Morgunblaðið - 18.12.1984, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 18.12.1984, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984 15 Noah Hathaway ríður flugdrekanum með hundshausinn I The Never- ending Story. Ekkert grandar Hugarheimi Kvíkmyndír Árni Þórarinsson BÍÓHÖLLIN: Sagan endalausa — The Neverending Story ☆ ☆ ☆ Þýsk—bandarísk. Árgerð 1984. Handrit: Wolfgang Petersen, Her- man Weigel eftir sögu Michaels Ende. Leikstjóri: Wolfgang Petersen. Aðalhlutverk: Barrett Oliver, Noah Hathaway. ♦ Bestu vinir barnanna í bíó- myndum núna eru heimilistölv- ur, sjónvörp og tölvuleikir, sagði ég í umsögn um Cloak and Dagg- er, jólamynd Laugarásbiós, hér í blaðinu fyrir helgina. Eg er varla búinn að sleppa orðinu þegar The Neverending Story kemur á tjaldið í Bíóhöllinni og þar er annað uppi á teningnum: Besti vinur barnsins er bók. Upphafsforsendur The Never- ending Story og Cloak and Dagg- er eru nákvæmlega þær sömu. Þær fjalla báðar um unga drengi sem hafa misst mæður sínar og búa með feðrunum; feðurnir eru uppteknir menn og í einsemd sinni leita drengirnir á náðir hugarflugsins, — eignast and- lega félaga sem veita þeim meiri fullnægju en hversdagsleikinn. í Cloak and Dagger gegnir tölvu- leikur þessu hlutverki; í The Neverending Story er það bók- lestur. Bastian flýr einmanaleik- ann, skólann og fjandsamlega jafnaldra inn í ævintýraheim gamallar bókar, the Neverend- ing Story, sem hann kemst í tæri við. Þar heitir veröldin Fantasía, hugarheimur, og þar búa álfar og risar og undarlegt lið sem standa frammi fyrir tortímingu af völdum hins illa afls sem nefnist Ekkert. Eins og segir í auglýsingatexta myndarinnar: Drengur sem þarfnast vinar finnur heim sem þarfnast hetju. Söguhetjan í bókinni er annar drengur, Atreju og hann leggur í mikla hættuför til að reyna að bjarga Fantasíu frá eyðingu. En lausnarorðið í þeirri björgun leggur Bastian til, það er nafn móður hans. Og þar með kemst Bastian að því að hetjan í sög- unni óendanlegu um líf hugar- flugsins er hann sjálfur. Höfundur bókarinnar sem þessi kvikmynd byggir á og kom út nú fyrir jólin í islenskri þýð- ingu mun ekki vera sáttur við þá meðferð sem sagan fær í henni; mig grunar að honum þyki boðskapurinn hafa orðið undir þeim tæknilegu furðum sem bíómyndin býður upp á. Ég hef ekki lesið þessa sögu en naut myndarinnar í botn, með fyrir- vara um endalokin þar sem sög- unni er rúllað upp með dálítið glannafengnum, snöggum hætti. The Neverending Story er feiknalega skemmtilegt ævin- týri, þar sem mannleg gildi eins og þau birtast í tvöföldu ferða- lagi drengjanna inn í hugarheim haldast í hendur við tækniafrek sem standa jafnt ef ekki framar filmiskum hasarblöðum þeirra Lucas og Spielbergs um Stjörnu- stríð og Indiana Jones. Og það er meiri hlýja á bak við allar kúnst- irnar en hjá bandarísku séníun- um. Förðun, gervi, leikmynd, kvikmyndataka, tónlist og tæknibrellur skapa hér aldeilis stórbrotinn, síkvikan furðuheim með innbyggðri spennu og kímni. Yfir þessu verki öllu er skynsöm, örugg leikstjórn Wolfgangs Petersen sem sýndi með kafbátamyndinni Das Boot að hann er kvikmyndagerðar- maður á heimsmælikvarða. Eins og menn muna tók Petersen við leikstjórn vísindaskáldskaparins Enemy Mine sem Richard Loncraine byrjaði á hérlendis í sumar og varla eru þau skipti tiltakanlega slæm. Og drengirn- ir tveir, hetjur sögunnar, Barr- ett Oliver og Noah Hathaway standa sig ekki síður vel en þau marghöfða undur sem fylla þennan draumheim. „Þetta er bær Þorbjargar Sveins- dóttur ljósmóður," sagði sam- ferðakona mín, benti á litla steinbæinn og bætti við: „Hún var mikill höfðingi og stórbrotin kona sem betra þótti að hafa með sér en móti, en smælingjarnir áttu þar hauk í horni...“ og hermdi mér dæmi þess.« Þorbjörg Sveinsdóttir var kvenskörungur í orðsins fyllsta skilningi. Brutu blað í stjórnmálasögunni nefnir Björg þátt um Þórunni Jón- assen, Guðrúnu Björnsdóttur og Katrínu Magnússen. Þarna er og þáttur um Jóhönnu Egilsdóttur: Verkakona krefst réttlætis. Þóra Melsted er einnig meðal þeirra kvenna sem Björg minnist í þessu bindi: Stofnandi Kvennaskólans í Rcykjavík. Er óhætt að fullyrða að allar hafi konur þessar þokað mál- um i þá áttina að íslenskar konur mættu standa körlum jafnfætis í þjóðfélaginu. Sama máli gegnir ef til vill um Thoru Friðriksson þó með allt öðr- um hætti væri. fslendingur og al- heimsborgari heitir þátturinn af henni. »Sá slóði,« segir Björg, »sem hún lét eftir í menningar- sögu okkar er fjölþættur og litrík- ur en hefur ef til vill verið minni gaumur gefinn en skyldi.« Og raunar má segja hið sama um aðrar konur sem Björg greinir frá í þáttum sínum. Þær unnu stórmikið starf hver á sínu sviði en hafa eigi að siður staðið í skugganum þegar minnst hefur verið þeirra einstaklinga sem öðr- um fremur eru taldir hafa mótað söguna. Hér er verið að bæta fyrir þá yfirsjón. Það er stór kostur við þessa bók að þættir Bjargar Einarsdóttur eru bæði lifandi og skemmtilegir; og svo auðvitað fróðlegir; en sem betur fer lausir við þarflausar staðreyndir. Eins og vera ber í góðri sagnfræði er skemmtun og fróðleik blandað hér saman í ákjósanlegum hlutföllum. Að ytri gerð er bókin hin vandaðasta. Og vel myndskreytt. Útlitið minnir á gömlu góðu dagana þegar bækur voru að fullu og öllu unnar í hönd- um og viðhöfn og glæsibragur þótti sjálfsagður búnaður utan um gott efni. A luk þess mun jólasveinninn þessum kvöldum. ■ aö sjálfsögðu veröa gestur okkar á Jólasveinninn færir nokkrum gestum jóla- gjafir. Salir veröa fagurlega skreyttir meö jólatrjám og jólaskrauti og á boðstólum verö- ur jólaglögg og piparkökur. lin stórkostlega stórhljóm- sveit Gunnars Þórðarsonar með söngvurunum Björgvini Halldórssyni, Sverri Guðjóns- syni og Þuríði Sigurðardóttur halda síðan hátíðarstemmn- ingu fram á nótt. JÓLAHÁTÍÐARNAR: FÖSTUDAGSKVÖLD, 21. DESEMBER, KL. 19.00 LAUGARDAGSKVÖLD, 22. DESEMBER, KL. 19.00 II. í JÓLUM, 26. DESEMBER, KL. 19.00 FÖSTUDAGSKVÖLD, 28. DESEMBER, KL. 19.00 LAUGARKVÖLD, 29. DESEMBER, KL. 19.00 serta með Ríó og gestum þeirra. Ríó koma fram í hátíöarskapi og kynna meöal annars hina frábæru söngkonu Shady Owens sem dvelur nú hér á landi um jólin. BCCACM'Ay í tilefni jólanna höfum við ákveöiö að efna til sérstakra jólakon- FRAMREIDDUR VERÐUR ÞRÍRÉTTAÐUR HÁTÍÐARMATSEÐILL ÖLL KVÖLDIN BáöAÖVW Hittumst í hátíóarskapi á jólahátíö í Broadway.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.