Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 55 Morgunblaðið/Júllus. ~ J**- l s SfiÉbB Laugardalurinn. Lóðin er afmörkuð af Holtavegi og SuðurlandsbrauL Morgunblaðið/Júllus. Morgunblaðið/RAX. Tillögur Borgarskipulags voru til sýnis (Hiskólabiói sL fimmtudagskvöld á tónleikum Sinfónfuhljómsveitar íslands. í byrjun næsta árs. „Norræni menningarsjóðurinn hefur veitt samtökunum styrk sem nemur 300 þúsund dönskum krónum til aö taka þátt f standa straum af kostnaði við samkeppnina," sagði Ármann. Aðspurður um það hvernig fjáröflun hefði miðað hingað til og hvert framhaldið yrði á því sviði svaraði Ármann: „Fjáröflun í stórum stíl hefur ekki farið af stað enn sem komið er. Við höfum ekki talið það raunhæft fyrr en það lægi ljóst fyrir hvar húsið ætti að standa. Hins vegar hafa margir styrkt samtökin með beinum fjárfram- lögum og við höfum fengið greidd félagsgjöld rúmlega eitt þúsund félaga. Ég er bjartsýnn á að vel takist til við að afla fjár til byggingar- innar þegar þar að kemur. Það er augsýnilegt að mörgu fólki er það mikið hjartans mál að f Reykavík rísi veglegt tónlistarhús, eins og sést best á því að yfir tvö þúsund manns hafa heitið því með undir- skrift sinni að leggja málefninu lið. Fyrst í stað voru stjórnmála- menn efins um að stórvirki af þessu tagi gæti heppnast með víð- tækri samstöðu, en borgarstjóri hefur þó lýst því yfir að bygging tónlistarhúss verði næsta stóra verkefni borgarinnar og fjármála- ráðherra hefur sýnt okkur já- kvæðan stuðning. Eg er því fullur bjartsýni. Þá má geta þess að í undirbún- ingi eru styrktartónleikar Fíl- harmoníunnar í London i Royal Festival Hall, þar sem ráðgert er að Ashkenazy muni leika og André Premin stjórna. Það var fíl- harmonían sjálf sem hafði frum- kvæði að þvi að halda þessa tón- leika. Hljómsveitin kom til ís- lands í vor á listahátíð og frétti af þvi að hér væri hugsjónafólk sem vildi reisa nspilaborg“ og ákvað strax að styðja við bakið á okkur. Eins og menn vita er þetta ekki beint ódýrasta hljómsveit í heimi og er þetta i fyrsta skipti á ferli hennar sem hún hefur boðið upp á „gratís konsert". Ennfremur áætl- ar Martin Berkofsky, okkar ágæt- asti túlkandi Liszt, tónleika til styrktar húsinu f byrjun næsta árs í Þjóðleikhúsinu," sagði Ár- mann. SALARSTÆRÐ OG RKKSTRAR- GRUNDVÖLLUR Undirbúningsstjórn Samtaka um byggingu tónlistarhúss réði i sumar Rekstrarstofu J. Ingimars Hanssonar til að gera könnun á rekstrarmöguleikum tónlistar- hússins í framtíðinni. Blaðamaður hafði samband við Ingimar Hans- son og innti hann eftir helstu niðurstöðum. „Það var þrennt sem okkur var falið að gera,“ sagði Ingimar. „1 fyrsta lagi að skoða hvaða salar- stærð værí heppilegust, i öðru lagi hvort til greina kæmi að reka i húsakynnunum einhvers konar aðra starfsemi en tónlistarflutn- ing og loks í þriðja lagi, hvað reksturinn myndi kosta þegar húsið væri að fullu tilbúið. Niðurstöður okkar eru i sem fæstum orðum á þá leið, að til að byrja með virðist vera grundvöllur fyrir einn 1.400—1.500 manna sal, en seinna mætti bæta við minni sal, sem tæki 200—300 manns i sæti. Ennfremur mæltum við með því að í húsinu yrði rekin ýmis önnur starfsemi, sem væri til þess fallin að laða gesti að. Þá á ég við veitingarekstur, verslanir og ann- að af því tagi, og væri þessi starf- semi fjármögnuð algerlega af utanaðkomandi aðilum. Það var loks okkar lokaniðurstaða, að i framtfðinni ættu tekjur af tónlist- arflutningi og annarri nýtingu hússins að geta staðið undir rekstri þess,“ sagði Ingimar. Break-dans- inn í Kína Pekia*. 23. Bóveaiber. AP. NÚ HEFUR nýjasta dansæðið, þ.ejLS. bandaríski break-dans- inn, einnig unnið sér sess í Kína. í grein i tímaritinu Huangiu, sem er í eigu hins opinbera, er dansinum lýst og saga hans rakin, allt með mjög jákvæðu oröalagi, og hvorki meira né minna en þrjár heilsíður teknar undir efnið. Break-dans, sem á kin- versku nefnist „bu rui ke wu“ (wu = dans), verður þó að iðka af varfærni að mati Huangiu. Mikilvægt er að hita líkamann vel upp með teygjum í svo sem stundarfjórðung áður en farið er að dansa. Þar að auki mæl- ir kínverska blaðið með því að klæðst sé sérstökum hlífðar- búningum til að forðast meiðsli. Vestrænir dansar, hverju nafni sem nefndust, voru bannaðir i Kína meðan á menningarbyltingunni stóð 1966—76. En frá þeim tima hafa dansar eins og foxtrott og vals og „hópdansar" eins og jenka orðið gífurlega vinsælir. Hundruð milljóna Kínverja kynntust svo break-dansinum fyrst, þegar þeir sáu sjón- varpsútsendingarnar frá ólympíuleikunum í Los Ang- eles. Mikiö úrval forrita (yfir 60 titlar) 10% afsláttur til skólafólks CRT Z-80A Rom Monitor: 4K-byte Rom Character generator: 2K-byte Ram Program: 64K-byte Ram v-Ram 4K-byte Grafik 80x50 punkt- ar (8 litir). 40 stafir í línu og 25 línur. Fullkomið segulband (1,200 bit/sec). Innbyggö klukka. Einnig innbyggöur plotter meö fjórum litum. Staölaö lyklaborö (íslenskt letur fáan- legt). Einnig fylgir Basic og 10 leikir. HLJÐMBÆR HUÐM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.