Morgunblaðið - 18.12.1984, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 18.12.1984, Blaðsíða 78
78 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984 „ Jar abctv^s 55ára,, þegar horm pessa.." ... aö sulla saman í babi. HÖGNI HREKKVlSI Ánægjulegt aðventu- kvöld í Grensáskirkju Ólafur Þórisson gudfræðinemi skrifar: Mig langar til þess að lýsa ánægju minni með hugljúft aðventukvöld í Grensáskirkju (hinn 2.12.) hjá séra Halldóri Grðndal. Sérstaklega vil ég þakka óskari Jónssyni, brigader hjá Hjálpræð- ishérnum, fyrir mjög góða hug- vekju, sem snart mig mjög. Þar fjallaði hann um afturhvarf manna til frelsara vors, Jesú Krists. Og hversu margir vegvillt- ir hafi öðlast hamingju fyrir til- stilli Krists. Hann vitnaði í Fjall- ræðuna, þar sem Jesús talar um Ijós heimsins. Þessi hugvekja á svo sannarlega vel við í dag, á tímum andlegrar afturfarar og gullkálfadýrkunar, þar sem vér gleymum hinni miklu hátíð frelsara vors, og þeim innri frið er hann gefur oss, vegna mammonsdýrkunar vorrar. Kristur lýsir hins vegar í myrkrinu, og hinir sönnu læri- sveinar hans boða trú á hann. Ekki bara i orði, heldur miklu frekar í verki. Og á Hjálpræðis- herinn ekki þar minnstan þátt, ásamt öðrum trúar- og mannúð- arfélögum. Hjálpræðisherinn hef- ir unnið mikið og gott starf, ekki síst í kyrrþey. En vér höfum ekki virt þau störf sem skyldi. Heimur- inn hefir oft dæmt sannkristna menn hart, ekki síst kristniboða, sem komið hafa t.d. frumstæðum þjóðum til mikillar hjálpar, en hafa ranglega verið dæmdir sem handbendi nýlenduríkja. Og nú þegar þessar frumstæðu þjóðir hafa fengið „sjálfstæði", hafa komist á ógnarstjórnir (undir for- ystu erlendra einræðisríkja), sem lokað hafa kristniboðsstöðvum, og meinað hjálparsveitum aðgang til þurfandi fólks, eins og nú í Eþíópiu. Sá boðskapur, sem Óskar flutti, náði vel til fólksins, og ég fann vel þá samstillingu sem þarna mynd- Ólafur Þórisson er mjög ánægður með aðventukvöld í Grensáskirkju og þakkar það ekki síst séra Hall- dóri Gröndal sóknarpresti. aðist i kirkjunni, sem virkaði sam- einandi á fólk. Og Óskar ræddi það er skipti máli og sameinaði fólk í kærleik Jesú Krists. Og á eftir þökkuðu margir honum fyrir. Hann á sannarlega þakklæti skil- ið, fyrir þessa hugljúfu, og ein- lægu hugvekju. Aðventukvöldið fór í alla staði vel fram og söngurinn dýrlegur. Og í einsöng sínum stóð Jóhanna Möller sig mjög vel, svo og kórinn og organistinn, Árni Arinbjarn- arson, en hann flutti einnig tvö falleg verk. Og síðast en ekki síst vil ég þakka séra Halldóri Gröndal fyrir þetta einlæga kvöld. Hann hefir unnið mikið og gott starf í Grens- ássöfnuði. Og í Grensáskirkju hafa verið haldnar samkomur ný- lega á fimmtudagskvöldum, þar sem Hjálpræðisherinn, Samhjálp o.fl. trúfélög hafa komið saman undir einu þaki á vegum séra Halldórs Gröndal. í allri afturför nútímans, hefir orðið mikil trúarleg vakning. Og ætíð hefir ljós Krists lýst í myrkr- inu, hversu mikil sem afturförin hefur verið. Starfsemi mikilla menningarfrömuða hefir ætíð átt sér stað. Vil ég þar sérstaklega minnast starfs séra Friðriks Frið- rikssonar, Ólafs Tryggvasonar og fleiri mætti nefna. Starfsemi Hjálpræðishersins vil ég enn und- irstrika, svo og starfsemi séra Halldórs Gröndal, og alla þá kristilegu vakningu og samein- ingu, sem af þessari starfsemi hef- ir leitt. Hér er einnig rétt að geta starfs þess manns, er fórnaði lffi sínu fyrir Krist algjörlega, starfs mannvinarins mikla, Alberts Schweitzer, sem starfaði sem kristniboðslæknir í Lambarene i Mið-Afríku í rúma hálfa öld. Slíka starfsemi sjáum vér nú hjá Móður Theresu. Vér skulum nú hafa það hug- fast, sem máli skiptir í mannfé- laginu, að það sameinist I þeim friði sem Kristur gaf og gefur, að allir menn lifi saman í sátt og samlyndi, samsvarandi þeirri mannúð sem kristin hugsjón boð- ar og krefst, út á það gengur starf þeirra sannkristnu manna, er ég hefi nú nefnt, í stækkaðri sem smækkaðri mynd. Og þetta kemur einnig ekki síst í kyrrþey, það sem einn lætur öðrum í té, af kristnum hug og hugsjón. Vér skulum minnast þeirrar há- tíðar, sem senn nálgast, ekki í efn- islegum gæðum og gróða, heldur ómenguðum boðskap frelsara vors og hans fæðingarhátíðar, jólahá- tíðarinnar, eins og forfeður vorir gjörðu, eins og skýrt kemur fram hjá séra Friðriki Friðrikssyni, í hinum dýrlega sálmi hans „Vor feðratrú enn tendrar ljós“. Og há- tíð þessa ljóss ér nú í nánd. Hver ók á bílinn? Katrín Pálsdóttir hringdi: Mig langar mikið til að leita lið- sinnis Velvakanda og lesenda Morgunblaðsins til að hafa uppi á þeim er ók á bílinn minn á laug- ardag, 15. desember. Ég er einstæð móðir og fátæk kona eins og þær flestar, en hef reynt' að halda í bílinn til að komast í vinnu og með börnin á barnaheimili. Nú hefur tvisvar sinnum verið ekið utan í bílinn minn og í bæði skiptin hef- ur tjónvaldurinn ekið í burtu. Á laugardag kom þetta fyrir í seinna skiptið og þá var bíllinn annað hvort við heimili mitt að Möðru- felli 7, eða fyrir utan Hagkaup kl. 14.30—15.30. Bíllinn er af gerðinni Mitsubishi Colt, brúnleitur að lit og bíllinn sem á hann ók virðist hafa verið rauður. Þeir sem gætu gefið mér upplýsingar og þá sér- staklega sá sem á bil minn ók, eru beðnir að hafa samband við mig í sima 77296 eða í vinnusíma mín- um, 27766. Vísa vikunnar Þegar æskan á strætunum stormar verður stolt mitt að svofelldum orðum: Blessaðir óþekktarormar, eins og við pabbarnir forðum. Hákur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.