Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 Morgunbladid/Bj arni. Nokkrir úr rramkvaemdastjórn HjarUverndar ásamt fyrirlesurum. Talió frá ▼. Helgi Þorláksson, Guðmundur Þorgeireson, Gestur Þorgeirsson, Nikulás Sigfússon, Sigurður Samúelsson, Hjördís Kröyer, Stefán Júlíusson, Davíð Davíðsson og Þórður Harðarson. Hjartavernd 20 ára — Hélt fræðslufund fyrir almenning í tilefni afmælisins HJARTAVERND, landssamtök hjarta- og eðaverndarfélaga, hélt fræðslu- fand fyrir almenning um hjarta- og cðasjúkdóma, rannsóknir, Iskningar og aýjungar á laugardaginn var f Domus Medka. Á fundinum, sem haldinn ▼ar í tilefni 20 ára afmælis samtakanna, voru flutt sex erindi og síðan fóru fram hringborðsumreður. fiannsóknar- og frædslustarf Hjartavernd var stofnuð 25. október 1964. Árið 1967 stofnuðu samtðkin Rannsóknarstöð Hjartaverndar og var fyrsti formaður hennar Olafur Ólafsson landlæknir. Nú hefur Nikulás Sigfússon verið forstöðumaður rannsóknarstöðvarinnar i 12 ár. Hjördís Kröyer og Stefán Júlíus- son eru framkvæmdastjórar sam- takanna. Frá upphafi hafa rannsóknir og fræðsla verið meginverkefni Hjartaverndar og hefur margs konar útgáfustarfsemi verið á vegum samtakanna. Tímaritið Hjartavernd kemur út tvisvar á ári, en auk þess eru gefin út vís- indarit og fræðsluefni fyrir al- menning. Hóprannsókn Hjartaverndar í 17 ár hefur Hjartavernd gert hóprannsókn á hjarta- og æða- sjúkdómum og áhættuþáttum þeirra hér á landi. Þetta er um- fangsmikil og ýtarleg ferilrann- sókn og hafa 65 þúsund íslend- ingar verið skoðaðir. Rannsókn- arstöð Hjataverndar er ekki lækningastöð heldur leitar- og rannsóknarstöð. Þangað getur fólk einnig komið f rannsókn án tiivfsunar frá lækni. Tekist hefur að fylgjast náið með rannsókn- arhópnum í þessi 17 ár og er það talinn mikill kostur i ferilrann- sóknum sem þessari. Fræóslufundur fyrir almenning í erindi Sigurðar Samúelssonar á fundinum kom fram að helstu áhættuþættir hjarta- og æða- sjúkdóma eru þekktir, þ.e. hátt kólesteról f blóði, háþrýstingur, sykursýki og reykingar. En tfðni þeirra fer minnkandi og krans- æðadauðsföllum hefur farið fækkandi síðasta áratuginn. Læknar telja að mikill áróður fyrir breyttum lifnaðarháttum, matarvenjum o.fl. hafi valdið þvf. Dr. Guðmundur Þorgeirsson sagði að mat á vægi áhættuþátta hafi ekki farið fram á íslandi og til þess að gera slíkt þurfi f fyrsta lagi upplýsingar um lifnaðar- hætti og heilsufar. Rannsóknar- stöð Hjartaverndar hefur þegar aflað þessara upplýsinga á und- anförnum 17 árum . í öðru lagi þarf nákvæmar upplýsingar um afdrif þessa fólks, sérstaklega upplýsingar um dánarorsakir og aðra sjúkdóma á dánardægri. Þessara upplýsinga er nú verið að afla og er sú könnun f miðjum klíðum. Nikulás Sigfússon fjallaði um baráttuna við hækkaðan blóð- þrýsting. Þar kom fram að Þegar þessi rannsókn Hjartaverndar hófst, voru ekki til miklar upplýs- ingar um algengi sjúkdómsins á íslandi. Rannsóknin leiddi fljót- lega í ljós að 10—20% fullorðinna íslendinga hafa hækkaðan blóð- þrýsting. Oft kom fyrir að fólk vissi ekki af þessum sjúkdómi og meðferð var ábótavant eða alls engin. Miklar framfarir hafa orð- ið f meðferð þessa sjúkdóms á sl. 12 árum. Gestur Þorgeirsson fjallaði um nýjungar f lyfiameðferð krans- æðasjúklinga. I máli hans kom m.a. fram að lyfið nitroglycerin hafl verið notað í meira en öld, en það minnkar álagið á hjartað og súrefnisþörfina. Einnig hafa svonefnd betablokkeralyf verið notuð og hafa nýjustu lyfin í þeim flokki minni áhrif á önnur líffærakerfi, þannig að fleiri geta notað þau. Við hjartakveisu er farið að nota svonefnda kalk- gangablokkera sem bæði auka súrefnisnám og minnka þörf hjartans fyrir það. Mikill áhugi er á nýjum lyfjum sem geta leyst upp blóðtappa i kransæðum. Séu þau gefln nógu snemma eftir myndun blóðtappans geta þau að verulegu leyti komið í veg fyrir skemmdir á hjartanu. Ottó J. Bjömsson tölfræðingur fjallaði um rannsóknarferil Hjartaverndar og næstu verkefni á fundinum. Þar kom fram að miklu magni heilsufarslegra upp- lýsinga hafi verið safnað og niðurstöðum komið á framfæri f yfír 100 ritum og greinum. Næstu verkefni eru áframhaldandi úr- vinnsla gagna. Sérstaklega verð- ur lögð áhersla á að kanna dán- artíðni ýmissa sjúkdóma og meta þýðingu ýmissa áhættuþátta með aðstoð nýjustu aðferða og tækni á sviði tölfræðilegrar gagna- vinnslu. Á fundinum fjallaði dr. Þórður Harðarson prófessor um nýja tækni við hjartarannsóknir, en fundinum lauk siðan með hring- borðsumræðum undir stjórn Snorra Páls Snorrasonar yfir- læknis. Núverandi framkvæmdastjórn Hjartaverndar skipa Dr. Sigurð- ur Samúelsson formaður, Davfð Davíðsson prófessor, Helgi Þor- láksson fyrrverandi skólastjóri, Jónas H. Haralz bankastjóri, Stefán Júlfusson rithöfundur og Snorri Páll Snorrason yfirlæknir, sem er varaformaður samtak- anna. „Sendiherrann frá Sagnalandi og samferöa- menn hans“ — ný bók eftir Pétur Eggerz BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá, Hafnar firöi, hefur sent frá sér bókina Sendi- berrann frá Sagnalandi og samferða- menn hans eftir Pétur Eggertz. í fréttatilkynningu frá útgef- anda segir m.a.: „Þetta er fjórða bók höfundarins. Hann lýsir hér störfum sendiherranna f Bonn, daglegu amstri þeirra, gleðistund- um og döprum dögum. Sendiherra Sagnalands segir þessa sögu, sendi- herra smárfkis, sem skipti á við starfsbræður sína, sendiherra stærri og voldugri ríkja. Á glettinn og gamansaman hátt segir hann frá góðlátlegu rabbi á bjórkrá og notalegri stund yfir rauðvfnsglasi og góðum osti, glæstum garðveizl- um og móttökum sendiráða, þar sem allt virðist slétt og fellt á yfir- borðinu, en undir niðri kraumar. Manneðlið er lfkt, hvort heldur sagt er frá hinum óbreytta þýzka almúgamanni, láglaunafólki sunn- ar úr álfunni og austan frá Thai- landi eða borðumskrýddum dipl- ómötum hins ljúfa lffs f Bonn. Höf- undurinn gjörþekkir þann heim, sem hann skrifar um. Fyrri bækur Péturs Eggerz fjalla um hinn dularfulla og f margra huga spennandi heim utanrfkis- þjónustunnar og þá, sem þar lifa og hrærast, en þessi bók hans er skáldsaga." Sendiherrann frá Sagnalandi og samferðamenn hans er 184 bls. að stærð. Bókin er sett og prentuð í Prentsmiðju Árna Valdimarssonar og bundin í Örkinni hf. ". ' - smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — ■ ' —■ smáauglýsingar " ..........miiiiíliíljl' VEROBRÉFAMARKAPUR HÚSI VERSLUNARINNAR 6 HŒO KMPOGSALA VEBSKUIDABRÉFA ’S68 77 70 4ÍMATÍMI KL.10-12 OG 15-17 4RINH1EDS1K M.ÓIAFSSON SÍMI84736 Vélbundiö hey til söhj. Uppl. í síma 95-6036. ibúð óskast 3ja manna fjölsk. óskar eftir 3ja herb. íbúö á leigu i vesturbæ eöa miösvæöis í Rvík. Fyrir- framgreiösia möguleg. Uppl. f sima 21072 e. kl. 18. Dyrasímar — raflagnir Gestur rafvirkjam., s. 19637. □ Mímir 598411267 = 8. I.O.O.F. 3 — 16611268 = 8<A III Snföaþjónusta Spariö og saumiö sjáHar. Mót- taka laugardaga frá kl. 10—12 aö Frakkastfg 7. Daihatsu Charade til sðtu, árg. 1980. Ekinn 93.000 km. Verö 140 þús. Upplýsingar í sima 21445 eöa 46286. IOOF 10 = 16611268V4 = Hörgshlíö 12 Samkoma I kvðld. sunnudags- kvðld, kl. 8. Vegurinn Almenn samkoma veröur i kvöld kl. 20.30 í Siöumúla 8. Alltr vel- komnlr. Trú og Iff Engin samkoma veröur j dag vegna mótshalds. Elím, Grettisgötu 62, Reykjavík I dag, sunnudag, veröur almenn samkoma kl. 17.00. Verlö vel- komln. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Sunnudagaskóll kl. 10.30. Al- menn samkoma kl. 20.00 á veg- um Samhjálpar. Völvutell 11 Sunnudagaskóll kl. 11.00. Al- menn samkoma kl. 16.30. Sam- komustjórl: Svanur Magnússon. Hjálprædis- herinn Kirkjustræti 2 Sunnudag kl. 14.00 sunnudaga- skóli, kL 20.30 hjálpræölssam- koma, kapteinn Anne Marle R. talar. Mánudag kl. 16410 heimilasamband fyrlr konur, brigader Ingibjörg Jónsdóttlr talar. Mióvikudag kl. 104» bæn og lofgjörö. Allir velkomnir. UTIVISTARFERÐIR Útívistarferöir Aóventuferö ( Þóremörk 30. nóv.—2- dee. Þaö veröur sann- kölluó aóventustemmntng í Bás- um. Gist i Utivistarskálanum. Farmiöar óskast sóttlr í síöasta lagi á miövlkud. Skrltst. Lækj- arg. 6a, sími/símsvarl: 14606. Myndakvðld veröur flmmtud. 29. nóv. kl. 20.30 aó Borgartúni 18. Myndetnl m.a. úr Hálend- ishring: Gæsavötn — Askja — Heröubreiðarllndir — Kverkfjöll — Hvannallndir — Hljóöaklettar — Mývatn o.fl. Katflveitlngar. Nú missir enginn af síöasta mynda- kvðldi ársins. Alllr velkomnlr. Sjáumst. Útivist. Sunnudagur 25. nóv. kl. 13 Lambhagatjðm — Kleifarvatn — Gullbringa o.fl. Er skrímsliö i Kleifarvatni komiö á kreik? Létt ganga f. alla. Verö 350 kr., frftt f. börn meö fullorönum. Brottför frá BSi, bensinsölu (i Hafnarfiröi v/kirkjugarö). Sjáumst! FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11798 og 19533. Dagsferó sunnudaginn 25. nóvember Kl. 13. Varöaöa leiöin á Hellls- heiöi — Hellisskarö — Kolvlöar- hóll (gamla gönguteiöln). Þetta er létt og skemmtileg gönguleiö. Brottför frá Umferöarmiöstöö- inni, austanmegin. Farmiöar viö bíl. Frftt fyrir bðrn I tylgd fullorö- inna. Feröafélag Islands. KFUM og KFUM Amtmannsstíg 2B Bænastund i kvöld kl. 20.00. Al- menn samkoma kl. 20.30. Gunn- ar J. Gunnarsson guöfræöingur talar. Ræöuetni: Ltf krlstlns manns. Æskulýöskór KFUM og KFUK syngur. Teklð á mótl gjðf- um í starfssjóö. Allir veikomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11798 og 19533. Dagsferó sunnudaginn 25. nóvember Kl. 134» Varöaöa Möin á Hell- ishetöi — HeHisskarö — Kol- viöarhóll (gamla gönguleiöin). Þetta er létt og skemmtlleg gönguleiö. Fararstjórl: Hjálmar Guömundsson. Brottför frá Um- feröarmiöstööinni, austanmegin. Farmiöar viö bi). Fritt fyrlr bðm ( fylgd fulloröinna. Verö kr. 350.00. ATH.: Af óviöráöanlegum ástæöum verður trestaó kvöld- vðku sem átti aö halda 28. nóv- ember þar til f janúar nk. Ferðafólag Islands Kristniboösfélag karla í Reykjavík Fundur veröur haldinn aó Lauf- ásvegi 13 mánudaginn 26. nóv. kl. 20.30. Lesin veröa bréf frá krfstniboóunum. Allir karlmenn velkomnir. Samhjálparsamkoma I Ffladelfíu f kvöld kl. 20. Fíladelflukórlnn syngur. Skírnarathöfn. Sam- hjálparkórinn syngur kórasyrp- ur. Jazzbandiö leikur. Vltnis- buröir og ávörp. Einsöngur Gunnbjörg Óladöttir. Stjórnandi Óli Agústsson. Alllr velkomnir. Samhjálp. Nýttlíf Kristió samfélag Samkoma i dag kl. 14.00 að Brautarholti 28. Verió velkomin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.