr greinir skrambi litlaus og mikil von- brigði eftir það sem á undan er gengið. Fyrri helmingur plötunnar, svo enn sé fjallað um hana í tvennu lagi, sýnir glögglega að í U2 sameinast afar sterkir kraft- ar. Að baki hinum sérstæða og góða söngvara, Bono, standa fjölhæfur bassaleikari, geysi- hraður og teknískur en um leið „lýrískur" gítarleikari og trommari, sem veit hvað klukk- an slær. The unforgettable fire er alls ekki besta plata U2 en fyrri hliðin ein réttlætir fylli- lega kaup á henni. Wterkurog Ll hagkvæmur auglýsingamiöill! KÆRIRÐU ÞIG UM LÁGA RAFMAGNSREIKNINGA? OSRAM Ijós og lampar eyða broti af því rafmagni sem venjuleg Ijós eyða og lýsa þó margfalt meira. OSRAM flúorsent Ijós eyða 11 wöttum þegar þau bera 75 watta birtu. Svo endast þau miklu lengur. OSRAM CIRCOLUX ” stílhreint, fallegt Ijós sem fæst í ýmsum útfærslum, hentar stundum í eldhús, stundum í stofu eða hvar annars staðar sem er - allt eftir þínum smekk. Rafbúð Domus Medica, Egilsgötu 3 Sími 18022. OSRAM LJÓSLIFANDI ORKUSPARNAÐUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.