Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984
Hugmyndir og tillögur á aðalfundi LÍÚ:
Landinu skipt í
sjálfstæð fylki
TALSVERÐ óáuega með stjórnun
gengismálm kom fram á nýafstöðnum
aðalfundi LÍÚ. Töldu sumir fundar-
manna, að útgerðin etti ajálf að hafa
fullan ráðstöfunarrétt á þeim gjald-
eyri, sem hún aflar og geti ákveðið
söhiverð hans. I þeasum umraeðum
komu meðal annare fram hugmyndir
um að skipta landinu f sjálfstaeð fylki
með ráðstöfunarrétt yfir þeim gjald-
eyri, sem þau öfluðu. Einnig kom fram
hugmynd um að útgerðin keypti ríkis-
bankana.
I nefnd, sem fjallaöi um afkomu-
skilyrði útgeröarinnar, flutti Krist-
ján Páisson frá Ólafsvík eftirfar-
andi tillögu: „45. aöalfundur LÍtJ
1984 vill beina því til Alþingis Ís-
Stálu 70 til 80
Dallas-spólum
SJÓNVARPSÓÐIR þjúfar fóru inn í
bensín- og veitingasölu Olís í Mos-
fellssveit að naeturlagi upp úr síðustu
belgi og höfðu á brott með sér 80—90
karton af sígarettum og 70—80 þaetti
af „Dallas“ á myndböndum.
Málið er i rannsókn hjá Rann-
sóknarlögreglu rfkisins og höfðu
þjófarnir ekki fundist í gær þegar
Mbl. fór í vinnslu.
lendinga að sett verði lög, sem
ákveði að lýðveldinu íslandi verði
skipt f fylki, sem markist af núver-
andi landshlutaskiptingu. Hvert
fylki hafi fylkisþing. Hvert fylki
hafi eigin sjálfstæðan gjaldeyris-
banka, þar sem ákveðið verði sölu-
verð þess gjaldeyris, sem hvert fylki
aflar fyrir sig.“
Björn Pétursson frá Akranesi
flutti breytingartillögu við þessa {
nefndinni, sem samþykkt var sam-
hijóða, þannig að atkvæði voru ekki
greidd um tillögu Kristjáns. Tillaga
Björns var svohljóöandi: „Geti rfkis-
valdið ekki tryggt sjávarútveginum
viðunandi rekstrargrundvöll, leggur
aðalfundur Lltl til að gjaldeyris-
verzlun verði gefin frjáls, þannig að
þeir sem gjaldeyris afla geti notið
fulls arðs af sinni starfsemi."
Kristinn Pétursson frá Bakkafirði
varpaði fram þeirri hugmynd, að út-
gerðin keypti ríkisbankana og næði
þannig stjórn á gengismálum og
lánastofnunum, sem henni þjónuðu.
Taldi hann það ætti ekki að verða
útgerðinni þungur fjárhagslegur
baggi þrátt fyrir erfiða stöðu, enda
myndi hún lagast strax og útgerðin
fengi yfirráð þessara mála. Eigin-
fjárstaða bankanna væri ekki betri
en svo, að hjá Landsbankanum
næmi hún andvirði fjögurra skut-
togara og Útvegsbankanum tveggja.
Umfangsmesta LSD-mál hérlendis:
6 í haldi vegna
LSD-smyglsins
MorgunblaSiS/Fridþjófur
Fremsta röð frá vinstri: Helgi Biörgvinsson, Helgi Daníelsson, Sveinn
Teitsson og Rfkharðnr Jónsson. önnur röð: Helgi Hannesson, Matthfas
Hallgrfmsson, Gnðjón Finnbogason, ólafur Vilhjálmsson. Þriðja röð:
Pétnr Jóhannesson, Jón S. Jónsson, Björn Lárusson og Jón Leósson.
Aftasta röð: Árni Sveinsson, Ólafur Þórðarson, Guðjón Þórðarson, Jón
Leó Ríkharðsson og Einar Guðleifsson.
Gullaldarmenn
rifja upp gamla tíma
SfÐASTUÐINN föstudagur var
merkisdagur í sögu Akraness en
þá kom út fyrsta bindið f sögu
knattspyrnunnar á Akranesi,
„Skagamenn skoruðu mörkin" I.
Höfundar eru þrir, Jón Gunn-
laugsson, Sigtryggur Sigtryggsson
og Sigurður Sverrísson.
Bókin „Skagamenn skoruðu
mörkin" fjallar um hið sigur-
sæla tímabil Skagamanna f
knattspyrnu allt frá 1951 til
1960, en á þvi timabili varð
Akranes íslandsmeistari sex
sinnum. Um næstu jól kemur út
seinna bindið og fjallar það um
hið svonefnda seinna gullaldar-
tímabil 1970—1984, er Akranes
vann titilinn i önnur sex skipti.
f tilefni af útkomu bókarinnar
hittust nokkrir af félögum hins
gamla gullaldarliðs á Akranesi
og var meðfylgjandi mynd tekin
af nokkrum þeirra ásamt sonum.
ASÍ-þing hefst á morgun:
Fjölmennasta þing sem
haldið hefur verið hér
LSD-SMYGLIÐ, sem sagði frá í
Mbl. á þriðjudag, hefur reynst vera
umfangsmesta LSD-mál, sem upp
hefur komið hér á landi, að sögn
Gisla Björnssonar, lögreglufulltrúa í
ffkniefnadeild lögreglunnar í
Reykjavík. Síðdegis í gær hafði
fíkniefnadeildin sex manns í haldi
vegna málsins, þar af einn í gæslu-
varðhaldi. Málið kom upp á föstu-
daginn í fyrri viku, er ungur maður
var handtekinn með 226 skammta af
ofskynjunarcfninu LSD í fórum sfn-
um og um 100 grömm af amfetamín-
dufti og kókaínL
í framhaldi af handtöku pilts-
ins, sem var að koma frá Hollandi
með LSD-töflurnar, var handtekin
stúlka sl. miðvikudagskvöld.
Henni var sleppt í gær en í fyrra-
Ferðamálaráð
aðili að ís-
landsvikunni
í gær hófst íslandsvika í Bret-
landi, eins og fram kom í frásögn
á bls. 24 í Morgunblaðinu í gær.
I þeirri frásögn féll niður að
geta þess að einn af þeim aðil-
um, sem að vikunni standa, er
Ferðamálaráð og hefur Birgir
Þorgilsson framkvæmdastjóri
þess staðið að undirbúningi vik-
unnar hér heima. Hlutaðeigend-
ur eru beðnir velvirðingar á
þessu.
Leiðrétting
VEGNA misritunar í Dagbók í
gær skal það leiðrétt að þau hjón-
in Rúnar Guðbjartsson og kona
hans, Guðrún Hafliðadóttir, taka á
móti afmælisgestum sínum í dag,
sunnudag, f Víkingasal Hótels
Loftleiða kl. 16-19.
kvöld voru handteknir tveir
karlmenn, 30 og 32 ára. í gær voru
svo handtekin til viðbótar piltur
og stúlka, annar piltur gaf sig
fram við lögreglu. „Málið er að
taka á sig mynd,“ sagði Gisli
Björnsson í gærkvöld, „og smám
saman er það að skýrast. Það virð-
ist þó ljóst, að þau sex, sem við
erum með í okkar vörslu, eiga mis-
munandi mikla hluta í þessu.“
LSD er afar sterkt ofskynjunar-
efni, sem naut mikilla vinsælda
fyrir 10—12 árum en hefur lítið
orðið vart við hérlendis á síðstu
árum. „Það var þó fyrir nokkrum
mánuðum, að við fórum að rekast
á þetta hjá nokkrum aðilum,
reyndar því sama fólki og við höf-
um handtekið nú í tengslum við
þetta mál,“ sagði Gísli Björnsson.
Hann bætti því við, að vitað væri
um nokkra LSD-neytendur, sem
lent hefðu á geðsjúkrahúsum í
kjölfar neyslu sinnar á efninu.
FJÖLMENNASTA þing, sem hér
hefur verið haldió, hefst í Reykjavík
í fyrramálið, þegar 35. þing Alþýðu-
sambands íslands verður sett I
Súlnasal. Rétt til setu á þinginu eiga
503 þingfulltrúar frá alls 233 stétt-
arfélögum auk starfsmanna og
gesta.
Gert er ráð fyrir að hugsanlegar
skipulagsbreytingar verkalýðs-
hreyfingarinnar verði aðalmál
þingsins auk umræðu um kjara-,
atvinnu- og efnahagsmál. Ás-
mundur Stefánsson, forseti ASÍ,
flytur skýrslu sína siðdegis á
morgun og er gert ráð fyrir að sá
flutningur taki hálfan þriðja tíma.
Eftir skýrslu forseta hefjast
umræður um lagabreytingar.
Magnús Geirsson, formaður Raf-
iðnaöarsambandsins, hefur fram-
sögu um þær. Annað kvöld hefur
Guðjón Jónsson, formaður Málm-
og skipasmiðasambandsins, fram-
sögu um vinnuverndarmál og sið-
an hefur Hilmar Jónasson, for-
maður verkalýðsfélagsins Rang-
æings á Hellu, framsögu um tölvu-
mál. Gert er ráð fyrir að þing-
fundum fyrsta daginn ljúki kl. 22.
Árdegis á þriðjudag fara fram
umræður um fjárhagsáætlun og
skipulagsmál. Þórir Daníelsson,
framkvæmdastjóri Verkamanna-
sambands íslands, hefur framsögu
um skipulagsmálin. Kjaramál
verða tekin fyrir eftir hádegi og
hafa framsögu þeir Guðmundur J.
Guðmundsson, formaður Verka-
mannasambandsins, og Björn
Björnsson, hagfræðingur ASÍ.
Undir kvöld hefur Benedikt Dav-
tðsson, formaður Sambands bygg-
ingamanna, framsögu um lífeyr-
ismál.
Kjör forseta og varaforseta fer
fram fjrrir hádegi á miðvikudag en
kjör i miðstjórn fer fram síðdegis.
Umræður um fræðslu- og menn-
ingarmál og útgáfumál verka-
lýðshreyfingarinnar fara fram á
miðvikudag, framsögu hafa þeir
Helgi Guðmundsson, formaður
MFA, og Snorri Konráðsson, vara-
formaður Málm- og skipasmiða-
sambandsins. Ragna Bergmann,
Ökuferð í Eyjum:
Dæmdir fyrir
ósiðlegt athæfi
á almannafæri
ÞRfR piltar um tvitugt hafa verið
dæmdir í fésektir í hæstarétti fyrir
„ósiðlegt athæfi á almannafæri" —
þeir opinberuðu þjóhnappa sína úti í
bílghigga á aðalgötunni í Vestmanna-
• eyjum laugardaginn 12. febrúar á síð-
asta ári. Kona nokkur, sem varð vitni
að athæfi þeirra, kærði piltana til
lögreglunnar í Eyjum og voru þeir
dæmdir þar um síðustu áramót Pilt-
arnir eru liðsmenn í galsafélaginu
„Hildibrandi“ í Vestmannaeyjum og
voru fjórir dæmdir ( Eyjum, einn
þeirra sætti sig við dóminn þar en
hinir þrír kusu að áfrýja til hæstarétt-
ar. Hæstiréttur staðfesti dóm saka-
dóms Vestmannaeyja 21. nóvember
sl.
Auk 4000 króna sektar á hvern
þeirra var þeim gert að greiða allir
fyrir einn áfrýjunarkostnað, þar
með talin saksóknarlaun i rikis-
sjóð, kr. 10 þúsund, og málsvarn-
arlaun skipaðs verjanda sins, kr. 10
þúsund. Þeir höfðu áður hafnað
boði um að ljúka málinu með 1500
króna dómsátt.
Málavextir voru þeir að piltarnir
voru við drykkju í bil félaga sins
þennan dag. Bílstjórinn var
ódrukkinn. Þar sem þeir óku eftir
Strandgötunni i Eyjum afklæddust
þeir og settu bera þjóhnappana út i
glugga bifreiðarinnar til að
„heilsa" vegfarendum, að því er
þeir sögðu við jrfirheyrslur. Endaði
leikurinn með því að þeir fóru í
heimsókn til kunningja síns á
nærhaldinu einu.
Verði sektin ekki greidd innan
fjögurra vikna frá birtingu dóms-
ins kemur í staðinn 5 daga varð-
hald. Undirréttardóminn kvað upp
Júlíus B. Georgsson, fulltrúi bæj-
arfógeta. í hæstarétti dæmdu dóm-
ararnir Magnús Þ. Torfason, Guð-
mundur Jónsson og Halldór Þor-
björnsson.
formaður Framsóknar, talar um
atvinnulýðræði síðdegis, Guðríður
Elíasdóttir, formaður Framtíðar-
innar í Hafnarfirði, talar um mál-
efni aldraðra og þau Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir, formaður Sókn-
ar, og Tryggvi Þór Aðalsteinsson,
starfsmaður MFA, tala um mál-
efni fatlaðra.
Þinginu lýkur síðdegis á föstu-
dag.
Sji nánar „Ruglandi í skipu-
lagi — Fjölgaó f miðstjórn" á
bls. 30 í biaðinu f dag.
Loðnuveiðin
nálgast 300
þús. lestir
ENGIN skip tilkynntu loðnuafla i
fiistudag, en frá miðnætti aðfaranæt-
ur laugardagsins fram á morguninn
höfðu 8 skip tilkynnt afla, samtals
6.190 lestir. Heildaraflinn er nú að
nálgast 300.000 lestir, en leyfilegt
aflamagn á vertfðinni er 390.000
lestir til bráðabirgða. Endanlegt
magn befur enn ekki verið ákveðið.
Þessi skip tilkynntu afla fram á
laugardagsmorguninn: Helga U
RE, 560, Svanur RE, 690, Bjarni
Ólafsson AK, 1.150, Ljósfari RE,
550, Sjávarborg GK, 750, Súlan
EA, 790, Júpiter RE, 1.100 og Hug-
inn VE, 600 lestir.
_*_
Jónas Bjamason, framkvæmdastjóri FIB:
Enn eitt Evrópumet
í bensínverði
„VIÐ SENDUM erindi tU við-
skiptaráðberra og verðlagsstjóra
og þar með verðlagsráðs fyrr í
þessum mánuði þar sem við mót-
mæltum fyrirhugaðri bensínhækk-
un og bentum á leiðir til að milda
áhrif hennar," sagði Jónas Bjarna-
son, framkvæmdastjóri Félags fs-
lenskra bifreiðaeigenda, f samtali
við blaðamann Mbl. þegar leitað
var álits hans á bensfnhækkuninni
sem tók gildi f gær.
„Við teljum ekkert sjálfsagt
að gengisbreytingin komi sjálf-
krafa á alla liði í verðútreikningi
bensins því þeir eru misjafnlega
tengdir gengisbreytingum,"
sagði Jónas. Jónas sagðist ekki
vita allar forsendur verðákvörð-
unarinnar og gæti því ekki metið
þær en þó væri ljóst að bifreiða-
eigendur og þar með heimilin
ættu í erfiðleikum með að bera
þetta mikla hækkun á bensini.
„Með þessari bensinhækkun höf-
um við sett enn eitt Evrópumetið
í bensínverði, og erum nú með
langdýrasta bensinið. Á sama
tima erum við með lélegasta
vegakerfið í Evrópu en hlut-
fallslega mestu bifreiöaeignina.
Þetta eru andstæður sem vert er
að vekja athygli á,“ sagði Jónas
einnig.