Morgunblaðið - 18.12.1984, Page 69

Morgunblaðið - 18.12.1984, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984 69 Minning: Bjarni Erlendsson húsasmíðameistari Þekktur Hafnfirðingur, Bjarni Erlendsson húsasmíðameistari, lést 9. desember sl. 86 ára að aldri. Bjarni var einn þeirra athafna- sömu og dugmiklu manna, sem tóku þátt í hinni miklu uppbygg- ingu og framförum íslensku þjóð- arinnar í byrjun þessarar aldar. Lét hann ekki sinn hlut eftir liggja, enda kjarkmikill og áræð- inn afkastamaður. Bjarni var fæddur 3. desember 1898 að Arnarstöðum i FLóa, í Árnessýslu, sonur hjónanna Gróu Bjarnadóttur og Erlendar Jóns- sonar. Systkinin voru fjögur, tvær systur og tveir bræður og var Bjarni næstyngstur. Foreldrar Bjarna fluttu frá Arnarstöðum að Bakkakoti á Seltjarnarnesi og þaðan til Hafn- arfjarðar árið 1907. Fluttu þau þá í lítið hús er þau keyptu og þá var Suðurgata 23 en síðar breyttist húsnúmerið og varð Suðurgata 49. Þegar Bjarni var að alast upp var hann í sveit á sumrin hjá frændfólki sínu að Arabæ í Flóa en 16 ára gamall hóf hann nám í húsasmíði hjá Ingibergi Þorkels- syni frá Smádölum og var síðan við skipasmíðar hjá Júlíusi V.J. Nyborg. Bjarni kvæntist 24. nóvember 1923 Júlíu Magnúsdóttur frá Kolsholtshelli í Flóa. Eru börn þeirra sjö og öll búsett I Hafnar- firði. Barnabörnin eru orðin 21 og barnabarnabörnin 23. Árið 1928 byggði Bjarni nýtt hús að Suður- götu 49. Var það stórt hús miðað við það sem þá gerðist, vel vandað og þótti eitt af fegurstu húsum bæjarins. Þar bjó Bjarni til ævi- loka. Heimili þeirra Bjarna og Júlíu var myndarlegt og vel var búið að barnahópnum, enda allt kapp lagt á að hlynna sem best að þeim bæði á meðan þau voru í heimahúsum og rétta þeim hjálparhönd síðar ef með þurfti. Það var gott að leita ráða hjá Bjarna og hann var hjálpfús þegar á þurfti að halda. Smíðar voru ævistarf Bjarna. Hann vann við mikinn fjölda bygginga, stærri og smærri, bæði sjálfstætt og með öðrum. Væri lít- ið að gera hér í bænum var vinnu leitað utan bæjar, því ekki þótti gott að láta verk úr hendi falla. Jafnframt vann Bjarni að smíði ýmissa hluta á verkstæði sínu, sem hann hafði i kjallara húss síns. Þegar ég kynntist Bjarna vann hann við skipaviðgerðir hjá Skipa- smíðastöð Hafnarfjarðar, en hún var rekin af Júlíusi VJ. Nyborg. Júlíus vildi koma upp dráttar- braut á lóð Skipasmíðastöðvarinn- ar en var synjað af skipulags- ástæðum. Varð því ekkert af slík- um framkvæmdum. Starfs- mönnum Skipasmíðastöðvarinnar þótti óörugg vinna við skipaþjón- ustu ef ekki yrði byggð dráttar- braut og kom því upp sú umræða að taka sig saman um að hrinda því máli í framkvæmd. Varð fljótt mikill áhugi hjá mönnum og var stofnað hlutafélag, sem hlaut nafnið Skipasmíðastöðin Dröfn hf. Stofnendur voru tólf og var Bjarni Erlendsson einn þeirra og mjög áhugasamur um framgang máls- ins. Allir áttu jafnan hlut og til- gangurinn var að tryggja atvinnu minnugir erfiðleika kreppuár- anna. Dröfn tók til starfa vorið 1942 og var þá jöfnum höndum unnið að skipaviðgeröum og smíð- um og byggingu húsa. Þar kom að það þótti hentugra að stofna ann- að félag, sem sæi um húsbygg- ingar, og var þá Byggingafélagið Þór hf. stofnað og var Bjarni í stjórn þess á meðan það starfaði sjálfstætt. Hluthafarnir lögðu á sig mikla sjálfboöavinnu við að byggja fyrirtækin upp og lá Bjarni þar ekki á liði sínu. Ávallt var mjög góð samvinna milli eigenda hluta- félaganna Drafnar og Þórs og ent- ist hún alla tíð. Bjarni var einn af stofnendum Iðnaðarmannafélags Hafnarfjarð- ar og heiðursfélagi þess síðustu árin. Trésmiðafélag Hafnarfjarð- ar var stofnað 1920 en varð ekki Fædd 22. nóvember 1901 Diin 28. nóvember 1984 Ég kveð mína kæru systur og þakka allar góðar og dásamlegar minningar frá æskuárunum í for- eldrahúsum. Þau gieymast ekki æskuárin okkar. Við sváfum sam- an frá 4—6 ára aldri til tvítugs að leiðir skildu og við stofnuðum okkar eigin heimili. Við unnum saman og aldrei urðum við ósátt- langlíft. Það var síðan endurvakið árið 1924 og voru stofnendurnir 15 trésmiðir. Bjarni var einn þeirra og átti hann sæti í fyrstu stjórn þess. Bjarni var mjög söngelskur ar, systrakærleikurinn hefur ekki rofnað til þessa. Mín kæra systir hvíli í friði og hafi kærar þakkir fyrir allt. Sólveig Steinunn Pilsdóttir ★ í minningargrein um Rebekku hér i Mbl. 8. desember féll niöur nafn afa Rebekku. Það var Hall- dór Hermannsson bóndi á Naut- eyri. og söng í Karlakórnum Þresti um skeið og einnig var hann í kirkju- kór Hafnarfjarðarkirkju. Með Bjarna er mætur maður genginn. Fólki þótti gott að hafa hann í vinnu. Hann var traustur, stóð við orð sín, mikilvirkur og vinnusamur. Það var gott að vinna með honum og mörgum lærlingn- um sagði hann til verka. Vini átti hann marga og var vinfastur. Líf- ið var ekki ávallt dans á rósum en erfiðleikum var mætt með jafnað- argeði og ekki gefist upp, enda þurfti að sinna stóru heimili. Glaðst var af hógværð þegar vel gekk. Má í fáum orðum segja að farsæld hafi einkennt líf og starf Bjarna. Við kveðjum og þökkum góðum samferðarmanni, samferð- armanni, sem gott var að kynnast og gott að vera með. Konu hans, börnum og öðrum aðstandendum flytjum við innilegar samúðar- kveðjur. Guðs blessun fylgi góðum dreng. Páll V. Daníelsson Rebekka Pálsdótt- ir Bæjum — Kveðja . . . UM HINN HREINA TÓN — TELETON hljómflutningstœkin eru látlaus. einföld og falleg hid ytra. En innra með þeim býr náhvœmnin. tœhnifágunin — fullhomleihinn.Þaðan hemur HINN HREINI TÓNN - TELETON. TELETON-sawslíPðfl er mynduð úr plötuspilara. magnara. útvarpi. segulbandi og sháp auh tveggja hátalara. En þú getur líha valið sjálfur í þína samstæðu — haft hana stóra eða litla:aðalatriðið er að HINN HREINI TÓNN berist til þín — með TELETON. umt &SAMBANDSINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.