Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 57
57 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 okkar og sorgum. Amma hafði ávallt tíma til að tala við okkur börnin þótt annríki væri mikið. Hún var sífellt að fræða okkur um eitthvað og segja okkur sögur og ævintýri, jafnvel meðan hún mjólkaði kýrnar þá sátum við á fjósbekknum og hlustuðum á frá- sögn hennar. Hún hvatti okkur til þess að setja okkur háleit mark- mið og nota hverja stund til að leita okkur þekkingar og fræðslu, það væri mjög mikilvægt, jafn- framt því að ganga ávallt með út- rétta hönd í þágu lítilmagnans. Þegar líða tók að hausti og skólaskyldan kallaði hér syðra, kvöddum við heimili ömmu og afa með tár á kinn. Þau tár báru ótvírætt vitni því atlæti sem við nutum. Nú þegar amma er öll og horfin sjónum okkar, fyllist hugurinn söknuði um leið og við þökkum ómetanlega leiðsögn, ást og um- hyggju alla tíð. Okkur er ljúft og lærdómsríkt að leiða hugann að lífsviðhorfi hennar sem bezt kemur fram I hennar eigin ljóðlínum: „Við skulum því upplyfta huganum hátt og heiminn í sólskini líta og efla og styrkja hvern örlítinn mátt sem áfram því góða vill flýta.” (Úr handraðanum) Blessuð sé minning Steinunnar ömmu á Breiðabólstað. Dóra Steinunn, Þorgeir, Magnús, Pétur. Mig langar til að minnast svil- konu minnar Steinunnar Þorgils- dóttur með nokkrum orðum. Hún var fædd í Knarrarhöfn í Hvammssveit 12. júní 1892, dóttir hjónanna Halldóru Sigmundsdótt- ur og Þorgilsar Friðrikssonar kennara og bónda í Knarrarhöfn. Þegar Steinunn var 17 ára andað- ist Halldóra móðir hennar. Börnin voru þá 12 og Steinunn elst af þeim. Áður höfu 2 drengir andast. Hún tók þá við móðurhlutverki og heimilisstörfum svo ung að árum, en allt fór þetta vel þótt oft væri þröngt í búi og erfiðleikar miklir á þeim árum. Steinunn var góðum gáfum gædd og þráði að afla sér mennt- unar. Haustið 1913 tók hún próf inn í Kvennaskólann í Reykjavík og settist í 4. bekk skólans og út- skrifaðist þaðan vorið 1914. Stein- unn stundaði síðan kennslu árum saman í Hvammssveit og á Fellsströnd. Hinn 23. júní 1918 giftist hún Þórði Kristjánssyni á Breiða- bólsstað á Fellsströnd. Hann hafði þá Iokið námi við lýðskólann í Hjarðarholti í Dölum. Þau byrj- uðu búskap í Knarrarhöfn, en árið 1921 fluttu þau að Breiðabólsstað og bjuggu þar til ársins 1967. Þeim hjónum Steinunni og Þórði varð 6 barna auðið. Elstu dóttur sína Ingibjörgu Halldóru misstu þau er hún var 17 ára. Hin börnin eru: Guðbjörg Helga gift Ástvaldi Magnússyni, skrifstofustjóra í Reykjavík. Friðjón, alþingismað- ur, kvæntur Kristínu Sigurðar- dóttur í Reykjavík, Sigurbjörg Jó- hanna, kennari, gift Gísla B. Kristjánssyni, skrifstofustjóra í Kópavogi. Sturla, bifreiðastjóri, kvæntur Þrúði Kristjánsdóttur, skólastjóra í Búðardal. Halldór Þorgils, bóndi Breiðabólsstað, kvæntur Ólafíu Bjarneyju Ólafs- dóttur. Þórður á Breiðabólsstað gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Hann var hreppstjóri Fellsstrandarhepps í áraraðir, einnig meðhjálpari og forsöngvari Staðarfellskirkju. Skapferli hans var búið þeim kostum að geta um- gengist hvern sem var með hlýju viðmóti. Hann ávann sér traust og virðingu sveitunga sinna og ann- arra er kynntust honum. Foreldr- ar Þórðar voru Sigurbjörg Jóns- dóttir og Kristján Þórðarson bóndi á Breiðabólsstað. Þau eign- uðust 12 börn og var Þórður elstur þeirra. Bræðurnir voru 9 og syst- urnar 3. öll komust þau til full- orðins ára nema ein systirin, sem lést 1 árs gömul. Systkinin voru öll mjög söngelsk og var söngur ætíð í hávegum hafður á Breiða- bólsstað. Forlögin höguðu þvi þannig, að ég fluttist að Hóli í Hvamm8sveit. Þannig hófust kynni okkar Stein- unnar og urðu þau bæði löng og góð. Mörg sameiginleg áhugamál áttum við og stofnuðum kvenfélög hvor í sinni sveit. Einnig störfuð- um við mikið saman í Sambandi breiðfirskra kvenna. Ég á margar ógleymanlegar minningar frá þeim tíma, sem hægt væri að rita um langt mál. Heitasta áhugamál Steinunnar var velferð Húsmæðraskólans á Staðarfelli enda var hann óska- barn breiðfirskra kvenna. Stein- unn átti sæti í skólaráði skólans allt frá stofnun hans og prófdóm- ari öll árin sem hann starfaði. Steinunn skipaði frá fyrstu tíð veglegt sæti f hugum samferða- manna i héraðinu, sökum mann- kosta og brautryðjendastarfs bæði f skólamálum og sem veitandi hús- móðir. Að Breiðabólsstað var ævinlega gott að koma, allir fundu sig vel- komna. Gleðin skapaði þar góðan anda og eftir að börnin komust upp var söngur og hljóðfæraslátt- ur ómandi um bæinn. Steinunn var ein þeirra kvenna, sem kunnu þá list að veita af hjarta og sál, enda var ævinlega gestkvæmt á Breiðabólsstað. Á ég þaðan ótelj- andi minningar, sem engum fölva hefur slegið á. Það var ætíð venja að fjölskyldur okkar Steinunnar hittust á jólum og áramótum, öll- um til mikillar ánægju. Þá leið stundin fljótt í leik og söng. Slíkra stunda er ljúft að minnast. Steinunn var mikil trúkona og átti í hjarta sínu örugga von um annað lif. Ég og börn mín sendum innileg- ar samúðarkveðjur til systkina hinnar látnu, barna hennar og allra aðstandenda. Ég kveð vinkonu mfna og bið Guð að blessa hana á eilífðar- brautum. Theódóra Guðlaugs. Steinunn Þorgilsdóttir frá Breiðabólstað á Fellsströnd lézt hinn 4. okt. sl. Útför hennar var gerð frá Staðarfelli 12. okt. að viðstöddu miklu fjölmenni. Steinunn fæddist í Knarrarhöfn í Hvammssveit hinn 12. júnf 1892. Foreldrar hennar voru Þorgils Friðriksson og Halldóra Sig- mundsdóttir. Þau eignuðust 14 börn, af þeim náðu 12 fullorðins- aldri. Steinunn var elst systkin- anna. Á heimilinu í Knarrarhöfn ríkti guðsótti og góðir siðir. Þor- gils Friðriksson var vel menntað- ur, sjálfmenntaður, og lét sér annt um uppfræðslu barnanna. Hann var lengi kennari þar í sveitinni og víðar. Steinunn minntist oft æsku- daganna og um þá lék ljómi i hennar huga. Á uppvaxtarárum hennar var ungmennafélagshreyf- ingin að vakna og eflast á Islandi, ungmennafélög voru stofnuð og vöktu eldmóð og göfugar hugsjón- ir f hugum ungra íslendinga og oft er ekki laust við að ég finni til öfundar i garð þess fólks sem var svo lánsamt að lifa þessa tíma, tíma bjartsýni og trúar á landið og framtiðina. Þetta unga fólk átti sér svo sannarlega framtfð og það bjó alla ævi að þeim áhrifum sem þessi hreyfing og starfið henni tengt hafði á það. Steinunn sagði mér oft frá þess- um árum og ég trúi þvf að þá hafi verið gaman að vera ungur á ís- landi. Á þessum árum var margt ungt fólk í sveitunum og ekki voru þá hugmyndir um stóriðju öllu til bjargar. Það var landið sjálft og þjóðin sem menn trúðu á. 17 ára gömul missir Steinunn móður sfna og var það mikið áfall fyrir heimilið. Steinunn varð nú að taka við búsforráðum og um- önnun yngri systkina. Heimilið var mannmargt, oft voru 10—20 manns f heimili. Nærri má geta að oft hefur vinnudagur Steinunnar orðið langur. Allt blessaðist þetta þó vel. Systkinin elskuðu og virtu Steinunni, þau voru samhent og áttu sameiginlega drauma um menntun og frama og hjálpuðu hvert öðru eftir því sem árin liðu. Steinunn fór f Kvennaskólann f Reykjavík veturinn 1913—14 og stóð þá Helga systir hennar 16 ára fyrir heimilinu á meðan. Næstu árin stundaði Steinunn farkennslu en árið 1918, 23. júní, giftist hún Þórði Kristjánssyni frá Breiðabólstað á Fellsströnd. Hófu þau búskap f Knarrarhöfn og bjuggu þar 3 ár en fluttu þá á föðurleifð Þórðar, Breiðabólstað. Þar bjuggu þau í 46 ár, eða þar til Þórður andaðist 1967. Þórður var athafnamaður og sinnti mörgum trúnaðarstörfum f sveit sinni. Hann var hreppstjóri í tugi ára, í sóknarnefnd, og með- hjálpari f Staðarfellskirkju. Alla tíð hefur þvi heimilið á Breiða- bólstað verið gestkvæmt og mið- stöð félagsstarfa i sveitinni. Þar ríkti höfðingleg gestrisni og alltaf var fundinn tfmi til að setjast niður og spjalla við gesti, þrátt fyrir annríki dagsins. Einn þáttur í lffi Steinunnar hefst með stofnun Staðarfellsskól- ans árið 1927. Hún fylgdist með skólanum allt frá upphafi og framtíð hans var henni mikið hjartans mál. Hún var f skólaráði og prófdómari við skólann allt frá upphafi. Margar námsmeyjar minnast þessarar virðulegu konu með Ijúfa fasið sem kom í skólann á vorin og bar með sér andblæ íslenzkrar menningar. Steinunni þótti sárt að sjá skólahald lagt niður fyrir nokkrum árum, en hún skildi þjóðfélagsþróunina og virti það starf sem seinna var unnið í húsakynnum skólans þegar SÁÁ tók við húsnæðinu undir starfsemi sína, þótt hún hefði heldur óskað að annað skólahald hefði átt þar framtíð. Steinunn tók mikinn þátt f fé- lagslifi í sveitinni. Hún var for- maður Kvenfélagsins Hvatar f 44 ár. Einnig átti hún lengi sæti f stjórn Sambands breiðfirzkra kvenna og minntist oft með þakk- læti þeirra kvenna sem hún kynntist og starfaði með þar. Á bessum árum náði sambandssvæð- ið yfir Snæfellsnes, Dalasýslu og vestur að Skor í Barðastrandar- sýslu. Var oft erfitt og tímafrekt að sækja aðalfundina sem haldnir voru til skiptis vftt um svæðið. En á þeim árum var ekki verið að telja eftir sporin né tímann ef álitið var að það væri til heilla og framfara. Steinunn og Þórður eignuðust 6 börn. Þau eru: Ingibjörg Halldóra, sem lézt 17 ára að aldri, Guðbjörg Helga, Friðjón, Sigurbjörg Jó- hanna, Sturla og Halldór Þorgils. Einnig áttu athvarf hjá Steinunni mörg systkinabðrn hennar meira og minna. Steinunn annaðist sjálf kennslu barna sinna fram að fermingu, en lagði rnikla áherzlu á að koma þeim síðan til mennta. Öll börn Steinunnar og Þórðar hafa verið tengd heimilinu á Breiðabólstað ákaflega sterkum böndum og hafa þau aldrei slitnað þó að þau hafi stofnað sin eigin heimili og fjölskyldur. Eftir að Þórður lézt, bjó Stein- unn á Breiðabólstað í skjóli sonar sins, Halldórs, og tengdadóttur, Ólafíu Ólafsdóttur. Á heimilinu átti hún alltaf sinn virðingarsess og börn Halldórs og ólafíu virtu hana og elskuðu eins og reyndar öll barnabörnin. Glaðlyndi og dugnaður ólaffu tengdadóttur hennar féll vel inn í þetta forna menningarheimili. Heimilið á Breiðabólstað hélt áfram að vera miðstöð félagslífs f sveitinni og renna þar þrír þættir stoðum að. Tónlistarhæfileikar húsbóndans, glaðlyndi og gestrisni húsfreyju og sá menningarblær sem alltaf fylgdi Steinunni Þorgilsdóttur. Steinunn var skáldmælt vel og gáfu þær Helga systir hennar út ljóðabók með kvæðum eftir sig fyrir fáum árum. Yfir Ijóðunum er Fæddur 15. september 1961 Dáinn 18. nóvember 1984 Gamla menntaskólaárganginn setur hljóðan, nú þegar við söfn- umst saman til þess að fylgja Vigfúsi Jónssyni frá írafossi, skólafélaga okkar og vini, til graf- ar. Gáskafullum hóp, rétt komn- um af unglingsárum, er ofraun að skilja slíkan dóm. Öllum var okkur kunnugt um sjúkdómsstríð Vigfúsar, svo ber- lega hafði það sett mark sitt á hann okkar menntaskólaár. Frá því við fyrst kynntumst Vigfúsi sem lífsglöðum og uppátækja- sömum unglingi í fyrsta bekk hafði miklum þrótti og gleði verið af honum stolið. Þegar við nú drúpum höfði og kveðjum gamlan vin biðjum við honum allrar blessunar af æðstu máttarvöldum. Fjölskyldu hans, skyldmennum og öðrum sem eiga um sárt að binda sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Bekkjarsystkin í Menntaskólanum að Laugarvatni. Góður vinur okkar, Vigfús Jónsson, er genginn og það er eft- irsjá í honum. Við höfðum aðeins þekkt hann skamma hríð, vinnufé- lagarnir á Þingvöllum. Samt sem áður náðum við að kynnast honum vel. Þrátt fyrir byrði sína frá unglingsárunum bar hann sig með prýði. Það er ekki hægt að minn- ast þess að nokkurt okkar heyrði hann barma sér eða kveinka yfir ævilöngum sjúkdómi sínum. Hann hafði kjark til að horfast í augu við sannleikann og takast á við lífið eins og það lá fyrir. Fór sami blær og fylgdi þeim systrum alla tíð, blær menningar, látleysis og mannlegrar hlýju. Steinunn var ákaflega heilsugóð og hélt andlegri reisn og atorku allt fram til síðustu stundar. Síð- ustu vikurnar, sem hún lifði, kenndi hún lasleika og var rúm- liggjandi heima nokkrar vikur og dvaldi þá Guðbjörg dóttir hennar á Breiðabólstað og hjúkraði móður sinni og annaðist hana með þeirri prýði sem betur verður ekki gert. Steinunn var þannig umvafin ást og virðingu sinna nánustu allt til æviloka. Síðustu 2 vikurnar dvaldi Steinunn á Borgarspítalanum og gekkst þar undir mikla aðgerð. Þar lézt hún hinn 4. október sl. Ég kynntist Steinunni fyrir 25 árum og eina beztu lýsingu á henni tel ég þá sem Laxness gefur á einum stað í bókum sfnum, að „hún var ein af þeim íslendingum sem ber menninguna í brjóstinu". Betri lýsing held ég verði vart fundin. Steinunn var einstök kona, víðsýn, vel menntuð, mannleg og hlý. Aldrei var hún hörð í dómum um menn eða málefni, en gat skoð- að mál frá ýmsum hliðum. Hún stjórnaði heimili sínu og þeim fé- lagasamtökum sem hún starfaði í með hlýleik og festu. Ég vil með þessum orðum reyna að flytja þakklæti mitt fyrir að hafa fengið að kynnast og njóta samvista við Steinunni. Ég held að því miður fari þeim tækifærum fækkandi sem við höfum til að kynnast fólki sem er eins sannir íslendingar í öllu sinu lífi og hún var. Þrúður Kristjánsdóttir það enda saman að hann sagði öðrum sannleikann ef svo bar und- ir, og var ævinlega hreinskiptinn. Hann var opinn fyrir framtíð- inni og var alla tið að byggja upp þekkingu sína fyrir lifið. Hann var til viðtals um kirkju- og söguleg málefni og var um leið liðtækur til hvers kyns verka, hjálpsamur og handlaginn. Það fór ekki mikið fyrir honum í lifanda lifi en samt sem áður skilur hann eftir gat i tilverunni. Þess vegna hefðum við kosið að hafa hann lengur á meðal okkar. Við þökkum Guði fyrir að hafa fengið að kynnast Vigfúsi. Við er- um viss um að minningin lifir um alla framtíð. Hvíli hann i friði. Vinnufélagarnir á Þingvöllum. Legsteinar granít — - marmari OpM alla daga, einnig fcvöld Jnnarbraut 19, Seltjarnarnesi, Ofl bolgar. „ símar 320809 og 72818. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn iátna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Kveðja: Vigfús Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.