Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 Vatnsmýrin. L6ðin er fyrir miðri mynd, austan við Njarðargðtuna. Staðsetning tónlistarhússins: Öskjuhlídin. Umrædd lóð þar tuer yfir mestan hhita grasbalans til bægri rið ratnsgeymana. Þrjár lóðir koma til greina ÞRJÁR lóðir koma helst til greina fyrir staðsetningu nýs tónlistarhúss í Reykjavík: í Vatnsmýrinni, í Öskjuhlíð og í Laugardalnum vestan við Glæsibæ. Borgarráð valdi þess- ar þrjár lóðir úr 16 tillögum, sem arkitektar Borgarskipu- lags lögðu fram eftir ítarlegar athuganir nú í haust. Borg- arskipulag mælti reyndar sérstaklega með fimm lóðum, þremur ofangreindum og lóðum við Borgartún og Laug- arnestanga. Samtök um byggingu tónlistarhúss hafa boð- að til félagsfundar 3. desember nk., þar sem væntanlega verður tekin endanleg ákvörðun um staðsetningu hússins. „Við vonumst eindregið til þess að endanleg ákvörðun verði nú tekin um staðsetningu hússins, svo hægt verði að snúa sér mark- visst að næstu áföngum. Að mínu mati koma allar þessar þrjár lóðir vei til greina og ég vil hvetja þá félagsmenn okkar, sem ætla sér á fundinn þann 3. desember, að fara á þessa staði og kynna sér málið,“ sagði Ármann Orn Ármannsson, formaður samtakanna. LÓÐIRNAR ÞRJÁR í greinargerð Borgarskipulags Reykjavíkur um lóðirnar segir meðal annars: VATNSMÝRIN: „Nokkur óvissa ríkir um skipulag þessa svæðis. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framtíð flugvallarsvæðisins, og sýnt er að breytinga er ekki að vænta í nánustu framtíð," og í öðru samhengi segir, „en ef og þegar flugvöllurinn verður fluttur annað, er sennilegt að staðsetning tónlistarhúss á þessu svæði yrði lyftistöng fyrir framtíðarbyggð og gagnkvæmt." Nálægð flugvallarins er talin hafa þá ókosti helsta, að það setur því skorður hve háa byggingu má reisa, auk þess sem flugskýli eru heldur til lýta á svæðinu. Hins vegar er ekki talið að um hávaða- vandamál verði að ræða innan- dyra vegna flugumferðar. ÖSKJUHLÍÐ: „Nálægð flugvall- arins setur hæð hússins á þessum stað sömu skorður og í Vatnsmýr- inni, en leyfileg hámarkshæð er 58 metrar yfir sjávarmáli. Helsta staðsetningin sem til greina kæmi væri því neðarlega f hlíðinni, ná- lægt væntanlegu Keiluspilshúsi. Aðkoma bíla að húsinu yrði vænt- anlega eftir nýrri braut norðaust- an í hlíðinni, sem kæmi I fram- haldi af Bústaðavegi í austri og tengdist Hringbraut í norðri. Helstu kostir þessarar staðsetn- ingar eru taldir vera „sjónræn tengsl við mikinn hluta borgar- innar og fagurt útsýni". LAUGARDALUR: „Nóg land- rými er til staðar fyrir bygging- una á víðáttumiklu flatlendi og möguleikar hennar á að njóta sin í jaðri útivistarsvæðisins eru ágæt- ir. Lóðin getur kallast miðsvæðis ef miðað er við höfuðborgarsvæðið allt, en sjónræn tengsl við gamla miðbæinn eru engin. Frá staðnum er fagurt útsýni og víðsýnt mjög. Tónlistarhús á þessum stað myndi auka gildi Laugardalsins sem menningar- og útivistarsvæðis," segir í greinargerðinni. Tillögur borgarskipulags voru unnar af arkitektunum Helgu Bragadóttur og Kristjáni Ás- geirssyni. HÖNNUNARSAMKEPPNI — FJÁRMÁL Ármann Örn sagði að næsta skrefið þegar lóðarmálið hefði verið afgreitt væri að efna til víð- tækrar samkeppni um hönnun hússins. Stæðu vonir til að sú samkeppni gæti farið af stað strax MYNDBANDALEIGA VID OEXNSTOfiG Ágæti myndbandaunnandi! Það er okkur sönn ánægja að tilkynna opnun nýrrar myndbandaleigu sem ber nafnið „Videokjallarinn44, og er við Óðinstorg. Eins og nafnið gefur til kynna erum við í 'kjallara og það væri synd að segja að vítt væri til veggja. Þar af leiðandi höfum við ekki pláss fyrir lélegu myndirnar og bjóðum því aðeins það besta. Hjá okkur er alltaf heitt á könnunni. Sjáumst! video KJALLARINN GOTT IJRVAL MYNDBANDA MEÐ ÍSLENSKUM TEXTA NÝJAR MYNDIR DAGLEGA 5. HVER SPÓLA FRÍ (afsláttarkort)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.