Morgunblaðið - 18.12.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.12.1984, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984 MorgunblaAið/Öl.K.Mag. f gær var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík útför Þorsteins Hjálmars- sonar dómvarðar I Hestarétti íslands. Sjö dómarar Hcstaréttar og haestaréttarritari báru kistu hins látna úr kirkju. Hefur það ekki áður gersL Líkmenn eru talið frá hægri: Magnús Þ. Torfason, Sigurgeir Jónsson, Halldór Þorbjörnsson, Magnús Thoroddsen, Þór Vilhjálms- son, Guðmundur Skaftason, Guðmundur Jónsson og Björn Helga&on. Björn Sveinbjörnsson hæstaréttardómari átti að bera kistuna en forfall- aðist vegna veikinda. ______________________________________ Iðnaðarráðherra um afstöðu Náttúruvemdarráðs til Kísiliðjunnar: Þetta kann að vera vandi næstu aldar Afgreiði beiðni Kísiliðjunnar um leið og hún berst mér „ÞAÐ kann að vera að sá vandi komi upp á næstu öld að ástæða verði til að kanna þetta nánar, en það verður vandamál þess tíma. Ég afgreiði þessa beiðni Kísiliðjunnar samstundis og hún kemur á mitt borð. Eg veit ekki hversu valdsvið Náttúruverndarráðs er mikið, en ég mun halda fast við það að Kísiliðjan geti starfað áfram,“ sagði Sverrir Hermannsson iðnaðarráð- herra, er borin var undir hann frétt Mbl. um að Náttúruverndarráð ætli að mótmæla því að Kísiliðjan við Mývatn fái endurnýjað námaleyfí sitt til 20 ára. Hákon Björnsson framkvæmda- stjóri Kísiliðjunnar sagði í viðtali við Mbl., að námaleyfið rynni út 1986 og að þeir hefðu sótt um endurnýjun i ágústmánuði sl. Hann sagði að þar væri ekki farið fram á 20 ára tímabil, en aftur á móti hefðu þeir lýst því yfir að æskilegt væri að fá leyfið í þann Nýtt hlutafélag stofnað í dag: Til eflingar fyrir- tækjum í einkarekstri STOFNFUNDUR hlutafélags til eflingar fyrirtækjum í einkarekstri verður haldinn í dag á Hótel Loftleiðum, Vfltingasal, og hefst hann kl. 15. Að sögn Árna Árnasonar framkvæmdastjóra Verzlunarráðs íslands, sem er einn af undirbúningsaðilum að félagsstofnuninni, er hugmyndin sú að virkja saman í eitt félag menn úr ýmsum greinum einkarekstrar til að takast á við nýjar hugmyndir í atvinnulífinu og koma til aðstoðar við starfandi fyrirtæki í tímabundnum erflðleikum. Árni Árnason sagði að við und- irbúning að stofnun félagsins hefði verið unnið eftir fyrirmynd- um erlendis frá og væri nýjasta dæmið félag sem stofnað hefði verið í Noregi á þessu ári. í félagi sem þessu væri hugmyndin sú, að þrenns konar aðilar gerðust hlut- hafar. 1 fyrsta lagi fjármögnunar- fyrirtæki, í öðru lagi ráðgjafa-, sérfræðiþjónustu- og tæknifyrir- tæki. Og í þriðja lagi fyrirtæki al- mennt í einkarekstri, iðnaði, verzlun eða sjávarútvegi. Árni sagði ennfremur, að hug- myndin væri sú að þegar upp kæmu verkefni sem virtust álitleg yrði gerð úttekt á verkefninu og málið síðan kynnt fyrir hluthöfun- um og unnið að því f samvinnu við þá og þá jafnvel með utanaðkom- andi fjármagni. Ekki væri verið að tala um mikið hlutafé í félaginu, e.t.v. 10 milljónir króna, og því væri ekki gert ráð fyrir að félagið sjálft fjármagnaði stóra hluti. Árin þöglu í ævi Jesú Þjóðsaga gefur út bók dr. Potters sem byggð er á Dauðahafshandritunum BÓKAÚTGÁFAN Þjóðsaga hefur sent frá sér bókina Árin þöglu ( ævi Jesú, eftir dr. Charles Francis Potter. Bókin er þýdd af Árelíusi Níelssyni og Gísla Olafssyni. í kynningu útgáfu bókarinnar segir m.a.: Eins og nafn þessarar bókar ber með sér fjallar hún um „þöglu árin“ i ævi Jesú, sem biblían er undarlega þögul um. Það hefur öldum saman verið ráðgáta unnendum biblíunnar og fræðimönnum sem rannsakað hafa hana, hvar Jesús dvaldi þessi átján ár af ævi sinni, frá tólf ára aldri þegar hann hlýddi á lærimeistarana í helgidóm Gyðinga í Jerúsalem og allir undruðust spurningar hans og andsvör, og þar til hann þrítugur að aldri, kom fram á sjónar- sviðið sem prédikari og boðberi nýrra sanninda. Hið mikla handritasafn, bóka- safn Essena, sem fannst i Kúmran-hellunum við Dauða- hafið árið 1945 og næstu ár á eftir, gefur að áliti höfundar svar við þessari aldagömlu spurningu. Hann leiðir að því sterkar lkur, að Jesús hafi á þessum þroskaárum sínum haft náin kynni af þessu merka bóka- safni Essena og hinni háþróuðu menningu sem ríkti i samfélagi þeirra. Hann hafi þvi verið há- menntaður þegar hann hóf trú- boðsferil sinn en ekki óupplýstur farandprédikari sem fyrir skyndilegan innblástur og guð- legan uppruna sinn stóð alskap- aður meðal lýðsins og boðaði honum nýja trú. Dr. Potter kallar bók sina „ögrun við kristindóminn" og á þá við að biblían, sem kristin kirkja byggir boðskap sinn á, þurfi í ýmsum mikilvægum at- riðum endurskoðunar við í ljósi þess sem fundist hefur i bóka- safni Essena. Þar megi finna óvæntan skyldleika við fjöl- margt í boðskap Jesú, sem bendi til að hann hafi haft náin kynni af bókum Essena Hann er einn- ig ósáttur við ýmsar þær breyt- ingar á bibliunni, sem fornir kirkjufeður gerðu á þingum sin- um, ýmist brottfellingar eða innibætur, og þá einkum útilok- un Enoksbókar og þær útstrik- anir sem gera varð á tilvitnun- um í þá bók í ýmsum ritum Nýja testamentisins. Hann hefur einnig sínar efasemdir um ýms- ar kenningar biblíunnar, svo sem kenningarnar um heilaga þrenningu, meyjarfæðinguna og guðlegan uppruna Jesú og vitnar þeim efasemdum til stuðnings i bókasafn Essena. Dr. Potter vekur athygli á þeirri undarlegu þögn sem rikt hafi meðal kirkjunnar manna um Dauðahafshandritin og telur hana stafa af ótta þeirra við að kynni almennings af þeim kunni að vekja efasemdir um eitt og annað i boðskap kirkjunnar. tíma vegna ýmissa ástæðna, svo sem markaðsmála, ákvarðana um fjárfestingar, atvinnuöryggi o.fl. Vegna yfirlýsinga Arnþórs Garð- arssonar liffræðings í blaðinu i gær sagði Hákon: „Varðandi það hvaða áhrif þetta hefur á Iífrfkið þá eru liffræðingar færari um að dæma það heldur en við, en hingað til hafa umsagnir líffræðinga og þá sérstaklega Arnþórs frá mín- um bæjardyrum séð einungis ver- ið staðhæfingar, án þess að að baki liggi nein vísindaleg rök. Eg er því alveg sammála Þóroddi Þóroddssyni formanni stjórnar Rannsóknarstöðvar Laxár og Mý- vatns, að það er þörf á meiri vitn- eskju um áhrif úrtökunnar. Það er því óþarfi að vera með upphrópan- ir og sleggjudóma, án þess að hafa nánari bakgrunn á bak við slíkar yfirlýsingar." Páll Flygenring ráðuneytis- stjóri í iðnaðarráðuneytinu sagði, að þessi ákvörðun Náttúruvernd- arráðs væri í hæsta máta óþægi- leg. Hann sagðist hafa haft sam- band við framkvæmdastjóra Nátt- úruverndarráðs í þeim tilgangi að biðja hann að koma á fundi í sam- starfsnefnd iðnaðarráðuneytis og Náttúruverndarráðs um orkumál. Mál þetta hefði enn ekki verið rætt og hefði ráðið því engar nýjar upplýsingar í málinu. „Þar hefur ekki verið fjallað um málið og ég ætla að biðja þá snarlega að leggja það frekar fyrir nefndina, áður en þetta er afgreitt, þar sem mig grunar að þá skorti upplýsingar," sagði ráðuneytisstjóri. Aðspurður um hverjir hefðu rétt á að gerast hluthafar sagði Árni: „Það geta eiginlega allir að- ilar sem vinna að markmiði fé- lagsins, það er að taka þátt i nýj- ungum í atvinnulífinu og endur- reisnarstarfi. Við gerum ekki greinarmun á atvinnugreinum, en við erum að hugsa um fyrirtæki í einkarekstri." Ýmsir aðilar hafa unnið að und- irbúningi að stofnun félagsins, en undirbúningsnefnd stofnfundar skipa Páll Sigurjónsson formaður Vinnuveitendasambands Islands, Ragnar S. Halldórsson formaður Verzlunarráðs íslands og Víglund- ur Þorsteinsson formaður Félags ísl. iðnrekenda. túni í Helgafellssveit á Snæfells- nesi 1898, sonur Jóhannesar Ein- arssonar og Guðbjargar Jónsdótt- ur. Ungur að árum fór hann í fóst- ur til séra Jóns Magnússonar og konu hans Steinunnar Þorsteins- dóttur í Bjarnarhöfn á Snæfells- nesi. Tvítugur að aldri flutti hann til Reykjavíkur og hóf þar versl- unarstörf, en réðst síðan til starfa við Landsbanka Islands þar sem hann starfaði óslitið í yfir 40 ár. Var Jóhann einn af stofnendum Starfsmannafélags Landsbanka íslands. Á allra síðustu árum starfaði Jóhann við Kassagerð Reykjavíkur. Jóhann starfaði einnig um áratuga skeið sem öku- kennari og munu margir einnig minnast hans úr því starfi. Jöhann Jóhannesson fyrrv. bankafulltrúi látinn Látinn er í Reykjavík Jóhann Jó- hannesson fyrrverandi banka- fulltrúi, 86 ára að aldri. Jóhann var fæddur aö Undir- Eftirlifandi kona Jóhanns er Sigurbjörg Siggeirsdóttir og eign- uðust þau þrjú börn, önnu Sigríði, Val og Örn. Heimsmeistaraeinvígið: Kasparov hótaði tvfyegis máti GARY Kasparov áskorandi heims- meistarans í skák virðist heldur bet- ur vera að sekja í sig veðrið ef marka má tvær síðustu einvígisskák- ir. Kasparov hlaut sinn fyrata vinn- ing er 32. skákin var tefld á mið- vikudaginn var og í gær tefldi hann af krafti með svörtu, jafnaði taflið, að því er virtist án erfiðleika, og áð- ur en samið var í 20. leik hafði hann tvisvar tiótað að máta Karpov. 33. skákin: Hvftt: Karpov Svart: Kasparov Slavnesk vörn 1. Rf3 — d5, 2. d4 — Rf6, 3. c4 — e6, 4. Rc3 — c6, 5. e3 — Rbd7, 6. Dc2 — Bd6, 7. e4 — e5I? Nýr leikur í stöðunni. Hér er næstum alltaf leikið 7. — dxe4. Kasparov fórnar peði, en nær því síðan aftur og hefur þá létt mjög á stöðu sinni. 8. cxd5 — cxd5, 9. exd5 — exd4, 10. Rxd4 — 0-0, 11. Be2 — Rb6, 12. 00 — Rbxd5, 13. Rxd5 — Rxd5, 14. Hdl Hér hefði 14. Bf3? verið grófur afleikur vegna 14. — Dh4! — De7, 15. Bf3 Nú héldu ýmsir skákskýrendur í Moskvu að Kasparov væri kominn í vandræði, en hann bjargar sér með tveimur máthótunum í röð: 15. — He8I, 16. g3 - Bh3I, 17. Bd2 — Be5,18. Bxd5 — Bxd4,19. Bc3 — Bxc3, 20. Dxc3 og nú var samið jafntefli. Eftir skákina skoðuðu þeir Karpov og Kasparov ýmsa möguleika saman, en fátítt er að keppendur í heimsmeistaraeinvígi geri slíkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.