Morgunblaðið - 30.11.1984, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1984
Guðrún Pétursdóttir
— Minning
Fædd 23. janúar 1899
Diin 22. september 1984
Laugardaginn 29. september var
jarftsett frá Keflavíkurkirkju
Guftrún Pétursdóttir er lengst bjó
á Vesturbraut 3 þar i bæ. Guftrún
var fsedd 23. janúar 1899 á einu
býlanna við Stóru-Vatnsleysu á
Vatnsleysuströnd, dóttir hjón-
anna Agnesar Felixdóttur frá
Tungu í Ut-Landeyjum og Péturs
Jóakimssonar frá Auðnum á
Vatnsleysuströnd. Agnes og Pétur
áttu 8 börn. Elstur var Pétur er dó
um tvítugsaldur, þá Guðrún sem
hér er minnst, Felix er átti langa
starfsævi í Hamri, Guðjón fisk-
matsmaður, Sigurður netagerðar-
maður í Hafnarfirði, Hallbergur
sem látinn er fyrir allmörgum ár-
um, Jóakim vigtarmaður í Hafn-
arfirði og Margrét kaupkona þar.
Guðrún ólst upp í hópi systkina
og vina, en mannmargt var á
Ströndinni á þessum árum. Fljót-
lega fór hún að hjálpa til við bú-
stðrfin og fiskverkun, var komin í
vist um tíma í Reykjavík fyrir
fermingu, en til prestsins gekk
hún að Kálfatjörn og var fermd
þaðan. Síðan var hún í húsi Böðv-
ars kaupmanns í Hafnarfirði í 4 ár
og minntist þeirra ára með
ánægju. Er kom fram á þessa öld
fór fiskur að leggjast frá grunn-
miðum í Faxaflóa vegna ágangs
erlendra togara og var þá úti um
þá stórútgerð er stunduð hafði
verið við Vatnsleysuströnd og
fluttist fólkið þaðan, flest til
Hafnarfjarðar. Fjölskylda Guð-
rúnar var komin þangað 1921 og
bjuggu foreldrar hennar þar til
dauðadags. Pétur vann þar alla al-
genga verkamannavinnu, mest við
gatnagerð á meðan kraftar leyfðu.
Guðrún tók brátt þátt í þeim
störfum við sjávarsíðuna er til
féllu. Er hún var ráðskona við út-
veg Auðuns á Vatnsleysu á vertíð í
Sandgerði 1921 kynntist hún ung-
um manni úr Svarfaðardal, Jó-
hanni G. Guðjónssyni. Hann var
hraustur og fjörugur, spilaði á
harmoniku á böllum, þótti snjall
mótoristi og horfði bjðrtum aug-
um til framtíðarinnar. Guðrún og
Jóhann giftu sig í nóvember 1922,
bjuggu eitt ár f Keflavík, síðan í
Hafnarfirði til 1925, er þau fóru
aftur suður og voru þar síðan.
Fyrstu árin bjuggu þau í hluta
af Duushúsi er stóð í elsta hluta
bæjarins. Á þeim árum átti Guð-
rún oft erfitt og þurfti að leggja
sig alla fram fyrir sig og sína. Eig-
inmaðurinn oftast á síldarskipum
fyrir norðan yfir sumarið og
stundum í Sandgerði á vertíðinni,
en konan ein heima með börnin.
Vatn þurfti allt að flytja úr
brunni við Brunnstíginn, borið í
fötum eða ekið á handvagni.
Þvottur fluttur að brunninum til
skolunar. Guðrún vann utan heim-
ilis alla þá vinnu er var að fá. Við
fiskbreiðslu upp á reitum þegar
þurrkur var og hafði hún þá
barnahópinn með sér og fóru þau
að hjálpa til eins fljótt og kraftar
leyfðu. Síldarsöltun fór fram á
planinu fyrir ofan miðbryggjuna
og var þá stutt fyrir hana að fara
þangað í vinnu og eins í fisk-
þurrkhúsið gamla er stendur fyrir
neðan. Þrátt fyrir mikla vinnu úti
við hugsaði Guðrún vel um börnin
og heimilið. Hún var natin við að
sauma nær allan fatnað á sig og
börnin og er það furða hve mikið
hún og reyndar flestar húsmæður
á þessum árum komust yfir að
gera við þær aðstæður sem fyrir
hendi voru.
Guðrún var félagslynd kona og
starfaði mikið fyrir Kvennadeild
Slysavarnafélagsins í Keflavík og
lagði mikið á sig við undirbúning
basars félagskvenna og aðra fjár-
söfnun. Einnig var hún góður fé-
lagi í systrafélagi kirkjunnar.
Börn Guðrúnar og Jóhanns eru:
Elstur er Guðjón, f. 8. mars 1923,
kv. ólöfu Pétursdóttur, þau eiga
Stefaníu, Auði, Björk og Ingi-
björgu; Pétur, f. 23. júní 1925, kv.
Sveinbjðrgu Karlsdóttur og eiga
þau Guðrúnu, Ingunni Steinu,
Sævar, Pétur og fóstursoninn
Braga; Agnes, f. 23. janúar 1927, g.
Haraldi Sveinssyni, þau eiga
Soffíu, Ásdísi, Jóhann og Svein.
Yngstur er Jón, kv. Jónu Sigur-
I gisladóttur og eiga þau Stefaníu,
Guðbjörgu, Jóhann Gunnar og
Sigurgeir, er þau misstu fyrir
rúmu ári.
Alls eru afkomendur Guðrúnar
og Jóhanns nú 43, allt hið mann-
vænlegasta fólk.
Líf og starf Guðrúnar var eins
og margra Islendinga af alda-
mótakynslóðinni. í fyrstu erfitt og
vonlítið meðan þjóðin var að berj-
ast úr örbirgð til bjargálna, unnið
var langan vinnudag og afrakstur-
inn lítill. En allir lögðu sig fram
eins snemma og kraftar leyfðu og
smátt og smátt fór að birta til.
Atvikin skipuðu málum á þann
veg að stríðið færði okkur atvinnu
og fjármuni. Lífskjörin tóku stökk
til hins betra.
Guðrún og Jóhann gátu horft
bjartari augum til framtíðarinn-
ar. Er þau höfðu komið sér fyrir í
nýju húsi, sem þau reistu 1942 á
Vesturbraut 3 með góðri aðstoð
barnanna, gat Guðrún farið að
sinna einu af mörgum áhugamál-
um. Hún gat farið að rækta sinn
eiginn garð og hafði af því mikla
ánægju. Oft er stormasamt suður
með sjó, en á sólskinsstundum gat
Guðrún ótrúlega náð að hlúa að
gróðrinum í garði sínum og sýndi
hún börnum og barnabörnum
árangur erfiðis síns með miklu
stolti. Börnum sínum var hún stoð
og stytta, enda augljóst að oft var
hún í hlutverki beggja foreldra, er
faðirinn var löngum fjarverandi á
sjónum. En ekki var hún síður
mikil amma. Meðan heilsa entist
leið varla sá dagur að ekki tæki
hún opnum örmum á móti ein-
hverju barnabarnanna. Og á stór-
hátíðum mörgum helgum komu
allir í mat og kaffi heim á Vestur-
braut 3. Það var ánægjulegt að
mega sjá hve fjölskyldan var sam-
hent um að tengja böndin og
rækta velvilja og vinarþel innan
hópsins. Og ekki átti Guðrún
minnstan þátt í því að svo vel hef-
ur til tekist. 011 samskipti við
tengdamóður mína hafa verið á
einn veg. Frá því ég kom þar fyrst
inn fyrir dyr var mér tekið með
ástúð og hlýju. Hún tók mér eins
og einum syni til viðbótar. Og það
sama má segja um börn mín. Ég
veit að það verður þeim ómetan-
legt á lífsleiðinni að hafa fengið að
alast upp við þá elsku og um-
hyggju sem amma og afi í Kefla-
vík veittu þeim í hvert sinn er þau
hittust. Hjónaband Guðrúnar og
Jóhanns var traust og hamingju-
samt. Síðustu æviár Jóhanns fór
heilsu þeirra beggja hrakandi og
áttu þau erfitt með að sjá um sig
ein. Nutu þau þá mikillar og góð-
rar umhyggju tengdadætra sinna
er skiptust á að vitja þeirra. Guð-
rún missti mikils er Jóhann féll
frá 26. júlí 1980. Var þá þannig
komið heilsu hennar að hún gat
ekki séð um sig sjálf. Tóku þá Pét-
ur sonur hennar og Sveinbjörg að
sér að búa gömlu konunni hlýlegt
ævikvöld og var hún á heimili
þeirra við hina bestu umhyggju.
Svo kom þó að hún þurfti meiri
umönnun og fór hún þá á Garð-
vang, en er meira dró af henni á
Sjúkrahús Keflavíkur. Naut hún
þar hinnar bestu hjúkrunar og
skal starfsfólki öllu á þessum
stofnunum færðar alúðarþakkir.
Síðasta árið var mjög dregið af
Guðrúnu og var hún næstum kom-
in úr þessum heimi. Yfir lauk að
morgni laugardagsins 22. sept-
ember sl. Vift kveðjum Guðrúnu
með miklum söknuði en vitum að
hún á góðar viðtðkur visar í nýj-
um heimkynnum.
Blessuð sé minning hennar.
Haraldur Sveinsson
Kveðjuorö:
Olafur Sigvaldason
á Sandanesi
Fæddur 1. október 1910
Dáinn 11. október 1984
Hinn 20. október sl. var til
moldar borinn frá Hólmavíkur-
kirkju Ólafur Sigvaldason, til
skamms tíma bóndi að Sandnesi á
Selströnd við Steingrímsfjörð.
Samsveitungur Olafs og æsku-
félagi, Þorsteinn Matthíasson frá
ja Kaldrananesi hefur áður hér í
blaðinu gert nokkra grein fyrir
ætterni Ólafs, kvonfangi og af-
komendum. Ég læt því nægja að
bæta því við sem mörgum er að
sjálfsögðu kunnugt, að Ólafur var
dótturdóttursonur Torfa Einars-
sonar alþingismanns á Kleifum. í
bók Halldóru Bjarnadóttur, Vefn-
aður á íslenskum heimilum, er
þetta haft eftir hagleiksmannin-
um og hagyrðingnum Jörundi
Gestssyni á Hellu varðandi vefnað
í Kaldrananeshreppi: „Síðast var
ofið hér á Sandnesi af Guðbjörgu
Einarsdóttur, húsfreyju. Óf hún
allt hugsanlegt voðar kyns:
ábreiður, dregla, jafnvel brekán,
og kunni iðn sína til fullnustu." —
Af þessu hvoru tveggja er aug-
ljóst, þótt eigi sé frekar rakið, að
ekki átti Ólafur langt að sækja
ýmsa þjóðlega þætti og blæbrigði í
fari sínu, er svolítið verður vikið
að hér á eftir.
Auk búskapar á Sandnesi
gegndi ólafur margvíslegum trún-
aðarstörfum í þágu sveitar sinnar.
Má þar til telja m.a. að sýslu-
nefndarmaður var hann í tuttugu
ár og hreppsnefndarmaður í fjög-
ur ár. Hann var um skeið formað-
ur Búnaðarfélags Kaldrananes-
-hrepps og stóð framarlega í rækt-
unarstörfum, ungmennafélags-
hreyfingu og íþróttamálum sveit-
arinnar. Þá var hann deildarstjóri
og endurskoðandi hjá Kaupfélagi
Steingrímsfjarðar um árabil og
vegavinnuverkstjóri í nokkur ár,
m.a. við lagningu vegar áleiðis
norður í Árneshrepp um Kald-
baksvík og Kaldbakskleif.
Ólafur Sigvaldason var ærið
litríkur persónuleiki og af og frá
að hann rynni saman við fjöldann
og flatneskjuna án þess að eftir
honum væri tekið. Hann var vel
lesinn og fróður, ekki hvað síst í
tslendingasögum og öðrum þjóð-
legum fræðum. Hann fylgdist vel
með gangi þjóðmála og veitti
grannt gætur persónum og leik-
endum á sviði íslenskra stjórn-
mála. Sjálfur vissi hann til hlítar
hvar hann fann sig í flokki, og
hefði urftu mikið dómgreindar-
leysi til að láta sér detta í hug að
hnika honum þar eitthvað til. Þó
fór því fjarri að hann væri þröng-
sýnn eða ósanngjarn varðandi
menn og málefni. Hann lét and-
stæðinga meðal frammámanna ís-
lenskra stjornmála jafnan njóta
sannmælis varðandi orð og at-
hafnir, teldi hann sig sjá þar
eitthvað bitastætt.
ólafur var mikill félagshyggju-
maður og naut sín vel á mann-
fundum. Hann var samræðusnill-
ingur af eðli sinu án nokkurrar
skólunar þar að lútandi. Honum
voru eðlislægir tilþrifamiklir,
leikrænir tjáningartaktar, sem
undirstrikuðu oft og tíðum frjóar
samræður og gáfu þeim líf og lit.
Fór enda iðulega svo að gleymast
vildi staður og stund í samræðum
við ólaf, og þótti manni jafnan
sem rabbið væri rétt að byrja,
þegar knúðar dyr eða gjallandi
bifreið klipptu á þráðinn og ólafur
var rokinn.
Líkt og aðrir duglegir menn gat
Ólafur verið mishittinn. Viðmót
hans gat orðið ískalt og fráhrind-
andi, ef þannig blésu vindar. Ég
komst ekki hjá því að taka eftir
því. Hitt er mér þó miklu ríkara í
minni, hversu alúðlegur, hýr og
þjóðlegur hann oftast var í sam-
ræðu og hve gott var þá að blanda
við hann geði. y
Það var einhverju sinni, að við
Ólafur höfðum setið daglangt yfir
hreppsreikningum, sem hann var
að endurskoða og eigi ávallt orðið
á einu máli varðandi reiknings-
færslur. Þjarkaðist nú dagurinn
áfram uns við náðum saman um
síðir og Ólafur skrifaði undir. Var
þá dagur að kveldi kominn, er við
veltum af okkur reiðingum, feng-
um okkur svolitla hressingu og
tókum upp léttara hjá. Æxlaðist
svo til, að við urðum samferða inn
eftir Selströnd á fallegu vorkvöldi
áleiðis heim að Sandnesi. Varð
mér að orði einhvers staðar leiðar-
innar að víða væri fallegt á Sel-
strönd, og tók ólafur undir það.
Spurði ég hann þá, hvar hann
hefði komið á landinu, er honum
væri helst í minni sakir náttúru-
fegurðar. Eftir eilítinn þanka
kvað hann sér seint mundu líða úr
minni vorkvöldin og sumarnæt-
urnar norður í Kaldbaksvík.
„ ... Hefk lönd og fjöld frænda
flýit, en hitt er nýjast:
Kröpp eru kjör ef hreppik
Kaldbak en lætk akra.“
Sínum augum lítur hver silfrið,
og virðist auðsætt að eigi hafi þeir
með öllu notast við sama sjónar-
horn undir Kaldbak, þeir önundur
tréfótur og Ólafur á Sandnesi. Og
höfðu þó báðir nokkuð til síns
máls.
Þrátt fyrir þetta verður þó varla
sagt að við ólafur Sigvaldason
kynntumst náið þau þrettán ár er
við deildum sama hreppi. Munum
við jafnan hafa haft nokkurn vara
á okkur hvor í annars garð, eink-
um framan af, og munu lands-
mála- og sveitarstjórnarpólitík
hafa valdið þar einhverju um. Ég
má þó segja, að með árunum höf-
um við strikað út æ fleiri spurn-
ingarmerki hvor í sambandi við
hinn, enda var ólafur þeirrar
gerðar, að honum veittist næsta
auðvelt að komast af við hinar
ýmsu gerðir og persónuleika sam-
ferðamanna sinna. ófáar samræð-
ur áttum við í bróðerni og gengum
saman á glaðri stund.
Eitt er víst. Við, sem kynntumst
Ólafi á Sandnesi lengur eða skem-
ur, gleymum honum ekki svo glatt,
og mannlífið við Steingrímsfjörð
er svipminna að honum gengnum.
Þeim orðum til fulltingis stendur
með öðru sú staðreynd, að útför
hans frá Hólmavík var einhver
hin fjölmennasta, er menn minn-
ast hér um slóðir.
Megi vornæturljómi Kaldbaks-
víkur, ásmt með öðru góðu, um-
vefja hann og endast til eilífrar
uppfyllingar draumsins um dag
eftir þennan dag, handan við gröf
og dauða.
Með samúðarkveðjum frá mér
og mínum til aðstandenda hins
látna.
Þórir Haukur Einarsson
SVAR
MITT
eftir Billy Graham
Heimshyggja
I söfnuðinum okkar eru miklar umræður um veraldarhyggju
meðal kristinna manna. Ég skil ekki, hvað menn eiga við, þegar
þeir segja, að sumar skemmtanir séu veraldlegar. Verið svo vænir
að útskýra þetta.
Þetta orðalag er nú ekki í Biblíunni, en það þarf að
skilgreina það. í 1. bréfi Jóhannesar 2,15 segir: „Elskið
ekki heiminn, ekki heldur þá hluti, sem í heiminum
eru. Ef einhver elskar heiminn, þá er kærleiki til föð-
urins ekki í honum."
Ef þér lesið þennan kafla í Biblíunni, komizt þér að
raun um, að heimshyggja er fremur afstaða en bein
þátttaka í einhverri athöfn. Það, sem Jóhannes er að
fjalla um, þegar hann varar við því að elska heiminn,
er það sem er andstætt ríki Guðs í þessum heimi.
Veraldlegir hættir og afstaða samræmast ekki ríki
Guðs. Sá, sem bindur hug sinn við hluti þessa heims,
verður vonsvikinn og hryggur. En það er hið eilífa og
varanlega, sem við erum hvattir til að elska.
Kristur hvatti okkur til að leita ríkis Guðs, ekki ríkis
þessa heims.