Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984
3
Orgel í Hallgrímskirkju:
Vona að þessi fjársöfnun
mæti víðtækum skilningi
— segir dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup
„HALLGRÍMSKIRKJA er þjóð-
arhelgidómur íslands, helguð
minningu eins mesta listamanns
sem þjóðin hefur átt og reist
með það í huga meðal annars,
að styrkja samband listar og
kirkju. Gn til að geta orðið must-
eri göfugrar tónlistar og til að
geta skilað stórbrotnustu kirkju-
tónsmíðum þarf hún að eiga
eins fullkomið orgel og völ er
á,“ sagði dr. Sigurbjörn Einars-
son, biskup, í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins, en dr.
Sigurbjörn er einn af forvígis-
mönnum þeirrar söfnunar, sem
nú hefur verið hafin fyrir orgeli í
þessa stærstu og glæsilegustu
kirkju landsins.
„Bygging Hallgrímskirkju
er nú komin á lokastig og þá
liggur fyrir að ganga frá innra
búnaði hennar og tygja hana
að öllu leyti til þess hlutverks,
sem biður hennar,“ sagði dr.
Sigurbjörn ennfremur. „Þar er
einna efst á blaði að fá orgel
til kirkjunnar, sem fylliiega
samsvari stærð hennar og
stöðu, sem þjóðarhelgidóms.
Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup.
Það er víst, að Hallgríms-
kirkja verður ágætlega fallin
til tónlistarflutnings og hún
hefur fengið ungan og mjög
færan organista, Hörð Askels-
son, sem þegar hefur unnið
stórvirki í söngmálum kirkj-
unnar, við erfið ytri skilyrði.
Hann er iíklegur til þess að
laða aðra tónlistarmenn til
samstarfs, sérstaklega kirkju-
organista, en orgel Hallgríms-
kirkju verður ekki einokað á
neinn veg. Það á að veita öðr-
um góðum organistum tæki-
færi til listtjáningar auk þess
sem Hallgrímskirkja verður
kjörin til þess, að þar verði
flutt mestu kirkjutónverk,
sem til eru. Þau hafa mörg
verið flutt hér á undanförnum
árum, en höfuðborgin á ekkert
hús, sem sé hæfileg umgjörð
við túlkun slíkra verka eða
geti skilað þeim nægilega vel.
Ur þessu bætir Hallgríms-
kirkja að því tilskildu, að þar
sé hljóðfæri af fullkomnustu
gerð. Þess vegna er full
ástæða til að vona að þessi
fjársöfnun mæti víðtækum
skiiningi og hljóti góðar und-
irtektir," sagði dr. Sigurbjörn
Einarsson, biskup.
Þessi mynd er af nokkrum fjárveitinganefndarmönnum og starfsmönnum
Reykjavíkurborgar í heimsókn f sjúkraþjálfun Borgarspítalans. Pálmi Jóns-
son formaður fjárveitinganefndar er á miðri mynd.
Fjárveitinganefnd
í kynnisferð
um höfuðborgina
Fjárveitinganefnd Alþingis skoð-
aði á fimmtudag ýmis mannvirki
Reykjavíkurborgar, þ.e. mannvirki
sem ríki og borg standa sameigin-
lega að, en þetta var f fyrsta sinn
sem Fjárveitinganefnd Alþingis fer í
sérstaka skoðunarferð um höfuð-
borgina, þótt það hafi tíðkast um
langt árabil að nefndin heimsæki
byggðir landsins árlega. Davfð
Oddsson borgarstjóri var fararstjóri
í heimsókn fjárveitinganefndar, en
skoðunarferðin stóð daglangt.
Heimsókn fjárveitinganefndar
hófst í fundasal borgarstjórnar
þar sem borgarstjóri, Davíð
Oddsson, flutti erindi um starf-
semi Reykjavíkurborgar á sviði
stjórnskipulags og fjármála, borg-
arritari lýsti fjárhagslegum sam-
skiptum ríkis og borgar og borgar-
verkfræðingur gerði grein fyrir
verklegum framkvæmdum og
næstu verkefnum. Þá fór Fjárveit-
inganefnd í heimsókn í menning-
armiðstöðina í Gerðubergi, skoð-
aði nýju hverfin í Grafarvogi,
heilsugæslustöðina f Asparfelli,
íþróttamannvirkin f Laugardal,
þjónustuíbúðir fyrir aldraða við
Dalbraut og Borgarspítalinn var
heimsóttur. Á föstudagskvöld sat
fjárVeitinganefnd boð borgar-
stjóra í Höfða.
Stundin er runnin upp og Frí-klúbbsfélagar
\ og gestir þeirra kveöja sumariö
og heilsa vetri meö glæsilegri
^\Frí-klúbbshátíö meö bráöhressu
fólki í Broadway
I ?'*** írr
I ',ú®'ð7500’
DWAT
ti—
RÚLLUGJALD FRÍ-KLÚBBSINS ER AÐEINS KR. 100, EN ER VENJULEGA KR. 170.
Ath.: Lægsta matar-
verö á vegum Frí-
klúbbsins aöeins
kr. 385 — og glæsi-
leg skemmtun meö
fjörugu fólki.
Hinn síhressi Hermann Gunn-
arsson kynnir, Iramkvæmdastj.
Frí-klúbbsins, Pálmi Pálmason,
stjórnar, en honum tll aöstoöar
veröa hinir rómuöu Frí-
klúbbsfararstjórar Erlingur
Karlsson (Spánn), Katrín Páls-
dóttir (Portúgal), Ingibjörg
Hjaltalín (ítalía), Jens Einarsson
(Spánn), Hildigunnur Gunnars-
dóttir (Portúgal) og Jónína
Benediktsdóttir.
Kl. 19.00: Húsiö opnaö og tekið á móti gestum meö
lystauka. Frí-klúbbsfararstjórar sumarsins taka á
móti „sínu fólki“ og vísa gestum inn. Sala bingó-
spjalda.
Kl. 19.30: Frumsýning nýrrar kvikmyndar:
„Frí-klúbburinn á sólarströndum ’84“
— Ingólfur Guöbrandsson, forstjóri Útsýnar, kynnir.
Kl. 20.00: Veizlan hefst meö suörænu sniöi, gómsætum
réttum og Frí-klúbbsfjöri. Ýmsar verölaunaveitingar
og fjölbreytt skemmtiatriöi, m.a. sérstök tízkusýning
og danssýning.
Vetrarstarf Frí-klúbbsins kynnt.
Stór-bingó meö Útsýnarferðum næsta árs í verölaun.
Modelkeppnin Ungfrú og Herra Útsýn 1985 hefst.
Dansinn stiginn meö Frí-klúbbsfjöri til kl. 01.00. Ný 8
manna hljómsveit Gunnars Þóröarsonar og söngvar-
arnir Björgvin Halldórsson, Sverrir Guöjónsson og
Þuríöur Siguröardóttir.
MATSEÐILL A:
Sérstakur þríréttaður •ælkeramatseðill é sérveröi,
kr. 650.
Matseöill A:
Koníakslöguö humarsúpa.
Lambabuffsteik m/ristuöum sveppum, baconsteiktum kart-
öflum, gljáöum gulrótum, blómkáli m/ostabráö, salati og
rauövínssósu.
Fytlt bökuö epli m/kókosfyllingu og rjóma.
Verö kr. 650.-.
Ódýr en Ijúffengur Fri-klúbbsmatseöill í
spænskum grísaveizlustíl: Aöeins kr. 385.
Matseöill B:
Svínakjöt, kjúklingar m/salati, sósu og blönduöu
grænmeti.
Verö aöeins kr. 385.
Sérstakt Frí-klúbbstilboö.
Ath.:
Ákveöiö hvorn matseöilinn þiö veljið um
leiö og pantaö er.