Morgunblaðið - 24.11.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.11.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 1984 MorgunblaÖið/Júlíus Fluttir burt með krana MJÖG HARÐUR árekstur varð síðdegis f gær á mótum Bergstaða- strætis og Bragagötu. Lentu þar saman jeppi og fólksbíll með þeim afleiðingum, að jeppinn valt og lagöist nær saman. Fólksbfllinn skemmdist minna en báðir bflarnir voru fluttir á brott með krana. Ökumaður annars var fluttur á slysadeild. Um meiðsli hans var ekki gjörla vitaö í gærkvöld. Aðalfundur LÍÚ: 300 milljónir til húsbyggj- enda í byrjun desember Húsbyggjendur, sem hafa beðið eftir lánum sínum frá húsnæðis- málastjórn, fá lán sín loks borguð fljótlega eftir mánaðamótin. „Það hefur verið fundin lausn á þessu máli — 300 milljónir króna hafa ver- ið útvegaðar til að borga lántakend- um í næsta mánuði samkvæmt venju þar um,“ sagði Alexander Stefáns- son, félagsmálaráðherra, f samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. „Það verður gefin út um þetta til- kynning á mánudaginn." Félagsmálaráðherra sagði að útborganir á lánum hefðu dregist úr hömlu vegna fjárskorts stofn- unarinnar og eins þess, að miklu fleiri umsóknir höfðu borist en ráð hafði verið fyrir gert. „Við erum komnir langt fram yfir lánsfjárlög en það varð einfaldlega að finna flöt á málinu — stofnunin hafði gefið út vottorð um lánshæfni ÍSLENZKA karlasveitin á Ólympíu- skákmótinu í Saloniki í Grikklandi tefldi í gær við Tékka. Helgi Ólafs- son tefldi við Hort og eftir biðstöðu sigraði Helgi Hort. Islenzka sveitin mun líklega mæta Ungverjum á morgun. eignanna, fólk hafði treyst því og tekið á sig skuldbindingar," sagði Alexander. „Flestir fá úrlausn i desember." Á öðru borði tefldi Margeir Pétursson við Smejkal og endaði skákin i jafntefli. Á þriðja borði tefldi Jóhann Hjartarson við Ftatnik, þar blasti við jafntefli, þegar skákin fór i bið. Karl Þorsteins tefldi á fjórða borði gegn Mokry. Eftir timahrak mátti Karl gefast upp, þegar skákin var að fara i bið. Ólympíuskákmótið f Grikklandi: Helgi vann Hort Leggur til aflamark til eins árs í stað tveggja Á AÐALFUNDI LÍÚ, sem lauk í Reykjavik f gær, var samþykkt með 87 % atkvæða gegn 17% að mæla með því að fiskveiðum á næsta ári verði stjórnað á hliðstæðan hátt og á þessu ári. Hins vegar var felld tillaga þess efnis að aflamarkið verði látið gilda til tveggja ára í stað eins. Svipuð ályktun var samþykkt á Fiskiþingi í upphafl þessa mánaðar. Þá sam- þykkti aðalfundurinn að álíka afla- marki og gildir í ár yrði úthhitað á því næsta. Afkoma útgerðarinnar var eitt helzta umræðuefni aðalfundarins og urðu um það efni harðar deilur, einkum hvað varðaði sérstaka fyrirgreiðslu við þau skip, sem nýj- ust eru í flotanum og skuldaaukn- ing vegna gengisfellinga hefði bitn- að mest á. Tillaga þess efnis frá Krístjáni Pálssyni frá ólafsvik var felld með miklum meirihluta og boðaði hann ásamt Þorsteini Jó- hannessyni, Garði, Herði Pálssyni, Keflavík og Jóni Magnússyni, Pat- reksfirði, til sérstaks fundar vegna þess máls að loknum aðalafundin- um. Á aðalfundinum voru samþykkt- ar eftirfarandi leiðir til að tryggja rekstrargrundvöll útgerðarinnar: • Áð fiskverð hækki verulega frá þvi sem nú er. • Raunvextir lækki stórlega frá því sem nú er enda er sjávarútveg- urinn engan veginn i stakk búinn til að mæta síhækkandi raunvöxt- um þar sem rekstrargrundvöllur atvinnugreinarinnar hefur ekki verið tryggður. Fundurinn fagnar því, að Fiskveiðasjóður hefur lækk- að vexti af stofnlánum og sam- ræmt lánakjör og gengisáhættu lána sjóðsins. • Olíuverði verði haldið í lág- marki, útgerðir njóti stórviðskipta sinna í lægra olíuverði og allar opinberar álögur á oliuverð verði afnumdar. Ennfremur krefst fund- urinn þess að endurskoðun á verð- lagningu olíuvara verði flýtt og það haft að leiðarljósi að sú endurskoð- un leiði til verðsamkeppni milli söluaðilanna. • Fundurinn fer fram á við stjórn- völd að útgerðin fái i sinn hlut þann hluta gengismunar, sem felst í því hráefni, sem lá í fiskbirgðum í landinu við siðustu gengisfellingu, í stað þess að láta bankana hirða hann að stórum hluta. Á undan- förnum mánuðum hefur myndast verulegur halli á innkaupa- jöfnunarreikningi oliu. Fundurinn leggur til að gengismun verði með- al annars varið til að greiða þann hluta á halla innkaupajöfnunar- reikningsins, sem kominn er til vegna útgerðar. • Gengi verði skráð þannig að vel rekin fyrirtæki í sjávarútvegi hafi eðlilegan rekstrargrundvöll. • Geti ríkisvaldið ekki tryggt út- veginum viðunnandi rekstrar- grundvöll meðal annars með fram- angreindum lagfæringum, telur fundurinn eðlilegt að gjaldeyris- verslun verði gefin frjáls, þannig TVEIR piltar um tvítugt voru hand- teknir í Reykjavík laust eftir hádegi á fímmtudag og viðurkenndu þeir við yflrheyrslur, að hafa hótað að sprengja begningarhúsið við Skóla- vörðustíg í loft upp. Báðir hafa veríð í haldi þar I húsinu vegna þjófnaðar- brota. Það var aðfaranótt sl. mánudags, að maður hringdi til lögreglunnar i að þeir, sem gjaldeyris afla, geti notið fulls arðs af starfsemi sinni. • Þá beindi fundurinn því til stjórnar samtakanna að þegar nýtt fiskverð liggi fyrir verði tekin af- staða til þess hvort unnt sé að halda áfram útgerð á grundvelli þess fiskverðs og hugsanlegra ráðstafana í kjölfar þess. Kristján Ragnarsson var endur- kjörinn formaður LÍÚ án mót- framboðs. Reykjavik og tilkynnti að sprengju hefði verið komið fyrir í hegn- ingarhúsinu og að sprengjan myndi springa eftir eina klukkustund. Leit var þegar gerð í húsinu en ekkert fannst þar. Svo vildi til, að lögreglumaður á Miðborgarstöð lögreglunnar hafði þessa nótt séð til tveggja „góðkunn- ingja lögreglunnar* i simaklefa þar Samkvæmt upplýsingum kunn- áttumanna i skák, er það mjög góður árangur íslenzku sveitar- innar að ná jafntefli við tékkn- esku stórmeistarasveitina, þar sem hún vann silfurverðlaun á síðasta Olympiuskákmóti, sem haldið var i Luzern í Sviss fyrir tveimur árum. í dag tefla Islend- ingar við Ungverja. Staðan er mjög óljós á mótinu vegna biðskáka, en íslendingar eru í 5. sæti. Það má teljast til tíðinda í þessari umferð i gær, að líkur benda til að brezka sveitin sigri sovézku sveitina. íslenzka kvennasveitin tefldi við Spánverja í gær og hlaut að- eins hálfan vinning á móti tveim- ur og hálfum vinningi spönsku stúlknanna. við húsið og þegar símtalið hafði verið rakið i klefann lögðu menn saman tvo og tvo. Leit var gerð að piltunum og var annar þeirra hand- tekinn á heimili sinu upp úr hádegi á fimmtudag. Við yfirheyrslur ját- aði hann aðild sína að málinu og var hinn handtekinn i framhaldi af því, skv. upplýsingum lögreglunnar í Reykjavik. Piltarnir voru látnir lausir í gær. Hótuðu að sprengja upp Hegningarhúsið: Símtalið rakið í símaklefa við lögreglustöðina Nýstárleg landssöfnun hafin: Þjóðin sameinist um að gefa Hallgrímskirkju orgel — sem verði höfuðprýði kirkjunnar og þjóðar- stolt, að sögn forsvarsmanna söfnunarinnar „ÞESSARI söfnun er hrint af stað meó það markmið fyrír augum að sameina þjóðina um að gefa Hallgrimskirkju orgel, sem benni hæfir og yrði höfuð- prýði hennar og þjóðarstolt," sagði Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri, m.a. á fundi með fréttamönnum þar sem kynnt var nýstárleg söfnun, sem nú er hafin fyrir orgeli í Hallgrímskirkju. Ingólfur er einn af flmm einstaklingum, sem eiga frumkvæði að þessari söfnun, ásamt dr. Sigurbirni Einarssyni biskup, Guðrúnu Helgadóttur alþingismanni, Knut Ödegárd forstjóra Nor- ræna hússins og Salome Þorkelsdóttur alþingismanni. Söfnunin verður með þvi sniði, að áhugamenn um þetta málefni skora hver á annan um framlag að upphæð krónur 1.000 eða meira. Söfnunin er þvi keðjuverkandi og til að greiða fyrir framkvæmd verður starfrækt skrifstofa fyrir sjóðinn í Hallgrímskirkju og má koma framlögum til sjóðsins beint þangaö, auk þess sem skrifstofan sendir giróseðla til þeirra er tekið hafa áskorun. Áhugamenn um söfnunina þurfa þó ekki að biða eftir áskorun heldur geta tilkynnt stuðning sinn á skrifstofu sjóðs- ins. Nöfn gefenda verða birt viku- lega i dagblöðum, nema nafn- leyndar sé óskað og getur því öll þjóðin fylgst með framvindu söfn- unarinnar. Jafnframt verða nöfn gefenda og framlög færð i sér- staka skrautbundna bók, sem varðveitt verður i kirkjunni um ókomna tíð. Knut ödegaard, forstjóri Nor- ræna hússins, átti hugmyndina að þessari söfnun og kvaðst hann hafa gert það sem áhugamaður um íslenska menningu, auk þess sem hann liti á það sem eitt af sínum hlutverkum i starfi for- stjóra Norræna hússins að vinna fyrir islenskt menningarlíf. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup sagði að Hallgrimskirkja væri þjóðarhelgidómur Islands og með- al annars reist með það fyrir aug- um að styrkja samband listar og kirkju. Hún væri helguð minningu eins mesta listamanns, sem þjóðin hefur átt. Sakir stærðar og yfir- bragðs væri hún ágætlega til þess fallin að verða musteri göfugrar tónlistar og skila stórbrotnustu kirkjutónsmiðum. En forsenda þess væri þó, að hún ætti eins full- komið orgel og völ er á og einmitt þess vegna hefði þessari söfnun HorgunbUMS/RAX Forvígismenn söfnunarinnar, frá vinstri dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, Ingólfur Guóbrandsson, forstjóri, Guðrún Helgadóttir, alþingismaóur og Knut Ddegaard skáld og forstjóri Norræna hússins. hrint í framkvæmd. Ingólfur Guðbrandsson tók i sama streng og sagði m.a. að ís- lendingar hefðu reist Hallgríms- kirkju í minningu Hallgrims Pét- urssonar og væri hún eins og Passíusálmarnir eign þjóðarinnar allrar og sameiningartákn. „Tak- ist vel til með lokafrágang Hall- grímskirkju standa vonir til að hún verði jafnframt musteri æðri tónlistar á heimsmælikvarða, þar sem hin fegursta lofgerð í tónum mun hljóma um aldir. Auk góðs hljómburðar er vandað orgel ein af frumforsendum þess að sá draumur rætist,“ sagði Ingólfur. I þessu sambandi má einnig geta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.