Morgunblaðið - 24.11.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.11.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 1984 HQSAAftn '/innu, urvs Húr> ttjncli Llmtýpunrvi- " Ertu ekki Iss? HÖGNI HREKKVÍSI „Éö HELP /MéR 6é AV VBRPA ILLT. /' * Ast er... — að elda handa hon- um ómótstæðilegan mat TM Rn. U.S. Pat. Olf.-al rights resarved ®1984 Los Angeles Tmes Syndicale „Sannleikurinn er sá að góður kennari notar gífurlegan tíma til undirbúnings, oft langt umfram það sem gert er ráð fyrir,“ segir bréfritari. Er kennsla starf eða „hobbý“? Kennari skrifar: Kennari, hvar vinnur þú? Stundum kemur það fyrir að yngstu nemendur mínir spyrja mig hvar ég vinni eiginlega, og ég svara að starf mitt sé að kenna þeim, fyrir það fái ég launin sem ég framfleyti mér á. En þetta vill nú vefjast fyrir litlu skinnunum. í þeirra augum hefur vinna og skóli óskylda merkingu. í þeim umræðum sem fylgt hafa í kjölfar kjarabaráttu kennara, sem nú stendur yfir, hef ég stund- um orðið vör við svipaða vanþekk- ingu fullorðinna og hjá smáfólk- inu fyrrnefnda. Þið getið unnið með kennslunni, segir það, þið er- uð laus um miðjan dag og hafið þriggja mánaða sumarfrí og getið þá unnið og verið á tvöföldum launum. Hvað eruð þið svo að kvarta? Kennsla er með öðrum orðum hlutastarf eða hobbý. Eins og almenningur veit þá eru grunnskólakennarar í BSRB. Mér hefur að undanförnu oft verið tjáð, að innan þess félags séu ein- göngu þeir tossar sem einkafyrir- tækin vilji ekki. Við kennarar höf- um það sem afsökun, eins og fleiri félagar okkar, að þykja vænt um Þessir hringdu . . , Léleg varahluta- þjónusta Jón Sigurðsson á Blönduósi hringdi: Fyrir skömmu fór lega í aft- urhjóli á bifreið minni sem er Toyota Corolla árgerð 1980. Toy- ota-umboðið auglýsir að bifreið- ir þessar séu þær mest seldu í Evrópu, en þegar ég hringdi í umboðið til að fá varahlutinn sendan, þá var mér sagt að leg- urnar yrðu ekki til þar fyrr en eftir áramótin. Bifreið mfna get ég sem sagt ekki notað meira á þessu ári. Mér finnst þetta fram úr hófi léleg þjónusta, því legan er ein af þeim hlutum sem alltaf geta bilað og ætti því að vera til á lager hjá fyrirtækinu. Það væri gott að fá skýringu á þessu hjá umboðinu. starf okkar, auk þess sem kennaramenntunin er býsna sér- hæfð og nýtist best innan skóla- kerfisins. Við fáum því ekki oft atvinnutilboð utan þess en aukinn flótti úr stéttinni bendir til þess að einhverjir kunni betur að meta hæfni okkar en ríkisvaldið hefur gert. Nú eru fyrirhugaðar fjöldaupp- sagnir kennara, neyðarúrræði sem gripið er til f von um aukinn skiln- ing á stöðu okkar. Til þess að koma í veg fyrir það neyðarástand sem þá myndi skapast, þörfnumst við öðru fremur stuðnings al- mennings. En hann verður að mfnu mati best fenginn með auk- inni upplýsingu um kennarastarf- ið. Starf kennarans Margir virðast álíta að starf kennarans sé eingöngu bundið við þann tíma sem hann eyðir með nemendum sfnum í skólastofunni. Þó skilja allir að sjónvarpsfrétta- maður gerir annað og meira en að flytja fréttir f sjónvarpi, að leikari gengur ekki undirbúningslaust fram á svið Þjóðleikhússins og túlkar Ríkharð III. Forvinnan er jafnvel mikilvægasti þátturinn í starfi þeirra. Sannleikurinn er sá að góður kennari notar gffurlegan tíma til undirbúnings, oft langt umfram það sem gert er ráð fyrir. Grunnskólakennari f fullu starfi hefur venjulega umsjón með tveimur bekkjadeildum eða um 50 nemendum. Kennslan er að meðal- tali 6 kennslustundir á dag, segj- um frá kl. 9—14.30, þar af er venjulega eitt 20 mín. kaffihlé, sem kennarar skiptast á um að hafa vallargæslu í, og ein klukku- st. í mat. Stundum er erfitt að gera samfellda stundaskrá fyrir bekkjakennara. Bekkurinn þarf t.d. að fara f leikfimi og lengir það viðveru kennarans sem því nemur. Þegar kennslu lýkur hefst und- irbúningurinn. Það þarf að afla heimilda, lesa, fara á söfn, sækja kvikmyndir, vinna verkefni á Námsgagnastofnun, safna sýnum í náttúrunni, kaupa föndurefni, búa til námsspil, undirbúa leiki, gera kort og glærur, og vegna skorts á góðum námsgögnum þurfa kennarar jafnvel að semja heilu verkefnabækurnar svo eitthvað sé tekið. Námsgeta nem- enda í bekkjum er mjög mismun- andi og þarf kennari þvf oft að útbúa einstaklingsverkefni. Einn- ig þarf kennarinn að taka verkefni nemendanna, skoða þau og leið- rétta. Kennarafundir og viðtalstímar eru 3 klukkustundir á viku utan stundadagskrár og ósjaldan funda kennarar á kvöldin eða um helgar. Starfsdagar eru nokkrum sinnum á ári en þá skila kennarar 8—9 klukkustunda viðveru. í flestum bekkjum eru nemendur sem þarfnast sér meðferðar hjá lækni, sálfræðingi, sérkennara eða f at- hvarfi. Drjúgur tími getur farið til samstarfs við þessa aðila. Samstarf foreldra og skóla er sem betur fer mikið að aukast. Það starf fer yfirleitt fram utan venjulegs vinnutfma. Skólinn reynir að koma til móts við tóm- stundir nemendanna, t.d. með skemmtunum á kvöldin. Ekki má heldur gleyma þvf að margir kennarar leggja mikla rækt við aðbúnað skólans. Þeir koma með húsgögn að heiman, smíða ný, sauma púða og pullur, rækta stofublóm o.fl. Enga stétt þekki ég aðra sem f jafn rfkum mæli greiðir vinnuáhöld úr eigin vasa. Fyrir þetta starf fær kennari með 12 ára starfsreynslu nú greiddar rúml. 21 þúsund krónur i mánaðarlaun, auk u.þ.b. 2 þúsund króna fyrir heimavinnuyfirvinnu og frímínútnagæslu í kaffitímum. Og hann greiðir áreiðanlega fullan skatt af launum sinum. Nú er það svo að vinnuvikan telst vera 40 klukkust. en er hins vegar áætluð um 46 klukkustundir hjá kennurum, þann tfma sem skóli starfar. Þannig vinnum við af okkur einn mánuð á ári. Árleg- ur starfstími kennara er með öðr- um orðum 1800 klukkust. rétt eins og hjá öðrum opinberum starfs- mönnum. Kennarar eiga rétt á eins mánaðar sumarleyfi sem mér skilst að sé öllu styttra en víða gerist. Þriðja mánuðinn nota kennarar til undirbúnings og námskeiða sem Kennaraháskóli íslands stendur fyrir. Mannsæmandi laun Kennari, sem þarf að sjá fjöl- skyldu sinni farborða, eignast heimili og greiða námslán eftir þriggja ára háskólanám, lifir ekki á launum sínum. Hann neyðist til að taka sér annað starf eftir kennslu og á sumrin. Slíkur kenn- ari hefur ekki möguleika á að und- irbúa kennslu sfna nægilega vel og getur lftið eða ekki sótt námskeið. Hverjir eru það svo sem gjalda þessa? Jú, fyrir utan kennarann sjálfan eru það auðvitað nemend- urnir. Markmið okkar allra hlýtur að vera það að eignast góða skóla og bestu fáanlega kennara. Við get- um ekki lengur treyst á sjálfboða- liðana, jafnvel þeim er orðið mis- boðið. Ef laun kennara yrðu á bil- inu 25—33 þúsund krónur kæm- umst við vissulega nær markinu. Eiga börnin það ekki skilið? Kennari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.