Morgunblaðið - 30.11.1984, Síða 51

Morgunblaðið - 30.11.1984, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1984 51 velvakaíÍdi SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS nv {/jjSraft''uÞ\ Fagurt fordæmi Steindórs Jónas Pétursson fyrrv. alþingis- maður skrifar: Fyrir skömmu var í fréttatíma útvarpsins viðtal fréttamanns við Steindór Pálmason frá Garðshorni á Þelamörk út af því að Steindór hafði nýlega gefið tvær milljónir króna til Heilsu- ræktarstöðvar í Kjarnaskógi sem Náttúrulækningafélag Ak- ureyrar er að koma upp. f viðtal- inu gerði Steindór ekki mikið úr upphæðinni, enda maðurinn aldrei verið hneigður til að ber- ast á. Bn í lok samtalsins lét hann í ljós, að jafnframt því að styðja framkvæmdina með þessu fjárframlagi vildi hann ekki sið- ur með þessari gerð vísa öðrum leiðina, vera til fyrirmyndar í því að styðja með fjárframlagi þessa þörfu framkvæmd, til dæmis rosknu fólki, sem ætti þess kost, við nána yfirvegun, að leggja Heilsuræktinni í Kjarna- skógi lið. Með þessum orðum vil ég vekja frekari athygli á gerð Jónas Pétursson Steindórs Pálmasonar og orðum þeim, er hann lét fylgja. Dúsa fyrir íslendinga Siggi flug skrifar: Kæri Velvakandi minn. Ekki ætla ég nú að gerast mik- ill rithöfundur og skrifa þér á hverjum degi, en ég gat ekki orða bundist er ég sá Morgunblaðið (aukablaðið) í morgun. í aukablaðinu gefur að líta „könnun Hagvangs á gildismati og mannlegum viðhorfum fslend- inga“, hvorki meira né minna. Þetta mun vera nokkurskonar prófverkefni Hagvangs til þess að komast inn hjá Gallup-stofun- inni, og kallast marktækir á slík- ar kannanir. Ég held, að þessi könnun sé gerð í sérstökum tilgangi, ein- mitt núna, og sé í raun og veru eins og nokkurskonar dúsa (snuð) fyrir okkur fslendinga til þess að sjúga í þessu gengis-máli, sem auðvitað varðar okkur öll eins og allt er í pottinn búið. Dúsa til þess að draga athyglina frá því raunverulega, sem er auð- vitað gengislækkunin. Núverandi ríkisstjórn fór vel af stað enda þótt ráðstafanir hennar hafi bitnað á þeim er lægst hafa kjörin. Eftir góðæri striðsáranna er kominn tími til fyrir okkur að strengja ólina nokkuð og borga til baka það sem við höfum etið fram yfir alla getu okkar á því sviði. Nú er komið að skuldadögunum, við verðum að borga til baka það sem við höfum eytt fram yfir það sem við höfðum ráð á. NÖTOLACT orkugjafi fyrir kýr, til að fyrirbyggja súrdoða og auka sykurmagn í blóðinu. Einn pakki 21 kg. hæfilegur skammtur fyrir eina kú, daglega fyrir og eftir burð (6 vikur). NÖTACÉT (fljótandi) til að eyða súrdoða sem þegar er fyrir hendi og hækka blóðsykur magnið. Fljótvirkt og árangursríkt. Einn brúsi 1.8 lítrar hæfilegur skammtur fyrir eina kú. GAMATOX baðduft, eyðir tilteknum sníkjudýrum úr húð og hári húsdýra. í ár er baðár, eigum baðduftið til í 500 g pökkum og er það sérstaklega ætlað til böðunar sauðfjár. Einnig NUTRICHIP vítamín fyrir hesta og saltsteinar, hvítir, rauðir og bláir. Selt í kaupfélögunum um land allt og í verslun okkar Ármúla 3. Leiðbeiningar á íslensku fyrir öll þessi efni. BUNADARDEILD ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 HAGRÆOINGhf starfsmenn stjóinun skipulag Námskeið í sölusálfræði og samskiptafræði Hagræöing hf. heldur enn eitt námskeiöiö í sölusál- fræöi og samskiptatækni helgina 1. og 2. desember 1984 í Eiríksbúð Hótel Loftleiöum kl. 9—16 báöa dagana. Efni: — Opin og leynd samskipti og mikilvægi þeirra viö kaup og sölu. — Atferlisgerðir og áhrif þeirra á kaup og sölu. — Samtalstækni. — Ákvaröanataka og hvernig má hafa áhrif á hana viö kaup og sölu. — Tilboð, eöli þeirra og uppbygging. — Samningar og hin ýmsu stig þeirra — Mikilvægi tvíbindingar samninga (sölubinding/- sálfræðileg binding) — Persónuleikaþættir og samskiptagerðir, nýting þeirra til áhrifa í sölu Þátttakendur: Námskeiöiö er ætlaö sölufólki, innkaupastjórum, verslunarstjórum, afgreiðslufólki og „andlitum fyrir- tækja útáviö". Leiðbeinendur: Bjarni Ingvarsson, MA. Bjarni hefur stundaö nám í skipulags- og vinnusálfræöi viö Háskólann í Lancast- er, Englandi. Hann er aö Ijúka doktorsnámi frá sama skóla. Hann hefur stundaö rannsóknir heima og er- lendis. Hann er nú starfsmaður Hagfræöingar hf. Hagræöing hf. er ráögjafa- og fræöslufyrirtæki á sviöi starfsmanna Ltd. í Englandi. Viö bjóöum uppá m.a.: „AMP-stjórnunarráögjöf, starfsmannasvipm- ynd, ýmis námskeiö og leiötogaseminar. Nánari upplýsingar og tilkynningar um þátttöku í síma 84379. Okka*.. _ jSfödSís* “BLDM&WEXTIR Hafnarttrmti 3. - VTD MIKLATORC.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.