Morgunblaðið - 24.11.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.11.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 1984 37 Camillo Sesto sést iöulega f fylgd meö Audrey, en sjálf segist hún ekkert vera á leiöinni aö altarinu. Audrey ásamt Judy systur sinni og Ruth móöur sinni sem studdi hana í gegnum árin í aö komast á toppinn. AFTON COOPER ÚR DALLAS Ákvað að verða fræg þriggja ára Afton Cooper eöa Audrey Land- ers ööru nafni. Menn muna eflaust eftir Af- ton Cooper unnustu Cliff Barnes úr Dallas-þáttunum. Af- ton heitir með réttu Audrey Landers og hefur nú unnið sér góðan orðstír sem söngkona. Móðir hennar Ruth Landers sagði í viðtali við blað nýlega að þriggja ára hefði Audrey sagst vilja verða fræg stjarna. Móðir hennar ákvað að gera allt sem hún gæti til að láta þann draum rætast sem var í rauninni gam- all draumur hennar líka. f dag þegar Audrey og systir hennar Judy eru báðar orðnar frægar er móðirin Ruth framkvæmda- stjóri þeirra. Ruth er austurrísk og ól upp báðar dæturnar alein, því að sögn móðurinnar hvarf faðirinn einn daginn út um dyrnar og hefur ekki látið sjá sig síðan. Dagurinn gekk þannig segir Ruth að eftir vinnu kom hún heim, lék við telpurnar, lag- aði mat og svæfði svo. Svo var það er Audrey var tólf ára að hún söng í sjónvarpinu með skólanum sínum á The Merv Griffin Show. Þaðan lá leiðin í sjónvarpsþætti en svo kom þetta koll af kolli, skólinn sat þó framar öllu. Báðar segja þær systur að þær hefðu aldrei náð svona langt ef hjálp mömmunn- ar hefði ekki komið til. En Au- drey er ekki á þeim buxunum að gifta sig strax, eða ekki fyrr en ég er búin að þéna mér það mikla peninga að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni, sagði hún. SIGRÚN STEINÞÓRSDÓTTIR Þekkt nafn í norskri veflist Iktv’lega birtist viðtal við Sig- I w-únu Steinþórsdóttur í norsku blaði, þar sem rakinn er listferill hennar. Hún hefur ver- ið búsett í Noregi undanfarin ár. Eftir að hafa verið skiptinemi í Bandaríkjunum sem unglings- stúlka, fór hún í heimsókn til vinkonu sinnar í Rjukan, Nor- egi, og kynntist þar núverandi eiginmanni sínum, Bernt Eggen. Sigrún opnaöi um miðjan sjöunda áratuginn vefstofu í Stafangri og í dag er Sigrún orð- in eitt af þekktari nöfnum í norskri veflist. Aðspurð hvort hún saknaði íslands, sagði hún að það væri margs að sakna og segist alltaf fara heim af og til því þaðan fái hún einnig andann yfir sig. Hún er íslenskur ríkis- borgari og viil ekki breyta því. Hún segist vera glöð í Noregi, en það sé þó ekki hennar fóstur- jörð. Þó Sigrún vinni með vefn- að, þá er hún hrifin af listmálun og höggmyndalist og finnst gott að vinna með tónlist. Umhverfið og náttúran eru uppsprettan í myndgerð hennar ekki síst það sem í huganum býr frá íslandi. Náttúran virkar mjög á samspil lita í myndum hennar og sam- skipti mannsins og náttúru er mér óþrjótandi lind varðandi efnistök segir Sigrún. ísland er mér ætíð ofarlega í huga, lita- dýrðin, jöklarnir og jarðmynd- anir. Andans örvun sæki ég í firði, fjöll, fjöru og haf. Ég gleðst yfir því að geta búið í nánd við hafið, segir Sigrún svo að lokum. COSPER — Bfl, hvað ættum við svo sem með hann að gera? Blaóburöarfólk óskast! í eftirtalin hverfi: Úthverfi Skeifan og laegri Bleikjukvísl tölur viö Grens- Kópavogur ®sve9- Álfhólsvegur frá 52 og Melaheiöi. Fjölskyldutilboð í kvöld \ Þúfærð.3. fyrir Súpa og þrjár safaríkar steikur í einum og sama rétti. Andasteik Orange Lambakótilettur Bergére Bolangise Wellington. Aðeins kr. 365.- Börn innan 12 ára borðafrítt með foreldrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.