Morgunblaðið - 18.12.1984, Page 81

Morgunblaðið - 18.12.1984, Page 81
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAoUR 18. DESEMBER 1984 81 Morgunblaðið/Gunnlaugur Rðgnvaldsson „Að mínu mati voru þetu einir bestu hljómleikar Mezzoforte hvað varðar spiiamennskuna," sagði hljóðmeistarinn fri Englandi, Geoff Calver, eftir að þeir höfðu spilað í Háskólabíói á sunnudagskvöld. Calver kom sérstaklega frá Englandi til að annast hljómblöndun á hljómleikunum. Einir bestu hljómleikar Mezzoforte „ÞAÐ var mjög gaman, mjög gaman. Það er verst að þurfa að setja upp svona stóra hljómleika, koma sér í gott form og spila síðan aðeins í kvöld. Það hefði verið gaman að geta spilað oftar, en það er ólíklegt að úr því verði a.m.k. ekki með öllum þessum sviðsbúnaði," sagði Eyþór Gunnarsson, einn liðsmanna Mezzoforte, eftir hljómleika sveitarinnar í Háskólabíói á sunnudagskvöld. Mezzoforte spilaði á tvennum tónleikum á sunnudaginn, þeir fyrri voru fyrir einhverf börn og aðstandendur þeirra, en þeir síð- ari voru haldnir til styrktar ein- hverfum börnum. Þrátt fyrir þetta og von um góða tónlist seldust ekki allir miðar á hljóm- leikana. En strákarnir létu það ekki á sig fá og spiluöu af fingr- um fram og hlutu undir lokin góðar undirtektir áhorfenda. Sáu áhorfendur í fyrsta skipti nýlið- ann í hljómsveitinni, Danann Niels Macholm, sem fyllti skarð Kristins Svavarssonar sem hætti fyrr á árinu í hljómsveitinni. „Strákarnir spiluðu vel á tónleik- unum, sem voru góðir, en mér hefur oft tekist betur upp en í kvöld," sagði Niels í samtali við Morgunblaðið. „Það er virkilega gaman að spila með Mezzoforte, því maður fær mikið svigrúm til að spila létt og taka sóló annað slagið." Tveir kollegar á saxófón raula hér viðlag af innlifun, Krístinn Svavarason fyrrverandi saxófónleikari Mezzoforte og núverandi „sazarí", Daninn Niels Macholm, skemmta sér greinilega hió besta saman, en sá fyrrnefndi tók nokknr lög með Mezzoforte á sunnudaginn. GENGUR ENDURMINNINGAR SIGURÐAR THORODDSEN EINS OG GENGUR er óvenjuleg endurminningabók, óvenju- leg vegna þess hve hún er skemmtileg. Siguröur Thoroddsen varö þjóökunnur fyrir verkfræöistörf sin, en honum var margt fleira til lista lagt. í þessum endurminn- ingum, sem hann skráöi siðustu árin sem hann lifði, segir hann frá uppvaxtarárum á Bessastööum og í Vonarstræti 12, náms- árum hér heima og í Kaupmannahöfn, feröalögum um land allt i sambandi við virkjanir, frá Bretavinnu og þingmennsku, en lika árangurslitlum tilraunum sínum á sviöi uppfinninga og fyrstu skopmyndasýningunni, sem haldin varí Reykjavík. Siguröur hafði næmt auga fyrir kátlegum hliöum tilverunnar, og hann var alveg laus við sjálfsupphafningu og óþarfa hátíö- leika. Samferöamönnum sínum lýsir hann hispurslaust en af sanngirni, og kryddar frásögn sina ótal smáþáttum og ein- kennilegum visum, þar á meðal áöur óbirtum kvæöum eftir Jón Helgason og Halldór Laxness. íbókinnierfjöldimynda. Verökr.1170.- Félagsverð kr. 995. — (jefumcjóðarbœkur og menning Lóðbyssur Lóðboltar Málbönd Ódýr topp lyklasett í úrvali Vald Paulsen Suöurlandsbraut 10, Sími 686499

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.