Morgunblaðið - 24.11.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.11.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 1984 Þingvallastaður í Þingvallakirkju mun soknarpresturinn, sr. Heimir Steinsson, minnast þess við guðsþjónustuna i morgun að lioin eru 125 ár frá því kirkjan var reist þar. Sjá messur bls. 18. Rætt um sam- keppnishömlur á þingi Neyt- endasamtakanna ÞING neytendasamtakanna verður haldirt að Hótel Hofi í Reykjavík á morgun, sunnudag, og hefst klukk- an 9.30. Auk venjulegra þingstarfa verða umræður um samkeppnis- hömlur, hringamyndanir og neyt- endavernd. Framsögumenn verða Eggert ólafsson, Jónas Bjarnason og Vilhjálmur Egilsson. Auk þeirra taka eftirtaldir þátt í „pan- elumræðum": Gísli Blöndal, Jón Magnússon og Kjartan P. Kjart- ansson. Morgunblaðið/Bjarni Valdimar Jóhannsson og Anna Valdimarsdóttir kynna útgifn Iðunnar i fundi með fréttamðnnum. Iðunn: Saga Alfreðs Elías- sonar og Loftleiða Nýtt safnrit með þjóðlegum fróðleik í samantekt Gils Guðmundssonar „BÓKIN deyr ekki og það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir hana, þótt hlutverk hennar kunni að breytast eitthvað í tölvuvæddum heimi fram- tíðarinnar," sagði Valdimar Jó- bannsson, hji Bókaforlaginu Iðunni, i blaðamannafundi í vikunni. A fundinum kom m.a. fram, að heldur befur dregið úr útgifu miðað við undanfarin ir, og voru istæður með- al annars raktar til verkfalls bóka- gerðarmanna og þeirrar staðreynd- ar, að útgifa undanfarinna ira hefur veríð meiri en markaður hér gefur tilefni til. Bókaforlagið Iðunn gefur út nilægt 50 titla á þessu hausti, ef með eru taldar endurprentanir eldri bóka, en nýir titlar eru rúm- lega 20. Meðal nýrra Iðunnarbóka, sem Mbl. hefur ekki skýrt frá, eru: „Alfreðs saga og Loftleiða", endurminningar Alfreðs Eliasson- ar eftir Jakob F. Ásgeirsson, „Lykkjufall", fyrsta bók ungrar skáldkonu, Agnesjónu Maitsland, „Gestur" fyrsta bindi safnrits um þjóðlegan fróðleik í samantekt Gils Guðmundssonar, „Misskipt er manna lánið", annað bindi heim- ildaþátta Hannesar Péturssonar, og „íslenskt mannlíf I-IV" endur- útgáfa á frásögnum Jóns Helga- sonar. Meðal barna- og unglingabóka Iðunnar eru: „Langafi prakkari", eftir Sigrúnu Eldjárn, „Hattur og Fattur bregða á leik", eftir Ólaf Hauk Simonarson með myndum eftir Sigrúnu Eldjárn, „Elías í Kanada", eftir Auði Haralds með myndum eftir Brian Pilkington, og „Dagur í lifi drengs", eftir J6- honnu Alfheiði Steingrimsdóttur. Þá gefur Iðunn einnig m.a. út tvær nýjar kennslubækur: „Gagnavinnsla og tölvutækni" eft- ir Stefán Briem og „Nokkrar hug- myndir um móðurmálskennslu fyrir byrjendur" eftir Þóru Krist- jánsdóttur. Hörkutólin í Regnboganum REGNBOGINN nefur tekið tíl syn- inga bandarísku kvikmyndina Hörkutólin. Anthony Dawson er leikstjóri. I aðalhlutverkum eru Lewis Collin8, Lee Van Cleef, Ernest Borgnine og Klaus Kinski. Myndin fjallar um barattu auðmanns nokkurs við að eyðileggja bæki- stöð ópiumhrings. Hópur manna berst í gegnum frumskóg og ratar síðan í óvænt ævintýri er i ljós kemur að svik eru i tafli. Sýnum SNORRAHÚS um helgina að Hverafbld 70, Grafárvogi súðarvogi 3-5, reykjávík síml 68770ö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.