Morgunblaðið - 18.12.1984, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 18. DESEMBER 1984
Dagur
í lífí
drengs
Bókmenntir
Siguröur Haukur Guðjónsson
Höfundur: Jóhanna Álfheiður
Steingrímsdóttir
Myndskreyting: Hringur Jóhannes-
son
Prentun: Prentsmiójan Oddi hf.
Útgefandi: Ióunn
Þetta er bráðskemmtileg bók,
fjallar um vandamál sem fastar
og fastar sækir að íslenzkri þjóð.
Sú var tíð að börn fylgdu foreldr-
um til starfa, voru þátttakendur í
hinni daglegu önn, eftir getu og
þroska. Nú eru þau ein og yfirgef-
in, hreinlega fyrir. Foreldrarnir
báðir verða að halda út á vinnu-
markaðinn, ef fjölskyldan á að
hafa í sig og á, og sé hún að koma
sér upp húsi, nú þá verður hún að
leggja nótt við dag, stofna heilsu
og hamingju í hættu, því mikið
vilja þeir fá fyrir sinn snúð, sem
fjármagnið þykjast eiga. Lítil
börn verða þá fyrir, ráfa um með
leiða sinn, finna helzt gaman og
sátt við lífið í draumum. Þau
dreymir væng til þess að hefja sig
upp af þeim stað sem þau eru
tjóðruð á, dreymir vin sem hefir
tíma til þess að hlusta, tíma tii
þess að vera vinur. Jóhanna lýsir
þessu mjög vel. Drengurinn henn-
ar trúir því að með fjöður í hendi
/
geti hann svifið, og það gerir
hann, hittir himintunglin í bólinu,
hittir golu og vind, hittir tröll, já
hann svífur hátt í draumum sín-
um lítill drengur með þrá og skiln-
ing og kærleika í brjósti. Fjöðrin
og tregi drengsins minnti mig
mikið á listaverkið Dumbo The
Flying Elephant eftir Walt Disney
og er ekki leiðum að líkjast.
Stíll Jóhönnu er fagur, ljóð-
rænn: nHúsin í þorpinu kúrðu eins
og ungar í hreiðri í hvilft á milli
sjávarkambsins og fjallsins, en
sum teygðu sig þó lítið eitt upp í
fjallshlíðina. Þegar gott var veður
og vindurinn svaf einhvers staðar
uppi í fjallaskörðunum glampaði
sjórinn eins og bráðið silfur og
fjallið og húsin i hlíðinni spegluðu
sig í víkinni og urðu eins og álfa-
hallir á sjávarbotni, þá var víkin
sannkölluð Álfavík. En stundum
svarraði brimið við sand og kletta
og orgaði við dranga og sker svo
að Dúlla fannst kalt vatn renna
niður bakið. Þá hefði staðurinn al-
veg eins getað heitið Tröllavfk.*
Svona skrifa aðeins fáir útvald-
ir. Myndir Hrings eru handverks
þess er kann, fíngerðar, listaverk.
Prentun og allur frágangur til
fyrirmyndar. Hafi Iðunn þökk
fyrir mjög góða bók.
Spenna og
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Bryndís Schram:
HATT UPPI.
Átta flugfreyjur segja frá.
Setberg 1984.
í Hátt uppi ræðir Bryndís
Schram við átta fyrrverandi og
núverandi flugfreyjur. 1 formála
skrifar hún:
„Flugfreyjustarfið hefur löng-
um heillað ungar stúlkur. Það gef-
ur fyrirheit um munað og glæsi-
leik, ævintýri á ókunnum strönd-
um. Og óneitanlega veitir það ung-
um stúlkum tækifæri til að sjá sig
um I heiminum og kynnast nýju
fólki.”
Einnig stendur i formála
Bryndísar:
„Það er ekki þjónustustarfið um
borð í vélinni, sem dregur þær til
sín, heldur miklu fremur spennan,
sem umlykur það — hraðinn, fjar-
lægðirnar, ný andlit, ókunnir stað-
ir og eftirvæntingin."
Bryndís veit hvað hún er að
segja því að sjálf hefur hún verið
flugfreyja.
Bryndís skýrir frá þvi að hún
hafi valið viðmælendur með að-
stoð Jóhönnu Björnsdóttur: „Við
leituðum uppi þær konur, sem
fyrstar allra gegndu þessum störf-
um hér á landi og auk þess konur
með óvenjulega reynslu úr flug-
Bryndís Schram
inu. Allra fyrsta flugfreyja Is-
lands var Sigriður Gunnlaugsdótt-
ir, en hún fórst árið 1947, er
Douglas-flugvél hrapaði í Héð-
insfírði."
Flugfreyjurnar sem tjá sig i
Hátt uppi eru Kristín Snæhólm,
Elínborg Óladóttir, Ingigerður
Karisdóttir, Erna Hjaltalin, Edda
Guðmundsdóttir, Gerða Jónsdótt-
ir, Christel Ahonius Þorsteinsson
og Oddný Björgólfsdóttir.
Óneitanlega les maður með mik-
illi forvitni frásagnir þeirra Ingi-
gerðar Karlsdóttur Þegar ég
„fórst“ (Geysisslys) og Oddnýjar
Á ferð með Kálund
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
P.E. Kri.stian Kálund: ÍSLENZKIR
SÖGUSTAÐIR. I. þýð. Haraldur
Matthíasson. 254 bls. Bókaútg. Örn
og Örlygur hf. 1984.
Ekki veit ég hversu vel Danir
muna eftir Kristian Kálund nú á
tímum. En íslendingi kemur nafn
hans kunnuglega fyrir sjónir. í
skólatíð minni — og vafalaust
bæði fyrr og síðar — nefndu ís-
lenskufræðingar nafn hans svo oft
að í minni hlaut að festast.
Kristian Kálund ferðaðist um
tsland árin 1872—74 og safnaði
efni til þess rits sem nú er loks að
koma út á íslensku. »íslenskir sög-
ustaðir* er réttnefni. En þó felur
ritið í sér víðtækari íslandslýs-
ingu. Kálund kom hingað ungur
maður. Eigi að síður hefur hann
verið svo vel að sér í íslenskum
bókmenntum — einkum forn-
bókmenntum — að fáir hafa þá
staðið honum á sporði. Og svo vel
hefur hann notað tímann hér að
undrum sætir. Staðfræði hans er
svo ýtarleg og nákvæm sem best
má verða. Þar að auki hefur
Kálund haft eitt fram yfir aö
minnsta kosti suma samtiðar-
menn sína íslenska: Hann hefur
ekki tekið gagnrýnislaust við trú-
girni íslensks almennings á stað-
fræði sagnanna. Afstaða margra
íslendinga á 19. öld til fornritanna
var sú að hvert orð, sem i þeim
stæði, væri óvefengjanlega rétt og
þar af leiðandi öll staðfræði sem
til þeirra teldist. Það var ekki fyrr
en kom fram á 20. öld að islenskir
fræðimenn tóku að horfa rannsak-
andi augum á þessa hluti, og var
þá ekki að furða þó þeir nefndu
stundum nafn Kálunds.
Þetta bindi fjallar um Sunn-
lendingafjórðung, þar með taldar
Vestmannaeyjar. Þýðandinn, dr.
Haraldur Matthíasson, fyigir bók-
inni úr hlaði með formála, auk
þess sem hann rekur nokkur
helstu æviatriði Kálunds og segir
ennfremur frá ferðum hans um
landið. Er Kálund heldur betur
heppinn að njóta hér samfylgdar
dr. Haralds því hann er manna
fróðastur um staðfræði fornrit-
anna og hefur skrifað um þá grein
meira en nokkur annar núlifandi
íslendingur, og minni ég þá fyrst
og fremst á rit hans, Landið og
Landnáma, sem kom út i hittí-
fyrra.
»Svo mætti virðast,* segir dr.
Haraldur í formála, »að of seint sé
nú aö þýða rit Kálunds og gefa út.
Þetta er þó ekki rétt nema að
nokkru leyti. Einkum á það við um
almennu landslýsinguna.* Eftir að
hafa nefnt nýrri rit, íslensk, um
sama efni kemst dr. Haraldur að
þeirri niðurstöðu að margar at-
huganir Kálunds séu enn »f fullu
gildi. Bók hans er því enn sem fyrr
undirstöðurit, og hver sá er athug-
ar íslenzka sögustaði, hlýtur að
hafa fulla hliðsjón af riti
Kálunds.«
Þýðingin er með ágætum. Auk
þess er ytra snið bókarinnar hið
veglegasta eins og hæfir riti af
þessu tagi.
hraði
Björgólfsdóttur, Ég fór með bæn-
irnar (Sri Lanka). Þessar frá-
sagnir eru báðar opinskáar og í
þeirri tóntegund sem sýnir hve
bilið er skammt á milli hvers-
dagslegra lífsvenja og þeirra sem
úrslitum ráða. Frásagnirnar eru
verulega snjallar að mínu mati og
þeim Ingigerði og Oddnýju til
mikils sóma.
Að gera upp á milli þessara
frásagna treysti ég mér annars
ekki. Bryndís hefur verið heppin
með viðmælendur, sjálf stendur
hún álengdar, freistar þess að láta
konurnar lýsa því sem skipt hefur
máli i starfi og lífi án þess að
blanda sér of mikið í úttekt þeirra.
Þetta er rétt stefna.
Hátt uppi er vitanlega dæmi-
gerð jólabók, en aldrei þessu vant
hefur slík bók töluvert að segja, á
erindi. Meðal þess sem gefur bók-
inni gildi er gott myndaval.
Það sem vekur athygli undirrit-
aðs lesanda er ekki síst það hve
konurnar eru ófeimnar við að tala
um persónuleg mál, segja frá
sjálfum sér, mökum og vinum. í
þeim köflum er víða nærgöngult
efni. Og um sögu flugmála er unnt
að fræðast af þessari bók, dæmi er
hin lifandi og efnismikla frásögn
Kristínar Snæhólms, Ég breytti
um lífsstíl og Þá voru engar rauð-
sokkur eftir Ernu Hjaltalín sem
ekki aðeins starfaði sem flug-
freyja heldur kann iíka að fljúga.
Og svo bara gifti ég mig eftir
Eddu Guðmundsdóttur forsætis-
ráðherrafrú hlýtur að teljast merk
heimild þegar fram líða stundir
því að hún lýsir ágætlega heimil-
ishögum á heimili sem skipt hefur
máli fyrir þróun íslenskra stjórn-
mála.
Frá Verkó til Víetnam eftir
Gerðu Jónsdóttur er hispurslaus
frásögn og geymir m.a. ýmsar
upplýsingar um fræga menn: Rob-
ert Kennedy, Kirk Douglas og svo
vitanlega Guðna Jónsson, Sverri
Kristjánsson, Björn Þorsteinsson
og Bjúsa (Björn Bjarnason).
Gaman er að kynnast sjónar-
miðum Christel Ahonius Þor-
steinsson sem er finnsk að upp-
runa og hefur margt að segja um
íslendinga sem hittir í mark. EI-
ínborg Óladóttir dregur upp mynd
stríðsáranna og eftirstríðsáranna
þegar farið var á Borgina: „Þor-
valdur Steingrímsson, Villi Guð-
jóns og fíeiri snillingar héldu uppi
fjörinu. Við vorum í okkar fínasta
pússi, níðþröngum kjólum —
heimasaumuðum, auðvitað —
pinnaháum hælum, með hatta úr
Hattabúð Reykjavíkur. Strákarnir
allir í dökkum fötum. Við dönsuð-
um valsa, tangó og tjuttibúkk."
Bryndís Schram hefur með
fyrstu bók sinni kvatt sér eftir-
minnilega hljóðs. Hátt uppi er
dálítil samtímasaga, síður en svo
ómerk í sögulegu samhengi.
Úr sögu íslenskra kvenna
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Björg Einarsdóttir: ÚR ÆVI OG
fTTARFI ÍSLENSKRA KVENNA. I.
406 bls. Bókrún. Reykjavík, 1984.
Fyrir skömmu sendi Björg Ein-
arsdóttir frá sér Ljósmæðratal,
mikið rit og vandað. Nú kemur frá
hendi hennar annað rit sem einnig
fjallar um sögu íslenskra kvenna.
Hún segir meðal annars um það í
inngangsorðum: »Á tímabilinu frá
16. september 1983 til 25. apríl
1984 var undirrituð með erinda-
fíokkinn „Úr ævi og starfi ís-
lenskra kvenna" í Ríkisútvarpinu.
Hér koma nú fyrstu erindin fyrir
sjónir manna og er þar fjallað um
21 konu.« Getur Björg þess síðan
að fyrir hvatning og stuðning ann-
arra séu erindin nú komin út á
prenti.
Konur þær, sem Björg segir frá
í þessu fyrsta bindi ritsins, hafa
fíestar eða allar skarað fram úr á
einhverju sviði. Það þýðir þó ekki
að alltaf hafi farið saman gæfa og
gjörvileiki. Ein þeirra, sem léður
var að minnsta kosti andlegur
gjörvileiki en gæfa fallvölt, var
Guðný Jónsdóttir skáldkona, sú
sem ljóð voru birt eftir í Fjölni.
Hún var fríð »og full yndisþokka
og unnu henni flestir sem kynnt-
ust henni. En þrátt fyrir það urðu
örlög hennar átakanleg og ævin
stutt.« Ekki átti Guðný að þurfa
að lúta að kotungskjörum. Hún
var dóttir prests og giftist presti.
En henni var »kastað úr hjóna-
bandi saklausri af manni hennar«.
Og hún »dó af sjúkdómi, orsökuð-
um af skilnaðargremjunni*.
Látið er að því liggja í þættin-
um að presturinn, maður hennar,
hafi fundið að hún var honum
fremri að gáfum og það hafi hann
ekki þolað. Þótt Guðnýju sé lýst
sem viðkvæmri konu og fíngerðri
hefur hún verið hetja í skáld-
skapnum. Sá, sem talar svo ber-
lega um eigin aðstæður, er gæddur
miklum sálarstyrk. Lítið tóm hef-
ur Guðnýju hins vegar gefist til að
fága kveðskap sinn. Én hún talaði
beint frá hjartanu og því lifa
kvæði hennar.
Um Ólöfu frá Hlöðum gegnir að
nokkru leyti sama máli. Áðstæður
hennar urðu þó með öðru móti.
Hún giftist manni sem var henni
góður. Og lifði lengi. En hún
harmaði örlög sín og sagði það
sem henni bjó í hug án hliðsjónar
af hvort einhver mundi hneyksl-
ast' bauð samtíð sinni byrginn.
Ólöf var ekki sprottin úr nein-
um menntajarðvegi, síður en svo:
»Faðir ólafar var læs en móðir
hennar ekki og hvorugt þeirra var
skrifandi.« Björg getur þess að
»strax í bernsku var hún haldin
óyndi og vansæld gagnvart ytra
umhverfí sínu«. Meira skáld en
margir hyggja nefnir Björg þáttinn
um Olöfu. Það eru orð að sönnu.
Með nokkrum rétti má segja að
bæði Guðný og Ólöf hafi bognað
undan þeim byrðum sem samfé-
lagið lagði á þær nauðugar viljug-
ar. Aðrar konur báru þá byrði
léttilega, þeirra á meðal Þorbjörg
Sveinsdóttir. Kannski er hennar
minnst enn meðal annars sakir
þess að hún var systir Benedikts
Sveinssonar og svo vegna hins að
Einar Benediktsson hélt til hjá
henni á vetrum meðan hann
stundaði nám í Reykjavíkur lærða
skóla. Sterkur frændgarður var
betri en ekki í þá daga. En Þor-
björg stóð fyrir sínu. Björg nefnir
þáttinn um hana: Mælskukraftur
hcnnar var stórveldi. Björg segir
svo frá eigin endurminningu:
»Sem telpa var ég eitt sinn á
gangi um götur Reykjavíkur
Björg Einarsdóttir
ásamt roskinni konu sem þar var
fædd og uppalin. Fræddi hún mig
um margt af því sem fyrir augu
bar. Á horni Vegamótastígs og
Skólavörðustígs, þar sem nú
stendur hús Sparisjóðs Reykjavík-
ur og nágrennis, stóð lítill stein-
bær eilítið skáhallt við götuna og
á sömu lóð var tvílyft timburhús.