Morgunblaðið - 24.11.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.11.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 1984 25 lað nfæri" ICELANE WEEK IN BRITAtt 1984 24 NOVEMBEB - 1 DECEMBER 1 • Auglýsingaplakat íslandsvikunnar „Oheppni í fyrra" Kg spurði Jóhann hvort menn væru bjartsýnir á að Islandsvikan skilaði góðum árangri og hvort vikan í fyrra hefði gert það. „Hún skilaði árangri í fyrra, já, en við vorum engu að síður óheppnir þar sem prentaraverk- fall skall á á nákvæmlega sama tima og því var lítið hægt að kynna hana. Kynning okkar í Glasgow var t.d. næstum farin i vaskinn. Dr. Kelly, borgarstjórinn I Glasgow, sem er mikill íslands- > vinur, gerði allt hvað hann gat til að hjálpa okkur við að auglýsa þetta upp, en árangurinn varð samt sem áður ekki nógu góður. Við lærðum mikið á vikunni i fyrra, þá höfðum við t.d. ekki sam- ráð við sérhæft fyrirtæki i kynn- ingarstarfsemi — unnum f henni sjálfir, en erum sfðan með slfkt fyrirtæki okkur til hjálpar nú og þetta virðist ætla að blómstra. Margir mánuðir hafa nú farið f undirbúning — og sérstaklega hefur mikið verið unnið sfðustu þrjár vikurnar. Við höfum gefið út bækling, látið prenta veggspjöld og ýmislegt fleira til að minna á þessa viku. Það verður ekkert til sparað til að koma tslandi og fs- lenskri framleiðslu á framfæri," sagði Jóhann. IslandsYÍkan kynnt í sjónvarpsþáttum Þess má geta að i gær, föstudag, var sérstaklega fjallað um ísland f tveimur sjónvarpsþáttum á Eng- landi. í þættinum „Pebble Mill at One" sem sendur er út kl. 13 á BBC 1-rásinni, var fjallað í 20 mfnútur um ísland, Magnús Magnússon kynnti sogu landsins og listir, tfskusýningardömur komu fram, rætt var við Hilmar B. Jónsson um matargerð og síðan við Jóhann Sigurðsson um ferða- mál. Áhorfendur að þessum þætti eru taldir vera um 2,5 til 3 millj- ónir að jafnaði. Klukkan 18 f gærkvöldi var svo löng dagskrá um ísland í þættin- um „The 6 O'Clock Show". Þar var m.a. rætt við Ungfrú'. ísland 1984, Berglindi Johansen, og Peter Stringfellow. Einnig komu Jóhann og Magnús þar fram, en 3 milljón- ir fylgjast með þessum þætti á hverjum föstudegi. Laugardaginn 1. desember, sfð- asta dag íslandsvikunnar, stendur íslendingafélagið f London fyrir dagskrá í Royal Festival Hall. Einar Benediktsson sendiherra býður þá gesti velkomna, Magnús Magnússon sýnir kvikmynd sfna um ísland og ræðir um hana og Hafliði Hallgrimsson og Pétur Jónasson (gitar) leika tónlist eftir Hafliða. Síðan verður boðið upp á kaffi og fslenskt meðlæti og haldin tiskusýning. Sfðan mun Dr. Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Árnastofnunar, tala um „ísland gegnum aldirnar" og sýna skugga- myndir. Þennan sama dag, 1. des- ember, stjórnar Hermann Páls- son, prófessor, umræðum f Edin- borg um heiðindóm á íslandi til forna. — SH. ennst af firvöld þjónustu og auknu rekstrarðryggi. Fyrir skömmu héldum við nám- skeið, sem var ákaflega fjolsótt.í verðútreikningi á kjötvörum og vonandi verður árangurinn af þvi bætt þjónusta við neytendur. Það var mjög brýnt að halda námskeið um þessi mál vegna breytingar- innar sem átti sér stað f mars sl., en eins og gefur að skilja höfðu kjötkaupmenn ekki þurft að hafa áhyggjur af verðlagningu vörunn- ar því hún hafði ekki verið í þeirra höndum. Gamla fyrirkomulaginu má líkja við mann sem bundinn hafði verið við hjólastól vegna lömunnar en var síðan kastað úr honum og sagt að ganga. Kjöt- versluninni hlýtur að vera akkur i að fræða bæði þá sem vinna og selja kjötið og einnig þeim sem neyta þess og mun félagið standa fyrir fleiri fræðslunámskeiðum f náinni framtfð. En þú minntist á breyttar neyslu- venjur og aukin vðrugæði. Það er satt að gæði kjötvöru hafa aukist mjög mikið á undanförnum árum og vöruúrval hefur einnig orðið meira. Það er af sem áður var að eina áleggið sem íslendingar þekktu ofan á brauð, fyrir utan ost, var kæfa og hangirúlla. Nú getur fólk valið um fjðlda mis- munandi tegunda, enda hafa ís- lendingar verið duglegir við að taka upp venjur annarra þjóða f kjölfar þess sem þeir hafa ferðast vfðar um heiminn. Þá hafa fs- lenskir kjötkaupmenn verið iðnir við að kynna sér nýjungar á sýn- ingum og vörukynningum erlendis og heimfæra síðan það sem þar hefur verið á íslenskan markað. Einnig hefur tækjakostur batnað mikið og er nú svipaður þvi sem best gerist erlendis og þetta hefur átt sinn þátt f að auka vöruúrvalið til muna. Kröfur íslendinga varðandi gæði kjötvöru hafa líka orðið meiri og þær hafa um leið leitt til þess að kjötverslanir hafa þurft að vera betur vakandi. Það er ekki lengur bara hangikjöt og saltkjöt sem Frónbúinn neytir heldur er hann farinn að auka neyslu ali- fugla, nauta- og svínakjöts. Einnig eru ekki meira en u.þ.b. 25 ár síð- an kjúklingar komu fyrst á mark- aðinn og ég minnist þess að til að byrja með áttu þeir ekki upp á pallborðið hjá neytendum. Nú eru kjúklingar orðnir hversdagsmatur og kalkúna og endur þykir sjálf- sagt að hafa á borðum á tyllidog- um. Það er e.tv. ekki ástæða til að rekja hér frekar baráttu félagsins og hagsmunamál á hinum ýmsu sviðum en ég vil þó að lokum nefna aftur þann árangur sem fé- lagið náði f baráttu sinni fyrir frjálsri verðálagningu á kjötvör- um þvf ég tel hann einn þann veigamesta sem félagið hefur náð. Þessi árangur mun verða öllum til góðs, viðskiptavinurinn greiðir nú fyrir það sem hann kaupir en ekki það sem einhver annar kaupir, og þetta mun leiða til aukinnar sam- keppni á milli verslana og tryggja neytendum betri vöru," sagði J6- hannes að lokum. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUDM. HALLDÓRSSON Tortryggni tefur friðarvidrædur DREGIZT nefur að halda áfram friðarviðræoum í El Salvador vegna taugaóstyrks hægrimanna, sem enn eru áhrífamiklir í ríkisstjórn þritt fyrir kosningaósigur þeirra f vor. Samþykkt var á fyrsta við- ræðufundi stjórnarinnar og skæruliða í bænum La Palma 15. október að næstí fundur yrði haldinn f síðari hluta nóvember. En af þeim fundi virðist ekki geta orðið og óvíst er hvenær viðræðunum verður haldið áfram. Ein ástæðan er sú að yfirmað- ur í hernum, Domingo Monterr- osa undirofursti, fórst í þyrlu- slysi skömmu eftir fundinn í sfð- asta mánuði. Dauði hans treysti stððu hægrimanna og efldi and- stoðuna gegn viðræðunum, en án stuðnings þeirra mun Duarte reynast erfitt að hrinda áform- um sínum í framkvæmd. Dauði Monterrosa ofursta er eitt mesta áfallið, sem Salva- dorher hefur orðið fyrir í ðllu striðinu. Hann var talinn fær- asti yfirmaðurinn í hernum, enginn yfirmaður var eins herskár og ýmsum þótti að hann legði sig oft f of mikla hættu. Hann var oft í fremstu vfglfnu, var ágætur ræðumaður og átti auðvelt með að auka baráttuþrek hermanna sinna. Eini yfirmaðurinn, sem var talinn komast f hálfkvisti við Monterrosa, var Armando Azm- ita majór og hann fórst einnig i þyrluslysinu og þar að auki tveir aðrir reyndir yfírmenn. Þyrlan fórst á svæði, sem var morandi af skæruliðum, og furðu vekur að fjórir háttsettir yfirmenn skuli hafa tekið jafnmikla áhættu. Á fundinum f La Palma geröu báðir aðilar lftið annaö en út- skýra nánar fyrri afstöðu. Nap- oleon Jose Duarte forseti ákvað að efna til fundarins þrátt fyrir andstöðu sendiherra Bandaríkj- anna, Thomas Pickering, og ákvörðun hans mæltist mjög vel fyrir í El Salvador. Seinna sagði Bandaríkjastjórn að hún hefði stutt ákvörðunina frá þeirri stundu er Duarte skýrði frá henni í ræðu á Allsherjarþing- inu. Helzta tilboð Duarte var f þvf fólgið að hann mundi fara fram á það við þingið að samþykkja algera og skilyrðislausa sakar- uppgjöf, ef skæruliðar legðu niður vopn og tækju þátt í kosn- ingum. Skæruliðahreyfingin FMNL (Þjóðfrelsisfylking Farasbundo) og stjórnmálaarmur hennar, FDR (Byltingarsinnaða lýðræð- isfylkingin), hvikuðu ekki frá krofum um aðild að rfkisstjórn og sameiningu hersveita skæru- liða og stjórnarhersins f „þjóðar- her" lfkt og samið var um í Zimb&bwe. „Það er fáránlegt að halda að hermenn okkar muni leggja niður vopn. Ekki kemur til mála að hætta hernaðarað- gerðum," sagði Facundo Guarda- dos, einn fulltrúa skæruliða. Ferman Cienfuegos, yfirmað- ur FARN (Þjóðarandspyrnuher- aflans), sem er undir stjórn kommúnista, tók skýrt fram að tilboð Duarte um þátttðku í kosningum samrýmdist ekki hugmyndum skæruliða um framtíð EI Salvador. „Lýðræði er ekki hægt að koma á með hefðbundnum flokkum," sagði hann. „Land okkar þarfnast ein- nar fylkingar, sem er fulltrúi þjóðarhagsmuna." Fulltrúar skæruliða á fundin- um í La Palma voru úr fjórum af fimm samtökum innan FMNL, sem hafa komizt undir áhrif kommúnista. Þessi samtök eru auk FARN: FPL (Frelsissveitir alþýðu- nnar), sem aðhylltust maoisma þangað til í fyrra, en hafa sfðan lokið miklu iofsorði á Sovétríkin; PRIC (Mið-ameríski verkamann- aflokkurinn), samtök sem eitt sinn voru hðll undir trotzky- Monterrosa: daudi mesta áfallið. var eitt isma, og FAL (Frelsisheraflinn), sem upphaflega var hinn vopn- aði armur kommúnistaflokksins og er undir stjórn Shafick Hand- al, gamalreynds stuðningsmanns Iínunnar frá Moskvu, en hann var upphaflega tregur til að samþykkja hugmyndina um skæruhernað. Fulltrúar stærstu skæruliða- samtakanna, ERP (Alþýðufrels- ishersins), sem eru undir forystu Joaquin Villalobos, sóttu ekki fundinn í La Palma. Villalobos hafði beðið um að hann yrði sóttur i þyrlu til aðalstððva sinna í norðausturhéraðinu Mor- azan nálægt landamærum Honduras, en stjórnin kvaðst að- eins hafa eina flugvél tiltæka. Villalobos neitaði þá að mæta. Fjarvera hans vakti furðu, en virtist þó ekki stafa af meiri- háttar ídofningi f roðum skæru- liða eða ágreiningi um stefnuna gagnvart Duarte. Margt er á huldu um stöðu venjulegra borgara í FDR, sem virðast aðallega gegna þvi hlut- verki að sannfæra heiminn um að byitingarmenn í El Salvador séu lýðræðissinnar er berjist gegn bandalagi landeigenda og hermanna, þott raunverulega berjist skæruliðar fyrir sams konar stjórnarfari og í Kúbu og Nicaragua. Síðan Duarte kom til valda hafa rfkisstjórnir í Rómönsku- Ameriku og sósíaldemókratar í Vestur-Evrópu lagt mjög hart að borgaralegum fulltrúum FDR, forseta hreyfingarinnar, Guill- ermo Ungo, og varaforsetanum, Ruben Zamora, að taka jákvæð- arí afstöðu til tilboðsins um kosningar. Staða Duarte forseta er erfið. Þótt hann hafi boðizt til að biðja þingið um að samþykkja sakar- upPKJof skæruliðum til handa er Kortið sýnir héraoio Morazan, bar sem stjórnarherinn stendur nú fyrír aogeroum. Flóttamenn í bío- um nmhverfis Francisco Gotera neita að snúa aftnr til beja í norðri. ekki vist að tillaga hans yrði samþykkt. Hægrisinnar ráða lögum og lofum á þinginu og ieiðtogi þeirra er hægriöfgamað- urinn Roberto D'Aubuisson, sem beið ósigur fyrir Duarte í f orsetakosn ingunu m. D'Aubuisson hefur kallað frið- arviðræðurnar tfmasóun og reynir að fá valdamikla menn i hernum og aðra á sitt band. Samkvæmt sumum heimildum logðu skæruliðar til i októberlok að viðræðurnar færu fram í höf- uðborginni San Salvador, en tal- ið er að hægrimenn óttist að vinstrisinnar mundu efna til fjölmennra mótmælaagerða i borginni ef viðræðurnar færu þar fram. Annar hugsanlegur fundar- staður er þorpið Meanguera 200 km norðaustur af höfuðborginni. Það er á yfirráðasvæði skæru- liða i Morazan, en er nú á valdi hersins vegna hernaðaraðgerða, sem hófust fyrir einum mánuði. Það mundi auka ðryggiskennd skæruliða ef viðræðurnar færu fram í þessu þorpi, en ólíklegt er að þeir samþykki að koma þang- að til fundar meðan á aðgerðun- um stendur. Alls taka 2.500 stjórnarher- menn þátt í aðgerðunum og ekk- ert bendir til þess að þeim ljúki í bráð, en þær virðast hafa borið lítinn árangur. Herinn virðist reyna að hreiðra um sig á þessum slóðum til frambúðar, en honum viiðist ganga það illa vegna stððugra árása skæruliða. Tilraunir til að flytja flóttamenn aftur til bæja, sem hafa að miklu leyti verið yf- irgefnir norðan fljótsins Torola, hafa einnig gengið erfiðlega. Duarte á mikið undir þvf að árangur náist f viðræðunum, en honum reynist erfitt að sann- færa hægrimenn um gagnsemi þeirra. Hann hefur smátt og smátt treyst sig i sessi, en þingið verður að samþykkja allar meiriháttar tilslakanir gagnvart skæruliðum og þar ráða hægri- menn lögum og lofum. Líklega fær Duarte þær ekki samþykkt- ar nema flokkur hans fái meiri- hluta þingsæta f kosningum, sem ráðgert er að halda i marz. Hins vegar er talið ósennilegt að hann sigri f kosningunum og sumir segja að hann megi þakka fyrir að halda þeim 24 þingsætum sem hann hefur af 60 alls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.