Morgunblaðið - 18.12.1984, Síða 74

Morgunblaðið - 18.12.1984, Síða 74
74 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984 DOLLY PARTON „Mig hefur alltaf langað til að eignast barn“ Dolly Parton hefur oft verið á síðum erlendra tímarita og verið sett í sam- band við hina ýmsu karl- . menn. Dolly hefur samt sem áður verið gift sama mannin- um í upp undir tuttugu ár og segist í viðtali vera ákaflega hamingjusöm. Er hún var spurð út í allar sðgusagnirn- ar um t.d. Burt Reynolds og Sylvester Stallone sagði hún að vissulega væri hún mann- eskja og oft hafi ýmislegt freistað, en hún elski mann- inn sinn of mikið til að særa hann og vera honum ótrú. Hún sagði: „Kannski hefur hann átt sín saklausu ævin- týri, en á milli okkar ríkir fullur skilningur í þessum efnum. Ef hann ætti ástkonu einhvern tíma, er ég ekki viss um að mig myndi langa að vita það. Ég vil ekki heldur vera særð.“ Hún sagði eig- inmann sinn hafa flest til að bera sem kona getur óskað sér. Það er aðeins einn hlut sem áþreifanlega vantar í hjónabandið og það er barn, sagði Dolly. „Allt lífið hefur mig langað til að eignast barn, en mér hefur aldrei hlotnast það. Það er eitthvað að mér og mér óar við til- hugsuninni um uppskurði Þau hjónin hyggjast ættleiða barn á næstu árum, lfklega þegar þau fagna tuttugu ára brúðkaupsdeginum eftir tvö ár. LINDA OG PAUL MCCARTNEY Sífelldar líf- og ránshótanir Eins og blm. hefur oft minnst á áður hér á síðunni er þaö ekki alltaf tekið út með sældinni að vera frægur. Linda og Paul McCartney verða að búa svo til einangruð með börnum sínum á bóndabænum sínum i Sussex með mikinn mannskap á vakt, því það eru daglega sífelldar líf- láts- og ránshótanir sem bíða þeirra. KEITH SEM Nt HEITIR STEPHANIE: „Ég skildi aldrei af hverju ég leit út eins og karlmaður“ Stephanie Anne Lloyd fæddist sem karlmaðurinn Keith Michael Hull er síðar gifti sig og eignaöist þrjú börn. Hann átti samt sem áður alltaf í baráttu við sig því það var honum ómeðvituð árátta að líkjast konu. Síðastliðið ár fór Keith í kynskiptingu og er skilgreindur sem kona í dag. Eftir áralanga baráttu við sjálfan sig og vanlíðan ákvað hann þetta. Það var mikið sem átti eftir að breyt- ast í kjölfar þessa. Hann missti allt, eiginkonuna auðvitað, en alla fjölskylduna einnig, heimilið, og alla vini. Stephanie gerir sér grein fyrir því að þessi fórn færði henni líka þá staðreynd að alltaf mun verða litið á hana sem skrítna persónu og allt öðruvisi en annað fólk. Frá barnsaldri kom þessi til- hneiging fram hjá henni t.d. i því að leika sér frekar að dóti sem stúlkur aðhylltust en ekki taka þátt í leikjum með drengjum. Jafnvel fötin fannst honum óþægi- leg og þegar enginn vissi átti hann það til að máta og vera í kvenföt- um. Þegar æskuárin voru á enda reyndi hann að fylgja fjöldanum og segir: „Ég hataði að raka mig og það minnti mig á karlmanninn í mér sem ég gat ekki losnað við. Ég skildi ekki hversvegna ég leit út eins og maður, en var í rauninni kona í mér. I raun hélt ég að ég væri geðveikur. Stundum kom það fyrir að mér datt í hug að ég hefði lent í bílslysi, væri meðvitundar- laus og myndi bráðum vakna upp sem kona.“ f skóla var hann aldrei með stúlkum og gat ekki heldur hugsað sér að vera með karlmönnum. Einu sinni löngu seinna varð hann yfir sig ástfanginn af konu er var gjaldkeri og hugsaði: „Ég er orð- inn ástfanginn af kvenmanni. Hún hafði þannig áhrif á mig sem engri konu hafði tekist áður. Þetta var allt sem mig vantaði, hélt ég, að finna einhvern til að elska. Þegar hún varð ófrísk eftir að við höfðum gift okkur varð ég ham- ingjusamari en orðum tekur að Aðallinn í „Putalandi“ w Amyndinni má sjá Teresu og Henri prins í Luxemborg, ásamt börn- um sínum Felix sem er sex mánaða og Guillaume þriggja ára. Fjölskyldan hefur lengi verið fræg fyrir að vilja ekki ljósmyndatökur, en hefur í þessu tilfelli brugðið út af venjunni og leyft myndasmiðnum að nálgast.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.