Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 60
að er ekki laust við að Bretar séu enn töluvert heillaðir af Ind- landi. Kvik- myndirnar Gandhi og Heat and Dust bera þess vitni en einnig sjónvarpsmyndaflokkarnir The Far Pavilions og The Jewel in the Crown, sem nú hefur verið tekin til sýningar í íslenska sjónvarpinu undir heitinu Dýrasta djásnið og er byggður á fjórum skáldsögum rit- höfundarins Paul Scott. Bóka- flokkur hans ber nafnið Raj Quart- et en sjónvarpsmyndin er nefnd eftir fyrstu bókinni. „Þetta er saga um nauðgun," segir Paul Scott á fyrstu síðu fyrstu bókarinnar í flokknum og nauðgunin er tengd ástarsam- bandi bresku konunnar Daphne Manners og Indverjans Hari Kumar. Bækurnar innihalda ann- að ástarsamband, sem líka var nauðgun því kjarninn í Raj Quart- et er samband tveggja þjóða, Ind- lands og breska heimsveldisins. Sögusvið bókanna er Indland og við fylgjumst með persónum þeirra frá árinu 1942 til 1947 þeg- ar í landinu eru framin blóðug fjöldamorð í kjölfar sjálfstaeðis og aðskilnaðar frá bresku krúnunni. - O - Paul Scott var valinn af handa- hófi úr hópi foringjaefna i breska hernum til að fara til Indlands ár- ið 1943. (Honum hafði áður verið synjað um stöðu eftir að hafa sagt við herskráningu að helsta áhug- amál hans væru ljóð). Hann var 23 ára. „Og þarna var hann staddur í þessu landi, sem var hræðilega breskt," segir dóttir hans Carol Scott, „og það eina, sem hann fýsti að vita var, hvers vegna? Hvað var það, sem olli því að Bretar höfðu viljað flytja þangað og vera þar og leika þar krikkett og af hverju voru til kynslóðir Breta, sem höfðu alist algjörlega upp á Indlandi." Scott var gerður að birgðafor- ingja og hann ferðaðist á þremur árum um Indland þvert og endi- langt. Hann átti greiðan aðgang að fólki á öllum stigum bresk- indverska samfélagsins og hann kynntist fjöldanum öllum af breskum og indverskum hermönn- um og borgurum. „Indland ljóstraði upp fyrir mér nokkru, sem ég hafði leitað að,“ sagði Scott árið 1975 þegar hann lauk við Raj Quartet. „Eg heillað- ist smátt og smátt af Indlandi og það varð að ástríðu eftir stríðið.“ Af þeim 13 skáldsögum, sem hann skrifaði eftir 1952 gerast 10 á Ind- landi. Sú síðasta Staying On vann til verðlauna í Bretlandi árið 1977 en Paul Scott lést af krabbameini um vorið það ár. - O - Sir Denis Forman, stjórnarfor- maður Granada-sjónvarsstöðvar- innar, sem gerði sjónvarpsþætt- ina, var einnig á Indlandi seinni hluta síðari heimsstyrjaldarinnar og náði þar ofurstatign. Eins og Scott heillaðist hann af landi og þjóð og þegar hann las Raj Quart- et, sem gerist á nákvæmlega sama tíma og hann og Scott voru á Ind- landi (þótt þeir hafi aldrei hist), fann hann það Indland, sem hann þekkti af eigin raun. „Það var ná- kvæmlega eins. Ég þekkti klúbb- inn. Ég þekkti fólkið. Ég hafði hitt tvo eða þrjá Merrick og svo marga Layon, konur og karla, að ég gæti ekki reynt að telja það saman.“ (Ronald Merrick, lögreglustjórinn, sem handtekur Hari Kumar fyrir nauðgunina á Daphne Manners, er ráðandi persóna I öllum Raj Quartet-num en svo er einnig um nokkra meðlimi Layon-fjölskyld- unnar, sem þjónað hefur Indlandi dyggilega kynslóð eftir kynslóð). Fyrsta hugsun Denis Forman eftir að hann hafði lesið bækurnar var að kynna persónur þeirra fyrir sjónvarpsáhorfendum. Og eins og títt er um allar bestu hugmynd- irnar, var þessi svolítið brjálæðis- leg. Quartet Scotts, sem hann var 10 ár að skrifa, er 800.000 oró á 2.000 blaðsíðum og á þessum síð- um er farið fram og aftur í tíma, frásögninni skipt úr fyrstu í þriðju persónu þegar svo ber und- ir og margt fleira, sem gerði það að verkum að afar óhentugt var að breyta söguforminu yfir í kvik- myndaformið. í fjórum bókum sínum snýst Scott í kringum at- riði, atburði og persónur til að koma á framfæri nýjum upplýs- ingum og gefa nýtt innsæi í sög- una og aíþjóðlegan bakgrunn hennar og þótt hver hluti Raj Qu- artet-sins sé ljóslifandi í hugum manna, fæst ekki endanleg mynd á söguna fyrr en á siðustu blað- síðu síðustu bókarinnar. Forman setti sér tvö markmið. Fyrst raðaði hann atburðum sög-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.