Morgunblaðið - 24.11.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.11.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 1984 33 I dag opnar steypuverksmiðjan Ös hf. Þar með er hafin bylting í framleiðslu á steypuvörum hér á landi. Þessi verksmiðja er hin fullkomnasta sinnar tegundar í Evrópu, búin bestu vélum og tækjum, sem völ er á, og getur framleitt hvers konar forsteyptar einingar, auk steypu til niðurlagningar. Fullkomin tækni og strangt eftirlit með hráefnum og framleiðslu tryggir, að af færiböndum verksmiðjunnar kemur íyrsta flokks vara. Jafnframt því sem úrval og fjölbreytni þeirrar steypuvöru sem á boðstóium er hér á landi, eykst nú til mikilla muna, lækkar verðið. Stóraukið úrval og 25% lægra verð Stígar, stéttir og hleðslur eru ómissandi hluti af fallegu og snyrtilegu umhverfi. Steypuverk- smiðjan Ós hf. framleiðir mikið úrval af alls konar steyptum hellum og steinum. En við aukum ekki aðeins úrvalið og gæðin - við lækkum líka verðið - um 25%. Grunnlögn í eitt skipti fyrir öll Rannsóknir sýna, að grunnlögn úr steyptum rörum endist mun betur en lögn úr öðrum efnum. Reynslan sýnir, að grunnlögn úr steyptum rörum getur enst í 100 ár. Steypa, húseiningar og milliveggjaplötur Ós hf. framleiðir einnig steypu til niðurlagningar. Með hverjum steypufarmi fylgir tölvuútskrifuð nóta, þar sem tilgreint er hvaða hráefni eru notuð og í hvaða hlutföllum. Kaupandinn fær því nákvæmar upplýsingar um þá vöru sem hann kaupir. Steypuverksmiðjan Ós hf. Suðurhrauni 2 Garðabæ. Símar 651445 og 651444.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.