Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 AF INNLENDUM VETTVANGI FRÍÐA PROPPÉ ASÍ-þing í vikunni: Ruglandi í skipulagi - Fjölgað í miðstjórn ÞING Alþýðusambands íslands, hið 35. í röðinni, verður sett á Hótel Sögu á morgun, mánudag, kl. 10. Auk kjaramála verða skipulagsmálin hvað viðamesta verkefni þingsins, en mjög skiptar skoðanir eru um þau innan hreyfíngarinnar. Rétt til þingsetu eiga 503 fulltrúar 61.356 félagsmanna úr átta landssamböndum og 33 félögum meö beina aðild að ASÍ. Hafa þingfulltrúar aldrei verið fleiri og er beinn kostnaður Alþýðusambandsins af þinghaldinu 2,7 millj. kr., að ótöldum kostnaði einstakra félaga og landssambanda. Á þinginu kemur fram tillaga til lagabreytinga, sem gerir ráð fyrir að fjölgað verði um fjóra í miðstjórn ASÍ, þ.e. í 16 og að varaforsetar verði tveir í stað eins áður. Mbl. er kunnugt um að tilbúin er breytingartillaga við þessa tillögu þess efnis, að fjölgað verði um sex í miðstjóm í stað fjögurra og að vilji er innan stjórnmálafíokkanna til þess að konur hljóti fímm af þessum sætum, þar með varaforsetaembættið, en Magnús Geirsson, formaður Rafíðnaðarsambandsins, hljóti það sjötta. Konur eru að þessu sinni um þriðjungur þingfulltrúa og hafa þær í hyggju að gera hlut kvenna í trúnaðarstöðum stærri en nú er. Nú eru aðeins tvær kon- ur í miðstjórn ASÍ, og tvær sem varamenn, og mun hugmyndin að baki tillögunni um fjölgun í mið- stjórn vera rakin til þessarar löku stöðu kvenna, auk þess sem lands- samböndin eiga ekki öll formenn sína í miðstjórn. Mikill hugur er í þeim þingfulltrúum kvenkyns, sem rætt var við vegna þessa vettvangs. Framkvæmdanefnd um launamál kvenna, sem í eiga sæti fulltrúar allra stjórnmálaflokka og helstu kvennasamtaka hér- lendra, hafa til að mynda boðað til hádegisverðar nk. þriðjudag með konum á þinginu og er ætlunin að leggja þar línur um röðun kvenna í áhrifa- og trúnaðarstöður. For- seti ASl, Ásmundur Stefánsson, er úr Alþýðubandalaginu og fyrsti varaforseti, Björn Þórhallsson, úr röðum sjálfstæðismanna, en þeir munu báðir gefa kost á sér til endurkjörs. Mbl. er kunnugt um, að fulltrúar stjórnmálaflokkanna hafa rætt innbyröis og sín á milli fjölgun miðstjórnarmanna og laust fyrir helgi var tilbúin breyt- ingartillaga um að miðstjórnar- mönnum verði fjölgað um sex í staðinn fyrir fjóra, eins og að framan greinir. Ætlunin er sú, að annað varaforsetasætið verði skipað konu úr Alþýðuflokki og að hvert pólitísku aflanna fái síðan konu í fjögur sæti í miðstjórn. Sjötta sætið hljóti síðan Magnús Geirsson formaður Rafiðnaðar- sambandsins, en það er eina landssambandið, sem ekki á full- trúa í miðstjórn fyrir utan Lands- samband vörubifreiðastjóra, en það er langminnst. Nöfn Guðríðar Elíasdóttur formanns Verka- kvennafélagsins Framtíðarinnar í Hafnarfirði og Rögnu Bergmann formanns Verkakvennafélagsins Framsóknar í Reykjavík hafa helst verið nefnd úr hópi alþýðu- flokkskvenna í sæti annars vara- forseta. * Asmundur Stefánsson forseti Alþýðusambandsins var gest- ur og ræðumaður við setningu Al- þýðuflokksþings í fyrri viku. Fundarstjóri komst svo að orði, er hann kynnti Ásmund, að þurft hefði mikinn pólitískan kjark, bæði af hálfu Alþýðuflokksins og forseta ASÍ til að gera veru hans þar að veruleika. í ræðu sinni gerði Ásmundur m.a. að umræðu- efni samskipti forustu verka- lýðshreyfingarinnar og stjórn- málaflokkanna. Hann sagði verka- lýðsforingja síðustu árin hafa orð- ið fyrir óréttmætri gagnrýni stjórnmálaforingja, ekki síður þeirra sem væru í flokkum sem kenndu sig við verkalýðinn en hinna. Þrátt fyrir gagnkvæmar ásakanir forustumanna ASÍ og forustumanna þessara stjórn- málaflokka á landsfundum og þingum undanfarin ár, eru itök flokkanna viðurkennd á ASÍ- þingum. í dag eiga fimm fulltrúar Alþýðubandalags, þrír frá Sjálf- stæðisflokki, þrír alþýðuflokks- menn, tveir framsóknarmenn og tveir óháðir sæti í miðstjórn ASÍ. kipulagsmál Alþýðusam- bandsins eru samkvæmt við- tölum við forustumenn hreyf- ingarinnar í hinni mestu flækju og í umræðum um lagfæringar og/eða breytingar greinir menn verulega á. Tregðulögmálið virðist þar allsráðandi og nefna menn ástæður eins og tilfinningamál og hræðslu forustumannanna við að missa spóna úr öskum sínum. Í skoðanakönnun Hagvangs, sem birt var fyrir helgi, á gildismati og mannlegum viðhorfum íslendinga, kom m.a. i ljós að aðeins 37% þjóðarinnar bera mjög mikið eða nokkuð mikið traust til verka- lýðshreyfingarinnar. Hvort það viðhorf byggist á forustumönnun- um eða skipulagsleysi verka- lýðshreyfingarinnar skal ósagt látið en hér verður gerð nokkur grein fyrir þróun og stöðu skipu- lagsmála ÁSl og þeim hug- myndum sem fram hafa komið um breytingar. lþýðusamband tslands er langstærst heildarsamtaka stéttarfélaga með rúmlega 61 þús- und félagsmenn, en til saman- burðar má geta þess að innan heildarsamtaka opinberra starfsmanna, sem eru næststærst, var félagatalan árið 1980 um 16 þúsund, en það ár voru félags- menn ASÍ rúmlega 58 þúsund. Al- þýðusambandið var stofnað 12. marz 1916. Var hlutverk þess þá skilgreint þannig, að það væri i senn samtök til að berjast fyrir bættum launakjörum verkafólks og stjórnmálaflokkur með jafnað- arstefnu að markmiði. Álþýðu- sambandið og Alþýðuflokkurinn voru þannig óaðgreind allt til árs- ins 1940 og þing ASÍ um leið flokksþing Alþýðuflokksins og urðu fulltrúar á ASÍ-þingi því einnig að vera flokksbundnir í Al- þýðuflokki. Leiðir skildu árið 1940 og þrátt fyrir að ASÍ sé í dag skip- að fólki úr öllum stjórnmála- flokknum, eins og að framan greinir, er valdaskiptingin oft nokkuð óljós. kipulag Alþýðusambandsins er nú í meginatriðum hið sama og þegar það var stofnað árið 1916. Einu róttæku breytingarnar urðu, er skilið var á milli sambandsins og Alþýðuflokksins árið 1940 og þegar landssamböndin komu til með breytingum á lögum ASÍ 1966. Einn viðmælandi blaðsins taldi að með skipan landssam- banda hefði skref, sem þurft hefði að stíga, aðeins verið stígið til hálfs, og jafnvel í ranga átt. Landssamböndin hefðu verið ákveðin sem starfsgreinasambönd í stað atvinnugreinasambanda, einnig hefðu landssamböndin ekki fengið nægileg völd. Nefndi hann þar sem dæmi, að landssamböndin væru hinir beinu aðilar að ASÍ og því væru aðildarfélög samband- anna einungis aðilar að ASÍ i gegnum landssamböndin, en aftur á móti væru það félögin sem kysu til ASÍ-þings. Annar viðmælandi sagði í þessu sambandi, að allt rækist þarna hvert á annars horn t.d. — fyrst ákveðið hefði verið að koma landssamböndum á fót, — hlyti einnig að hafa verið ætlunin að ákvarðanataka, eins og um verkföll, flyttist yfir í þau. * Iviðtölum við verkalýðsforingja kom fram, að nokkurs misskiln- ings hefur gætt í umræðum um skipulagsbreytingar innan ASÍ hvað varðar orðtökin starfs- greinasambönd og atvinnugreina- sambönd. Atvinnugreinasambönd, eins og rætt er nú um að koma á, eru sambönd atvinnugreina, þann- ig að í einu atvinnugreina- landssambandi yrðu til dæmis all- ir þeir sem vinna við fiskvinnslu. Starfsgreinalandssamband væri aftur á móti svo dæmi sé tekið samband bifreiðastjóra, án tillits til við hvaða atvinnugreinar þeir starfa sem slíkir. Landssambönd- in væru því í dag starfsgreinasam- bönd en ekki atvinnugreinasam- bönd. Þess ber að geta, að rugling þennan má rekja til skipulagstil- lagna frá árinu 1960, sem síðar verður getið, þar sem orðin starfs- greinafélög og sérfélög eru notuð í stað orðanna atvinnugreinafélög og starfsgreinafélög. r A26. þingi ASI sem haldið var í nóvembermánuði 1958 var kjörin sex manna milliþinganefnd í skipulags- og lagamálum, en veganesti hennar var stefnuyfir- lýsing 26. þingsins: að endurskoða skipulagið með það að markmiði að gera vinnustaðinn að undir- stöðu skipulags ASl. Nefndin skil- aði ítarlegu áliti 4. marz 1960, og er enn þann dag í dag, rúmum tveimur áratugum síðar, vitnað í meginniðurstöður hennar. Nefnd- ina skipuðu Eðvarð Sigurðsson, Eggert G. Þorsteinsson, Jón Sig- urðsson, Tryggvi Helgason, Snorri Jónsson og Oskar Hallgrímsson. I niðurstöðum hennar segir m.a. að fulltrúafjöldi á þingum ASl hafi stöðugt farið vaxandi. Á 19. þingi árið 1946 hafi verið 234 fulltrúar, en á 26. þingi 1958 347 fulltrúar. Síðan segir: „Augljóst er, að svo mannmörg þing skapa marghátt- uð vandamál, auk þess sem þau eru óhæfilega kostnaðarsöm fyrir samtökin." Síðar segir: „Enda þótt þetta sé mikið og vaxandi vanda- mál (þ.e. kostnaðurinn, innsk. Mbl.) er hitt þó stórum alvarlegra, að með sömu tilhögun og nú er, ná þingin tæplega tilgangi sinum, verða óhæfilega löng og oftast raunin sú, að þau mál, sem þingin öðru fremur þurfa að snúast um, verða afskipt og oft afgreidd þannig, að til vandræða horfir fyrir samtökin." Lokaorðin um þinghald eru: „Þetta hlýtur svo jafnan að verða meðan málefni 160 sambandsfélaga eru rædd á einum og sama vettvangi." Þess má geta, að nú eru félögin 233 og þingfulltrúar 500, enda upplýsti forseti ASÍ, Ásmundur Stefáns- son, á blaðamannafundi sl. fimmtudag, að húsnæðisvandamál háði mjög þinghaldinu að þessu sinni, enda vart að finna fundar- stað, sem rúmar þennan fjölda með góðu móti, svo það eitt sé nefnt. Rætt hefur verið um að fækka fulltrúum á ASÍ-þingum, en Ásmundur Stefánsson sagði á sama fundi, að meirihluti mið- stjórnar væri andvígur fækkun. Tillögur skipulagsnefndarinnar 1960 voru í samræmi við yfir- lýsta stefnu ASl-þingsins, eins og að framan greinir, þ.e. að allir launþegar á einum og sama vinnu- stað, hverju verkstæði, skipi eða yfirleitt á hverjum þeim stað, þar sem launþegar starfa, skuli aðeins vera í einu félagi sem sé samn- Samhjálparsamkoma í Fíladelfíu, Hátúni 2, í kvöld kl. 20.00. Fíladelfíukórinn syngur, skírnarathöfn, Samhjálparkórinn syngur kóra- syrpu, Djassbandiö leikur, vitnisburöur og ávörp. Einsöngur Gunnbjörg Óladóttir. Stjórnandi Óli Ágústsson. Allir velkomnir. fámhjólp Einn glæsilegasti bíll landsins til sölu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.