Morgunblaðið - 24.11.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.11.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Bjðrn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Arni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Agúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 300 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö Stjórnin boðar sáttastefnu Stjórnarandstæðingar hafa hamrað á þvf liðnar vikur að trúnaður sé að trosna í stjórninni og stutt sé í kveðjustund hennar. Annað var upp á teningnum í stefnuumræðum á Alþingi, sem landsmenn fengu — i tali og mynd — inn í stofu til sfn í fyrrakvöld. Talsmenn stjórnarflokkanna vóru einhuga í afstöðu til þess vanda, sem við blasir. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, taldi mjög brýnt að hefja þegar að nýju und- irbúning að þjóðarsátt, f þríhliða viðræðum stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar, með endurnýjun kjarasamninga á næsta ári f huga — og viðreisn atvinnuvega og lifskjara. Steingrfmur Hermannsson, for- sætisráðherra, kvað vonir standa til, að hraði verðbólgu verði f lok ársins 1985 kominn f það horf, sem hann var fyrir kjarasamningana. „Ríður þvi á miklu," sagði hann, „að betur takizt til við næstu kjarasamninga en i þeim sfðustu. Þá verður að leggja áherzlu á að gera skynsamlega samninga sem stuðli að hjöðnun verðbólgu og batnandi lifskjðrum á traustum grunni 1986 og árin næst á eftir. Rfkisstjórnin mun bjóða aðilum vinnumarkaðarins til viðræðna um undirbúning slfkra samninga." Okkur hefur borið af leið í verð- bólguvörnum. Líklegt er leiðin niður á sama verðbólgustig og í samkeppnislöndum — og til stöð- ugleika i verðlagi og efnahagslífi — verði árinu lengri fyrir vikið en ráðgert var. Til þess að fyrir- byggja frekari tafir er nauðsyn- legt að fara nýja leið á kjaravett- vangi, sem felur i sér viðvarandi kjarabót, en er ekki færiband fyrir verðbólgu. Þorsteinn Pálsson taldi brýnt að ýta úr vör með fyrsta áfanga f lækkun tekjuskatts. Verja beri kaupmátt með lækkun skatta eða aðflutningsgjalda og aðhalds- samri gengisstefnu, sem haldi nið- ri verðlagi. Þessi atriði, ásamt endurskipulagningu húsnæðis- lánakerfisins, verði veigamikil í þeirri þjóðarsátt, sem gera þurfi til að vinna þjóðarbúið út úr við- blasandi vanda. Þorsteinn Pálsson vék að meintri tilfærslu fjármuna til at- vinnuveganna. Rétt kunni að vera, til að treysta heilbrigða samvinnu stjórnar og stjórnarandstððu, að setja niður nefnd þessara aðila, og hugsanlega fulltrúa vinnumarkað- arins, til að vinna úttekt á tekju- skiptingu i landinu sem og hlut- deild launa f verðmætasköpun og þjóðartekjum, svo staðreyndir þéssara mála geti verið öllum Ljós- ar. Sú fjármunatilfærsla, sem harðast hefur bitnað á almenningi kjaralega, tengist skuldakostnaði íslendinga erlendis. Þessi skulda- byrði hefur fimmfaldast frá 1972. Þetta þýðir þjú þúsund milljóna króna tilfærzlu til útlendinga, sem rýrir kaupmátt þjóðartekna sam- svarandi — og hefur ekki ýtt und- ir hagvöxt í landinu, þvert á móti. Enginn stjórnmálaflokkur ber jafn ríka ábyrgð á þessari skulda- söfnun og Alþýðubandalagið. Talsmenn ríkisstjórnarinnar lögðu áherzlu á nýsköpun atvinnu- lífsins, styrkari stoðu hefðbund- inna atvinnugreina og tilurð nýrra. Hvorki atvinnuöryggi né lffskjör verði annað sótt. Reynslan sýni hvarvetna að aukið sjálfstæði atvinnugreina leiði til mestra framfara og alhliða uppbyggingar. Afrakstur þessa skipulags eigi m.a. að nota til að byggja upp vel- ferðarkerfi, sem er forsenda þess að við getum lifað sáttir — sem samstæð þjóð. „Viðreisn atvinnuvega og lífs- kjara hefst ekki f innanlandsófriði heldur með sáttum milli stétta og byggðarlaga." Þessi orð Þorsteins Pálssonar, sem lagði megin- áherzlu á þjóðarsátt í ræðu sinni, eiga erindi til allra velviljaðra Neikvætt nöld- ur stjórnar- andstöðu A12 ára tfmabili viðreisnar, 1959-1971, ríkti stððugleiki f fslenzku efnahagslífi; verðbólga var um og innan við 10% á ári að meðaltali. Alþýðubandalagið hóf stjórn- arferil sinn árið 1971. Það var upphafsár óðaverðbólgu á Islandi. Allar götur sfðan 1971 hefur óðaverðbólga skekkt samkeppn- isstöðu fslenzkrar framleiðslu, heima og heiman, og brennt upp kjarabætur launafólks, oft jafn- hraðan og til urðu. Almenn kjararýrnun á að stærstum hluta rætur f aflasam- drætti og verðfalli fiskafurða, en fleiri þungavigtaratriði valda: • Verðbólga, sem komin var upp f 130%. • Erlendar skuldir, sem rýra kaupmátt þjóðartekna um 10-14%. • Rðng fjárfesting, sem ekki skil- ar arði til að bera uppi lífskjör landsmanna, þvert á móti. Alþýðubandalag, forystuflokkur f stjórnarandstððu, sté yfir þessar staðreyndir, sem allar bera eyrna- mark þess, f stefnuumræðu frá Al- þingi. Hvorki það, né aðrir stjórn- arandstöðuflokkar, tfunduðu marktækar leiðir út úr vandamál- um þjóðarinnar. Framlag þeirra var litið annað en neikvætt nðld- ur. Það má sjálfsagt deila um sitt- hvað i stefnu og stðrfum stjórnar- innar. Um hitt verður ekki deilt að vesold stjórnarandstoðunnar gerir stjórnina góða. íslandsvika hefst í dag í Bretlandi: „Ekkert sparað til koma íslandi á fran — segir Jóhann Sigurðsson yfir- maour Flugleiða í London ÍSLENSK vika befst í dmg, laugar- dag, í BretUndL Hún hefst í Edin- borg í Skotlandi og lýkur 2. desem- ber í London. Þetta er í annaA skipti sem íslensk vika er haldin á Bret- landseyjum, í fyrra var hún haldin f Glasgow, Manchester og London, nú í Edinborg, Birmingham og London. ÞaA ern FhigleiAir, Sölumiostöd lag- metLs, söhifyrírUeki Sólumiostoovar Hraofrystihúsanna í Bretlandi, Sölu- fyrirtæki Sambandsins í Bretlandi, Sambandio, Álafoss, Hilda, Hafskip og Eimskip sem standa aA þessari fslandsvikn. Jóhann Sigurðsson, yfirmaður Flugleiða f Bretlandi, hefur unnið að skipulagningu íslandsvikunnar. Blaðamaður Morgunblaðains hitti hann að máli á Flugleiðaskrifstof- unni í London á dögunum og spjallaði við hann. „Vikan hefst f Edinborg með ræðu Einars Benediktssonar sendiherra og siðan mun Magnús Magnússon kynna ísland i máli og myndum — nútíð og þátfð," sagði Jóhann. „Lambakjöt, k a víar..." Á sunnudeginum verður seldur fslenskur matur f hádeginu f George Hotel og þar verður einnig tfskusýning. „Svipuð dagskrá og Flugleiðir hafa verið með f Blóma- salnum á Loftleiðum," sagði Jó- hann. Eftir hádegið þann dag verður kvikmynd Ágústs Guð- mundssonar, „The Outlaw" (Út- HarxunblaðiA/Friðþjófur • Johann SignrAsson á skrifstofn sinni í London. laginn), sýnd, en hún er sem kunn- ugt er byggð á Gfsla sögu Súrsson- ar. Dagskrá hádegisins verður sið- an endurtekin á sunnudagskvöldið og i hádegi á mánudag. „Á mánudagskvöldinu bjóðum við síðan 170 til 200 manns, frammámönnum Edinborgar, við- skiptamönnum íslenskra fyrir- tækja, ferðaskrifstofufólki og ýmsum fleirum — sem við viljum komast i samband við, á tfskúsýn- inguna og í mat — þar verður langborð með lambakjöti, kaviar, rækjum, humarhölum...ðllum mogulegum fslenskum mat og mun Hilmar B. Jónsson úr Hafn- arfirði sjá um hann." A mánu- dagskvöldinu verður íslandskynn- ing Magnúsar á ný og Jóhann Sig- urðsson kynnir Flugleiðir og ferðalög á íslandi og sýnir skugga- myndir héðan. Hafliði Hallgrfmsson sellóleik- ari og fleiri halda tónleika á mið- vikudagskvöldinu og flytja þá is- lenska tónlist, ená þriðjudeginum heldur íslandsvikan áfram í Birm- ingham. Þar verða tiskusýningin og matarkynningin endurtekin. íslandskvöld í Hippodrome Miðvikudaginn 28. nóv. verður svo haldið til London. Þann dag flytur Einar Benediktsson, sendi- herra, ræðu í Rótarýklúbbnum f London og þá verður sérstakt ís- landskvöld í diskótekinu Hippo- drome, sem er f eigu Peter Stringfellow. Milli kl. 18 og 19 verða blaðamenn og ljósmyndarar á staðnum, en eftir almennir gest- ir, og mun staðurinn auglýsa ís- landskvöldið sérstaklega i blöðum. HLH-flokkurinn kemur gagngert til London til að leika f Hippo- drome þennan dag, bæði fyrir blaðamenn og almenna gesti; boðið verður upp á mat og fslenskt tískusýningarfólk sýnir íslensk föt, eins og annars staðar. „The taste of Iceland, sound of Iceland and the look of Iceland," eins og Jóhann sagði. Þess má geta að Hippodrome tekur 1800 manns. Eigandi staðarins, Peter String- fellow, kemur til Reykjavíkur um helgina til að gera myndband um skemmtanalífið í borginni, en jL vetur bjóða Flugleiðir upp á „helgar-dÍ8kð" ferðir frá London til Reykjavíkur í samvinnu við ólaf Laufdal veitingamann á Broadway og í Hollywood. Myndiljk sem Peter lét gera um síðusta|p helgi verður sýnd á íslandskvöld»t inu i Hippadrome og síðan munu Flugleiðir nota hana við kynn- ingar á Norðurlöndunum. Daginn eftir, fimmtudag, verðu^- síðan hefðbundin kynning, eins og' f Edinborg og Birmingham, á Churchill hótelinu f London. e t f t k ,C v í V I I s f r ii I 50 ára afmæli Félags kjbtverslana: Star fsemin hefur einkc baráttu við verðlagsyfi Spjallað viö Jóhannes Jónsson Á ÞESSU ARI i Félag kjötverslana 50 ára afmæli. Þad var stofnaA í Reykjavfk 15. febrnar 1934 og var stofnfundurinn haldin á Hótel Borg. Á fnndinn vorn mættir fulltrúar tuttugn og einnar kjötverslunar og þótti stofn- nn félagsskaparins nokknr nýlunda á þessum tíma þó svo þegar befAi veriA staAiA að stofnnn Félags matvðrnkaupmanna og Ijóst værí aA slfk samtok fengjn ýmsn iorkaA. má til dæmis nefna að eitt af fyrstu verkum félagsins var að vinna að endurbótum á reglugerð um kjðtsölu f Reykjavík. Reglu- gerð þessi var frá árinu 1905 og þótti sérstaklega úrelt hvað varð- aði kjötsölu á gðtum úti og f hús- næði sem ekki var nothæft til slíkrar verslunar. Það má því með sanni segja að á þessum 50 árum sem félagið hefur starfað hafi margt breyst varðandi kjötversl- un, þ.e. frá því að selja kjötið á götum úti og til þess að selja það við einhverjar fullkomnustu að- stæður sem þekkjast f Evrópu. Þá hafa kjötkaupmenn vissulega lagt áherslu á að tryggja verslunar- frelsi og aukin vðrugæði auk þess að vinna að bættri þjónustu við neytendur.Og ég held að mér sé óhætt að segja að Félag kjotversl- ana hafi f gegnum árin verið eitt samstæðasta kaupmannafélagið innan vébanda Kaupmannasam- takanna, en það var eitt af stofn- félðgum þeirra." Frá upphafi beitti félagið sér fyrir því að hagsmunamál kjöt- verslana næðu fram að ganga og um leið fyrir bættum viðskipta- háttum og bættri þjónustu við viðskiptavini. Jóhannes Jónsson hefur verið formaður félagsins síðan 1983, en hann hafði áður verið formaður frá árinu 1978 til 1980, og var hann að þvf spurður hver hefðu verið helstu hags- muna- og baráttumál félagsins á undanförnum árum. „Helsta uppistaðan f starfsemi félagsins hefur f gegnum árin ver- ið baráttan við verðlagsyfirvðld og þar hefur borið mest á baráttu okkar fyrir frjálsri álagningu á öllum kjötvörum. Ástandið f verð- lagsmálunum var orðið með þeim hætti að ef viðskiptavinurinn keypti t.d. nautakjöt eða svinakjöt var hann jafnframt að greiða niður lambakótilettur í einhvern annan, hvort sem honum líkaði betur eöa ver," sagði Jóhannes. „Margt annað en verðlagsmál hef- ur þó komið til kasta félagsins og Jóhannes Jónsson, formaAnr Félags kjötverslana. Nú hafa gæði kjðtvðru aukist mjög á sfðustu árum og neyslu- venjur almennings hafa breyst. Þá hefur frelsi f verðlagsmálum auk- ist. Hefur þetta ekki haft i fðr með sér áherslubreytingar varðandi starfsemi félagsins? „Félagið hefur á undanfðrnum árum beitt sér sérstaklega fyrir auknu frelsi f verðlagsmálum og einhver veigamesti árangur þess á því sviði var þegar f mars síðast- liðnum var ákveðið að gefa smá- söluálagningu á kjðtvörum frjálsa. En eins og ég sagði áðan þá hefur félagið reynt að beita sér fyrir auknum vðrugædum, bættri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.