Morgunblaðið - 24.11.1984, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 1984
fclk í
fréttum
Bíöur eftir
þeim eina
sanna
Nú þegar Dynasty er komið á
margar myndbandaleigur
borgarinnar fannst „fólki í frétt-
um" ekki úr vegi að víkja svolítið
að henni Krystle eða Lindu Evans
sem fer með eitt af aðalhlutverk-
unum í beim þáttum. Þessa dag-
ana hefur hún miklar áhyggjur af
barnleysinu. Hún getur keypt
flest allt sem hugur hennar girn-
ist, en born á hún engin, enn sem
komið er og sér ekki fram á að
eignast þau í náinni framtiö.
Lindu finnst sem tíminn sé að
hlaupa frá sér þvi nú er hún orðin
fertug og ekki seinna vænna. Sag-
an segir að fyrir hálfu ári hafi
hún haldið að sá eini rétti væri
kominn sem hún gæti eignast
börn og buru með og það var
Richard Chamberlain, en hann á
að hafa hraðað sér í burtu þegar
hún gaf það í skyn að hún vildi
bðrn. Fylgdarsveinn hennar
þessa dagana er pizzustaðaeig-
andinn George Santo Pietro, en
með honum vill hún ekki eignast
afkomendur.
Hún
heldur
þó ennþá í
vonina að einn
daginn komi
sá rétti og hún
geti hætt í Dyn-
asty, lifað fyrir
þann eina sanna
og börnin. En það
verður að vera
á næstunni, annars
seint, vill hún meina. Lina hefur
verið gift tvisvar, fyrst John Der-
ek og síðan Stan Herman, millj-
ónamæringi nokkrum. Um þau
hjónabönd segir hún að þá hafi
hún aldrei þorað að verða ófrísk
og hjónaböndin hafi verið mistök.
Hljómsveítin
Hrím
Hilmar J. Hauksson,
Wilma Young
og Matthías Kristiansen.
HUÓMSVEITIN
HRÍM
Þjóðlög af
ýmsum toga
|klýjar hljómsveitir spretta
I^Kipp af og til, og oftar en
ekki er um að ræða danshljóm-
sveitir, sem flytja að mestu það
sem tískan krefst og væntir
hverju sinni. Stöku sinnum skýt-
ur þó upp kolli eitthvað þessu
frábrugðið, eitthvað sem ekki er
bundið þungarokki tiðarandans.
Hljómsveitin Hrim er af þessum
toga og má kenna tónlist hennar
viö þjóðlagaflutning. Til að for-
vitnast nokkuð nánar um upp-
runa og viðfangsefni þeirra fé-
laga sem þarna eru á ferðinni
tók blm. tvo þeirra stuttu tali.
Hvenær var þessi hljómsveit.
stofnuð?
„I lún varð til 1981 um haustið
og upphaflega vorum við með-
limirnir fimm talsins en erum
þrjú sem stendur.
Tónlistarstefnuna mörkuðum
við i upphafi má segja og hún er
að halda sig að mestu við þjóðlög
af ýmsum toga, frá frlandi,
Skotlandi og Norðurlöndunum,
en auk þess hefur sveitin haft á
efnisskrá fjölda frumsaminna
laga í anda þjóðlaga. Lögin og
textarnir eru oftast eftir okkur
Hilmar J. Hauksson og Matthias
Kristiansen. Wilma Young sem
er ættuð frá Hjaltlandseyjum
þriðji meðlimur hljómsveitar-
innar hefur einbeitt sér að þvi að
leita að og finna erlend log er
hæfa okkur.
Hafíð þið leikið erlendis?
Já, við fórum okkar fyrstu
utanlandsferð árið 1982. Þá fór-
um við til Grænlands á vegum
Norræna félagsins til þess að
taka þátt i hátiðahöldum vegna
1000 ára afmælis íslendinga-
byggða þar. í október það sama
ár var farið til Oslo og Gauta-
borgar til að skemmta íslending-
um og í mars 1983 til Stokk-
hólms í sömu erindagjörðum. í
lok júní '83 fór hljómsveitin með
m/s Eddu til Skotlands, þar sem
hún tók þátt i mikilli þjóðlaga-
hátíð í Glasgow. Að henni lok-
inni héldum við til Danmerkur. í
sumar fórum við til Glasgow og
á þjóðlagahátíð til Finnlands.
Þaðan lá leiðin aftur til Dan-
merkur.
í fyrravetur byrjaði Hrím að
herja á Gauk á Stöng og Djúpið
auk annarra staða hér í borg og
nú spilum við reglulega á
Gauknum og höfum einnig verið
að leika á Hellinum. Við gáfum
út plötuna Barnagull sem nú er
uppseld og um næstu mánaða-
mót kemur út ný hljómplata frá
okkur „Möndlur" sem er þó ekki
jólaplata eins og nafnið kann að
gefa til kynna. A henni verða 16
lög, flest samin af okkur félög-
um."
Mick
Jagger
leikur í
Dallas
Iick Jagger hefur fallist á
að koma fram i nokkrum
þáttum í „Dallas", sem nú hafa
verið sýndir í Bandarikjunum i
nokkuð á fimmta ár.
„Ég á hvorki að forfæra skóla-
stúlkur né leika saklausan
smalastrák," sagði Jagger, sem
á að koma fram í gervi auðugs
Englendings með krikket, golf
og fagrar konur sem helstu
áhugamálin.
„Eg hef áður sýnt að ég er
góður leikari," sagði Jagger
ennfremur, en hann hefur komið
fram í kúrekamynd sem heitir
„Kelly-bræðurnir".
„Konan með lampann"
Bandaríska leikkonan
Jaclyn Smith, sem
kunn er fyrir leik sinn í
sjónvarpsflokknum
„Charlies Angels", hefur nú
verið valin til að fara með
hlutverk annars engils í
sjónvarpinu. Er þar um að
ræða mynd um Florence
Nightingale, „konuna með
lampann", sem fyrst varð
til þess að líkna sjúkum
mönnum og særðum á
skipulegan og visindalegan
hátt.
„Þetta er mjög erfitt
hlutverk. Eftir myndum að
dæma var Florence ekki
falleg kona, ósköp hvers-
dagsleg í útliti pótt andlegt
atgervi hennar hafi verið
óvenjulegt. Þannig reyni ég
líka að túlka hana," segir
Jaclyn.
Það eru Bretar sem
standa að gerð myndarinn-
ar, og leikarar þar i landi
eru hinir æfustu yfir að
bandarísk kona skuli vera
fengin til að leika Florence
Nightingale, þá konu sem
er enskust af öllum að und-
anskilinni Viktoríu drottn-
ingu. Jaclyn lætur það þó
ekki á sig fá og segist bara
vilja vara kollega sína i
Englandi við því að gera sig
hlægilega.
Við upptökurnar notar
Jaclyn engan farða og hárið
er hnýtt i hnút í hnakkan-
um. „Þegar sonur minn
tveggja ára kom einu sinni
með barnfóstrunni til að sjá
upptökurnar horfði hann á
mig undrandi og sagði svo:
„Ég vil fara heim til réttu
mömmu minnar". Kannski
það bendi til að ég túlki
hlutverkið rétt."
p^pp..
-* : 1
Jaclyn Smith
— sjálfri sér lík og
Florence Nightingale.