Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 t Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HANNA GUÐJÓN8DÓTTIR pianókennari, Kjartanagötu 2, er lést I Landspitalanum 18. nóvember veröur jarösungln frá Dómklrkjunni miövikudaginn 28. nóvember kl. 13.30. Aöatandandur. t Sonur okkar, BRYNJÓLFUR INGÓLFS80N hjúkrunarfrssöingur, sem andaöist 17. nóvember veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju priöjudaginn 27. nóvember kl. 3 e.h. Laufey Halldórsdóttir, Ingólfur Th. Guömundsson. t Bróöir okkar, ÓSKARGUDLAUG880N frá isafiröi, Mjóuhllö 16, Raykjavfk, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þrlöjudaginn 27. nóvember kl. 10.30. Lovfsa Guölaugsdóttir, Sigrföur Lárusdóttir og aórlr aöstandsndur. t Faöir minn, sonur okkar og bróðlr, HÖRÐUR 8TEINGRÍMSSON, Sogavsgi 158, Rsykjavlk, veröur jarösunglnn frá Bústaöakirkju, þriöjudaginn 27. nóvember kl. 13.30. Jón Hjörtur Haróarson, Kristln Kristinsdóttir, Stsingrfmur Bjarnason og systkini hins látna. t Þökkum af alhug auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför eiginkonu minnar og móöur okkar, GUDRÍDAR BARÐARDÓTTUR frá Jórvfk I Álftaveri. Guómann islsifsson og börn. t Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og útför bróöur okkar, ÁRSAELS ÓLAFSSONAR frá Mýrarhúsum. Halldóra Ólafsdóttir, Hsrmann Torfason, Jón Ólafsson, Kristján ólafsson. - t Þökkum innllega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarð— arför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur og ömmu, FJÓLU N. REIMAR8DÓTTUR, Þórufalli 10, Raykjavlk. Guömundur B. Jónsson, Svarrir Kr. Bjarnason, Sólay Ásgrfmsdóttir, Gunnar E. Guömundsson, Toril Johansan, Kristfn J. Guómundsdóttir, Halgi Bjömsson, Sigriöur J. Guómundsdóttir, Ragnar Sigurösson, Magnús P. Guömundsson, Kristinn K. Guömundsson og barnabörn. t Hjartans þakkir sendum viö öllum þelm, er vottuöu okkur samúö viö fráfall VIGDÍSAR HERMANN8DÓTTUR kannara. Sérstakar þakkir færum viö vlnum hennar l Sjálfsbjargarhúsinu, ibúum og starfsfólki, sem meö umhyggju og ástúö léttu henni erfiöa sjúkdómslegu siöustu ára. Ragnhaiöur Hermannsdóttir, Unnur Harmannsdóttir, Ursula Harmannsaon, Batty Harmannsson, Guörún Harmannsdóttir, Alfraö Kristjánsson, Ragnar Harmannsson, Valborg H. Stanagar, sy stkinabörn og aörir vandamann. Minning: Steinunn Þorgilsdótt- ir Breiðabólstað Fædd 12. júní 1892 Dáin 4. október 1984 „Dýrasta ódáins unaðinn geyma æskunnar broshýru sólskinsdraumalðnd.“ (Jón frá Ljárskógum) Þegar Steinunn amma á Breiða- bólstað er látin verður okkur systkinunum hugsað til bernsku- áranna, en heimili hennar á Breiðabólstað var okkar sólskins- draumaland á bernskuárum okkar. Jafnskjótt og við stauluðumst úr vöggunni á veikbyggðum fótum út í hinn stóra heim kynntumst við Steinunni ömmu á Breiða- bólstað. öll sumur, allt frá 1. ári og fram yfir fermingaraldur, nut- um við samvista hennar við sól og sumaryl. Það er því ekki að ástæðulausu að við fráfall hennar slái bjarma á bernskuárin svo samofnar eru þær minningar ömmu á Breiða, eins og við kölluð- um hana. Við rekjum ekki ættir Steinunn- ar hér, því það hafa aðrir gert. Þessi fáu minningarorð eru aðeins hugrenningar um líf hennar og áhrif þess er hún gaf okkur og fjölmörgum öðrum ungmennum í veganesti. 17 ára gömul varð hún fyrir þeirri lífsreynslu að missa móður sína. Féll þá í hlut hennar að taka við húsmóðurhlutverkinu við hlið föður síns og einnig að ganga öll- um barnahópnum, systkinum sín- um, í móðurstað, en þau voru 11 að tölu og það yngsta aðeins á öðru ári. Við, sem nú erum ung og lifum á tímum allsnægtanna, gerum okkur ekki grein fyrir hvílík þrek- raun þetta hefur verið fyrir 17 ára ungling við þær aðstæður sem fólk bjó almennt við á þessum árum, ekki síst í dreifbýlinu. Systkinum ömmu kynntumst við hér syðra, þegar okkur óx vit og þroski. Fundum við þá ævin- lega þegar minnst var á ömmu hvaða hug þau systkinin báru til hennar. Virðing og þakklæti leyndi sér ekki. Amma var því ekki bara móðir barnanna sinna og amma barnabarnanna, hún var einnig móðir systkina sinna. Og samdóma virðast raddir alls þessa stóra hóps þegar á hana er minnzt. Þetta sýnir að amma hef- ur strax á unga aldri fundið þá köllun sem hún var trú allt sitt líf: Að gefa öðrum allt en gleyma sjálfri sér. Steinunn giftist hinn 23. júní 1918 Þórði Kristjánssyni, Breiða- bólstað á Fellsströnd. Fyrstu 3 ár- in bjuggu þau í Knarrarhöfn í Hvammssveit en hófu síðan bú- skap á Breiðabólstað á Fells- strönd, þar sem þau bjuggu allan sinn búskap. Þeim varð 6 barna auðið, en elsta barn sitt, Ingi- björgu Halldóru, misstu þau er hún var 17 ára að aldri. Hin 5 eru öll á lífi og eru barnabörnin orðin 22. Þórður lézt 19. maí 1967. Þegar Steinunn amma er horfin af sjónarsviðinu vakna ekki bara minningar um bernskuárin. Við stöldrum við og íhugum einnig þau áhrif sem hún hafði á lif þeirra fjölmörgu ungmenna sem nutu hennar. Athafnamenn á hinu efnislega sviði eru oft vegsamaðir af verk- um sínum og að sjálfsögðu oft með réttu. Við sjáum verk þeirra með eigin augum. En sjaldan íhugum við sem skyldi verk hinna, sem leiða efnishyggjuna hjá sér en fórna orku og ævistarfi fyrir upp- byggingu andlegra verðmæta. Slík verðmæti verða ekki mæld í töl- um, jafnvel ekki á tölvuöld. Steinunn amma var sterk og áhrifamikil persóna. Viljakraftur hennar var óbilandi samfara lík- amlegu þreki. Hún var hógvær og lítillát og krafðist aldrei neins í stað þess sem hún gaf. Menntun hlaut hún góða í föðurgarði því faðir hennar var kennari. Ung að árum fór hún í Kvennaskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðan að loknu eins vetrar námi. Hún þráði að menntast sjálf til þess að geta orðið öðrum að liði. Kennsla var hennar brennandi áhugamál, enda var hún barna- kennari í áraraðir að námi loknu. Hún vissi að í hverri barnssál bjó neisti lífshæfileikans. Þennan neista var nauðsynlegt að vernda og virkja sem best til heillaríkrar vegferðar. Hún vissi að menntun er máttur sem gerir hvern og einn hæfari til verka í margslungnum viðfangsefnum mannlífsins. Hún naut þess að kenna börnum og unglingum. Að hlúa að hinum unga sprota hvar sem hann skaut rótum kallaði ávallt á hug hennar og hönd og í því fann hún gleði sina og hamingju. Þessi köllun leyndi sér ekki hvort sem um var að ræða barnið eða blómið í garð- inum. Eitt var það öðru fremur sem gaf ömmu styrk í lífsbaráttunni, það var trúin. Með djúpri lotningu umgekkst hún kirkju sína og kristnihald. En þó hún væri heittrúuð var hún frjálslynd i trú- arskoðunum og þröngvaði skoðun- um sínum ekki upp á aðra í þeim efnum, en í orðum og athöfnum daglega lífsins kom svo iðulega fram hversu ríkt hún hafði til- einkað sér hinar háleitu kenning- ar kristninnar. Við minnumst þess oft þegar ömmu voru færðar gjaf- ir, þá gladdist hún innilega og var þakklát, en hitt skildum við ekki, þegar við vorum börn, að hún var iðulega, innan tíðar, búin að gefa einhverjum gjöfina sem henni fannst hafa miklu meiri þörf fyrir hana heldur en hún sjálf. Við skildum þetta síðar. Þannig var innræti ömmu. Hún skeytti ekki um veraldar auð og vildi gefa allt, ekki bara af sínum andlega auði heldur einnig það sem hún gat lát- ið af hendi rakna. „Ég þarf þetta ekki, ég á nóg af öllu,“ sagði hún ævinlega. Flestir sem kynntust ömmu munu með einhverjum hætti telja sig standa í þakkarskuld við hana. Þar á meðal erum við systkinin sem þessar línur ritum. Fyrir okkur borgarbörnin var það ómetanlegt fagnaðarefni að eiga alltaf vísa sumardvöl hjá afa og ömmu á Breiðabólstað. Þau fögnuðu okkur eins og farfuglun- um á vorin og þar undum við glöð og frjáls við leik og störf. Hver hóll og bali, laut og hjalli átti sina sögu og hét sínu nafni. Allt voru þetta okkar „broshýru sólskins- draumalönd". Notalegt er að hugsa til þess öryggis og áhyggju- leysis sem við nutum undir umsjá afa og ömmu, sem vöktu yfir vel- ferð okkar og tóku þátt í gleði t Innilegar þakklr fyrir auösýnda samúö og vlnóttu, viö andlát móöur minnar, GUÐBJARGAR ÞORVALDSDÓTTUR, Aöalgötu 14, Sigluflröi. Sigurjón Jóhannsson t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, EINARS INGVARS PÁL8SONAR blikksmlðamaístara, Bólstaóarhllö 4, Raykjavlk. Sigrlöur Einarsdóttir, Jóhann Einarsson, Hjördis Einarsdóttir, Sverrir Einarsson, tangdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Viö þökkum innilega samúö viö fráfall og útför elginmanns mins, fööur okkar, tengdafööur og afa, ÞORSTEIN8 ÓLAFSSONAR tannlaaknis, Laufásvegi 42. Ólöf Vilmundardóttir, Ólafur Þorstainsson, Halga Jónsdóttir, Kristln Þorstainsdóttir, Skafti Jónsson, Jón Skaftason. t Einlægar þakkir fyrlr auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, KRISTÍNAR BJARNADÓTTUR, Þingvallastrssti 16, Akurayrt. Gair 8. Björnsson, Bjarni Slgurösson, Sólvaig Siguröardóttir, Ingibjörg Siguróardóttir, Ragnar Sigurösson, Oddur Sigurösson, Þór Sigurösson, Sólvaig Hallgrimsdóttir Anlta Björnsson, Kristjana Tryggvadóttir, Finnbogi Glslason, Kristján Karl Guöjónsson, Valgaröur Tómasdóttir, Kolbrún Hjaltadóttir, Hardls 8tafánsdóttir, og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.