Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 75 áræ Tryggvi Péturs- son fy. bankastjóri Á þessu fagra hausti, meðan blóm standa enn í görðum þótt komið sé framyfir þríhelgar og að jólaföstu, heldur Tryggvi Péturs- son fv. bankastjóri upp á 75 ára afmaeli sitt. Tryggvi Pétursson fæddist á Eyrarbakka 25. nóvember árið 1909, sonur hjónanna Elísabetar Jónsdóttur (1878—1969) og Péturs Guðmundssonar (1858—1922) skólastjóra þar. Elísabet var dótt- ir Jóns alþingism. í Eyvindarmúla, er áður bjó á Hlíðarenda í Fljótshlíð, Þórðarsonar (1813—1903) ísleifssonar, bónda, en Pétur skólastjóri var sonur Guðmundar Guðmundssonar (1825-1888), bónda í Votamýri, Sigurðssonar, bónda þar. Pétur skólastjóri var á sinni tíð merkur maður, íauk prófi í Möðru- vallaskóla, en fékkst við kennslu, sjóróðra og félagsmál. Þótti merk- ur kennari og var viðriðinn ýms félagsmál. Þau Pétur og Elísabet eignuðust 11 böm, þaraf níu sem upp komust. Eftir lát manns sins, fluttist Elísabet til Reykjavíkur, einkum að ráði elsta sonar síns, Jóns Ax- els Péturssonar, og með allan barnahópinn, en langvinn veikindi eiginmannsins höfðu vitanlega skert efnin, sem þó voru eigi mikil fyrir. Fjölskyldan var stór. Með tvær hendur tómar var farið suð- ur til að bjarga sér. Einkum mun fyrsta árið hafa verið örðugt, en brátt komust eldri börnin í störf, og þá fór róðurinn að léttast. Dr. Guðni Jónsson prófessor segir í einu rita sinna um Elísa- betu: „gáfukona og skáldmælt, hefir ritað greinar 1 blöð um ýms áhugamál sín“, og hafa þau hjón þanneigin bæði haft töluvert um samfélagið að segja og við það að athuga. Og í þessu athvarfi frjálsrar hugsunar ól hún börn sín upp, en á þeim árum var fátíðara en nú er að konur segðu meiningu sína á prenti, og einnig hitt að barnafólk reyndi að hrófla við ríkjandi skipulagi. Börn Elísabetar Jónsdóttur og Péturs Guðmundssonar skóla- stjóra hlutu öll einhverja skóla- göngu umfram hið venjulega — og svo það vegarnesti sem lagt var til í hennar húsum sérstaklega. Tryggvi Pétursson fór í mennta- skóla á sumarvinnu, eins og þá var títt um marga unglinga og lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri vorið 1931, fékkst síðan fyrst við kennslu, var heimiliskennari á Reykjum i Mosfellssveit. Árið 1934 réðst Tryggvi Pét- ursson til starfa hjá Búnaðar- banka íslands sem þá var að byrja og var m.a. ritari i Kreppulána- sjóði bæjar- og sveitarfélaga til 1938, en síðan fulltrúi og deildar- stjóri i víxladeild bankans, og lánadeildar 1963—1967, en það ár var hann valinn til þess að stjórna fyrsta útibúi Búnaðarbankans fyrir austan Fjall, eða i Hvera- gerði, en við þessa útþenslu á bankanum, kom viðtæk þekking á búskap og atvinnu honum að haldi. Á þessum árum byrjaði Búnað- bónus efúr 5 ám samfelldan tjóníausan afístnr Sjóvá vill verðlauna þá ökumenn sem hafa ekið tjónlaust samfellt í 5 ár. Á 6. ári fá þeir 55% bónus af ábyrgðariðgjaldinu Eftir 10 ára tjónlausan akstur verður heildarbónusinn 65% á hverju iðgjaldsári svo framarlega sem ökumaður veldur ekki tjóni. Þetta boð nær einnig til þeirra sem hafa vátryggt hjá öðrum vátryggingarfélögum. Tjónlaus ár þar koma þeim til góða hjá okkur. SJÓVÁ TRYGGT ERVELTRYGGT SJÖVÁ SUÐURIANDSBRAUT 4 SÍMI 82500 Umboðsmenn um allt land arbankinn einnig að styðja útgerð og fiskvinnslu á þessu svæði, og gat — að öðrum ólöstuðum — lik- lega ekki fengið hæfari mann, þvi auðvitað þekkti Tryggvi vel til i útræðum og verstöðvum á þessum slóðum, þar sem ýmist var róið úr sandi, ellegar úr vondum lending- um. Frumstæðar hafnir voru þó komnar á þrem stöðum og hafði fólk vaxandi vinnu aftur af sjáv- arafla, eftir að hafa útaf hafnleysi misst bæði að mestu af þilskipun- um og eins hinum járnhnoðuðu úrræðum togaraaldarinnar. Og eftir miklar peningalegar þján- ingar, framlengingar, skuldaskil og uppbyggingu, stóð Búnaðar- banki íslands traustum fótum i sveitunum fyrir austan Fjall og eins í útræðunum. Frá þessu er greint, því alltof margir telja að bankastjórar starfi einkum upp á já og nei, og að svör fari eftir geðþótta. Og þannig séð eru þetta auðveldar stöðuf. En svona er það ekki á íslandi, þótt eitthvað sé lánað i munað. Meginverkið í bankanum er að tryggja atvinnu, gjaldvörufram- leiðslu og aðföng. Sagt hafa mér menn úr Breiðu- mýri og austur úr öllu, að munað hafi um að fá Búnaðarbankann austur, og þar á ofan mann sem gjörþekkti útræði, stöðugan úr- synning og einnig fólkið, skapferli þess og atgervi. — Og svo auðvitað kjör þess, sem áður voru i rit- vinnslu bankans fyrir sunnan og þaráður i doöröntum Kreppulána- sjóðs, þar sem öll skelfing og þján- ing islenskra sveita og sjávar- þorpa í heimskreppunni var skrif- uð. Árin fyrir austan Fjall urðu, að mig minnir, tæplega tólf, og þótt ég telji það sjálfgefið að Tryggva hafi þótt það vont að hætta að vinna og fara að gera ekkert, þeg- ar hann var kominn á aldur, hygg ég að kveðjustundin hafi um margt verið lík og þegar hann ungur fór með móður sinni og systkinum upp á vagn, til að leita úrræða fyrir sunnan, og þegar þau hjón Guðrún Jónasdóttir og Tryggvi Pétursson létu niður í starfslok í Hveragerði og Árnes- sýslu. Enn var heimili reist ef svo má orða það og nú enn í Reykjavik. Og aftur eru þau tvö, eins og i byrjun á farsælu hjónabandi fyrir rúm- lega hálfri öld, en börnin eru auð- vitað fyrir lifandislöngu alfarin að heiman; dæturnar fjórar. Og þvi byrjuðu þau nú búskapinn i Reykjavík að vissu leyti eins, þótt fá heimili þekki ég, þar sem jafn mikill kærleikur er milli foreldra og barna og hjá þeim. Og þess hafa fleiri notið. Dagur gránar f vöngum. Enn leggst að vetur. Timi hefur liðið. Lika miklir tímar. Þess vegna geta Tryggvi og Guðrún og nær allir jafnaldrar þeirra sagt okkur að bjart sé framundan, líka hjá þeim er sigla í kvöldsól. Jónas Guðmundsson, rithöfundur. 1 f ■ MorgunblmAið/Bjarni Á myndinni eru talið frá vinstri: Halldór Guðmundsson útgifustjóri, Silja Aðalsteinsdóttir ritstjóri Tfmarits MM og Árni Einarsson frkvstj. Mál og menning: Sex pappfrskiljur MÁL OG MENNING gefur nú m.a. út sex pappírskiljur í bókaflokki, sem hefur hlotið samnefnið uglur. Halldór Guðmundsson, útgáfu- stjóri, sagði á blaðamannafundi í vikunni, að innbundnar bækur væru nær eingöngu keyptar til jólagjafa, en hins vegar hefði sala á erlendum pappírskiljum ætíð verið mikil og jöfn yfir allt árið. Væri það nú vonin að svo yrði einnig um islenskar kiljur af þessu tagi. Uglurnar eru prentaðar á samskonar pappír og innbundnar bækur og f heldur stærra broti en erlendar vasabrotsbækur. Verðið er á bilinu 3—400 krónur. Tvær af uglunum verða einnig innbundnar og hækka þá um helming í verði. Eru það ný skáldsaga eftir Árna Bergmann, „Með kveðju frá Dublin“ og skáldsagan „Jólaóratórían”, eftir Göran Tunström i þýðingu Þórar- ins Eldjárns. Hinar uglurnar fjór- ar eru Snorra-Edda eftir texta Konungsbókar í útgáfu Heimis Pálssonar; leikrit Olafs Hauks Símonarsonar, „Milli skinns og hörunds"; „ógnarráðuneytið“ eftir Graham Greene i þýðingu Magn- úsar Kjartanssonar og í endurút- gáfu, barnasagan „Bróðir minn ljónshjarta" eftir Astrid Lind- gren. Jólabækur Máls og menningar i ár auk uglanna verða alls 30 titlar. Þeirra á meðal má nefna bókina „Eins og gengur“, endurminningar Sigurðar Thoroddsens verkfræð- ings og „Skaftáreldar 1783-1784“, sem samanstendur af samtfma- skýrslum og fræðigreinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.