Morgunblaðið - 24.11.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.11.1984, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 231. tbl. 71. árg. LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins ítalíæ Andreotti stóð af sér orrahríð Kóm, 23. ¦íreaber. AP. I fTALSKA þing- ið feUdi f kvöld tillttgur komm- únisU og ný- Ifasista, að láfram skyldi haldið rannsókn á ásókunum um spillingu, sem ; bornar hafa ver- ið á GhiUo Andreotti, utanríkisráðherra, vegna þess að hann skipaði Raffale Giudice bersböfðingja, í embætti yfirmanns toila- og skattalogreglunnar, fyrir nokkrumárum. Síðar kom i ljós, aö Giudice var félagi i hinni illræmdu leynistúku frímúrara P2 og sat hann inni um skeiö fyrir aðild ad fjársvikamáli. Andreotti, sem fimm sinnum hefur gegnt embætti forsætisráð- herra og hefur verið áberandi i stjórnmálastarfi kristilegra demó- krata í fjóra áratugi, sagði i varn- arræðu sinni í þinginu í dag, að hann hefði ekki gert neitt rangt Þegar hann, sem varnarmálaráð- herra, hefði skipað Giudice i emb- ætti hefði hann aðeins fylgt ráð- leggingum sérfræðinga sinna. Lögbrot Giudice hefðu ekki verið upplýst fyrr en mörgum árum síð- ar. Tillaga kommúnista um að þing- nefnd héldi áfram að rannsaka tengsl Andreotti og Giudice var felld með 484 atkvæðum gegn 421. Tillaga ný-fasista, að mál And- reottis færi fyrir stjórnlagadóm var feUd með 507 atkvæðum gegn 101. Arafat áþingi Palestínuaraba Yasser Arafat, leiðtogi PLO, Frelsissamtaka Palestinuaraba, (t.h.), Shazli Kilbi. framkvæmdastjóri Arababandalagsins og Farouk Kaddoumi, formaður stjórnmálaarms PLO, koma af þingi Palestínuaraba, sem nú situr í Konunglegu menningarmiðstoðinni i Amman i Jórdaniu. Sjá frétt um þingið £ bls. 21. Simmmynd/AP Minningarathöfn Menachem Begin, fyrrum for- sætisráðherra ísraels, sótti í dag minningarathöfn í Tel Aviv um eiginkonu sfna, sem lést fyrir tveúnur árum, og var þessi mynd þá tekin. Begin hefur ekki látið sjá sig opinberlega nema tvisvar sinnum siðan hann sagði af sér ráðherraembætti og hætti afskiptum af stjórnmálum i september á síðasta ári. Flótti russnesks ferðamanns dregur dilk á eftir sér: Atök gæslusveita SÞ og Norður-Kóreumanna Seo«l, 23. airember. AP. AÐ MINNSTA kosti þrír létu lífið og þrír særðust í gærmorgun í skotbardaga á hlutlausa svæðinu, sem skihir að Norður- og Suður- Kóreu, að sögn fulltrúa gæslu- sveita Sameinuðu þjóðanna. Tveir hinna látnu eru norð- ur-kóreskir hermenn og hinn þriðji er hermaður af suður- kóresku þjóðerni. Einn hinna særðu er Bandaríkjamaður, en hinir tveir Norður-Kóreumenn. Útvarpið í Pyongyang í Norður-Kóreu segir að fjórir hafi látið lífið, en gat ekki um þjóðerni hinna látnu. Það sagði að til átakanna hefði komið þegar landamæraverðir hefðu reynt að hindra að sovéskur ferðamaður færi til Suður- Kóreu Að sögn talsmanna Samein- uðu þjóðanna í þorpinu Panm- unjom, sem er á hlutlausa belt- inu, ruddist hersveit 20—30 manna frá Norður-Kóreu í óleyfi inn á svæðið til að reyna að handsama flóttamann. Sner- ust gæslusveitirnar til varnar innrásarliðinu, en ekki hefur verið greint frá því hve lengi bardagar stóðu yfir og hvers eðlis þeir voru. Hefur rannsókn verið fyrirskipuð til að hindra að atvik af þessu tagi endurtaki sig. Að sögn japönsku fréttastof- unnar Kyodd er sovéski flótta- maðurinn 22 ára gamall Rússi, Basil Mapuzak að nafni, og hef- ur hann óskað eftir hæli í Bandaríkjunum, sem pólitískur flóttamaður. Sú frétt hefur hins vegar hvergi fengist staðfest. Eitt þúsund námu- menn til starfa í dag LeadM, 23. »ÓT<-rabrr. AP. ETTT þúsund námuverkamenn á Bretlandi sneru til vinnu í dag og biettust þannig í hóp þeirra fimm Vestur-Þýskaland: Græningjar taka upp samband við Rússa Bmu. 23. aoTember. AP. FLOKKUR umhverfisverndar- sinna í Vestur-Þýskalandi, svonefndir Græningjar, hyggst koma á reglulegum samskiptum við Kommúnistaflokk Sovétríkj- anna, að því er leiðtogar Grsn- ingia upplýstu í dag. Tþessari viku áttu Græningjar viðræðufund með fimm manna sendinefnd frá Æðsta ráði Sov- étrikjanna undir forystu Lev Tolkunov, sem er forseti annarr- ar málstofu ráðsins. Engin yfirlýsing var gefin út að fundinum ioknum, en Renata Mohr, talsmaður Græningja, segir að vilji hafi verið hjá báð- um aðilum að koma á sambandi milli flokkanna. Væru frekari viðræður fyrirhugaðar þegar á næsta ári og yrði þá skipst á upplýsingum um umhverfismál. Mohr vildi ekki greina frá efn- isatriðum umræðnanna í vik- unni, en kvað þær m.a. hafa snú- ist um ástandið i Evrópu eftir uppsetningu kjarnaflauganna og ýmis utanríkismál, þ. á m. skuld- ir ríkja í Rómönsku Ameríku við lánastofnanir á Vesturlöndum. Græningjarnir segjast vera óháðir í deilum austurs og vest- urs, en stefni að því að draga úr spennu í heiminum. þúsunda, sem fyrr í vikunni hættu þátttöku í verkfalli stéttarfélags síns. Samtímis því, að þeim fjölgar ört, sem virða verkfallið að vett- ugi, hafa átðk milli verkfallsvarða annars vegar og lögreglu og verk- fallsbrjóta hins vegar harðnað gif- urlega. 1 dag slösuðust sjö log- reglumenn og þrír verkfallsverðir i átökum við kolanámur víðs vegar um landið. 25 verkfallsverðir voru handteknir. Stjórn rikisreknu kolanámanna hafði heitið hverjum þeim náma- manni er kæmi til starfa fyrir helgina „jólabónus", sérstakri aukagreiðslu að upphæð 1.400 sterlingspund (jafnvirði rúmlega 68 þúsund ísl. króna). Hefur frest- ur til að þiggja þetta boð nú verið framlengdur til mánudags. Er tal- ið að greiðsla þessi hafi haft mikil áhrif í þá átt að fá námamenn til að hætta þátttöku í hinu umdeilda verkfalli, sem staðið hefur átta mánuði og ekkert útlit er fyrir aö verði leyst við samningsborðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.