Morgunblaðið - 24.11.1984, Síða 24

Morgunblaðið - 24.11.1984, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 1984 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 1984 25 JMtogtiiiItibifrlfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, BJörn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 300 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö. Stjórnin boðar sáttastefnu Stjórnarandstæðingar hafa hamrað á því liðnar vikur að trúnaður sé að trosna í stjórninni og stutt sé í kveðjustund hennar. Annað var upp á teningnum í stefnuumræðum á Alþingi, sem landsmenn fengu — í tali og mynd — inn í stofu til sín í fyrrakvöld. Talsmenn stjórnarflokkanna vóru einhuga í afstöðu til þess vanda, sem við blasir. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, taldi mjög brýnt að hefja þegar að nýju und- irbúning að þjóðarsátt, í þríhliða viðræðum stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar, með endurnýjun kjarasamninga á næsta ári í huga — og viðreisn atvinnuvega og lífskjara. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, kvað vonir standa til, að hraði verðbólgu verði í lok ársins 1985 kominn í það horf, sem hann var fyrir kjarasamningana. „Ríður þvi á miklu," sagði hann, „að betur takizt til við næstu kjarasamninga en í þeim síðustu. Þá verður að leggja áherzlu á að gera skynsamlega samninga sem stuðli að hjöðnun verðbólgu og batnandi lífskjörum á traustum grunni 1986 og árin næst á eftir. Ríkisstjórnin mun bjóða aðilum vinnumarkaðarins til viðræðna um undirbúning slfkra samninga." Okkur hefur borið af leið í verð- bólguvörnum. Líklegt er leiðin niður á sama verðbóigustig og i samkeppnislöndum — og til stöð- ugleika i verðlagi og efnahagslífi — verði árinu lengri fyrir vikið en ráðgert var. Til þess að fyrir- byggja frekari tafir er nauðsyn- legt að fara nýja leið á kjaravett- vangi, sem felur i sér viðvarandi kjarabót, en er ekki færiband fyrir verðbólgu. Þorsteinn Pálsson taldi brýnt að ýta úr vör með fyrsta áfanga i lækkun tekjuskatts. Verja beri kaupmátt með lækkun skatta eða aðflutningsgjalda og aðhalds- samri gengisstefnu, sem haldi nið- ri verðlagi. Þessi atriði, ásamt endurskipulagningu húsnæðis- lánakerfisins, verði veigamikil i þeirri þjóðarsátt, sem gera þurfi til að vinna þjóðarbúið út úr við- blasandi vanda. Þorsteinn Pálsson vék að meintri tilfærslu fjármuna til at- vinnuveganna. Rétt kunni að vera, til að treysta heilbrigða samvinnu stjórnar og stjórnarandstöðu, að setja niður nefnd þessara aðila, og hugsanlega fulltrúa vinnumarkað- arins, til að vinna úttekt á tekju- skiptingu i landinu sem og hlut- deild launa í verðmætasköpun og þjóðartekjum, svo staðreyndir þessara mála geti verið öllum ljós- ar. Sú fjármunatilfærsla, sem harðast hefur bitnað á almenningi kjaralega, tengist skuldakostnaði íslendinga erlendis. Þessi skulda- byrði hefur fimmfaldast frá 1972. Þetta þýðir þjú þúsund milljóna króna tilfærzlu til útlendinga, sem rýrir kaupmátt þjóðartekna sam- svarandi — og hefur ekki ýtt und- ir hagvöxt í landinu, þvert á móti. Enginn stjórnmálaflokkur ber jafn ríka ábyrgð á þessari skulda- söfnun og Alþýðubandalagið. Talsmenn ríkisstjórnarinnar lögðu áherzlu á nýsköpun atvinnu- lifsins, styrkari stöðu hefðbund- inna atvinnugreina og tilurð nýrra. Hvorki atvinnuöryggi né lifskjör verði annað sótt. Reynslan sýni hvarvetna að aukið sjálfstæði atvinnugreina leiði til mestra framfara og alhliða uppbyggingar. Afrakstur þessa skipulags eigi m.a. að nota til að byggja upp vel- ferðarkerfi, sem er forsenda þess að við getum lifað sáttir — sem samstæð þjóð. „Viðreisn atvinnuvega og lifs- kjara hefst ekki í innanlandsófriði heldur með sáttum milli stétta og byggðarlaga." Þessi orð Þorsteins Pálssonar, sem lagði megin- áherzlu á þjóðarsátt i ræðu sinni, eiga erindi til allra velviljaðra manna. Neikvætt nöld- ur stjórnar- andstöðu A12 ára tímabili viðreisnar, 1959—1971, ríkti stöðugleiki í islenzku efnahagslifi; verðbólga var um og innan við 10% á ári að meðaltali. Alþýðubandalagið hóf stjórn- arferil sinn árið 1971. Það var upphafsár óðaverðbólgu á íslandi. Allar götur síðan 1971 hefur óðaverðbólga skekkt samkeppn- isstöðu islenzkrar framleiðslu, heima og heiman, og brennt upp kjarabætur launafólks, oft jafn- hraðan og til urðu. Almenn kjararýrnun á að stærstum hluta rætur i aflasam- drætti og verðfalli fiskafurða, en fleiri þungavigtaratriði valda: • Verðbólga, sem komin var upp í 130%. • Erlendar skuldir, sem rýra kaupmátt þjóðartekna um 10-14%. • Röng fjárfesting, sem ekki skil- ar arði til að bera uppi lifskjör landsmanna, þvert á móti. Alþýðubandalag, forystuflokkur i stjórnarandstöðu, sté yfir þessar staðreyndir, sem allar bera eyrna- mark þess, í stefnuumræðu frá Al- þingi. Hvorki það, né aðrir stjórn- arandstöðuflokkar, tíunduðu marktækar leiðir út úr vandamál- um þjóðarinnar. Framlag þeirra var lítið annað en neikvætt nöld- ur. Það má sjálfsagt deila um sitt- hvað i stefnu og störfum stjórnar- innar. Um hitt verður ekki deilt að vesöld stjórnarandstöðunnar gerir stjórnina góða. íslandsvika hefst í dag í Bretlandi: „Ekkert sparað til að koma íslandi áframfæri U fyrirtæki okkur til hjálpar nú og þetta virðist ætla að blómstra. Margir mánuöir hafa nú farið i undirbúning — og sérstaklega hefur mikið verið unnið siðustu þrjár vikurnar. Við höfum gefið út bækling, látið prenta veggspjöld og ýmislegt fleira til að minna á þessa viku. Það verður ekkert til sparað til að koma íslandi og is- lenskri framleiðslu á framfæri," sagði Jóhann. — segir Jóhann Sigurðsson yfir- maður Flugleiða í London ÍSLENSK vika hefst í dag, laugar- dag, f Bretlandi. Hún hefst í Edin- borg í Skotlandi og lýkur 2. desem- ber í London. Þetta er í annað skipti sem íslensk vika er haldin á Bret- landseyjum, í fyrra var hún haldin í Glasgow, Manchester og London, nú í Edinborg, Birmingham og London. Það eru Flugleiðir, Sölumiðstöð lag- metis, sölufyrirtæki Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna f Bretlandi, Sölu- fyrirtæki Sambandsins í Bretlandi, Sambandið, Álafoss, Hilda, Hafskip og Eimskip sem standa að þessari íslandsviku. Jóhann Sigurðsson, yfirmaður Flugleiða i Bretlandi, hefur unnið að skipulagningu íslandsvikunnar. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti hann að máli á Flugleiðaskrifstof- unni í London á dögunum og spjallaði við hann. „Vikan hefst f Edinborg með ræðu Einars Benediktssonar sendiherra og sfðan mun Magnús Magnússon kynna ísland i máli og myndum — nútíð og þátíð,“ sagði Jóhann. „Lambakjöt, kavíar... “ Á sunnudeginum verður seldur íslenskur matur f hádeginu f George Hotel og þar verður einnig tiskusýning. „Svipuð dagskrá og Flugleiðir hafa verið með í Blóma- salnum á Loftleiðum," sagði Jó- hann. Eftir hádegið þann dag verður kvikmynd Ágústs Guð- mundssonar, „The Outlaw" (Út- Morgunblaftið/Friðþjófur • Jóhann Signrðsson á skrifstofn sinni í London. laginn), sýnd, en hún er sem kunn- ugt er byggð á Gfsla sögu Súrsson- ar. Dagskrá hádegisins verður sfð- an endurtekin á sunnudagskvöldið og í hádegi á mánudag. „Á mánudagskvöldinu bjóðum við síðan 170 til 200 manns, frammámönnum Edinborgar, við- skiptamönnum íslenskra fyrir- tækja, ferðaskrifstofufólki og ýmsum fleirum — sem við viljum komast í samband við, á tfskúsýn- inguna og f mat — þar verður langborð með lambakjöti, kavíar, rækjum, humarhölum...öllum mögulegum islenskum mat og mun Hilmar B. Jónsson úr Hafn- arfirði sjá um hann.“ Á mánu- dagskvöldinu verður íslandskynn- ing Magnúsar á ný og Jóhann Sig- urðsson kynnir Flugleiðir og ferðalög á íslandi og sýnir skugga- myndir héðan. Hafliði Hallgrfmsson sellóleik- ari og fleiri halda tónleika á mið- vikudagskvöldinu og flytja þá fs- lenska tónlist, ená þriðjudeginum heldur íslandsvikan áfram í Birm- ingham. Þar verða tískusýningin og matarkynningin endurtekin. íslandskvöld í Hippodrome Miðvikudaginn 28. nóv. verður svo haldið til London. Þann dag flytur Einar Benediktsson, sendi- herra, ræðu í Rótarýklúbbnum í London og þá verður sérstakt ís- landskvöld f diskótekinu Hippo- drome, sem er f eigu Peter Stringfellow. Milli kl. 18 og 19 verða blaðamenn og ljósmyndarar á staðnum, en eftir almennir gest- ir, og mun staðurinn auglýsa ís- landskvöldið sérstaklega í blöðum. HLH-flokkurinn kemur gagngert til London til að leika í Hippo- drome þennan dag, bæði fyrir blaðamenn og almenna gesti; boðið verður upp á mat og fslenskt tískusýningarfólk sýnir fslensk föt, eins og annars staðar. „The taste of Iceland, sound of Iceland and the look of Iceland," eins og Jóhann sagði. Þess má geta að Hippodrome tekur 1800 manns. Eigandi staðarins, Peter String- fellow, kemur til Reykjavíkur um helgina til að gera myndband um skemmtanalífið { borginni, en i vetur bjóða Flugleiðir upp á „helgar-diskó“ ferðir frá London til Reykjavíkur í samvinnu við Ólaf Laufdal veitingamann á Broadway og í Hollywood. Myndin . sem Peter lét gera um síðustii helgi verður sýnd á íslandskvöld- inu í Hippadrome og síðan munu Flugleiðir nota hana við kynn- ingar á Norðurlöndunum. Daginn eftir, fimmtudag, verður síðan hefðbundin kynning, eins og í Edinborg og Birmingham, á Churchill hótelinu f London. • Auglýsingaplakat íslandsvikunnar „Óheppni í fyrra“ Ég spurði Jóhann hvort menn væru bjartsýnir á að íslandsvikan skilaði góðum árangri og hvort vikan í fyrra hefði gert það. „Hún skilaði árangri f fyrra, já, en við vorum engu að síður óheppnir þar sem prentaraverk- fall skall á á nákvæmlega sama tíma og því var lftið hægt að kynna hana. Kynning okkar i ; Glasgow var t.d. næstum farin í ' vaskinn. Dr. Kelly, borgarstjórinn «í Glasgow, sem er mikill íslands- * vinur, gerði allt hvað hann gat til aö hjálpa okkur við að auglýsa þetta upp, en árangurinn varð samt sem áður ekki nógu góður. Við lærðum mikið á vikunni f fyrra, þá höfðum við t.d. ekki sam- ráð við sérhæft fyrirtæki í kynn- ingarstarfsemi — unnum f henni sjálfir, en erum síðan með slíkt íslandsvikan kynnt í sjónvarpsþáttum Þess má geta að i gær, föstudag, var sérstaklega fjallað um ísland I tveimur sjónvarpsþáttum á Eng- landi. I þættinum „Pebble Mill at One“ sem sendur er út kl. 13 á BBC 1-rásinni, var fjallað i 20 minútur um ísland, Magnús Magnússon kynnti sögu landsins og listir, tískusýningardömur komu fram, rætt var við Hilmar B. Jónsson um matargerð og siðan við Jóhann Sigurðsson um ferða- mál. Áhorfendur að þessum þætti eru taldir vera um 2,5 til 3 millj- ónir að jafnaði. Klukkan 18 i gærkvöldi var svo löng dagskrá um ísland f þættin- um „The 6 O’Clock Show“. Þar var m.a. rætt við Ungfrú'. ísland 1984, Berglindi Johansen, og Peter Stringfellow. Einnig komu Jóhann og Magnús þar fram, en 3 milljón- ir fylgjast með þessum þætti á hverjum föstudegi. Laugardaginn 1. desember, síð- asta dag (slandsvikunnar, stendur (slendingafélagið f London fyrir dagskrá í Royal Festival Hall. Einar Benediktsson sendiherra býður þá gesti velkomna, Magnús Magnússon sýnir kvikmynd sina um Island og ræðir um hana og Hafliði Hallgrimsson og Pétur Jónasson (gftar) leika tónlist eftir Hafliða. Siðan verður boðið upp á kaffi og íslenskt meðlæti og haldin tískusýning. Síðan mun Dr. Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Árnastofnunar, tala um „ísland gegnum aldirnar" og sýna skugga- myndir. Þennan sama dag, 1. des- ember, stjórnar Hermann Páls- son, prófessor, umræðum i Edin- borg um heiðindóm á (slandi til forna. — SH. 50 ára afmæli Félags kjötverslana: Starfsemin hefur einkennst af baráttu við verðlagsyfirvöld Spjallað við Jóhannes Jónsson Á ÞESSU ÁRI i Félag kjötverslana 50 ára afmæli. Það var stofnað í Reykjavík 15. febrnar 1934 og var stofnfundurinn haldin á Hótel Borg. Á fundinn voru mættir fulltrúar tuttugu og einnar kjötvershmar og þótti stofp- un félagsskaparins nokkur nýhinda á þessum tíma þó svo þegar hefði verið staðið að stofnun Félags matvörukaupmanna og Ijóst væri að slik samtök fengju ýmsu áorkað. Frá upphafi beitti félagið sér fyrir þvf að hagsmunamál kjöt- verslana næðu fram að ganga og um leið fyrir bættum viðskipta- háttum og bættri þjónustu við viðskiptavini. Jóhannes Jónsson hefur verið formaður félagsins síðan 1983, en hann hafði áður verið formaður frá árinu 1978 til 1980, og var hann að því spurður hver hefðu verið helstu hags- muna- og baráttumál félagsins á undanförnum árum. „Helsta uppistaðan í starfsemi félagsins hefur í gegnum árin ver- ið baráttan við verðlagsyfirvöld og þar hefur borið mest á baráttu okkar fyrir frjálsri álagningu á öllum kjötvörum. Ástandið í verð- lagsmálunum var orðið með þeim hætti að ef viðskiptavinurinn keypti t.d. nautakjöt eða svfnakjöt var hann jafnframt að greiða niður lambakótilettur f einhvern annan, hvort sem honum lfkaði betur eða ver,“ sagði Jóhannes. „Margt annað en verðlagsmál hef- ur þó komið til kasta félagsins og má til dæmis nefna að eitt af fyrstu verkum félagsins var að vinna að endurbótum á reglugerð um kjötsölu í Reykjavík. Reglu- gerð þessi var frá árinu 1905 og þótti sérstaklega úrelt hvað varð- aði kjötsölu á götum úti og í hús- næði sem ekki var nothæft til slíkrar verslunar. Það má því með sanni segja að á þessum 50 árum sem félagið hefur starfað hafi margt breyst varðandi kjötversl- un, þ.e. frá því að selja kjötið á götum úti og til þess að selja það við einhverjar fullkomnustu að- stæður sem þekkjast f Evrópu. Þá hafa kjötkaupmenn vissulega lagt áherslu á að tryggja verslunar- frelsi og aukin vðrugæði auk þess að vinna að bættri þjónustu við neytendur.Og ég held að mér sé óhætt að segja að Félag kjötversl- ana hafi f gegnum árin verið eitt samstæðasta kaupmannafélagið innan vébanda Kaupmannasam- takanna, en það var eitt af stofn- félögum þeirra.“ Jóhanncs Jónsson, formaftur Félags kjötverslana. Nú hafa gæði kjötvöru aukist mjög á sfðustu árum og neyslu- venjur almennings hafa breyst. Þá hefur frelsi f verðlagsmálum auk- ist. Hefur þetta ekki haft f för með sér áherslubreytingar varðandi starfsemi félagsins? „Félagið hefur á undanförnum árum beitt sér sérstaklega fyrir auknu frelsi f verðlagsmálum og einhver veigamesti árangur þess á þvf sviði var þegar f mars sfðast- liðnum var ákveðið að gefa smá- söluálagningu á kjötvörum frjálsa. En eins og ég sagði áðan þá hefur félagið reynt að beita sér fyrir auknum vörugæðum, bættri þjónustu og auknu rekstraröryggi. Fyrir skömmu héldum við nám- skeið, sem var ákaflega fjölsótt.f verðútreikningi á kjötvörum og vonandi verður árangurinn af þvf bætt þjónusta við neytendur. Það var mjög brýnt að halda námskeið um þessi mál vegna breytingar- innar sem átti sér stað f mars sl., en eins og gefur að skilja höfðu kjötkaupmenn ekki þurft að hafa áhyggjur af verðlagningu vörunn- ar þvf hún hafði ekki verið í þeirra höndum. Gamla fyrirkomulaginu má lfkja við mann sem bundinn hafði verið við hjólastól vegna lömunnar en var sfðan kastað úr honum og sagt að ganga. Kjöt- versluninni hlýtur að vera akkur f að fræða bæði þá sem vinna og selja kjötið og einnig þeim sem neyta þess og mun félagið standa fyrir fleiri fræðslunámskeiðum f náinni framtfð. En þú minntist á breyttar neyslu- venjur og aukin vörugæði. Það er satt að gæði kjötvöru hafa aukist mjög mikið á undanförnum árum og vöruúrval hefur einnig orðið meira. Það er af sem áður var að eina áleggið sem (slendingar þekktu ofan á brauð, fyrir utan ost, var kæfa og hangirúlla. Nú getur fólk valið um fjölda mis- giunandi tegunda, enda hafa ís- lendingar verið duglegir við að taka upp venjur annarra þjóða f kjölfar þess sem þeir hafa ferðast víðar um heiminn. Þá hafa fs- lenskir kjötkaupmenn verið iðnir við að kynna sér nýjungar á sýn- ingum og vörukynningum erlendis og heimfæra sfðan það sem þar hefur verið á fslenskan markað. Einnig hefur tækjakostur batnað mikið og er nú svipaður þvf sem best gerist erlendis og þetta hefur átt sinn þátt í að auka vöruúrvalið til muna. Kröfur (slendinga varðandi gæði kjötvöru hafa lfka orðið meiri og þær hafa um leið leitt til þess að kjötverslanir hafa þurft að vera betur vakandi. Það er ekki lengur bara hangikjöt og saltkjöt sem Frónbúinn neytir heldur er hann farinn að auka neyslu ali- fugla, nauta- og svínakjðts. Einnig eru ekki meira en u.þ.b. 25 ár sfð- an kjúklingar komu fyrst á mark- aðinn og ég minnist þess að til að byrja með áttu þeir ekki upp á pallborðið hjá neytendum. Nú eru kjúklingar orðnir hversdagsmatur og kalkúna og endur þykir sjálf- sagt að hafa á borðum á tyllidög- um. Það er e.tv. ekki ástæða til að rekja hér frekar baráttu félagsins og hagsmunamál á hinum ýmsu sviðum en ég vil þó að lokum nefna aftur þann árangur sem fé- lagið náði f baráttu sinni fyrir frjálsri verðálagningu á kjötvör- um þvf ég tel hann einn þann veigamesta sem félagið hefur náð. Þessi árangur mun verða öllum til góðs, viðskiptavinurinn greiðir nú fyrir það sem hann kaupir en ekki það sem einhver annar kaupir, og þetta mun leiða til aukinnar sam- keppni á milli verslana og tryggja neytendum betri vðru,“ sagði Jó- hannes að lokum. (gk w AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Tortryggni tefur fridarviðrædur DREGIZT hefur aft halda áfram friftarviftræftum í E1 Salvador vegna taugaóstyrks hægrimanna, sem enn eru áhrifamiklir f ríkisstjórn þrátt fyrir kosningaósigur þeirra í vor. Samþykkt var á fyrsta við- ræðufundi stjórnarinnar og skæruliða í bænum La Palma 15. október að næsti fundur yrði haldinn í síðari hluta nóvember. En af þeim fundi virðist ekki geta orðið og óvíst er hvenær viðræðunum verður haldið áfram. Ein ástæðan er sú að yfirmað- ur í hernum, Domingo Monterr- osa undirofursti, fórst í þyrlu- siysi skömmu eftir fundinn f sfð- asta mánuði. Dauði hans treysti stöðu hægrimanna og efldi and- stöðuna gegn viðræðunum, en án stuðnings þeirra mun Duarte reynast erfitt að hrinda áform- um sinum í framkvæmd. Dauði Monterrosa ofursta er eitt mesta áfallið, sem Salva- dorher hefur orðið fyrir i öllu stríðinu. Hann var talinn fær- asti yfirmaðurinn í hernum, enginn yfirmaður var eins herskár og ýmsum þótti að hann legði sig oft f of mikla hættu. Hann var oft í fremstu víglínu, var ágætur ræðumaður og átti auðvelt með að auka baráttuþrek hermanna sinna. Eini yfirmaðurinn, sem var talinn komast f hálfkvisti við Monterrosa, var Armando Azm- ita majór og hann fórst einnig í þyrluslysinu og þar að auki tveir aðrir reyndir yfirmenn. Þyrlan fórst á svæði, sem var morandi af skæruliðum, og furðu vekur að fjórir háttsettir yfirmenn skuli hafa tekið jafnmikla áhættu. Á fundinum í La Palma gerðu báðir aðilar lftið annað en út- skýra nánar fyrri afstöðu. Nap- oleon Jose Duarte forseti ákvað að efna til fundarins þrátt fyrir andstöðu sendiherra Bandarfkj- anna, Thomas Pickering, og ákvörðun hans mæltist mjög vel fyrir f E1 Salvador. Seinna sagði Bandaríkjastjórn að hún hefði stutt ákvörðunina frá þeirri stundu er Duarte skýrði frá henni í ræðu á Állsherjarþing- inu. Helzta tilboð Duarte var í því fólgið að hann mundi fara fram á það við þingið að samþykkja algera og skilyrðislausa sakar- uppgjöf, ef skæruliðar legðu niður vopn og tækju þátt í kosn- ingum. Skæruliðahreyfingin FMNL (Þjóðfrelsisfylking Farasbundo) og stjórnmálaarmur hennar, FDR (Byltingarsinnaða lýðræð- isfylkingin), hvikuðu ekki frá kröfum um aðild að rfkisstjórn og sameiningu hersveita skæru- liða og stjórnarhersins í „þjóðar- her“ líkt og samið var um í Zimbabwe. „Það er fáránlegt að halda að hermenn okkar muni leggja niður vopn. Ekki kemur til mála að hætta hernaðarað- gerðum," sagði Facundo Guarda- dos, einn fulltrúa skæruliða. Ferman Cienfuegos, yfirmað- ur FARN (Þjóðarandspyrnuher- aflans), sem er undir stjórn kommúnista, tók skýrt fram að tilboð Duarte um þátttöku f kosningum samrýmdist ekki hugmyndum skæruliða um framtfð E1 Salvador. „Lýðræði er ekki hægt að koma á með hefðbundnum flokkum," sagði hann. „Land okkar þarfnast ein- nar fylkingar, sem er fulltrúi þjóðarhagsmuna." Fulltrúar skæruliða á fundin- um í La Palma voru úr fjórum af fimm samtökum innan FMNL, sem hafa komizt undir áhrif kommúnista. Þessi samtök eru auk FARN: FPL (Frelsissveitir alþýðu- nnar), sem aðhylltust maoisma þangað til í fyrra, en hafa sfðan lokið miklu lofsorði á Sovétríkin; PRIC (Mið-amerfski verkamann- aflokkurinn), samtök sem eitt Monterrosa: daufti hans var eitt mesta áfallið. isma, og FAL (Frelsisheraflinn), sem upphaflega var hinn vopn- aði armur kommúnistaflokksins og er undir stjórn Shafick Hand- al, gamalreynds stuðningsmanns línunnar frá Moskvu, en hann var upphaflega tregur til að samþykkja hugmyndina um skæruhernað. Fulltrúar stærstu skæruliða- samtakanna, ERP (Alþýðufrels- ishersins), sem eru undir forystu Joaquin Villalobos, sóttu ekki fundinn í La Palma. Villalobos hafði beðið um að hann yrði sóttur í þyrlu til aðalstöðva sinna f norðausturhéraðinu Mor- azan nálægt landamærum Honduras, en stjórnin kvaðst að- eins hafa eina flugvél tiltæka. Villalobos neitaði þá að mæta. Fjarvera hans vakti furðu, en virtist þó ekki stafa af meiri- háttar klofningi í röðum skæru- liða eða ágreiningi um stefnuna gagnvart Duarte. Margt er á huldu um stöðu venjulegra borgara í FDR, sem virðast aðallega gegna því hlut- verki að sannfæra heiminn um að byltingarmenn f E1 Salvador séu lýðræðissinnar er berjist gegn bandalagi landeigenda og hermanna, þótt raunverulega berjist skæruliðar fyrir sams konar stjórnarfari og f Kúbu og Nicaragua. Síðan Duarte kom til valda hafa rfkisstjórnir í Rómönsku- Amerfku og sósíaldemókratar í Vestur-Evrópu lagt mjög hart að borgaralegum fulltrúum FDR, forseta hreyfingarinnar, Guill- ermo Ungo, og varaforsetanum, Ruben Zamora, að taka jákvæð- ari afstöðu til tilboðsins um kosningar. Staða Duarte forseta er erfið. Þótt hann hafi boðizt til að biðja þingið um að samþykkja sakar- uppgjöf skæruliðum til handa er Kortift sýnir héraftið Morazan, þar sem stjórnarherinn stendnr nú fyrir aftgerftum. Flóttamenn í búft- nm umhverfis Francisco Gotera neita aft snúa aftur til bæja í norftri. ekki víst að tillaga hans yrði samþykkt. Hægrisinnar ráða lögum og lofum á þinginu og leiðtogi þeirra er hægriöfgamað- urinn Roberto D’Aubuisson, sem beið ósigur fyrir Duarte f forsetakosningunum. D’Aubuisson hefur kallað frið- arviðræðurnar tfmasóun og reynir að fá valdamikla menn f hernum og aðra á sitt band. Samkvæmt sumum heimildum lögðu skæruliðar til f októberlok að viðræðurnar færu fram f höf- uðborginni San Salvador, en tal- ið er að hægrimenn óttist að vinstrisinnar mundu efna til fjölmennra mótmælaagerða f borginni ef viðræðurnar færu þar fram. Annar hugsanlegur fundar- staður er þorpið Meanguera 200 km norðaustur af höfuðborginni. Það er á yfirráðasvæði skæru- liða f Morazan, en er nú á valdi hersins vegna hernaðaraðgerða, sem hófust fyrir einum mánuði. Það mundi auka öryggiskennd skæruliöa ef viðræðurnar færu fram í þessu þorpi, en ólfklegt er að þeir samþykki að koma þang- að til fundar meðan á aðgerðun- um stendur. Alls taka 2.500 stjórnarher- menn þátt í aögerðunum og ekk- ert bendir til þess að þeim ljúki f bráð, en þær virðast hafa borið litinn árangur. Herinn virðist reyna að hreiðra um sig á þessum slóðum til frambúðar, en honum virðist ganga það illa vegna stöðugra árása skæruliða. Tilraunir til að flytja flóttamenn aftur til bæja, sem hafa að miklu leyti verið yf- irgefnir norðan fljótsins Torola, hafa einnig gengið erfiðlega. Duarte á mikið undir þvf að árangur náist f viðræðunum, en honum reynist erfitt að sann- færa hægrimenn um gagnsemi þeirra. Hann hefur smátt og smátt treyst sig f sessi, en þingið verður að samþykkja allar meiriháttar tilslakanir gagnvart skæruliðum og þar ráða hægri- menn lögum og lofum. Líklega fær Duarte þær ekki samþykkt- ar nema flokkur hans fái meiri- hluta þingsæta f kosningum, sem ráðgert ér að halda f marz. Hins vegar er talið ósennilegt að hann sigri f kosningunum og sumir segja að hann megi þakka fyrir að halda þeim 24 þingsætum sem hann hefur af 60 alls.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.