Morgunblaðið - 24.11.1984, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 1984
Minning:
Guðný Magnúsdóttir
frá Ivarshúsum
Kveðja frá Kvenfélagi Akraness
„Oss héðan klukkur kalla,
svo kallar Guð oss alla
til sin úr heimi hér,
þá söfnuð hans vér sjáum
og saman vera fáum
í húsi því, sem eilíft er.“
V.B.
í dag kveðjum við kvenfélags-
konur á Akranesi mætan félaga,
Guðnýju Magnúsdóttur, sem lést
18. nóvember sl.
Langri ævi er lokið. Miklu dags-
verki skilað, þegar líkamsþróttur-
inn dvinar er hvíldin kærkomin.
Hún var fædd að Iðunnarstöð-
um í Lundarreykjadal 27. október
1902. Þar ólst hún upp í stórum
systkinahóp, en lengst af átti hún
heima i ívarshúsum á Akranesi.
Hún var góðum gáfum gædd, fróð-
leiksfús, glaðlynd og dugnaðar-
forkur til allra starfa. Hún var ein
af stofnendum Kvenfélags Akra-
ness og bar hag félagsins mjög
fyrir brjósti. Sýndi hún það i verki
við ýmis tækifæri.
Á 50 ára afmæli félagsins, sem
haldið var 19. júni 1976, var Guðný
kjörin heiðursfélagi þess, ásamt 6
öðrum stofnendum. Það var lítill
vottur virðingar og þakklætis
fyrir langt og fórnfúst starf. í
þeim fagnaði færði dóttursonur
hennar, Vignir Jóhannsson, kven-
félaginu í afmælisgjöf listaverk
eftir sig. Það er varðveitt og til
sýnis i bókasafninu á Akranesi.
Þar er einnig að finna mikið safn
íslenskra steina, sem ein af dætr-
um Guðnýjar hefur safnað og gef-
ið Akranesbæ.
Ung að árum gekk hún að eiga
dugnaðar- og greindarmanninn,
Guðbjarna Sigmundsson. Brúð-
kaup þeirra var haldið á Jóns-
messu, þegar sól hverfur ekki af
himni, og ég held að eins hafi líf
þeirra verið, þótt stundum hafi
syrt, þá birti upp og hamingjusól
þeirra yljaði þeim í meir en 60 ára
sambúð. Þau hjón áttu miklu
barnaláni að fagna. Börnin þeirra
níu bera þess vott að Guðný var
mikil og góð móðir. Heimilið var
henni heilagt. Þann reit ræktaði
hún vel og hlúði þar að öllum
gróðri, með sinum mjúku móður
höndum.
Ég minnist 60 ára hjúskapar-
afmælis þeirra hjóna. Þar var
saman kominn stór og görvulegur
hópur afkomenda þeirra og
tengdabarna. Þar ríkti mikil gleði
og hamingja, en glöðust allra voru
þó demantsbrúðhjónin síungu,
með bros á vör og glampa i augum.
Á þeim degi gátu þau svo sannar-
lega fagnað miklu og gifturíku
ævistarfi.
Nú hafa klukkurnar kallað.
Fögru lífi er lokið. Komin er
kveðjustund. Kvenfélag Akraness
þakkar af alhug, Guðnýju Magn-
úsdóttur, samfylgdina og störfin i
þágu félagsins. Við biðjum Guð að
blessa minningu hennar. Ástvin-
um hennar, barnahópnum stóra
og eiginmanninum aldna, vottum
við innilega samúð.
Anna Erlendsdóttir.
Fyrir nær 63 árum flutti piltur
utan af Akranesi unnustu sina
unga frá Borgarfirði til síns
heimabæjar. Brúðkaup þeirra var
haldið á fögrum vordegi á Jóns-
messu og var það upphafið að ein-
staklega farsælu hjónabandi er
þau nutu i 62 ár.
Brúðurin unga var Guðný
Magnúsdóttir frá Fossatúni í Bæj-
arsveit, en hún lést á Sjúkrahúsi
Akraness aðfaranótt 18. nóvember
eftir erfiða sjúkdómslegu.
Guðný fæddist að Iðunnarstöð-
um i Lundarreykjadal 27. október
árið 1902. Var hún ein 9 barna
hjónanna Elísabetar Gisladóttur
og Magnúsar Gunnlaugssonar sem
þar bjuggu. Vegna veikinda á
heimilinu var henni komið fyrir,
þriggja mánaða gamalli, i Fossa-
túni hjá föðurbróður sínum
Sveinbirni Gunnlaugssyni og konu
hans Guðrúnu Ingimundardóttur.
Hjá þeim dvaldi hún til þriggja
Hann Mundi er dáinn. Við vinir
hans höfum margt að minnast,
það hrúgast upp i hugann ótal
margt á langri leið. Fyrstu kynni
mín af Munda, eins og hann var
oftast kallaður var þegar hann
giftist móðursystur minni, Stein-
unni Sigurbjörnsdóttur kaupfé-
iagsstjóra í Grímsey. Voru hennar
ára aldurs er hún fór aftur til for-
eldra sinna. Hún festi ekki yndi
þar og fór aftur að Fossatúni 5 ára
gömul, ólst hún þar upp til fullorð-
insára.
Ung kynntist Guðný pilti utan
af Skaga sem var í kaupavinnu á
næsta bæ. Felldu þau hugi saman
og með honum flytur hún til
Akraness sem varð hennar heima-
bær upp frá því. Pilturinn var
Guðbjarni Sigmundsson tengda-
faðir minn. Það voru hamingju-
söm ung hjón og bjartsýn sem
hófu búskap i ívarshúsum árið
1922.
Akranes var á þeim tíma dæmi-
gert sjávarpláss við Faxaflóa. 1 þá
daga var fiskileysi í flóanum og
fóru karlmenn í ver til Sandgerðis
og dvöldu þar á vetrarvertíð. Eig-
inkonur voru heima og önnuðust
börn og sinntu búsmala.
Sennilega hefur lif eiginkvenna
i fátæku sjávarþorpi verið eitt hið
erfiðasta hér á landi og þó hefur
saga þeirra sjaldan verið sögð.
Vegna fjarvista eiginmanna kom í
þeirra hlut að sinna störfum
heima við. Þær lærðu að treysta á
eigin dómgreind og voru því marg-
ar sjálfstæðari i orðum og athöfn-
um en konur eru jafnvel enn í dag.
Fiskur gekk i Faxaflóa á ný um
miðjan þriðja áratuginn. Þá var
róið úr heimahöfn og fiskur
verkaður af heimamönnum. Eftir
1930 komu kreppuárin, þá kom at-
vinnuleysið og fiskileysi. Var
þetta ástand viðloðandi fram að
stríðsárum.
Á þessum árum voru fjöiskyldur
barnmargar og lá mikil ábyrgð á
herðum húsmóðurinnar. Þær sáu
um fjármál heimilisins og réðst
afkoma heimilisins af hagsýni
þeirra. Verkaskipting hjóna var
skýr og má segja að konur nytu
fullrar viðurkenningar fyrir sinn
hlut heima fyrir. Uppeldi barna
var í þeirra höndum. Flestir höfðu
einhverjar skepnur og þegar hús-
bændur fóru á síldveiðar fyrir
norðan, sem var algengt, þá var
það eiginkvenna að sjá um hey-
skapinn. Kartöflurækt í hinum
víðfeðmu sendnu görðum var
nauðsynleg til tekjuöflunar fyrir
stórar fjölskyldur. Við það unnu
ættingjar ávallt velkomnir á
þeirra heimili hvort var á Akur-
eyrL í Reykjavík eða úti í Gríms-
ey. Utför Guðmundar fer þar fram
á morgun, sunnudag.
Ég sendi Steinu og Hafliða, syni
þeirra, mínar samúðar kveðjur.
Skjöldur Þorgrímsson.
allir smáir og stórir. Klæðnað á
fjölskylduna þurfti að sauma, við-
gerðir tóku einnig drjúgan tíma.
Allt var gjörnýtt. Haustverk voru
tímafrek, en erfiðastir þóttu
þvottarnir.
Litið hefur verið á þessi kvenna-
störf sem sjálfsögð og næsta lítils
virðT En þau hafa öðru fremur
styrkt undirstöður þjóðfélagsins,
því mæður okkar hafa viðhaldið
hefðum sem er dýrmæt menning-
ararfleifð, rætur þjóðarinnar.
Störf þessi öll vann tengdamóð-
ir mín svo vel að aðdáun vakti í
þorpinu. Hún var fríð kona, glað-
lynd og ætíð mjög jákvæð og í full-
komnu andlegu jafnvægi. Fremur
var hún lágvaxin, grönn lengst af
og létt og snör í hreyfingum.
Hún var mjög starfsöm kona og
hafði frábæra skipulagshæfileika
og vannst því allt vel. Börnin
hjálpuðu til við störfin eftir því
sem þau höfðu getu til. Þau fengu
öll eitt ákveðið starfssvið, en hún
gætti þess vel að þeim væri ekki
ofgert. Ætíð fann hún tíma til
lesturs góðra bóka og var því vel
lesin og einstaklega fróð. Hún
sagði oft, að sín heitasta ósk hefði
verið að menntast. En hún var,
vegna sinna góðu gáfna og sí-
felldrar þekkingarleitar, fjöl-
menntuð kona.
Trúuð kona var hún alla tíð og
bar mikla umhyggju fyrir þeim
sem erfitt áttu. Hún hafði einnig
mjög ákveðnar skoðanir á stjórn-
málum og fylgdi öðrum stjórn-
málaflokki en bóndi hennar. Þótti
sumum það næst goðgá. Stjórnmál
voru ekki ágreiningsmál á heimil-
inu, þó man ég að hún svaraði
bónda sínum eitt sinn: „Það er þin
skoðun góði minn, min skoðun er
önnur." Þannig var málið útrætt.
Guðný tók einnig mikinn þátt i
félagsmálum og var virkur félagi í
Kvenfélagi Akraness. í ívarshús-
um var alltaf mjög gestkvæmt og
hafði tengdamóðir min alltaf tíma
fyrir gesti sína. Þaðan fór enginn
án þess að hafa þegið veitingar.
Þær hafa löngum vakið undrun
og aðdáun samferðamanna þessar
konur sem ætíð finna tima frá
störfum sinum til að sinna hugð-
armálum sínum. Það er þó aðeins
á síðustu timum að mönnum hefur
loks orðið ljóst, að þarna eru kon-
ur með fágæta stjórnunarhæfi-
leika. Sömu hæfileika og þarf til
að reka stórfyrirtæki. — Það gætu
þessar konur gert með sömu ágæt-
um og karlar.
Þennan aðdáunarverða hæfi-
leika hafa börn Guðnýjar erft i
ríkum mæli og reyndar ekki að-
eins frá móður heldur einnig frá
föður sínum. Þau hjónin Guðný og
Guðbjarni voru sístarfandi og
voru samhent við aðhlynningu
barna sinna. Þau voru mjög sam-
rýnd og var mikið ástríki á milli
þeirra. Hann var ætíð pilturinn
hennar og hún stúlkan hans. Þessi
voru gæluorð þeirra til hvors ann-
ars alla tið.
Þau eignuðust 11 börn, af þeim
létust tvær dætur ungar úr skæðri
barnaveiki með aðeins 10 daga
millibili. Níu börn komust til full-
orðins ára. Sveinn giftur Gyðu
Páisdóttur, Guðrún Fjóla gift Jó-
hannesi Guðjónssyni, Vigdis gift
Jóhanni Bogasyni, Lilja gift Jóni
Hallgrimssyni, Erna gift Magnúsi
ólafssyni, Sigmundur giftur Mar-
gréti Þorvaldsdóttur, Sveinbjörn
giftur Sigriði Magnúsdóttur,
Sturla giftur Sjöfn Pálsdóttur og
Hannesína gift Eggerti Steinþórs-
syni. Einnig var fóstursystir Guð-
bjarna, Jónína Guðvarðardóttir,
hjá þeim í heimili til fullorðins-
ára. Hún er gift Þórði Hjálmssyni.
Guðný og Guðbjarni unnu hörð-
um höndum við að koma börnum
sinum til manns og veittu þeim
stuðning til þess sem hugur þeirra
stefndi til. Þau nutu líka ríkulega
umhyggju barna sinna og afkom-
enda.
Guðný naut góðrar heilsu fram
á síðasta ár. Hún átti góða ævi og
hamingjurika en oft erfiða.
Ástar og virðingar naut hún i
ríkum mæli frá eiginmanni, börn-
um og afkomendum. Við eigum
henni öll svo margt að þakka, og
eru henni innilega þakklát fyrir
samfylgdina.
Blessuð sé minning hennar.
Margrét Þorvaldsdóttir
t
Faöir okkar,
HARALDUR Þ. RICHTER,
Sólbargi vió Langholtavag,
sföast vistmaöur á Hvítabandinu,
lést I Landspitalanum 23. nóvember.
Sofffa E. Richtar,
Samúel Richter,
Sigurjón Richter.
t
Eiginkona min og móöir okkar,
SVANHILDUR ÓSK TORFADÓTTIR,
Melgeröi 35,
Kópavogi,
lést i Landspitalanum aö morgni 22. nóvember.
Sverrir Sigurjónsson,
Quórún Linda Sverrisdóttir,
Sverrir Már Sverrisson,
Margrát Grímsdóttir.
t
Faöir mlnn,
KRISTJÁN SIGURDSSON,
Blönduhlíö 10,
lést I Borgarspitalanum C.Ö morgni 23. nóvember.
Svala Kriatjánsdóttir.
t
Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur
okkar, tengdamóöur og ömmu,
RÓ8U GUÐMUNDSDÓTTUR,
Þinghólsbraut 34, Kópavogi.
Anna R. Jónatansdóttir, Vernharöur Aöalsteinason,
Guömundur Jónatansson, Maria Guömundsdóttir,
Helgi Jónatansson, Þorgerður Einarsdóttír
og barnabörn hinnar látnu.
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. I minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
+
Innllegustu þakklr fyrir samúö og hlýhug vlö andlát og útför fööur
okkar, tengdafööur og afa,
SVEINS EINARSSONAR
veiöistjóra.
örn Sveinsson,
Sigrfóur Sveinsdóttir,
Valgeröur Sveinsdóttir,
örlygur Sveinsson,
Einar Sveinsson, Guörún Eggertsdóttir
og barnabörn.
Anna Júlíusdóttir,
Jón Jóhannsson,
Guöjón Tómasson,
t
Kveöjuathöfn um móöur okkar, tengdamóöur og ömmu,
STEFANÍU GUÐJÓN8DÓTTUR
frá Litla-Vatnshorni,
erlést 19. þ.m.,ferframfráFossvogsklrk)u kl. 10.30 f.h. mánudaginn
26. nóvember.
Útför hennar veröur gerö frá Stóra-Vatnshornskirkju þriöjudaginn
27. nóvember kl. 14.00.
Ragnheíóur Hannesdóttir,
Ólafur Hannesson,
Ása Gfsladóttir
og barnabörn.
Vfglundur Sigurjónsaon,
Nanna Jónsdóttir,
Guðmundur Jóns-
son — Kveðja