Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984
Þá eigum við væntanlega von
á grænu mönnunum. Ekki þess-
um frá Mars, sem útvaldir hafa
verið að sjá út um allar koppa-
grundir síðan H.G. Wells hræddi
lífið úr jarðarbúum með Innrás-
inni frá Mars, sem Orson Welles
útvarpaði svo að Bandaríkin
4 fóru á annan endann. Siðan hafa
slíkar skrýtnar verur frá öðrum
hnöttum helst orðið að vera
grænar, eins og hann ET elsku-
legur sem hér gekk aftur í brúð-
um með meiru eftir kvikmynd-
ina í fyrra. Nú í sumar sá Gáru-
höfundur sjálfur „grænu menn-
ina“. Hvar? Ekki á afskekktu
engi eins jafnan er í blaðaviðtöl-
um við sjónarvotta þegar þeir
koma á fljúgandi diskum. Nei, á
götum Parísarborgar Þar sem
grænu mennirnir eru orðnir
títtséðir og kærkomnir.
Þessir grænu menn í grænu
göllunum sínum og með grænu
kaskeitin koma þar ekki á fljúg-
andi diskum heldur einhvers
konar mótorhjólavögnum.
Snarstansa fyrir framan útiveit-
ingahúsið þar sem maður situr í
makindum, láta síga afturend-
ann og farartækið virðist remb-
ast eins og hundur með harðlífi.
( fyrstu heldur íslendingur frá
hundalausri borg að eftir muni
liggja væn klessa þegar græni
maðurinn þýtur aftur af stað á
skrýtna farartækinu sínu. Ekki
aldeilis. Þessi setustelling og
rembingur hefur þvert á móti þá
1 x náttúru að soga klessuna á
gangstéttinni öfuga leið — upp í
sig. ógeðslega klessan sem sá
ferfætti hafði rembt út úr sér og
allir reynt að forðast, var sem-
sagt horfin. Soguð með ryksugu-
krafti upp í farartækið sem þaut
áfram í leit að nýrri klessu. Og
mikið rétt, fátiðara er orðið að
skripla i hundaskítnum eftir að
blessuð dýrin eru búin að safna
honum á gangstéttarnar en var i
gamla daga í þessari ágætu borg.
Nú til dags tilheyrir slík hreins-
un hundaborgum. ( París er heilt
lið af slíkum græningjum stöð-
ugt á ferðinni. Það veitir fjölda
manns vinnu og ekki veitir af
búbót í atvinnuleysinu. Kostar
að vísu Parísarbúa ómældar
upphæðir. Ég sá tölur um það,
en þori ekki með að fara. Man
það eitt að mér blöskraði upp-
hæðin.
Nú er Reykjavík orðin hunda-
borg. Verið að auglýsa skráningu
á hundum. Þeir eiga að fá passa
með litmynd, 9x13 sm að stærð.
Hundahald orðinn löglegur þátt-
ur í borgarmenningunni —
hundarnir opinberir íbúar bæj-
arfélagsins sem borga sin gjöld.
Og þeim fylgir þá væntanlega
hreinsunarskyldan. Eigendur
þeirra munu eiga að greiða allan
kostnað af þeim — þá væntan-
lega líka fyrir „grænu mennina"
með sogtækin. Eða kannski þeir
verði hjá okkur bláir, í stíl við
heiðríkjuna og fánann. E.t.v.
þjóðlegir með fánalitan borða
um húfuna. Slíkir menn eru til
sóma hverri borg. Væntanlega
búið að panta tækin handa þeim.
Þetta verða greinilega engir há-
launamenn, ef 400 kr. mánað-
argjaldið á að duga fyrir rekst-
urskostnaði þeirra ásamt öðru.
Þó verða þeir til skrauts þegar
þeir fara í einkennisbúningnum
sínum í strækugöngur framtíð-
arinnar.
Ekki sáust grænu mennirnir
þó í Jardin des Plantes, einum
elsta og fegursta garði megin-
landsins sem teygði sig frá
næsta götuhorni við hýbýli mín
og niður að Signu. Enda hundar
ekki leyfðir þar. „Hvat skal heið-
in hundur á kirkju grund?“ eins
og færeyski málshátturinn segir.
Og þar sem ég forðaðist að
ganga yfir Lúxemborgargarðinn
á þeim afmarkaða bletti af hon-
um sem fólki er leyft að vera
með hunda rakst ég ekki á þá
þar. Frakkar hlíta sem sagt
þessum reglum í görðunum, sem
eru á skiltum við hliðin, enda
mikið um blóm og börn að leik á
grasflötunum í þessum stóru
görðum. Frakkar hafa tekið
götuhreinsun rækilega fyrir.
Hvarvetna á götunum má nú sjá
græna formfallega kassa með
opi fyrir flöskur og hvatningu til
að safna gleri i. Síðan koma
kranabílar og taka kassana i
glerverksmiðjur þar sem flöskur
eru endurunnar. Enda ekki
glerbrot um allar götur eins og
hér. Kannski við fáum nú líka
græna flöskukassa svona um leið
og græna hundaskítsmenn i
hana Reykjavik.
Koma hundanna rifjaði upp
skemmtilegar orðræður um
hunda á götu í Vesturheimi, sem
birtist í pésa frá 1927 að nafni
„Sýnishorn af Vesturíslensku"
og ég hef f fórum mínum. Tveir
Vestur-íslendingar tala saman:
(Spreytið ykkur nú að skilja,
málamenn, rétt til þjálfunar
fyrir jólaleikina.)
„Hann er verri næs þessi þinn
húshundur, Mirsis Barnson.
Hevur hann leingi verið illur?
Hann júsaði að vera vell þáng-
að til þennan morning. Hann
borðaði þennann morning ekkji
alla hænsnaróstina af stóra
pleitinu þarna. Og svo badd var
appetrítlan hans að hann gat
ekki fínisað nema annann fres-
mjólkurpottinn, sem hann bi-
lángar og hann júsar að drekka.
Og súkkulaðið borðaði hann með
diffiköldu. Eg fira að hann er
ofúll sikk.
Eg hev messað feberinn og
draggnósað kjeisina. Hann
dinglar ekkji, preist veri Lardið!
Hann hevur stómakkkattörru.
Hann má ekkji kjetsa kóld; og
svo er hjer preskripsjonn. Láttu
fetsa moðsvínið í dröggbúðina
straks.
Þanks, Doctor Skidal. Bött eg
er vorrfuð að appetrítlan hans
bustaði svona. Hann júsar að
borða abútt tú líb af mftmeti:
hæsnaróst, bífsteik og þesshátt-
ar daglega, og kós auk þess
fresmjólk, súkkulaði og fleira.
Eg get ekkji slípað i nótt, ef
hann borðar ekkji möts i kvöld.
Hann gerir. Gevðu honum
moðsvinið frili. Það meikar hann
ríkovra.
Eg er glöð firir hoppið, preist
veri Lardið! Kvernig tjargar þú
þina sörvísu?
Onlí fifti dollara, Mirsis
Barnson.
Minn maður meikar ekkji nöff
að peija þetta óns. Við getum
það í innstöllum — ten dollara
purr mánuð.
Olræt peijið monningana i
offisi mínu. Bæ,bæ.“
Jæja, gekk ekki vel að skilja?
Kannski ylhýra málið taki ein-
hvern tíma þessa stefnu f fram-
tiðinni þegar útlandalærðir sér-
fræðingar eru orðnir i meiri-
hluta? Löngum hefur okkur (s-
lendingum þótt kostur að tala
ekki dönsku eins og Danir heldur
upp á islensku. Það hlýtur þá að
gilda sama um okkar tungu i
ensku landi, eða hvað? Hvað um
það, hér kemur sami texti á
heimamálinu:
„Húshundurinn þinn er mjög
skemmtilegur frú Bjarnason.
Hefur hann verið lengi veikur?
Heilsa hans hefur verið góð
þangað til í morgun. Hann át
ekki í morgun alla hænsnasteik-
ina af stóra fatinu þarna. Og
matarlystin var svo slæm að
hann gat ekki lokið nema öðrum
nýmjólkurpottinum sem honum
er ætlaður og sem hann drekkur
venjulega. Og súkkulaðið át
hann með erfiðismunum. Ég er
hrædd um að hann sé fjarska
veikur.
Ég hefi mælt hitann og skoðað
hann. Ekki er hann i hættu.
Guði sé lof! Hann hefir „maga-
kvef“. Honum má ekki verða
kalt; og svo er hérna lyfseðill.
Láttu senda eftir lyfinu sam-
stundis.
Takk fyrir, Snædal læknir. En
það veldur mér áhyggjum að
hann missti svona matarlystina.
Hann er vanur að eta um það bil
tvö pund af kjötmeti: hænsna-
steik, nautasteik og þessháttar
daglega, og auk þess auðvitað
nýmjólk, súkkulaði og fleira. Ég
get ekki sofið í nótt nema hann
eti vel í kvöld.
Það mun hann gera. Gefðu
honum stóra skammta af meðal-
inu. Þá batnar honum.
Þessar horfur gleðja mig, Guði
sé lof! Hvað kostar læknishjálp-
in?
Aðeins fimmtíu kanadíska
dali frú Bjarnason.
Maðurinn minn hefir ekki
nægar tekjur til þess að geta
greitt þetta í einu. Hann getur
það með afborgunum — tíu kan-
adíska dali á mánuði.
Látum svo vera. Greiða ber
peningana á skrifstofu minni.
Vertu sæl.“
Ýmislegt er sér til gamans
gert í skammdeginu og þetta átti
að vera eitt af því.
Refsivert
samneyti
Bobb. 22. aórnibtr. AP.
FÁI vestur-þýska heilbrigðis-
ráðuneytið sínu framgengt,
verður Vestur-Þjóðverjum, sem
haldnir eru Aids-sjúkdómnum,
bannað að hafa kynmök, að við-
lagðri refsingu.
Nú er unnið að undirbún-
ingi lagafrumvarps í því skyni
að reyna að koma í veg fyrir
að sjúkdómurinn nái að breið-
ast út í Vestur-Þýskalandi, að
sögn embættismanns í heil-
brigðisráðuneytinu.
Hingað til hafa 45 manns
látist af völdum Aids í sam-
bandslýðveldinu, en um 100
manns hafa tekið sjúkdóminn.
í siðasta tölublaði vikurits-
ins Der Spiegel er það haft
eftir sérfræðingum, að á
næstu sex árum muni um
10.000 Vestur-Þjóðverjar
deyja úr þessum sjúkdómi,
verði ekki gripið þeim mun
harkalegar í taumana.
Happdrættis-
miðarnir einn-
ig jólakort
Gigtarfélag (slands efnir nú til
óvenjulegs happdrættis. Hver happ-
drættismiði er um leið jólakort.
Vinningar eru 8 ferðavinningar eftir
vali.
Öllum ágóða verður varið til að
greiða kostnað við Gigtlækn-
ingastöðina, sem nú er komin í
íuiian gang. Kortin fást hjá Gigt-
arfélagi (slands Ármúla 5 og hjá
félagsmönnum víða um landið.
GOÐIR ÖKUMENN
sem ábyrgðartryggja bifreiðar sínar
hjá okkur fá við næstu endumýjun:
55%bónus
eftir 5 ára samfelldan tjónlausan akstur
“4 65%bónus
eftir 11 ára samfelldan tjónlausan akstur
ll.ariðfritt!
eins og áður.
Góðir ökumenn njóta bestu kjara
hjá okkur - eins og endranær.
SAMVINNU
TRYGGINGAR
ARMULA3 SIMI 81411 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT