Morgunblaðið - 24.11.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.11.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 1984 27 Enn um NORDIU 84 Frímerki Jón Aöalsteinn Jónsson í síðasta þætti, 9. þ.m., var byrjað að segja frá NORDIU 84. Verður nú haldið áfram, þar sem frá var horfið, en eins og áður einungis stiklað a aðalatriðum. Gullverðlaun fengu sex sýn- endur, og var þeirra getið sér- staklega síðast. Gyllt silfur (vermeil) fengu 36, silfur 41, silf- urbrons 36 og brons 18 sýnendur. Alls urðu verðlaunin 137. Ekki er ástæða til að rekja þetta nánar, því að áhugasamir lesendur ættu að útvega sér kynningarrit NORDIU 84 (palmarés), þegar það kemur út. Þar má fræðast um þetta allt. Engu að síður geri ég hér eina undantekningu og vil víkja nokkrum orðum að þjóð- legu deild NORDIU 84, en þar voru sýnd íslenzk söfn með margs konar efni. Þar fékk safn Ebbe Eldrups frá Danmörku hæstu verðlaun, eins og greint var frá í fyrri þætti, fyrir ísland 1827—1919. Annar danskur maður, Orla Nielsen, fékk syllt silfur fyrir ís- land 1847—1933. Báðir þessir menn eru mjög áhugasamir ís- landssafnarar og eiga skemmti- leg söfn með fallegu efni. Eink- um er safn Eldrups mjög gott, enda hefur hann m.a. lagt áherzlu á að eignast gömul bréf. Þriðji Daninn í hópi íslands- safnara sýndi hér einnig. Var það Torben Jensen. Hann hefur aðallega beint áhuga sínum að frímerkjum með mynd Kristjáns konungs X. Hér valdi hann úr yfirprentuð merki úr seríu kon- ungs með afbrigðum og eins á umslögum og bréfsnyfsum, þar sem sjá mátti rétt burðargjald. Fyrir þetta safn hlaut hann silf- ur. Fjórði Daninn í hópnum var Ole Svinth. Hann hefur einkum sótzt eftir erlendum stimplum á íslenzkum frímerkjum. A hann mjög gott safn þess konar stimpla. Á NORDIU 84 sýndi hann stimpla frá Edinborg, Björgvin og Kaupmannahöfn og fékk silfurverðlaun fyrir. Sænskur safnari, Ingvar And- ersson frá Gautaborg, sem oft hefur sýnt hér á Iandi, átti á NORDIU 84 skemmtilegt safn af elztu stimplum fyrir 1893, bæði á stökum merkjum, bréfsnyfsum og á umslögum. Er margt af þessu efni hans nauðasjaldgæft. Pyrir það fékk hann silfur, en að auki heiðursverðlaun úr kera- miki frá Gliti. Bandarikjamaður, George Sickels, sem er góðkunn- ingi margra safnara hér heima, eins og raunar allir áðurnefndir íslandssafnarar, sýndi mjög sér- stætt safn bréfa frá hernáms- veldunum á íslandi 1940—45. Bréfin eða umslögin eru sýnis- horn frá herpóststöðvum víða um land. Er margt af þessu efni geysifágætt, eins og gefur að skilja. Sickels fékk silfur fyrir þetta safn og að auki heiðurs- verðlaun, sem Olíufélagið Skelj- ungur gaf, útskorinn ask eftir Svein Ólafsson. Þá er komið að þeim íslenzku söfnurum, sem þátt tóku í þjóð- legu deildinni. Ekki er við því að búast, að þeir standi erlendum söfnurum almennt á sporði. Engu að síður sækja þeir stöðugt í sig veðrið og söfn margra eru í góðri framför. Þar tek ég alveg sérstaklega til stimplasafn Hjalta Jóhannessonar, enda þótt hann fengi ekki nema silfur- brons fyrir það á NORDIU 84. Að mínum dómi er þetta sérlega skemmtilegt safn, en uppsetning mætti sums staðar vera betri og texti mun styttri og áferðarbetri póststöðvum. Allt um það verður ekki fram hjá því gengið, að stimplarnir eru ekta, þ.e. frá réttum tíma. Eins má gjarnan spyrja sjálfan sig, hvernig átti að vera hægt að ná í stimpil frá mjög afskekktri póststöð í fá- mennri sveit nema bera sig eftir „björginþi" sjálfur? Þetta skildi Bíó-Petdrsen mjog vel á sínum tíma, enda þótt margir safnarar „fussi og sveii" yfir þessu „pró- dúkti" hans. En hvað um það. Umslög til hans eru nú víða í söfnum manna, enda er örugg- lega oft erfitt að sneiða hjá þeim, þegar sýna þarf fágæta stimpla. En sé þess nokkur kost- ur, er vissulega bezt að forðast þau og taka í staðinn örugg notkunarbréf. Jón Halldórsson sýndi enn 20 aurana sína með Safnahúsinu frá 1925 með margvislegum stimplum og oft á heilum bréf- um. Er ótrúlegt, hversu miklu ISIAM' «J0 tlSl \M> 630 ÍSLAND 650 i...............ii OuttwAáWw ] ÍSLAND 750 111 ¦ i ¦ 11 .......¦ sýslu, þar sem póststöðvar eru eða hafa verið margar. Þrátt fyrir þetta hefur Guðmundi tek- izt að ná saman glettilega góðu safni. Svo er það góðs viti, að það er í stöðugri framför. Safnið var hér í fjórum römmum og hlaut bronsverðlaun. Að mínum dómi er þessi átthagasöfnun anzi skemmtileg tilbreyting frá en hann er. Ekki kæmi mér á óvart, að Hjalti fengi fljótlega silfur fyrir safnið, enda þarf hér ekki nema herzlumun til. Safn Sigurðar Þormars af ís- lenzkum brúarstimplum er geysimikið að vöxtum, enda sýndi hann það hér í tvennu lagi eða alls í 15 römmum. Til dóms var þeim slegið í eitt, og fyrir það fékk Sigurður silfur. Má hann una mjog vel við þann dóm, þvi að enn er fullmikið af „fíla- telískum hlutum i safni hans, bótt það hafi tekið miklum stakkaskiptum frá í fyrra. Hér á ég að sjálfsogðu við auðsæjan tilbúning, einvörðungu gerðan til þess að ná i stimpla frá fá- förnum stoðum og afskekktum hann hefur náð saman og enn er safnið í vexti. Fyrir það fékk Jón silfurbrons. Jón hefur einnig safnað íslenzkum bréfspjöldum og átti hér fimn. ramma með þeim. Þetta safn hans hlaut brons. Guðmundur Ingimundarson sýndi hluta af mjög skemmtilegu safni með póststimplum frá Vestmannaeyjum. Er hér um að ræða svonefnt átthagasafn, en vitaskuld hlýtur því ævinlega að verða þröngur stakkur skorinn, þar sem það er bundið við eina póststöð og þá stimpla, sem hún hefur notað frá 1873. Það hlýtur t.d. að vera mun auðveldara að koma sér upp sæmilega fjöl- breyttu átthagasafni úr einni venjuiegri frímerkjasöfnun og á vafalaust eftir að aukast her á landi, svo sem hefur orðið raunin á í nágrannalöndum okkar. Um NORDIU 84 má skrifa langt mál, þvi að þar var margt að skoða. Hætt er samt við, að löng upptalning efnis yrði þreyt- andi og missti raunar marks, þar eð sjón er alltaf sögu ríkari. Um fjölbreytni efnis og dóm dóm- nefndar verður að vísa til sýn- ingarskrár og væntanlegs loka- rits NORDIU 84. Fjögur frímerki 29. þ.m. Síðustu frímerki íslenzku póststjórnarinnar á þessu ári koma út næsta fimmtudag. í til- Suðurnesjabúar Stofnfundur Rauöakrossdeilda á Suöur- nesjum verour haldinn í fundarsal Verka- lýos- og sjómannafélags Keflavíkur, Hafn- argötu 80, laugardaginn 24. nóvember kl. 14.00. + Rauöi kross íslands Akureyri: Kynning á samvinnuvörum Á TÍU ira afnueli Landssambands úlenskra samyinnustarfsmanna á síðasta irí v»r ilrreftio «A gangast fyrir kynningum á íslenskum samvinnuvorum i vegum starfsmannafélaga samvtnnufyrirtækja. Fyrsta kynningin verður í dag og á morgun í Félagsborg, samkomusal Verksmiðja Sambandsins á Akur- eyri, kynningin er frá kl. 14 til 18. Aðgangur er ókeypis og öllum heim- ill. Kynntar verða vðrur frá Ullar- vcrksmiftjunni Gefjun, Skinnaverk- smiðjunni Iðunni, fðt og skór frá ACT, vörur frá Mjólkursamlagi KEA, Brauðgerð KEA, Kjötiðnað- arstöð KEA, Efnagerðinni Flóru og Efnaverksmiðjunni Sjöfn. Einnig munu Samvinnutryggingar og hús- næðissamvinnufélagið Búseti kynna starfsemi sína. (Fi*UtUkraaiaf) kynningu hennar er fyrst getið tveggja jólafrímerkja, sem Al- freð Flóki hefur teiknað. Eru þau „sólprentuð" í Sviss. Á öðru þeirra (600) er guðsmóðir með barnið, en á hinu (650) er engill með jólarós. „Myndirnar lýsa helgi jólanna og túlka sígildan boðskap þeirra," eins og segir i tilkynningunni. Þetta eru fjórðu jólin, sem íslenzk jólafrímerki koma út, svo að trúlega verða þau árviss atburður um næstu framtíð. Ég tel því sjálfsagt, að póststjórnin láti þau ævinlega verða síðustu merki hvers árs. Svo er þó ekki að þessu sinni samkv. röðinni. Þar koma tvö frímerki til að minnast 400 ára afmælis Guðbrandsbiblíu. Raun- ar hefðu þau átt að koma út á liðnu sumri, því að prentun bibl- íu Guðbrands biskups Þorláks- sonar á Hólum, sem tekið hafði tvö ár, lauk 6. júní 1584. Um Guðbrand biskup er óþarft að fjölyrða, en óhætt er að fullyrða, að útgáfa biblíunnar og Nýja testamentis Odds Gottskálks- sonar 1540 hefur skipt sköpum i sogu íslenzkrar tungu og þjóðar- innar allrar. Er þvi ekki ófyrir- synju, að islenzka póststjórnin minnist fyrstu biblíuútgáfu okkar á íslenzku með frimerkj- um. Þröstur Magnússon teiknaði þessi merki, en þau eru prentuð með djúpprentun i Frakklandi. Myndefnið er að sjálfsögðu sótt i bibliuna. Má á öðru þeirra (650) sjá upphaf af annarri bók Móse, þar sem er upphafsstafur, skor- inn út af biskupi eins og annað skraut bókarinnar. A hinu merkinu (750) er hluti af titil- blaði bibliunnar. Dagur frímerkisins 1984 verður haldinn 6. des. nk. Þann dag verða sérstakir dagstimplar i notkun á pósthúsunum i Reykjavík og Akureyri. Reynt verður að segja nokkru nánar frá þessum degi i þætti að viku liðinni. GENGIS- SKRÁNING NR.226 23. nóvember 1984 Kr. Kr. Toll- Kia. KL 09.15 K«- Sata «e«<n lMhri 39,410 39420 39400 KSLaud 48^27 «,461 49,096 IU*M 29,912 29^95 29460 IDöaskkr. 3,6318 3,6420 3,6352 lNankkr. 43030 44155 44211 lSeaskkr. 44693 44820 44211 IFLaark 64630 64805 64900 IFr.rhuiki 44738 44858 44831 lBd|.rruki 0,6503 0,6521 0,6520 ISv.fnuUu 15,7969 154409 15,9193 lÍhtnW 11,6168 11,6492 11,6583 IV-k.mark 13,1061 13,1427 13,1460 lÍLKra 0,02107 042U3 0,02117 lAntarr.Kk. 13656 14708 14701 lPwtcscado 04425 04432 04433 l8>paM 04337 04344 04350 lit+jta 0,16143 0,16188 0,16140 lllrakiamad 40,711 40424 40413 1 SI)R.(SémL 1 dráttarr.) 39,1893 394991 Bdg.lr. 04474 0,6492 dslóttur á húsgögnum í tilefni 1 árs aímœlis verslunarinnar veitum við 20% afmœlisafslótt á öllum vörum okkar íram til mánaðamóta. Lcrtið ekM happ úr hendi sleppa. - Lítið inn. Auðbrekka 9, Kópavogi, sími 46460. ^rtrir)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.