Morgunblaðið - 18.12.1984, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984
„Björgunarsveitir hafa ekki
bolmagn til slíkra undirboða"
— eftir Jón Aðalbjörn
Jónsson
Nú undanfarna daga hafa hlý-
indi og milt loftslag verið ríkjandi
hér á höfuðborgarsvæðinu, en
þrátt fyrir slíka veðursæld vitum
við að kominn er jólamánuðurinn,
desember, og honum fylgir gífur-
leg vinna við undirbúning jólahá-
tíðarinnar.
Tími björgunarsveita
Þessi tími er sá tími sem fjár-
hagslegur grundvöllur björgun-
arsveita er byggður á. Nú í des-
emberbyrjun opnuðu nokkrar
björgunarsveitir jólatrjáasölu-
markaði x»g á milli jóla og nýárs
munu fjölmargar hjálparsveitir
opna sína árlegu flugeldamarkaði.
UndirboÖ og nýir
leikmenn
Heimur viðskiptanna er bæði
stór og strangur en því fá björgun-
ar- og hjálparsveitir óspart að
kynnast nú í mánuðinum í formi
undirboða einkafyrirtækja á jóla-
trjáamarkaðinum og nýrra leik-
manna á fótboltavelli flugelda-
markaðarins. Björgunarsveitir
hafa ekki bolmagn né fjárhags-
lega getu til að svara slíkum und-
irboðum einkafyrirtækjanna.
Kaup á jólatrjám og
flugeldum geta haft tví-
þættan tilgang
Reikna má með að flestallar
fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu
skreyti heimili sín með jólatrjám
nú um hátíðirnar og skjóti upp
einhverju magni af flugeldum til
að fagna nýju ári og fastlega
reikna ég með því að fjölskyldur
þeirra sem nú nýlega var leitað við
Laugarvatn með góðum árangri,
kaupi allan slíkan varning hjá
björgunar- og hjálparsveitum. En
er þannig farið með þig? Ef svo er
ekki vil ég biðja þig að íhuga mál-
ið aðeins nánar:
Imynduð skíöaferð
Láttu nú hugann reika örlítið
framá við, hugsaðu þér að þú sért
að fara með fjölskyldu þinni á
gönguskíði í Bláfjöll. Þið komið í
Bláfjöll og vegna þess hve gott
veður er þá ákveðið þið að fara
aðeins aðra leið en venjulega og til
þess þurfið þið að yfirgefa merkt-
ar gönguslóðir.
Þið hafið nú ge'ngið í þrjár
klukkustundir og veðrið er auð-
sjáanlega að versna þannig að
ákveðið er að snúa við og fara
heim.
Klukkustund seinna
Þið eigið eftir u.þ.b. eins og
hátfs tíma gang að bílnum og
veðrið er orðið afgerandi slæmt.
Áttirnar tapast og kuldinn vex,
þið komið ykkur í skjól og ákveðið
að halda kyrru fyrir þar til veðr-
inu slotar eitthvað.
Kl. 19.00
Ekkert lát er á veðrinu og þið
haldið á ykkur hita með því að
berja hvert annað og hoppa um.
19.10
Lögreglunni berst tilkynning
frá stúlku sem saknar foreldra
sinna og tveggja systkina sem hafi
ætlað að fara á gönguskíði í Blá-
fjöll og koma aftur ekki seinna en
kl. 17.30 vegna þess að til stóð að
fara í leikhús þá um kvöldið.
19.20
Lögreglan gerir björgunar- og
hjálparsveitum viðvart eftir að
gengið hefur verið úr skugga um
að þið séuð hvorki í skíðaskálum á
svæðinu né á hinu almenna skíða-
svæði, auk þess hefur bíll ykkar
fundist mannlaus á bílastæðinu
við skálann.
Geturðu komið í
útkall strax?
Hafist er handa við að kalla út
allt tiltækt björgunarlið á höfuð-
Jón Aöalbjörn Jónsson
„„Þú sem hefur rétt til
þess að kalla á hjálp eða
aðstoð björgunar- og
hjálparsveita á neyð-
arstundu“ þú getur með
því að styrkja björgun-
ar- og hjálparsveitirnar
nú um hátíðirnar haft
svo afgerandi þýðingu
fyrir starfsemi sveit-
anna að segja má með
sanni að við getum ekki
án þín verið en þú getur
heldur ekki án okkar
verið.“
borgarsvæðinu ásamt sérþjálfuð-
um hundum til slíkra leita. Menn
streyma að aðalstöðvum sveita
sinna og jafnóðum eru bílar
hlaðnir mönnum sendir af stað til
Ieitarsvæðisins. Svæðið er leitað
skipulega en sökum veðurs og
myrkurs verður að takmarka leit-
ina við leit með ljósum.
Kl. 00.30
Þið eruð orðin heldur vonlítil
um að veðrinu sloti í bráð og eruð
með sjálfum ykkur farin að vonast
til þess að leit hafi verið kölluð út.
Börnin eru orðin helköld og gráta
stöðugt. Skyndilega sjáið þið
Ijósgeisla til hliðar við ykkur, þið
kallið og fáið svar, leitarmenn
hafa fundið ykkur og geta því
fegnir látið þau boð berast að þið
séuð fundin heil á húfi. Þið voruð
heppin, þið fundust snemma. Á
leiðinni til baka er ykkur sagt að
um fimm hundruð manns hafi tek-
ið þátt í leitinni að ykkur.
„Ódýr leit á mælikvaröa
björgunarsveita“
Þessi leit er dæmi um ódýra leit
á mælikvarða björgunarsveita en
til að gefa þér aðeins hugmynd um
þennan mælikvarða getur þú
margfaldað töluna 500 (fjöldi leit-
armanna) x 90 (lélegt tímakaup) x
6 (tíminn frá því að fyrstu menn
mættu til leitar og þar til þeir
komust til heimila sinna aftur) en
úr þessum útreikningi færð þú að-
eins þann launakostnað sem
björgunarmenn gáfu til leitarinn-
ar eða kr. 270.000,00. ótalinn er sá
kostnaður sem myndast óhjá-
kvæmilega vegna kaupa, viðhalds
og endurnýjunar á tækjabúnaði
eða sá kostnaður sem til kemur
vegna tíðra æfingaferða sveit-
anna.
„Lengri leitir augljós-
lega dýr útgerð“
Af þessu má sjá að leit svipuð
þessari eða lengri (leitir hafa farið
upp í 16 daga) eru afskaplega dýr
útgerð og ekki á færi björgunar-
sveitarmanna einna að stunda
hana en það er einmitt þarna sem
þú kemur inn í dæmið. „Þú sem
hefur rétt til þess að kalla i hjálp
Síðumúla23 Sími 687960
- ný hársnyrtistofa Villa rakara
Þaö er margt nýtt og skemmtilegt á Aristókratanum.
Eitt af því er símanúmerið:
687960
...og við biðjum þig vinsamlegast um að skrifa það
hjá þér þar sem númerið er enn ekki skráð
í símaskrána. öruggara er að panta tíma með fyrirvara
til þess að forðast óþarfa bið.
Dömu- og herraklippingar eins og þær gerast bestar
eöa aðstoó björgunar- og hjálpar-
sveita á neyðarstundu". Þú getur
með því að styrkja björgunar- og
hjálparsveitirnar nú um hátíðirn-
ar haft svo afgerandi þýðingu
fyrir starfsemi sveitanna að segja
má með sanni að við getum ekki
án þín verið en þú getur heldur
ekki án okkar verið.
Með þetta í huga vil ég hvetja
þig til þess að eiga góð viðskipti
við sveitirnar nú um hátíðirnar
þannig að þú getir með sjálfum
þér vitað að þú hefur beinlínis tek-
ið þátt í björgun mannslífa.
Með fyrirfram þökk fyrir við-
skiptin,
Jón Aðalbjörn Jónsson er félagi í
Björgvnarsreit Ingólfs í Keykjarík.
Þriðja bókin
um Glaum-
bæjarfólkið
Guöjón Sveinsson
BÓKAFORLAG Odds Björnssonar
hefur gefiö út bókina Enn er annríkt
í Glaumbæ eftir Guöjón Sveinsson.
í frétt frá útgefanda segir að
þetta sé þriðja bókin um fjölskyld-
una í Glaumbæ. „Fjölskyldan rat-
ar í mörg ævintýr eins og kafla-
heitin bera með sér: „Málarinn
mjói o.fl. málarar", „Ærsl og upp-
skera“, „Ný verkefni í vændum",
„Töfratækið" og „Súkkulaðistrák-
arnir“. En gleðin er ekki einráð,
það skiptast á skin og skúrir í
þessari tilveru og sorgin drepur á
dyr.“
„Enn er annríkt í Glaumbæ" er
fimmtánda bók Guðjóns Sveins-
sonar. Bókin er 148 blaðsíður,
prentuð og bundin hjá Prentverki
Odds Björnssonar hf., Akureyri.
Jólatilboð Snæbjarnar
20% afsláttur af öllum Bókaverslun Snæbjarnar,
erlendum bókum til jóla Hafnarstræti 4, sími 14281.