Morgunblaðið - 25.11.1984, Síða 44

Morgunblaðið - 25.11.1984, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. NÓVEMBER 1984 Morgunbladid/Bj arni. Nokkrir úr rramkvaemdastjórn HjarUverndar ásamt fyrirlesurum. Talió frá ▼. Helgi Þorláksson, Guðmundur Þorgeireson, Gestur Þorgeirsson, Nikulás Sigfússon, Sigurður Samúelsson, Hjördís Kröyer, Stefán Júlíusson, Davíð Davíðsson og Þórður Harðarson. Hjartavernd 20 ára — Hélt fræðslufund fyrir almenning í tilefni afmælisins HJARTAVERND, landssamtök hjarta- og eðaverndarfélaga, hélt fræðslu- fand fyrir almenning um hjarta- og cðasjúkdóma, rannsóknir, Iskningar og aýjungar á laugardaginn var f Domus Medka. Á fundinum, sem haldinn ▼ar í tilefni 20 ára afmælis samtakanna, voru flutt sex erindi og síðan fóru fram hringborðsumreður. fiannsóknar- og frædslustarf Hjartavernd var stofnuð 25. október 1964. Árið 1967 stofnuðu samtðkin Rannsóknarstöð Hjartaverndar og var fyrsti formaður hennar Olafur Ólafsson landlæknir. Nú hefur Nikulás Sigfússon verið forstöðumaður rannsóknarstöðvarinnar i 12 ár. Hjördís Kröyer og Stefán Júlíus- son eru framkvæmdastjórar sam- takanna. Frá upphafi hafa rannsóknir og fræðsla verið meginverkefni Hjartaverndar og hefur margs konar útgáfustarfsemi verið á vegum samtakanna. Tímaritið Hjartavernd kemur út tvisvar á ári, en auk þess eru gefin út vís- indarit og fræðsluefni fyrir al- menning. Hóprannsókn Hjartaverndar í 17 ár hefur Hjartavernd gert hóprannsókn á hjarta- og æða- sjúkdómum og áhættuþáttum þeirra hér á landi. Þetta er um- fangsmikil og ýtarleg ferilrann- sókn og hafa 65 þúsund íslend- ingar verið skoðaðir. Rannsókn- arstöð Hjataverndar er ekki lækningastöð heldur leitar- og rannsóknarstöð. Þangað getur fólk einnig komið f rannsókn án tiivfsunar frá lækni. Tekist hefur að fylgjast náið með rannsókn- arhópnum í þessi 17 ár og er það talinn mikill kostur i ferilrann- sóknum sem þessari. Fræóslufundur fyrir almenning í erindi Sigurðar Samúelssonar á fundinum kom fram að helstu áhættuþættir hjarta- og æða- sjúkdóma eru þekktir, þ.e. hátt kólesteról f blóði, háþrýstingur, sykursýki og reykingar. En tfðni þeirra fer minnkandi og krans- æðadauðsföllum hefur farið fækkandi síðasta áratuginn. Læknar telja að mikill áróður fyrir breyttum lifnaðarháttum, matarvenjum o.fl. hafi valdið þvf. Dr. Guðmundur Þorgeirsson sagði að mat á vægi áhættuþátta hafi ekki farið fram á íslandi og til þess að gera slíkt þurfi f fyrsta lagi upplýsingar um lifnaðar- hætti og heilsufar. Rannsóknar- stöð Hjartaverndar hefur þegar aflað þessara upplýsinga á und- anförnum 17 árum . í öðru lagi þarf nákvæmar upplýsingar um afdrif þessa fólks, sérstaklega upplýsingar um dánarorsakir og aðra sjúkdóma á dánardægri. Þessara upplýsinga er nú verið að afla og er sú könnun f miðjum klíðum. Nikulás Sigfússon fjallaði um baráttuna við hækkaðan blóð- þrýsting. Þar kom fram að Þegar þessi rannsókn Hjartaverndar hófst, voru ekki til miklar upplýs- ingar um algengi sjúkdómsins á íslandi. Rannsóknin leiddi fljót- lega í ljós að 10—20% fullorðinna íslendinga hafa hækkaðan blóð- þrýsting. Oft kom fyrir að fólk vissi ekki af þessum sjúkdómi og meðferð var ábótavant eða alls engin. Miklar framfarir hafa orð- ið f meðferð þessa sjúkdóms á sl. 12 árum. Gestur Þorgeirsson fjallaði um nýjungar f lyfiameðferð krans- æðasjúklinga. I máli hans kom m.a. fram að lyfið nitroglycerin hafl verið notað í meira en öld, en það minnkar álagið á hjartað og súrefnisþörfina. Einnig hafa svonefnd betablokkeralyf verið notuð og hafa nýjustu lyfin í þeim flokki minni áhrif á önnur líffærakerfi, þannig að fleiri geta notað þau. Við hjartakveisu er farið að nota svonefnda kalk- gangablokkera sem bæði auka súrefnisnám og minnka þörf hjartans fyrir það. Mikill áhugi er á nýjum lyfjum sem geta leyst upp blóðtappa i kransæðum. Séu þau gefln nógu snemma eftir myndun blóðtappans geta þau að verulegu leyti komið í veg fyrir skemmdir á hjartanu. Ottó J. Bjömsson tölfræðingur fjallaði um rannsóknarferil Hjartaverndar og næstu verkefni á fundinum. Þar kom fram að miklu magni heilsufarslegra upp- lýsinga hafi verið safnað og niðurstöðum komið á framfæri f yfír 100 ritum og greinum. Næstu verkefni eru áframhaldandi úr- vinnsla gagna. Sérstaklega verð- ur lögð áhersla á að kanna dán- artíðni ýmissa sjúkdóma og meta þýðingu ýmissa áhættuþátta með aðstoð nýjustu aðferða og tækni á sviði tölfræðilegrar gagna- vinnslu. Á fundinum fjallaði dr. Þórður Harðarson prófessor um nýja tækni við hjartarannsóknir, en fundinum lauk siðan með hring- borðsumræðum undir stjórn Snorra Páls Snorrasonar yfir- læknis. Núverandi framkvæmdastjórn Hjartaverndar skipa Dr. Sigurð- ur Samúelsson formaður, Davfð Davíðsson prófessor, Helgi Þor- láksson fyrrverandi skólastjóri, Jónas H. Haralz bankastjóri, Stefán Júlfusson rithöfundur og Snorri Páll Snorrason yfirlæknir, sem er varaformaður samtak- anna. „Sendiherrann frá Sagnalandi og samferöa- menn hans“ — ný bók eftir Pétur Eggerz BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá, Hafnar firöi, hefur sent frá sér bókina Sendi- berrann frá Sagnalandi og samferða- menn hans eftir Pétur Eggertz. í fréttatilkynningu frá útgef- anda segir m.a.: „Þetta er fjórða bók höfundarins. Hann lýsir hér störfum sendiherranna f Bonn, daglegu amstri þeirra, gleðistund- um og döprum dögum. Sendiherra Sagnalands segir þessa sögu, sendi- herra smárfkis, sem skipti á við starfsbræður sína, sendiherra stærri og voldugri ríkja. Á glettinn og gamansaman hátt segir hann frá góðlátlegu rabbi á bjórkrá og notalegri stund yfir rauðvfnsglasi og góðum osti, glæstum garðveizl- um og móttökum sendiráða, þar sem allt virðist slétt og fellt á yfir- borðinu, en undir niðri kraumar. Manneðlið er lfkt, hvort heldur sagt er frá hinum óbreytta þýzka almúgamanni, láglaunafólki sunn- ar úr álfunni og austan frá Thai- landi eða borðumskrýddum dipl- ómötum hins ljúfa lffs f Bonn. Höf- undurinn gjörþekkir þann heim, sem hann skrifar um. Fyrri bækur Péturs Eggerz fjalla um hinn dularfulla og f margra huga spennandi heim utanrfkis- þjónustunnar og þá, sem þar lifa og hrærast, en þessi bók hans er skáldsaga." Sendiherrann frá Sagnalandi og samferðamenn hans er 184 bls. að stærð. Bókin er sett og prentuð í Prentsmiðju Árna Valdimarssonar og bundin í Örkinni hf. ". ' - smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — ■ ' —■ smáauglýsingar " ..........miiiiíliíljl' VEROBRÉFAMARKAPUR HÚSI VERSLUNARINNAR 6 HŒO KMPOGSALA VEBSKUIDABRÉFA ’S68 77 70 4ÍMATÍMI KL.10-12 OG 15-17 4RINH1EDS1K M.ÓIAFSSON SÍMI84736 Vélbundiö hey til söhj. Uppl. í síma 95-6036. ibúð óskast 3ja manna fjölsk. óskar eftir 3ja herb. íbúö á leigu i vesturbæ eöa miösvæöis í Rvík. Fyrir- framgreiösia möguleg. Uppl. f sima 21072 e. kl. 18. Dyrasímar — raflagnir Gestur rafvirkjam., s. 19637. □ Mímir 598411267 = 8. I.O.O.F. 3 — 16611268 = 8<A III Snföaþjónusta Spariö og saumiö sjáHar. Mót- taka laugardaga frá kl. 10—12 aö Frakkastfg 7. Daihatsu Charade til sðtu, árg. 1980. Ekinn 93.000 km. Verö 140 þús. Upplýsingar í sima 21445 eöa 46286. IOOF 10 = 16611268V4 = Hörgshlíö 12 Samkoma I kvðld. sunnudags- kvðld, kl. 8. Vegurinn Almenn samkoma veröur i kvöld kl. 20.30 í Siöumúla 8. Alltr vel- komnlr. Trú og Iff Engin samkoma veröur j dag vegna mótshalds. Elím, Grettisgötu 62, Reykjavík I dag, sunnudag, veröur almenn samkoma kl. 17.00. Verlö vel- komln. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Sunnudagaskóll kl. 10.30. Al- menn samkoma kl. 20.00 á veg- um Samhjálpar. Völvutell 11 Sunnudagaskóll kl. 11.00. Al- menn samkoma kl. 16.30. Sam- komustjórl: Svanur Magnússon. Hjálprædis- herinn Kirkjustræti 2 Sunnudag kl. 14.00 sunnudaga- skóli, kL 20.30 hjálpræölssam- koma, kapteinn Anne Marle R. talar. Mánudag kl. 16410 heimilasamband fyrlr konur, brigader Ingibjörg Jónsdóttlr talar. Mióvikudag kl. 104» bæn og lofgjörö. Allir velkomnir. UTIVISTARFERÐIR Útívistarferöir Aóventuferö ( Þóremörk 30. nóv.—2- dee. Þaö veröur sann- kölluó aóventustemmntng í Bás- um. Gist i Utivistarskálanum. Farmiöar óskast sóttlr í síöasta lagi á miövlkud. Skrltst. Lækj- arg. 6a, sími/símsvarl: 14606. Myndakvðld veröur flmmtud. 29. nóv. kl. 20.30 aó Borgartúni 18. Myndetnl m.a. úr Hálend- ishring: Gæsavötn — Askja — Heröubreiðarllndir — Kverkfjöll — Hvannallndir — Hljóöaklettar — Mývatn o.fl. Katflveitlngar. Nú missir enginn af síöasta mynda- kvðldi ársins. Alllr velkomnlr. Sjáumst. Útivist. Sunnudagur 25. nóv. kl. 13 Lambhagatjðm — Kleifarvatn — Gullbringa o.fl. Er skrímsliö i Kleifarvatni komiö á kreik? Létt ganga f. alla. Verö 350 kr., frftt f. börn meö fullorönum. Brottför frá BSi, bensinsölu (i Hafnarfiröi v/kirkjugarö). Sjáumst! FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11798 og 19533. Dagsferó sunnudaginn 25. nóvember Kl. 13. Varöaöa leiöin á Hellls- heiöi — Hellisskarö — Kolvlöar- hóll (gamla gönguteiöln). Þetta er létt og skemmtileg gönguleiö. Brottför frá Umferöarmiöstöö- inni, austanmegin. Farmiöar viö bíl. Frftt fyrir bðrn I tylgd fullorö- inna. Feröafélag Islands. KFUM og KFUM Amtmannsstíg 2B Bænastund i kvöld kl. 20.00. Al- menn samkoma kl. 20.30. Gunn- ar J. Gunnarsson guöfræöingur talar. Ræöuetni: Ltf krlstlns manns. Æskulýöskór KFUM og KFUK syngur. Teklð á mótl gjðf- um í starfssjóö. Allir veikomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11798 og 19533. Dagsferó sunnudaginn 25. nóvember Kl. 134» Varöaöa Möin á Hell- ishetöi — HeHisskarö — Kol- viöarhóll (gamla gönguleiöin). Þetta er létt og skemmtlleg gönguleiö. Fararstjórl: Hjálmar Guömundsson. Brottför frá Um- feröarmiöstööinni, austanmegin. Farmiöar viö bi). Fritt fyrlr bðm ( fylgd fulloröinna. Verö kr. 350.00. ATH.: Af óviöráöanlegum ástæöum verður trestaó kvöld- vðku sem átti aö halda 28. nóv- ember þar til f janúar nk. Ferðafólag Islands Kristniboösfélag karla í Reykjavík Fundur veröur haldinn aó Lauf- ásvegi 13 mánudaginn 26. nóv. kl. 20.30. Lesin veröa bréf frá krfstniboóunum. Allir karlmenn velkomnir. Samhjálparsamkoma I Ffladelfíu f kvöld kl. 20. Fíladelflukórlnn syngur. Skírnarathöfn. Sam- hjálparkórinn syngur kórasyrp- ur. Jazzbandiö leikur. Vltnis- buröir og ávörp. Einsöngur Gunnbjörg Óladöttir. Stjórnandi Óli Agústsson. Alllr velkomnir. Samhjálp. Nýttlíf Kristió samfélag Samkoma i dag kl. 14.00 að Brautarholti 28. Verió velkomin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.