Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 Eysteinn í bar áttu og starfi r HorgunblaðiS/Jdllua Eysteinn Jónsaon ásam Vilhjálmi Hjálmarssyni fyrir utan Alþingishúsió, þar sem margir atburðir bókarinnar ittu sér stað. Vaka gefur út ann- an hluta ævisögu Eysteins Jónssonar BÓKAÚTGÁFAN Vaka hefur gef- ið út bókina „Eysteinn í baráttu og starfi". Þetta er annar hluti ævi- sögu Eysteins Jónssonar fyrrum ráðherra og formanns Framsókn- arflokksins, skráð af Vilhjálmi Hjálmarssyni. í fyrsta bindi ævisðgu Ey- steins Jónssonar var fjallað um upphaf stjórnmálaferils hans. Þessi bók er alveg sjálfstæð og segir frá tímabilinu 1942—1956, sem var eitt mesta átakatímabil í samtímasögunni. Sagt er frá mörgum stórmálum, sem voru i brennidepli og Eysteinn tók þátt í, svo sem frelsisbaráttu íslend- inga, stofnun lýðveldis, miklu uppgjöri í Framsóknarflokkn- um, styrjaldarárunum, stöðu Is- lands við stofnun Atlantshafs- bandalagsins o.fl. Höfundur bókarinnar, Vil- hjálmur Hjálmarsson, greinir bæði frá skoðunum Eysteins og einnig andstæðinga hans, þegar helstu ágreiningsmál stjórnmál- anna á þessum árum ber á góma. Hann hefur viða leitað fanga, svo sem í gjörðabókum Fram- sóknarflokksins, minnisblöðum Eysteins frá ýmsum tímum og ýmsu öðru i hans fórum. Einnig fór Vilhjálmur margsinnis á fund Eysteins til þess að rifja upp ýmis mál og fá hann til að líta um öxl og tjá sig um hvernig hann lítur á þessi mál í dag. Á blaðamannafundi, sem haldinn var í tilefni útkomu bók- arinnar, kom fram hjá þeim Ey- steini og Vilhjálmi, að margir kaflar bókarinnar fjölluðu um mál, sem fólk hefur ekki búist við að sjá þarna, svo sem upphaf Þjóðleikhússreksturs o.fl., en að sjálfsögðu er einnig gerð grein fyrir viðhorfum Eysteins til nýsköpunarstjórnarinnar, svift- inga innan Framsóknarflokksins á dögum Jónasar frá Hriflu o.fl. Vilhjálmur sagðist mest hafa unnið eftir heimildum, minnis- punktum o.fl., sem ekki hafði birst áður. Bókin er ekki í sam- talsformi, en inn á milli er oft vitnað beint i Eystein. Einnig kom fram að bókin er fyrst og fremst persónusaga, en verður stjórnmálasaga um leið, vegna stöðu Eysteins í þjóðfélag- inu og þátttöku hans I ýmsum atburðum, sem efst voru á baugi á þessum tíma. En þó er þetta ekki samfelld pólitík, vegna þess hve mikið er fjallað um áhuga- mál Eysteins, svo sem ferðalög og útivist. Bókin, sem er á fjórða hundr- að síður og prýdd fjölda mynda, er unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Egilsstaðir. Nýjum íbúum fagnað með upplýsingariti EgibstMum, 22. a«Tember. Að tillögu sveitarstjórnarmanna Sjálfstæðisflokksins á Egilsstöð- um, þeirra Ragnars Steinarssonar og Helga Halldórssonar, sam- þykkti hreppsnefnd Egilsstaða- hrepps einróma síðastliðið vor að gera upplýsingarit um Egilsstaði, sem afhendast skyldi nýjum íbúum til halds og trausts um leið og þeir yrðu boðnir velkomnir og óskað velfarnaðar á Egilsstöðum. Upplýsingarit þetta er nú til- búið til afhendingar. 1 því er að finna skrá yfir stofnanir reknar af Egilsstaðahreppi, nefndir og stjórnir sem starfa í umboði sveitarstjórnar auk ýmissa al- mennra upplýsinga og uppdrátt- ar af Egilsstaðakauptúni. Aftast í upplýsingariti þessu er ágrip af sögu Egilsstaða og tafla yfir mannfjöldaþróun frá stofnun Egilsstaðahrepps 1947. Upplýsingarit þetta liggur frammi á sveitarstjórnarskrif- stofunni að Lyngási 12 fyrir nýja íbúa. - Ólafur Guðmundur Magnússon sveitarstjóri. Egilsstaðir. Guðmundur Magnússon sveitarstjóri hættir störfum bttmUttam. 22. •ÍTembír. I nýútkomnu Fréttabréfi Egils- staðahrepps er þess getið að Guð- mundur Magnússon sveitarstjóri hafí sagt starfí sínu lausu frá 15. þ.m. að selja með sex mánaða uppsagnar- fresti. Guðmundur Magnússon hóf störf hjá Egilsstaðahreppi sem fram- kvæmdastjóri sveitarfélagsins árið 1972. Tveimur árum siðar var hann formlega ráðinn sveitarstjóri, en oddviti Egilsstaðahrepps var hann á árunum 1966—1974. Guðmundur réðst kennari til Eg- ilsstaða árið 1951 og hér kenndi hann allt til þess tíma er hann var ráðinn framkvæmdastjóri sveitar- félagsins. Hann hefur því starfað hér í opinberri þágu f 33 ár. Guðmundur er nú 62 ára að aldri og hefur náð eftirlaunaaldri. Vænt- anlega mun hann hyggja á eril- minni störf i framtiðinni en sveit- arstjórastörf. Starf sveitarstjóra Egilsstaða- hrepps hefur verið auglýst laust til umsóknar með umsóknarfresti til 31. desember. Gert er ráð fyrir þvi að nýr sveitarstjóri hefji störf hinn 1. mars. Þá hefur starf bæjarverkfræð- ings verið auglýst laust til umsókn- ar með umsóknarfresti til 15. des- ember. VELTIR, VOLVÖEIGENDUR OG GENGISFELUNGIN Þrátt fýrír gengisfellinguna höfum við ákveðið að hækka ekki verðið á Volvo varahlutum fýrr en 15. desember. Þetta er framlag okkar gegn hækkandi verðlagi. Notið tækifærið og gerið kjarakaup ársins! \5323EE3 SUÐURLANDSBRAUT 16 - S(MI 35200 — Ólafíir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.