Morgunblaðið - 25.11.1984, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984
Alvarlegir ókostir á gerðardómsmeðferð:
Mjög viðunandi
lausn ísaldeilna
— að dómi innlendra og erlendra fagaðila
Hinn nýi viðaukasamningur við álverið hskkar rafmagnsverð tvö- til þrefalt, eða úr tæplega 6,5 mill
á kWst, eins og það var samkvæmt eldri samningi, í 12,5 mill á kWst sem lágmarksverð, sem síðan er til
hækkunar í allt að 18,5 mill, eftir þróun álverðs í heiminum. Tekjuauki Landsvirkjunar á næstu fimm
árum, vegna þessarar orkuverðshækkunar, getur orðið 2.100 milljónir króna að mati Halldórs Jónatans-
sonar, forstjóra Landsvirkjunar. í eldri samningi vóru ekki endurskoðunarákvæði en nú er gert ráð fyrir
endurskoðun samningsbundins verðs á fímm ára fresti. — Hefði þessi nýi samningur gilt 1979—1984 (í
iðnaðarráöherratíð Hjörleifs Gutt
sett, eða rúmlega 2.100 m. ísl. kr.
Önnur atriði en
raforkuverð
Raforkuverðið skiptir að sjálf-
sögðu mestu i gerð hins nýja
samnings frá þjóðhagslegu
sjónarmiði.
Auk þess spannar samningur-
inn sátt i eldri deilumálum, vegna
liðins tíma, en ÍSAL greiðir ríkis-
sjóði þrjár milljónir dollara i
sáttafé, eða um 108 m. ísl. kr. Meg-
intilgangur þessarar sáttar var að
gera aðilum kleift að ganga til
samninga um hækkun orkuverðs
og „skipan mikilvægra framtiðar-
málefna sin á milli án þess að
karp um liðinn tima sé því til
hindrunar," segir m.a. í meiri-
hlutaáliti iðnaðarnefndar efri
deildar Alþingis um samninginn.
Þá eru i þessum viðaukasamn-
ingi breytingar á eldri samningum
er m.a. varða framleiðslugjald, til
að fyrirbyggja ágreining um at-
riði, sem orðið hafa að deiluefni.
Þannig skal nú endurskoða reikn-
inga ISALS árlega.
ISAL fær heimild til að selja
hlutabréf til dótturfélaga eða
þriðja aðila, allt að 50% i stað
49% áður. „Þetta siðasttalda getur
orðið til að greiða fyrir stækkun
bræðslunnar," segir i tilvitnuðu
nefndaráliti. Eftir er þó að semja
værí Landsvirkjun 55
bæði um stækkunina og orkuverð
til hennar og verður hvorttveggja
háð samþykki Alþingis.
Umsagnir erlendra
ráðgjafaraðila
Tveir vóru þeir erlendu aðilar
sem fyrri iðnaðarráðherra réð til
ráðgjafar i átökum sínum við Alu-
suisse: 1) Brezka endurskoðunar-
fyrirtækið Coopers & Lybrand, 2)
Kunnur amerískur lögfræðingur á
þessum málavettvangi, Charles J.
Lipton i New York. Báðir þessir
ráðgjafar vísuðu þann veg út úr
málinu, sem nýr iðnaðarráðherra
fór með góðum árangri.
í bréfí Coopers & Lybrand, sem
lesið var upp i umræðum á Al-
þingi, segir m.a.:
„Mér segir helzt hugur, að það
hefði alvarlega ókosti i för með sér
fyrir rikisstjórnina að halda gerð-
ardómsmeðferðinni áfram og að
mun æskilegra væri að jafna deil-
una með samningsgerð... —
Fyrir hendi eru fjölmörg vanda-
mál og óvissuþættir, sem mundu
samkvæmt minni reynslu skapa
örðugleika (fyrir báða málsaðila) i
hvers kyns málflutningi fyrir
gerðardómi.. Það er vegna þess-
ara vandamála, sem við höfum
milljónum Bandaríkjadala betur
komizt að þeirri niðurstöðu, að
mjög æskilegt væri að semja um
reikningsskil. Þá yrði komizt hjá
óvissu og talsverðum útgjöldum i
sambandi við langdregna gerðar-
dómsmeðferð...“
í bréfi Charles J. Lipton segir
m.a.:
„Frá upphafi hefi ég verið þeirr-
ar skoðunar að það ætti að vera
einn helzti tilgangur ríkisstjórn-
arinnar i deilunni að ná samning-
um um réttlátt og rýmilegt orku-
verð og að umsamin lausn deil-
unnar, sem stuðla muni að þvi að
koma slíku i kring, muni þjóna
hagsmunum rikisstjórnarinnar
bezt... Ef ætla má að væntanleg
lausn leiði einnig tii orkuverðs,
samkvæmt rafmagnssamningum
milli Landsvirkjunar og íslenzka
álfélagsins hf., sem ríkisstjórnin
getur sætt sig við, er það því skoð-
un min, að uppgjör krafanna um
framleiðslugjöld fyrir árin
1976—1980 á þeim grundvelli að
Alusuisse greiði ríkisstjórninni 3
milljónir Bandarikjadala muni
vera mjög viðunandi lok skatta-
deilunnar og réttlæting afstöðu
ríkisstjórnarinnar frá upphafi."
í ljósi framangreinds verða
ásakanir Alþýðubandalags & Co.,
þess efnis, að rangt hafi verið að
draga deiluefni úr gerðardómi,
ÞINGBRÉF
eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON
máttlitlar. Lyktir mála á þeim
vettvangi geta og dregizt von úr
viti — en daglegur tekjuauki
Landsvirkjunar, skv. nýjum samn-
ingi, er talinn rúmar 400 þúsund
krónur, eftir að Alþingi hefur
staðfest hann.
Umsagnir forsjár-
manna Landsvirkjimar
Halldór Jónatansson, forstjóri
Landsvirkjunar, og Jóhann Már
Maríusson, aðstoðarforstjóri,
segja m.a. f umsögn um samning-
inn, er fylgir frumvarpi iðnaðar-
ráðherra:
„Er það álit okkar að samkomu-
lag það, sem lögð hafa verið drög
að um breytingar á rafmagns-
samningi Landsvirkjunar og ÍSAL
sé Landsvirkjun mjög f vil og
fyrirtækinu verulega til hags-
bóta.“
Þeir segja jafnframt að meðal-
orkuverð til álvera f Noregi sé inn-
an við 9 Bandaríkjamill á kWst en
f Evrópu á bilinu 14—15 mill. í
Bandarfkjunum er verðið hærra,
fer allt upp f 20 mill, „en nú á allra
sfðustu tímum hafa nokkur helztu
raforkufyrirtæki þar boðið upp á
verulega verðlækkun raforku,
tímabundið, meðan áliðnaðurinn
er í þeirri kreppu sem nú stendur
yfir. Þá hafa sérfræðingar þeir,
sem komið hafa við sögu undir-
búnings samningsvirðræðnanna
við Alusuisse, komizt að þeirri
niðurstöðu að samkeppnisstaða
ÍSAL væri með þeim hætti að
orkuverð hér þyrfti að vera um 4
Bandaríkjamillum á kWst lægra
miðað við Evrópu og um 5 miðað
við N-Ameríku til þess að ÍSAL
stæði fjárhagslega jafnfætis sam-
bærilegum bræðslum á þessum
svæðum."
Hvað um framleiðslukostnað
orkunnar? Forstjóri Landsvirkj-
unar hefur upplýst Morgunblaðið
um það efni:
„Við höfum nýverið reiknað út
framleiðslukostnað á orkueiningu
á árinu 1983, miðað við fullnýt-
ingu raforkukerfis Landsvirkjun-
ar í heild. Niðurstaða þeirra út-
reikninga sýnir að meðal fram-
leiðslukostnaðarverð úr kerfinu
fullnýttu var 12,7 mill á kWst til
stóriðju, en 8,6 mill á kWst úr
Búrfellsvirkjun einni sér. í reynd
eru þessar kostnaðartölur i hærra
lagi því þær gera ráð fyrir því að
stóriðjan taki þátt f kostnaði við
flutningskerfið f heild, til jafns við
almenning. Hefi ég þá einkum í
huga byggðalínukerfið, sem ekki
er nauðsynlegt vegna stóriðjunn-
ar. Eðlilegast er að miða verðlagn-
inguna til ÍSAL við Burfellsvirkj-
un, þar sem hún er gagngert
byggð vegna álsamningsins. Sam-
anburðurinn er því á milli 8,6 mill
á kWst annars vegar og 12,5 til
18,5 mill á kWst hins vegar, sem
er hið nýja verð til lSAL.“
Þeir sem heldur vilja hafa það,
sem sannara reynist, í þessu efni
sem öðrum, geta síðan velt því
fyrir sér, hvor sé trúverðugri um-
sagnaraðili, forstjóri Landsvirkj-
unar, sem gerzt þekkir til mála,
eða pólitiskir sjónhverfingamenn í
stjórnarandstöðu.
Forsaga Alþýðubanda-
lagsins: „Lok, lok
og læs...“
Stóriðja er engin allsherjar-
lausn á þeim tvfþætta vanda, sem
við blasir: 1) að tryggja tugþús-
undum íslendinga, sem bætast á
vinnumarkað næstu 10—15 árin,
atvinnuöryggi, 2) auka svo þjóðar-
tekjur, skiptahlut heildarinnar, að
hann rfsi undir sambærilegum
lffskjörum og bezt þekkjast f
V-Evrópu og N-Ameríku. Þessi að-
ferð til að breyta vatnsföllum
okkar í vinnu og verðmæti til út-
flutnings er þó ein af mörgum
leiðum sem fara verður, innan
þeirra marka sem arðsemi og
skynsemi segja til um.
óþarfi er að rekja forsögu Al-
þýðubandalagsins f stórvirkjunar-
Starfsfólkið
gaf gestabók
Misbennt var f frétt um 10 ára af-
mæli heilsugæslustöðvarinnar á Egils-
stöðum, sem birtist f Mbl. sl. þriðju-
dag, að Héraósbúar og BorgfirAingar
eystri hefðu gefiA Þorsteini lækni Sig-
urðssyni útskorna gestabók í tilefni
þess að hann hefur nú látið af störfum.
Gefendur gestabókarinnar voru starfs-
menn heilsugæslustöðvarinnar og
sjúkrahússins á Egilsstöðum. Hlutað-
eigandi eru beðnir velvirðingar á þess-
um mistökum.
blmbtb
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖOINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OGÁ RÁÐHÚSTORGI
Sýnikennsla
ídagkl. 14-18.
Uffe Balslevog Fjóla Guðmu
um gerð aðventuskreytmga
fvnfaöventuna
J ______-
kransar, aðventubakkaro>
skreytingar í miklu urvali.
c_noidr aöventukransar úrfuru meðfallegn, Ke svartir. Falleg skreyting.
Xsrí s^Ýfingu Skaerir jólalmr. Margar Hv,t, og^ ^
gerðir. Verð frá 490.- kr.
Btómum
|^Xr.^aawrotd
Aðventukransar Vafið
greni ásamt skreyting-
um. Lágir, á borð.
Verð frá 490.- kr.
Hangandi, t.d. í glugga.
Verð frá 545.- kr.
A borðstatívi (s|á myndl
verð frá 746.- kr.
, r' -
Gróöurhúsinu
Jsinu við Sigtún-Símar 36770-686340