Morgunblaðið - 18.12.1984, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGÚR 18. DÉSEMBER1984 '
75-
lýsa. Það kom þó að því er árin
liðu að Keith fór að taka upp fyrri
háttu, klæða sig í kvenmannsföt
af og til og þau hjón fóru smám
saman að fjarlægjast. Utanað-
komandi héldu að allt væri í lukk-
unnar velstandi. Þau óku fínum
bílum, áttu fallegt hús, börnin í
einkaskólum o.s.frv., en það vant-
aði mikið upp á gæfuna. Kona
Keiths reyndi allt sem í hennar
valdi stóð til að skilja hann og þau
leituðu læknis sem ráðlagði eftir
langan tíma kynskiptingu og þau
hjón skildu.
Keith sem varð Stephanie varð
að læra allt upp á nýtt þ.e.a.s. að
ganga, tala, hegða sér, að mála sig,
greiða og halda húðinni í skikk-
anlegu formi. Þegar hann var orð-
inn kona í útliti og hegðun missti
hann smám saman allt annað,
vinnuna og vinina. En Stephanie
huggar sig við að þetta hafði verið
eina leið hennar út úr óvissunni,
og angistinni. Þetta eða þá
sjálfsmorð.
Frá vinstri: Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráðherra, Asbjörn Haugstvedt viðskiptaráðherra Noregs og Þórhalhir
Ásgeirsson ráðuneytisstjóri.
Viðskiptaráð-
herrar Noregs
og íslands
ræðast við
Asbjörn Haugstvedt við-
skiptaráðherra Noregs var
staddur hérlendis í síðustu viku til
að ræða við viðskiptaráðherra ís-
lands, Matthías Á. Mathiesen, um
tollun á saltfiski. Það kom meðal
annars fram á fundinum að þjóð-
irnar vildu reyna í sameiningu að
koma I veg fyrir að tollar yrðu
lagðir á innfluttan saltfisk til að-
ildarlanda Evrópubandalagsins á
næsta ári, en málið tengist inn-
göngu Spánar og Portúgals í
bandalagið.
12 LTR. MÁLNING kr.1591
Beckers málning með 7% gljáa, (lyktarlaus), tvær umferðir á 45 I
fm. Hvft málning eða einhver af hundruðum lita úr Beckers-lita- I
blöndunnar vélinni.
MÁLNING ARRÚLLA kr. 237
25cm. Prelon málningarrúlla.
SPARSL kr.93
Sandsparsl tilbúið til notkunar ( handhægri túpu.
SANDPAPPÍR kr.49
7 blöð af sandpappír no: 100/2 stk.
no: 120/2 stk. no: 150/3 stk.
MÁLNING ARLÍMBAND kr. 48
Alveg ómissandi TESA málningar „teip", breidd: 2.5 cm.
/ AFSLATTUR
auk þess er sérstakur 10% jólaafsláttur á öll-
um málningarvörum til jóla.
Notið tækifærið og kynnist sænsku Beckers
gæðamálningunni í ótal léttum og laglegum litum
VÖRUMARKAÐURINN
ÁRMLJLA