Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 Síðasta tónsmíð Richards Strauss komin í leitirnar Létt spjall yfir kvöldverði milli hins unga breaka tónskálds Ricb- ards Blackford og forstjórans aó handritadeild Sotheby’s í New York hefur leitt til þess að síðasta tónsmíð Richards Strauss er kom- in í leitirnar, en þad er sönglag sem aldrei hefur verið gefið út og aldrei fiutt opinberlega og Strauss-fjölskyldan hefur ekki augum litið í 30 ár. Það var talið glatað. Strauss hafði samið sðnglagið „Malven* 84 ára gamall, 11 mán- uðum fyrir andlát sitt árið 1949 og sent það sem gjöf til tékkn- esku sópransöngkonunnar Maríu Jeritzu sem skóp hlutverk Ari- adne í „Ariadne í Naxos“ árið 1912 og var fræg fyrir túlkun sina á „Salóme" í byrjun aldar- innar. Þetta merka tónverk sem þarna fannst verður boðið upp hjá Sotheby’s í New York í des- embermánuði. Blackford hafði unnið að heimildasöfnun i einbýlishúsi Strauss í Garmisch í Bayern í sambandi við þáttinn „Minning um Richard Strauss" sem hann samdi á vegum BBC og sýndur var i janúar á þessu ári. Hann var að segja David Redden for- stjóra hjá Sotheby’s, frá samtöl- um sínum við Alice Strauss tengdadóttir Richards Strauss, sem verið hafði einkaritari tónskáldsins um langan tíma. Hún hafði minnst á sönglag sem tengdafaðir hennar hefði lokið við 23. nóvember 1948 meðan hann valdi í Montreux i Sviss. Frumritið hafði verið sent söngkonunni Mariu Jeritzu í New York, en hún hafði aldrei orðið við ósk Strauss um að senda honum ljósrit af þvi. Sönglag þetta hafði verið sam- ið við kvæði eftir óþekkta svissn- eska skáldkonu, Betty Knobel, og eina visbendingin um tilurð þess var óklárað uppkast skráð sem „Slitur nr. 304“ i tónverkaskrá Strauss. Þessi fregn verkaði eins og rafstraumur á Redden. Af til- viljun hafði Sotheby’s skömmu áður verið falið að sjá um upp- boð á dánarbúi Jeritzu, sem lát- ist hafði í New York í desember 96 ára að aldri og án erfingja. Við skyndikönnun á plöggum hennar kom „Malven" i ljós, sönglag fyrir sópranrödd með pi- anóundirleik. „Frábært fyrir sðngrödd,“ seg- ir Blackford. „Dæmigert fyrir þá tónlist sem Strauss samdi á efri árum. Ástriðufullt en með þess- um vissu undirtónum haustsins. En það er fjörugt V\ Allegretto i Es-dúr. Það heyrir greinilega ekki undir lagaflokkinn „Fjögur síðustu sönglögin" þar sem þvi fimmta varð ekki lokið.“ En lagið hefur enn aldrei verið flutt. Sotheby’s leyfðu Blackford aðeins að glugga i handritið i tiu mínútur. En svo er önnur hlið málsins, sem þessi fundur leiðir i ljós og kemur átakanalega fram i bréf- um Strauss til Jeritzu sem einn- ig fundust í fórum söngkonunn- ar. Lagið var samið i herbergi i Palace Hotel i Montreux þar sem Strauss bjó við þröngan fjárhag á hans mælikvarða, en eignir hans og höfundarlaun höfðu ver- ið fryst vegna fyrra sambands hans við nasista. I raun var hann margfaldur milljónamæringur. í hinu stórglæsilega einbýlishúsi í Garmisch átti hann ómetanleg málverk og tónverkahandrit. En vegna skorts á reiðufé varð hann að gripa til þess ráðs að gera afrit af handritum sinum að „Rosenkavalier“-völsunum, „Don Juan“ og „Till Eulenspiegel“ og senda þau til Jeritzu til að koma þeim i verð í New York. Enda þótt aldrei hafi legið grunur á að neitt kynferðislegt samband hafi verið milli tón- skáldsins og uppáhalds sópran- söngkonu hans, sem var 23 árum yngri, og hann tryggur fjöl- skyldumaður, þá bregður fyrir ástúðartóni i bréfum hans, sem kemur á óvart. „Heitt elskaða og ákaft dáða María,“ skrifaði tónskáldið. „Ég legg örlög mín í þínar fögru hendur og veit að þú munt gera þitt ýtrasta til að hjálpa mér að endurheimta þær eignir og tekj- ur sem hafa verið í löghaldi síð- astliðin tiu (sic) ár.“ Sannleikurinn var sá að það var ekki fyrr en við lok stríðsins sem Bandarikjamenn lögðu hald á eignir hans. Sönglagið var gjöf til Jeritzu í þakklætisskyni fyrir aðstoð hennar. Samvinna Strauss við nasist- ana er enn í dag mjög umdeild. Ekki lék vafi á að hann hafi veitt þeim stjórnmálalegan stuðning með þvi að verða eftir þegar flestir fremstu listafrömuðir flúðu Þýskaland Hitlers, en Norman del Mar sem ritaði ævisögu hans segir að hann hafi tekið við embætti forseta Tón- listarráðs ríkisins (Reichsmus- ikkammer) samkvæmt skipun en án þess að haft hafi verið sam- ráð við hann fyrirfram. Þegar Bruno Walter neitaði að stjórna tónleikum á árinu 1933 tók Strauss að sér að stjórna í hans stað, og hann var höfundur að hátíðaróðnum fyrir ólympíu- leikana í Berlín 1936. En 1934 mótmælti Strauss opinberlega þegar ópera hans „Die Schweigsame Frau“ var flutt og nafn textahöfundarins Stefans Zweig, sem var gyðing- ur, var strikað út. Eftir aðra sýninguna var óperan bönnuð, eingöngu vegna aðildar Stefans Zweig. Skömmu síðar fóru tveir háttsettir nasistar heim til Strauss og heimtuðu að hann segði af sér stöðunni sem forseti Tónlistarráðs ríkisins. Þá var það að Strauss skrifaði umdeilt bréf til Hitlers, sem del Mar vitnar í orðrétt þannig: „Mein Föhrer. Allt líf mitt helgast þýskri tónlist og stöð- ugri árvekni við að halda á lofti þýskri menningu. Þess vegna er það trú mín að ég megi vænta skilnings hjá yður sem eruð hinn skapandi andi þjóðfélagslífs Þýskalands, einkum þar sem ég fullvissa yður af einlægri tilfinn- ingu og með djúpri virðingu um að jafnvel eftir brottvikningu mína úr embætti forseta Reichsmusikkammers muni ég verja þeim fáu æviárum sem mér verða enn gefin til að vinna eingöngu I þágu hinna sönnustu og göfugustu hugsjóna." Engu að síður vitnar del Mar oft til lítilsvirðingar Strauss á nasistum og ókurteisrar fram- komu bæði hans og Pauline konu hans í samskiptum við þá. Raun- ar var það vegna óvildar nasist- anna sem hann fluttist frá Garmisch þar sem hann hafði búið síðan 1908, og settist að í Vín og bjó þar öll stríðsárin und- ir verndarvæng nasistasveitar- foringjans Baldurs von Schirach, æðsta stjórnanda Vínarborgar. í ævisögunni hefur del Mar svofelld ummæli eftir Dr. Ernst Roth: „Það var sannarlega stór- kostlegt hvernig Richard Strauss tókst að leiða hjá sér öll stjórnmál og þjóðfélagsmál. Al- mannarómur gekk ekki svo langt að saka hann beinlínis um fylgi- spekt við nasismann, en hann þótti vítaverður tækifærissinni." Strauss hafði þó mjög gilda ástæðu til að þiggja vernd von Schirachs. Alice tengdadóttir hans er af gyðingakyni, og er furðulegt að hún skyldi hafa fengið að búa hjá honum öll stríðsárin og staiifa sem einka- ritari hans. Það var meðal ann- ars til að vernda hana og sonar- synina Richard og Christian, hálf-gyðinga, sem hann þáði slíka gestrisni. Þegar á fjórða áratugnum hafði Strauss verið úthúðað af Thomasi Mann fyrir að vera kyrr í Þýskalandi Hitlers (Mann flúði sjálfur til Sviss), þannig að í stríðslok var ýmislegt sem hann þurfti að gera grein fyrir. í bréfunum sem fundust í New York kemur fram að Strauss kenndi Klaus, syni Thomasar Mann, um allan þann óhróður sem hann var ausinn að loknu stríðinu. Skömmu fyrir stríðslok hafði Klaus Mann heimsótt Strauss í Garmisch undir dulnefninu „Mr. Brown" og látist vera blaðamað- ur frá blaðinu „The Stars and Stripes". í bréfi dagsettu 30. sept. 1948, sem Franz Strauss skrifaði Jeritzu fyrir hönd föður síns, segir hann: „Nafn Richards Strauss er ekki mjög vinsælt um þessar mundir, og ástæðurnar eru ýmsar rangtúlkanir á stað- reyndum, einkum ádeilur Klaus- ar Mann sem komst hingað inn á heimilið á fölskum forsendum með því að látast vera blaðamað- ur. Faðir minn veitti honum réttar og sannar upplýsingar í góðri trú, en hann afbakaði það allt á illgirnislegan hátt.“ Síðar var Strauss hreinsaður af ákærum bandarísku andnas- istanefndarinnar, og eignir hans voru leystar undan haldi. En ár- ið 1948, þegar hann lifði í óvissu og eymd og við bága heilsu, samdi hann sönglagið „Malven“ í þakklætisskyni við tryggan bandamann. Hann skrifaði Jeritzu: „Meðan ég var að búa mig undir að fara f endurhæfingu á hressingarhælið samdi ég þetta litla lag fyrir þig.“ Tileinkunin hljóðaði þann- ig: „Til elsku Maríu, þessi síðasta rós.“ Núna, 36 árum síðar, að þeim báðum látnum, mun einhverri sópransöngkonu, sem enn hefur ekki verið valin, brátt veitast sá heiður að syngja allra síðasta tónverk Richards Strauss: „Aus Rosen, Pflox, Zinienflor ragen im Garten Malven empor. Duftlos und ohne des Purpurs Glut wie ein verweintea blasses Gesicht“ (Byggt í grein f ,,Times“.) „Sigur ástarinnar“ Ný skáldsaga eftir Bodil Forsberg ÚT ER komin hjá Hörpuútgáfunni á Akranesi 16. bókin eftir Bodil Fors- berg. Þe8si nýja ástarsaga heitir „Sig- ur ástarinnar". Um efni sögunnar segir m.a. f frétt frá útgefanda: „Kerstin hljóp áfram f myrkrinu í áttina að sjúkrahúsinu. Aðeins ein hugsun komst að f huga hennar: Að bjarga lífi móður sinnar. Hún varð að ná f lækni. Þessa nótt urðu straumhvörf i lffi hennar. Hún kynntist þremur manneskjum, sem hver á sinn hátt áttu eftir að verða örlagavaldar hennar, Anders Martin læknir sem var ekkjumaður, Jan sonur hans og gamla frú Martinson móðir læknis- ins. Kerstin réðst sem barnfóstra til læknisins og náði strax hylli Jans. öðru máli gegndi um gömlu frú Martinson. Hún lagði strax hatur á ungu stúlkuna." „Sigur ástarinnar er óvenju spennandi bók, sem heldur eftir- væntingu lesandans þar til lokið er lestri síðustu blaðsfðu,“ segir enn- fremur. Sigur ástarinnar er 166 bls. Skúli Jensson þýddi bókina. Prentverk Akraness hefur annast prentun og bókband. Nýr flokkur af „Rauðum ástarsögum“ Bókaútgáfan Skuggsjá í Hafnarfirði hefur hafið útgáfu á nýju safni af „Kauðum ástarsögum“, og eru þrjár fyrstu bækurnar komnar út. Þær eru: „Hún sá það gerast" eftir Evu Steen f þýðingu Sverris Har- aldssonar, „Kamingjustjarnan" eft- ir Erik Nerlöe í þýðingu Skúla Jen- sen og „Ábyrgð á ungum herðum' eftir Else-Marie Nohr. „Þetta eru allt spennandi og vel skrifaðar skemmtisögur," segir i fréttatilkynningu frá útgefanda. Alls komu 24 sögur út f fyrra safni með sama heiti og munu þær bækur að mestu fáanlegar ennþá. 1 Mm*. mitanaiiib'.'n Eva Steen HUNSA ÞAÐ GERASTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.