Morgunblaðið - 18.12.1984, Page 20
20
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984
Sanyo HiFi system 234
®SANYO
er með á nótunum
O Stórglæsileg hljómtækjasamstæða í
vönduðum skáp með reyklituðum gler-
hurðum.
O 2x40 watta magnarl með innbyggðum
5 banda tónjafnara.
0 Þriggja bylgju stereo útvarp með 5 FM
stöðva minni.
O Segulbandstæki fyrir allar snældugerð-
Ir, með „soft touch" rofum og Dolby
suðeyði.
0 Hálfsjálfvirkur tveggja hraða reimdrif-
inn plötuspilari.
Allt þetta fyrir aðeins
kr. 29.900." stgr.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suöurlandsbraut 16 Simi 9135200
//
GLIMRANDl
GIAFIR
//
Jólin nálgast óðfluga. Nú gefa allir gjafir sem hafa notagildi og létta
störfin, ekki síst í eldhúsinu. Komið við hjá okkur á Hverfisgötu 37.
Við bjóðum vönduð og ódýr heimilistæki
sem gera meir en að gleðja á jólunum.
GIRMI
KJÖLUR SF.
Hverfisgötu 37, Reykjavík sími 21490 Víkurbraut 13, Keflavík sími 2121
Hendricks
í Nýlistasafni
Myndlíst
Valtýr Pétursson
Ungur listamaður frá Banda-
ríkjunum sýnir í Nýlistasafninu
eins og stendur. Hann hefur sýnt
víða í Evrópu að undanförnu, og
nú er komið að Islandi. Hér er á
ferð mikill gerningamaður, og í
fremri sal Nýlistasafnsins eru
einkum ljósmyndir af Hendricks
í alls konar uppákomum, og í
innri sal er öllu fyrirkomið eins
og um sé að ræða hluta af gern-
ingi. Þar eru fallin lauf á gólfi og
haustlegt. Einnig er þar járn-
rúm með lurkum, sem minna á
mannslíkama, og laufin þekja
umhverfið. Upp við vegg eru
reistir tveir stigar og milli stiga-
þrepanna er komið fyrir vatns-
litamyndum. Meðfram veggjum
standa stærri verk, gerð eftir
skýjafari, og mætti í gamni kalla
nokkurs konar veðurkort.
Þarna eru líka myndraðir af
mánanaum vaðandi í rosaskýj-
um, og hafi ég tekið rétt eftir,
eru þetta dagþækur um veður-
far, mig minnir í Berlín. Þessar
myndir eru gerðar með mjúkum
og varfærnum litum, og segja
manni ekki ýkja mikið um sjálf-
an listamanninn sem málara. En
hinu verður ekki neitað, að nokk-
ur frumleiki er í sýningu þessari
sem heild. Þarna er ekki á ferð
neitt, sem getur minnt á ný-
bylgjuna í málverki og er mjög á
oddinum eins og stendur, en lík-
legast er hér meir hallast að
konseptinu, þótt mér virðist
nokkuð langt í land með að
flokka þessa sýningu undir þann
hatt. Máluð stígvél standa þarna
á miðju gólfi og taka sig ágæt-
lega út. Þarna notar listamaður-
inn enn sína veðurathugun, og ég
fæ ekki betur séð en það sé
skýjafar á þessum ágætu stíg-
vélum. Ekki er ég viss um, að ég
hafi skilið þessi ágætu stfgvél
fyllilega. Ef einhver boðskapur
er þar innifalinn, hefur hann
farið framhjá mér. En sé þetta
almenn fyndni, þá mun ég leggja
þann skilning í verkið, að lista-
maðurinn væri að sýna, hvernig
aurug stígvél geta orðið að ljúf-
lyndis himinskýjum. Ef til vill er
þetta útúrdúr við alvarlega list.
Ekki meir um það.
í heild er þarna um nokkuð
óvenjulega sýningu að ræða, og
eins og ég hef þegar sagt, nokkuð
frumlega. Það er nú einu sinni
svo, að þeir sem hafa stundað
mynlist allt að því mannsaldur,
eru nokkuð fastir í sínu fari og
oft á tíðum seinir til að meðtaka
nýjan og ferskan boðskap.
Þótt maður sé allur af vilja
gerður, getur það komið fyrir, að
maður standi á gati fyrir framan
lífsskoðanir þeirra, er annað
uppeldi hafa hlotið. Við þessir
eldri leggjum annað og meira
upp úr því, að málverk verði til
en þarna virðist gert, en það er
löng og fjölþætt saga og verður
ekki rakin hér.
Barnaljós
Bókmenntir
Jenna Jensdóttir
Brúðubíllinn.
Afmælisdagurinn hans Lilla.
Brúður, leiktjöld og texti eftir Helgu
Steffensen.
Ljósmyndir: Svipmyndir/Rut Hall-
grímsdóttir. Forlagið Reykjavfk
1984.
Brúðubíllinn, brúðurnar og að-
standendur þeirra eiga miklum
vinsældum að fagna hjá yngstu
kynslóðinni.
Nú er komin út lítil bók eftir
Helgu Steffensen um apann Lilla
og afmælið hans. Þar koma við
sögu stóri apinn Gústi, frændi
Lilla, sem segir honum skemmti-
lega ævintýrið um ungana litlu,
sem byggðu sér hús — en áttu í
brösum við rebba gamla, sem bók-
staflega át húsin hvert á fætur
öðru þar til ...
Auðvitað kemur brúðubíllinn
með alla vinina hans Lilla og af-
mælisgjafirnar í afmælisveisluna.
Amma hefur ekki við að baka
bestu pönnukökur í heimi —
handa afmælisgestunum.
Prýðilegar myndir af Lilla og
vinum hans skreyta hverja síðu
hjá texta sem er vel og skemmti-
lega saminn. Nær áreiðanlega eyr-
um og hug yngsta fólksins á já-
kvæðan þroskandi hátt. Þau eru
ótalin skiptin sem brúðuleikhús
þeirra Helgu hafa skilið eftir sig
geislandi barnsandlitin og smit-
andi gleði í umhverfi öllu að lok-
inni leiksýningu.
Við hin eldri höfum fyllst þakk-
læti og glaðst með er pollar og
tátur hafa komið heim til pabba
og mömmu eða afa og ömmu og
bókstaflega lýst upp í kring um sig
af kátínu og áhuga í frásögn sinni
af þessum skemmtilegu undrum
dagsins.
En ekki veit ég hvort við í vit-
undinni höfum velt því fyrir okkur
eða gert okkur grein fyrir því, hve
mikið og ómetanlegt uppeldisgildi
þetta hefur í för með sér fyrir
yngsta fólkið.
Hér er allt unnið af stakri vand-
virkni og trú á hið bjarta og góða í
tilverunni.
Þess vegna er það viðburður
fyrir litla fólkið þegar svona ágæt
bók kemur út og hann á að endur-
speglast i viðhorfi okkar til henn-
ar.