Morgunblaðið - 24.11.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.11.1984, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 1984 Riddarar hring- borðsins Það var sannarlega ánægjulegt að sjá framan í blessaða alþingis- mennina og ráðherrana, á fimmtudagskvöldið var. Það er allt annað líf að hafa mennina fyrir framan sig í stofunni, en að hlusta á rödd þeirra í útvarpinu. Tel ég að fyrrgreindar sjónvarps- umræður frá Alþingi þar sem fjallað var um stefnuræðu forsæt- isráðherra, séu mikilsverður áfangi í átt að virku lýðræði á Is- landi. Hér fær þjóðin, beint í æð, ef svo má segja, hin ólíku sjónar- mið er endurspegla þann vilja er liggur væntanlega að baki kjöri alþingismanna. Er alveg bráð- nauðsynlegt, að hin marglitu sjón- armið, er ríkja í sölum hins háa Alþingis, fái þannig notið sín við og við í áhrifamesta fjölmiðli lands vors. Hvurnig á annars, aö nást trúnaðarsamband, milli hinna þjóðkjörnu fulltrúa og lýðs- ins? Kjósendur verða að þekkja svolítið til þeirra manna, er fara með löggjafar og framkvæmda- vald í landi voru, og þeirra stefnu- miða er þeir bera fyrir brjósti hverju sinni. Sjónvarpið er býsna áleitinn miðiil, er dregur í senn fram veikleika og styrk, hvers ræðumanns, og því kjörinn vett- vangur lýðræðislegrar umræðu. Sumt sat eftir Nóg um það. Daginn eftir slíkar umræður er orðavaðallin að mestu gleymdur, og steinkassinn við Austurvöll aftur orðinn að leynd- ardómsfullu musteri hinna inn- vígðu. Þó sátu nokkrar setningar eftir í huga mér, þá ég át grautinn út í almenningi, morguninn eftir stefnuræðuna. Minnist ég sérstak- lega, orðræðu ungs alþingis- manns, er Kristófer Már Krist- insson heitir. Kannski vegna þess að þessi ungi maður var með slaufu, en allir hinir með bindi. Nei, það var ekki bara slaufan sem vakti áhuga minn á þessum ræðu- manni. Hann fór nýjar leiðir i málflutningi og beitti að auki fyrir sig fáguðu og næsta skáld- legu tungutaki. Minntist varla á efnahagsörðugleikana, en gaf þess í stað heldur ókræsilega mynd af stjórnarkerfi landsins. Hélt Krist- ófer Már því fram, að embættis- menn hérlendir, störfuðu I anda dönsku embættismannastéttar- innar, er hér réði rikjum áður fyrr. Og ekki nóg með það, að emb- ættismennirnir væru nánast steingervingar, stjórnmálamenn- irnir væru svo hugmyndasnauðir, að þeir fetuðu hugsunarlaust þá slóð sem vörðuð er „niðurstöðum" úr smiðju embættismanna þeirra er nú smíða sér virki við Arnarhól. Virkisstjórarnir Var raunar áberandi meðal þeirra þingmanna, er tóku til máls í fyrrgreindum umræðum um stefnuræðuna, andúð í garð virkis- stjóranna við Arnarhól. Töldu ýmsir þingmenn að oddviti ríkis- valdsins væri nánast „fjarstýrður" af riddaranum í „svarta kastalan- um“. Segiði svo að við lifum í lit- lausri tölvuöld. Aldeilis ekki. Hvítu riddararnir í Alþingishús- inu eiga í stríði við svarta riddara í mikilfenglegum köstulum er bankar nefnast. Stigamenn hafa hreiðrað um sig í bensínstöðvum og verslunarhöllum að mati þess- ara „hvítu riddara" á sama tíma og lýðurinn fer blysfarir til að mótmæla aðför drekans eldspú- andi. Ævintýrið fannst mér full- komnað, er blakkhærð álfakona skaust uppí ræðustólinn og „svei- aði“ drekanum mikla. Hefðu verið gustuk að rétta henni kúst að svífa á, yfir verðbólgubálið útifyrir. Ólafur M Johannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Tónlistar- krossgátan Jón Gröndal 1 K00 verður með A O þátt sinn, Tónlistarkrossgátuna, á dagskrá Rásar 2 á morgun kl. 15. í þætti Jóns gefst hlustendum kostur á að spreyta sig. Ef þeim tekst að finna réttu svörin, þá sendi þeir lausnirnar til Ríkisútvarpsins, Rás 2, Hvassaleiti 60, 108 Reykjavík, merktar „Tónlistarkrossgátan". MEGAS ■ í kvöld sýnir 10 sjónvarpið ldukkustund- arlagan þátt, sem tekinn var upp á söngskemmtun Megasar i Austurbæjar- bíói hinn 9. þessa mánað- ar Megas var mikið á sjónarsviðinu fyrir nokkr- um árum, en dró sig í hlé og hætti alveg að koma fram opinberlega. Hann kom síðan aftur fram sem söngvari og lagasmiður þegar hann söng með Bubba Morthens lagið Fatlafól og hefur starfað nokkuð með hljómsveit- inni Ikraus. A söng- skemmtuninni í Austur- bæjarbiói flytur Megas gömul lög sin og ný, t.d. Paradísarfuglinn og Krókódílamanninn, ásamt mörgum öðrum. Honum til aðstoðar eru nokkrir tónlistarmenn. Upptöku þáttarins stjórnaði Viðar Víkingsson. Elliott Gould, sem leikur einn bandarisku berlæknanna i kvikmyndinni MAA*S*H, gerir bér tilraun til að snaeða með prjónum. Kóresk ungfrú fylgist með af kostgæfni. ÚTVARP Good-hjónin, Tom og Barbara. í sælureit I kvöld verður OA 40 sýndur þriðji þáttur breska gamanmyndaflokksins um Good-hjónin, sem breyta um lifsstil og hefja búskap i bakgarðinum. í síðasta þætti bauð yfir- maður Toms honum að koma aftur til vinnu hjá fyrirtækinu, sem fram- leiðir plastdýr til að setja i kornflögupakka. Tom var ekki á þeim buxunum, enda eru hann og eigin- kona hans sannfærð um að hægt sé að lifa á eigin framleiðslu. Þau hafa nú fengið sér hænsni, en þeg- ar Tom ætlaði að fórna einu þeirra i kvöldmatinn, þá tókst ekki betur til en svo, að skotið úr skamm- byssunni hæfði ekki og þau hjónin urðu að láta sér nægja að skipta á milli sín einu eggi. Fram- leiðsla smjörs úr geita- mjólk tókst ekki heldur sem skyldi og endaði með að geitin fékk framleiðslu sina til baka. En i kvöld fáum við að sjá hvernig búskapurinn gengur. M-A-S-H WB Kvikmynd 00 sjónvarpsins í kvöld er banda- risk gamanmynd frá 1970. Hún fjallar um nokkra herlækna, sem starfa á neyðarspítala Banda- ríkjahers skammt frá viglínunni i Kóreu- stríðinu. Læknar þessir líta á stríðið sem stundarbrjálsemi og haga sér eftir þvi. Sjónvarpið hefur áður sýnt allmarga sjónvarpsþætti úr sam- nefndum gamanmynda- flokki, en þættir þessir hafa verið svo lengi á dagskrá bandarískra sjónvarpsstöðva, að sumir segja að lengd þeirra sé þrisvar sinnum meiri en lengd Kóreustriðsins sjálfs. Með aðalhlutverk i myndinni fara Elliott Gould, Donald Suther- land, Tom Skerritt, Sally Kellerman og fleiri, en þýðingu annaðist Þrándur Thoroddsen. LAUGARDAGUR 1. desember 720 Veöurfregnir. Fréttlr. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tón- leikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veöurtregnir. Morgunorö: — Halla Kjart- ansdóttir talar. IJ0 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9J0 Oskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir (10.00 Fréttir. 10.10 Veöurtregnir.) Oskalög sjúklinga, frh. 11.00 Stúdentamessa I kapellu Háskóla Islands. Séra Sig- uröur Siguröarson sóknar- prestur á Setfossi þjónar fyrir altari. Haraldur M. Krist- jánsson stud. theol predik- ar. Organleikari: Jón Stef- ánsson. 12.00 Dagskrá. Tónlelkar. Til- kynningar. 12- 20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- teikar 13- 40 fþróttaþáttur. Umsjón: Hermann Gunnarsson. 1400 „Frelsi, jöfnuöur og rétt- læti“, hátiöardagskró 1. des- ember I Fétagssstofnun stúd- enta. Hallfrlöur Þórarins- dóttir stúdent setur hótlöina. Háskólakórinn flytur kafta úr Sóleyjarkvæöi Jóhannesar úr Kötlum viö tónllst Péturs Pálssonar. Ogmundur Jón- asson fréttamaöur ftytur há- tlöarræöu. Strengjasveit frá Tónlistarskólanum I Reykja- vlk leikur. Stúdentaleikhúsið ftytur leikþátt. Séra Baldur Kristjánsson talar. Vlsnavinir syngja og leika. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 1820 Islenskt mál. Jón Hilmar Jónsson flytur þáttinn. 1620 Bókaþáttur. Umsjón: Njöröur P. Njarövlk. 16.00 Hildur Fjórði þéttur. Endursýning Dönskunámskeiö I tlu þátt- um. 1620 Iþróttir Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. 1820 Bróöir minn Ljónshjarta. Þriöji þáttur. Sænskur framhaldsmynda- flokkur I fimm þáttum, gerö- ur eftir sðgu Astrid Lindgren. Þýöandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 1920 Fréttaágrip á táknmáii 20.00 Fréttir og veöur 2020 Auglýsingar og dagskrá 2040 I sælureit Þriöji þáttur. Breskur gamanmyndaflokk- ur I sjö þáttum. 17.10 Islensk tónlist. a. „Minni Islands", forleikur op. 9 eftlr Jón Leifs. Sinfónluhljómsveit Islands leikur, William Strickland stj. b. „Alþingis- hátföarkantata 1930" eftir Pál (sólfsson. Guömundur Jónsson, Þorsteinn 0. Stephensen, Karlakórinn Fóstbræður, Söngsveitin Fllharmónla og Sinfónlu- hljómsveit Islands flytja; Róbert A. Ottósson stj. c. Lög úr „Pilti og stúlku" eftir Þýöandi Jóhanna Þráins- dóttir. 21.10 Megas Frá söngskemmtun I Austur- bæjarbiói föstudaginn 9. þessa mánaöar. Upptöku stjórnaöi Viöar Vlk- ingsson. 22.10 Nýtt úr heimi tlskunnar Þýskur sjónvarpsþáttur Nokkrir þekktustu tfskuhönn- uöir I Parfs sýna haust- og vetrartlskuna I ár. Þýöandi Jóhanna Þráins- dóttir. 23.00 Spltalallf (M*A*S*H) Bandarlsk gamanmynd frá 1970. Leikstjóri Robert Altman. Emil Thoroddsen. Sinfónlu- hljómsveit Islands leikur; Páll P. Pálsson stj. 1820 Tilkynningar 1845 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 1920 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 1925 Veistu svarið? Umsjón: Unnur Ólafsdóttir. Dómari: Hrafnhildur Jónsdóttir. (RÚVAK.) 2020 Utvarpssaga barnanna: „Ævintýri úr Eyjum" eftir Jón Sveinsson. Gunnar Stefáns- Aöalhlutverk Donald Suther- land, Elliott Gould, Tom Skerritt, Sally Kellerman, Robert Duvall, Jo Ann Pflug, Gary Burghof og René Au- berjonois. A neyöarspitala Bandarlkja- hers, skammt frá vlgllnunni I Kóreustrlðinu. starfa nokkrlr herlæknar sem llta á strlöiö sem stundarbrjálsemi og haga oröum slnum og gerö- um samkvæmt þvl. Sjónvarpiö hefur áöur sýnt allmarga þættl úr samnefnd- um gamanmyndaflokki sem geröur var I framhaldi þess- arar biómyndar. Þýöandi Þrándur Thor- oddsen. 0025 Dagskrárlok. son les þýöingu Freysteins Gunnarssonar (7). 2020 Harmonikuþáttur. Um- sjón: Bjarni Marteinsson. 2020 Minningar frá 1. desem- ber 1918. Séra Jón Skagan flytur.. 21.10 „Safnaö I handraöann" Guörún Guðlaugsdóttir talar viö Ftagnar Borg myntfræö- ing. 2120 Kvöldtónleikar. Þættlr úr slgildum tónverkum. 22.15 Veðurfregnlr. Fréttlr. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. „Svo margt veltur á rauðum hjólbörum". Dagskrá um William Carlos Willams. Ilf hans og Ijóð. Arni Ibsen tekur saman og þýöir. Flytjandi ásamt honum Viöar Eggertsson. 23.15 Operettutónllst. 2420 Miönæturtónleikar. 0020 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá RAS 2 til kl. 3.00. RÁS 2 LAUGARDAGUR 24. nóvember 24.00—00.50 Listapopp Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 0020—0320 Næturvaktin Stjórnandi: Kristln Björg Þorsteinsdóttir. (Rásir 1 og 2 samtengdar kl. 24.00 og heyrist þá I Rás 2 um allt land.) SJÓNVARP LAUGARDAGUR 24. nóvember

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.