Morgunblaðið - 18.12.1984, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984
47
Björn Guðmundsson var sæmdur fálkaorðunni fyrir störf sín að verslunarmálum á ísafirði. Hér er hann ásamt
syni sínum og sonarsyni, en allir störfuðu þeir í gamla verslunarhúsinu til vinstri á myndinni. Árið 1965 var
gamla húsið rifið og nýtt hús byggt á grunni þess.
*
Isafjörður:
Björnsbúð 80 ára
ísafirði, 7. desember.
Elsta verslunin á ísafirði,
Björnsbúð, er 80 ára á þessu ári,
jafnframt eru liðin 90 ár síðan
Lárus H. Bjarnason settur bæjar-
fógeti á ísafirði gaf út verslunar-
bréf til handa Birni Guðmunds-
syni gull- og silfursmiði ættuöum
frá Broddanesi við Steingríms-
fjörð. Björn var byrjaður vöru-
skiptaverslun í bakhúsi við heim-
ili sitt á Smiðjugötu 10 fyrir alda-
mót, en 1903 kaupir hann verslun-
arhús á Silfurgötu 1 af Sigfúsi
Bjarnasyni konsúl og hefur
verslunarrekstur í þvi 1904. í því
húsi var verslað óslitið til ársins
1965 að húsið var rifið og nýtt
verslunarhús reist á giunni þess
gamla og hafin verslun í því á
sama árinu.
Björn gerðist umfangsmikill
kaupsýslumaður og rak auk
venjulegrar verslunar með mat-
og nýlenduvörur sláturhús,
kaup og sölu á landbúnaðaraf-
urðum og var t.d. umfangsmik-
ill heysölumaður. Þá seldi hann
Þriðji og fjórði ættliður frá Birni Guðmundssyni starfa nú í Björnsbúð.
Frá vinstri: Aðalbjörn Guðmundsson, Jakob Garðarson, Jónína Jakobs-
dóttir og Garðar Guðmundsson.
og fisk og aðrar sjávarafurðir,
sem útvegsbændur lögðu inn
hjá honum.
Þegar Guðmundur sonur
Björns hafði lokið verslunar-
skólanámi hóf hann störf við
verslunina og tók við stjórn
hennar 1919. Hann var verslun-
arstjóri i 40 ár. Síðan komu þrír
synir hans til starfa hjá versl-
uninni, Gunnar, elsti sonurinn,
strax að loknu námi i Verslun-
arskóla íslands, en hann lést
1959, og Aðalbjörn, sem hóf
störf þar strax á unga aldri og
starfar þar enn og mun hann
vera sá Isfirðingur sem í dag á
lengstan starfsferil i sömu
versluninni af starfandi versl-
unarmönnum á ísafirði eða yfir
50 ár. Siðar kom Garðar til
starfa þar og er hann nú fram-
kvæmdastjóri verslunarinnar.
Nú er fjórði ættliðurinn i
beinan karllegg frá stofnandan-
um kominn til starfa við versl-
unina, er það Jakob sonur Garð-
ars og Jónínu Jakobsdóttur
konu hans, sem um árabil hefur
staðið að verslunarrekstrinum
með þeim bræðrunum. Verslun-
in Björnsbúð hefur alla tíð not-
ið virðingar og trausts ísfirð-
inga og verið traustur hlekkur í
viðskiptalífi ísafjarðar.
Úlfar
SKRÝTKIAR OG SKeMMTlLEGAR 'BÆKUP,
FJALLAKRÍLIN
ÓVÆNT HEIMSÓKN
eftir Iðunni Steinsdóttur
Það er heldur betur kátt í
koti hjá krílunum: Fausi,
Fjárbjóður og Meinfús fá
framandi gesti og sam-
búðin verður hin söguleg-
asta.
Framhald af vinsælu
barnabókunum Knáir
krakkar og Fúfu og
fjallakrílin með skemmti-
legum myndum eftir Búa
Kristjánsson.
ÞAÐ ER EKKI
HÆTTU LAUST
að vera lítil mús í leit að æti eða
íkorni úti í skógi. Við erum svo
ósköp smá og margir sem vilja
læsa í okkur klónum.
ÞU GETUR
HJÁLPAÐ
Ýttu okkur bara gegnum
rifuna. Það er smuga á
hverri blaðsíðu í bók-
unum um okkur. Og svo
geturðu lesið um okkur í
leiðinni. Eða mamma
eða pabbi.
Og þá verður gaman.
Bókhlaðan