Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 9 > HUGVEKJA eftir séra Guðmund óskar ólafsson „Af ávöxtum þeirra skuluö þér þekkja þá“ Mt. 7:20. f ljóði nokkru má finna þessa hendingu: „Þín blóm, þau bera hlekki: þau blómstra, en ilma ekki“ (I.Erl.Sig.). Sá sem sagði þetta, hann var vís- ast að hugsa til þeirra, sem fara með falska og hola lífs- kenningu, til þeirra sem selja á sinn hátt svikna vöru, sem get- ur leitt til afdrifaríkra mein- semda. í margskyns merking er vitnað til falskenninga og það er ekki síst háttur þeirra, sem ræða þau málefni hverrar stundar sem hæst ber hverju sinni, að brigsla öðrum um falskar og sviknar skoðanir á málefnum, sem muni leiða til ills, ef eftir sé farið. Stjórn- málaumræðan ber sterk merki þessa málflutnings, þar sem „klögumálin ganga á víxl“ og lesendabréf dagblaðanna bera tíðum sama svip, þar sem tek- ist er á um leiðir og aðferðir við umfjöllun mála. Já, það er býsna algengt að menn brigsli hver öðrum um fals og hræsni, sem liggi að baki bæði orðum og verkum, að margt standi til boða, hanterað af gullinmunn- um fagurlega, en muni þó leiða til rotinna ávaxta, ef tekið sé trúanlegt. Biblían talar einnig oft um falsspámenn og í fyrri hluta þeirrar bókar eru þeir gjarnan kallaðir úlfar, eða sundurrífandi vargar og Jesús segir einnig að hann muni senda lærisveina sína út í heiminn, eins og sauði á meðal úlfa. En hver segir Biblían vera einkenni falsspámanna?: Þeir tala og predika sjálfa sig, sína eigin speki, þeir tala til þess að eignast, en ekki til að gefa, þeir tala til þess að verða hrósverðir, sjálfsáhuginn rek- ur þá áfram, eins og úlfinn, sem leitar bráðar sinnar til þess að seðja hungrið. Já, það má líklega gilda um falsspá- mennina á ýmsum sviðum, það sem Zadok nokkur rabbíi mælti eitt sinn til þeirra sem fluttu erindi lögmálsins: „Ger- ið þekkinguna á lögmálinu hvorki að kórónu til þess að sýnast, né heldur að spaða til þess að grafa með til ávinn- ings.“ En hvað með ávextina? Koma vínber af því sem reyn- ast vera þistlar? Er ekki auð- velt að greina á milli þess, sem er falskt og satt? Það hefur mörgum reynst torveldara en ætla má að skilja þarna í sund- ur, blómin, sem bera hlekkina, en ilma ekki, þau eru oft á tíð- um litskrúðug og heillandi. Það fyrirfinnast blóm úr plasti, dauð, köld og í rauninni visin, þó að þau skíni fagurlega og þau hafa jafnvel verið borin í kirkjur til skrauts. Þar hafa þau gefið fyrirheit um von og líf og ilm, en þegar nær er komið, þá reynast þau fölsk. Maður heyrir stundum auglýs- ingar í sjónvarpi og reyndar víðar þar sem auglýstar eru vörur með þeim formerkjum að það verði leikur að lifa ef viðkomandi sé keypt og maður heyrir líka forsvarsmenn sam- taka á stjórnmálasviðinu boða það leynt og ljóst að öllu verði kippt í lag, nær því á svip- stundu, sem að steðjar í vanda í samfélaginu, bara ef réttum mönnum sé falin stjórn. Þetta, og svo margt annað, eru skýr dæmi um falskenningar, að- ferðir úlfsins, sem er að leita bráðar. Kristin kenning er einnig fölsk, ef hún bendir á auðveldan kristindóm. Hann er aldrei ábyrgðarlaus sam- sinning á einhverju, eða hver man ekki orðin um þann, sem heyrir orðið og ekki breytir eftir því, að honum var líkt við hús á sandi sem fellur eins og spilaborg. Kenningin er fölsk ef hún boðar lífslausn, sem er í því fólgin að njóta erfiðislaust einhverra hlunninda, sem eru ekki hlotin með því að takast á við lífið með öðru fólki í vanda sem vegsemd. Ef kenning fær ekki ilm og blómstran í lífinu, eins og það kemur fyrir, þá er bara um að ræða hlekki plastblómanna. Sérhver kenn- ing, eins og John Mckay sagði eitt sinn, sem „hvetur mann- eskjuna til þess að taka sér sæti uppi á svölum í lífinu og horfa þaðan niður á heiminn", sú kenning er fölsk. Og að síð- ustu sú kenning er einnig ranghverfa á sannleikanum, sem leiðir til árásargirni og sundurdreifingar. Að útiloka sig frá öðrum, að mata krók- inn, fyrir sjálfan sig, hvort heldur er andlega eða líkam- lega án tillits til annarra, það ber vitni um svikna lífsháttu. í draumsýn Jesú Krists var ein hjörð og einn hirðir, hver sá sem stuðlar að sundrun og myndun sérhópa, hann er að verki með þeim öflum, sem eru að grafa undan þessari draumsýn. Aö taka að sér, það er kristindómur, að taka að sér, sína hlutdeildarvitund með lífi annarra, kjörum og hverju því sem að steðjar náunganum, það er kristin- dómur, ganga í sporin hans er mælti: „Takið hver annan að yður. „Af ávöxtum þeirra skul- uð þér þekkja þá.“ Þessa biblíutilvitnun hafa flestir heyrt, enda lengi einkunnarorð ákveðinnar verslunar í land- inu. Með þessa setningu í minni hefur löngum mátt mæla kenningar og vöru og hafi okkur verið einhverntíma hollt að geyma téð viðvörunar- orð í huga, þá er þess ekki síð- ur nauðsyn í samtímanum, þegar skrumið ætlar allt að yf- irkeyra. Það er lýsandi dæmi um slíkt, að nýlega varð bók ein fræg í útlandinu, sem fjall- aði um það hvernig ætti að bera sig að því að ljúga sem sennilegast án þess að upp kæmist, hvernig svíkja megi og selja sem best án tillits til nokkurs sannleika eða ávaxt- anna fyrir þann, sem fyrir verður. Kannski er þó ekki svona kenning hættulegust af öllu, því ennþá erum við ekki svo grómi vafin, að sjá ekki við slíku, hitt er hættulegra, sá áróður, sem smýgur og grær undir yfirskyni ilms og töfra. Og ég held að til þess að sjá við því marga, sem að berst af hroða og gerfiheill, sé okkur það eitt ráð að líta innra með okkur sjálfum og rækta þann grunn, sem við eigum bestan til að byggja á, til bæði holl- ustuvarna og sóknar. Það gild- ir ennþá, sem Jón Vídalín orðaði svo á sinni tíð: „Með al- vöru og gaumgæfni ber manni að rannsaka sjálfan sig. Reyn- ið hvort þér eruð í trúnni, svo sem Páll segir, hvað ei með betra móti getur skeð, en ef vér rannsökum vora lífernis- háttu, því trúin er aldrei ávaxtalaus." Já, bera blómin okkar hlekki, hefur kenningin gert okkur köld, einangruð og líflaus, fjarlæg þeim sem þurfa á okkur að halda, eða á hinn bóginn hluttakendur í lífsstríði náungans, með hlýtt og gjöfult hjarta, góðsemi og ábyrgð, sem smitar frá sér hvar sem við erum? Þetta er eilíft skoðunarefni, ef við höf- um tekið alvarlega að ætlast sé til af okkur sem kristnu fólki að bera ávexti samkvæmt köll- uninni. Ég veit vel að við höf- um svo sem ekkert hrósunar- efni þegar við skoðum okkur heiðarlega, en ég veit líka að við erum þó ekki líknarlaus við þá skoðun, ekki ef við minn- umst versins af vörum séra Hallgríms: Visnað tré ég að vísu er vægðu réttlætis Herrann mér Gæskunnar eikin græn og fín geymdu mig undir skugga þín. Á meðan við megnum að horfa þannig lífinu í mót, þá vitum við hvar sá gróandi rík- ir, sem aldrei ber litlaus blóm, né festir í hlekki lyginnar, þó að eldar falsins fari eins og logi um akur í kringum okkur. «011»] H [ttfe Góóan daginn! 00 cr ifea VERÐBOLGU DRAUGURINN ER VAKNAÐUR Sparil'jareigandi: Ert þú á verði gagnvart verðbólgunni? Við förum ekki hátt með það, en þeir sem einu sinni hafa ávaxtað í verðbréfum halda því áfram ... og það sem meira er betri ávöxtun á sparifé er varla hægt að finna. Kvnntu þér nýju leiðina okkar í verðbréfaviðskiptum. SÖLUGENGI VERÐBRÉFA 26. nóvember 1984 Sparískírteini og happdrættislán ríkissjóðs Ar-flokkur Sölugengl pr. kr. 100 Avöxtun-1 arkrafa j Dagafjöldi til innl.d. 1971-1 16.626,04 Innlv. í Seðlab. 15.09.84 1972-1 15.273,80 8,60% 59 d. 1972-2 12.020,98 Innlv. I Seölab. 15.09.84 1973-1 8.982,44 8,60% 289 d. 1973-2 8.409,18 8,60% 59 d. 1974-1 5.444,00 8.60% 289 d. 1975-1 4.633,25 8,60% 44 d. 1975-2 3.446,09 8,60% 59 d. 1976-1 3.144,11 8,60% 104 d. 1976-2 2.579,68 18,60% 59 d. 1977-1 2.273,21 8,60% 119 d. 1977-2 1.903,77 Innl.v. i Seölab. 10.09.84 1978-1 1.541,24 8,60% 119 d. 1978-2 1.216,22 Innl.v. i Seölab. 10.09.4 1979-1 1.048,84 8,60% 89 d. 1979-2 792,90 Innl.v. ISeölab. 15.09.84 1980-1 684,94 8,60% 139 d. 1980-2 521,47 8,60% 329 d. 1981-1 439,67 8,80% 1 ár 59 d. 1981-2 318,36 8,80% 1 ár 319 d. 1982-1 317,11 8,60% 95 d. 1982-2 230,77 8,60% 305 d. 1983-1 175,23 8,80% 1 ár 95 d. 1983-2 110,38 8,80% 1 ár 335 d. 1984-1 106,73 9,00% 2 ár 65 d 1984-2 100,47 9,00% 2 ár 284 d 1974-E 4.174,78 10,00% 5 d. 1974-F 4.174,78 10,00% 5 d. 1975-G 2.612,40 10,00% 1 ár 5 d. 1976-H 2.385,94 10,00% 1 ár 124 d. 1976-1 1.799,67 10,00% 2 ár 4 d. 1977-J 1.591,81 10,00% 2 ár 125 d. 1981-1. 11. 344,44 10,00% 1 ár 155 d. X Veðskuldabrét — verðtryggð Lánst. Nafn Sölugengi m.v. 2 afb. vextir mism. ávðxtunar,- áárl HLV kröfu 14% 16% 18% 1 ár 7% 96 94 93 2 ár 7% 93 91 89 3 ár 8% 92 89 87 4 ár 8% 90 87 84 5 ár 8% 88 85 81 6 ár 8% 86 83 79 7 ár 8% 85 81 77 8 ár 8% 84 79 75 9 ár 8% 82 77 73 10 ár 8% 81 76 72 Veðskuldabrél — óverðtryggð Sölugengi m.v. Lánst. 1 afb. á ári 2 afb. á ári 20% 28% 20% 28% 1 ár 79 84 85 89 2 ár 66 73 73 79 3 ár 56 63 63 70 4 ar 49 57 55 64 Sár 44 52 50 59 Spariskírteini ríkissjóðs, verötryggö veöskuldabréf, óverötryggö veöskuldabréf óskast á söluskrá. Daglegur gengisútreikningur Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavík lönaóarbankahúsinu Simi 28566
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.