Morgunblaðið - 18.12.1984, Blaðsíða 83

Morgunblaðið - 18.12.1984, Blaðsíða 83
MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1984 83 Á8dís Valdimarsdóttir „Endalaust hægt að auka þekkinguna“ — segir Ásdís Valdimarsdóttir, nemandi í lágfiðluleik við Juilliard-tónlistarháskólann í New York ÁSDÍS Valdimarsdóttir er 22 ára gömul og hefur undanfarin fjögur ár hefur numið lágfiðluleik við hinn þekkta og virta Juilliard-tónlistar- skóla í New York. Síðastliðið vor lauk hún BM-prófi frá skólanum og næsta vor hyggst hún Ijúka MM-prófi þaðan. Ásdís er nú komin heim til að dvelja í faðmi fjölskyldunnnar yfir hátíðirnar. Ekki í algeru fríi þó, því hún leikur einleik á þriðju áskriftartónleikum íslensku hljómsveit- arinnar sem haldnir verða í Bústaðakirkju miðvikudaginn 19. þ.m. Sama dagskrá verður flutt á tónleikum í íþróttahúsinu í Keflavík daginn áður, þann 18. Blaðamanni þótti ekki úr vegi að spjalla við Asdísi og forvitn- ast nánar um hagi hennar. „Ég byrjaði ung að læra hljóðfæra- leik í Barnamúsíkskólanum, en þá á fiðlu," sagði Ásdís. „Síðar var ég við nám í Tónlistarskól- anum í Reykjavík með Rut Ing- ólfsdóttur sem aðalkennara. Ár- ið 1979 skipti ég síðan alfarið um hljóðfæri og sneri mér að lág- fiðlunni, þar sem mér þótti hún skemmtilegra hljóðfæri. Árið 1980 hóf ég síðan nám við Ju- illiard-tónlistarskólann og lýk þaðan lokaprófi í vor. Þá hef ég sótt fjölda sumarnámskeiða í lágfiðluleik, í Bandaríkjunum, Frakklandi og á ítaliu." — Hvernig líkar þér svo í Juilliard? „Ég kann mjög vel við mig, þetta er strangur skóli og sam- keppnin mikil meðal nemenda. í Juilliard er líka lögð meiri áhersla á sjálfan hljóðfæraleik- inn en á fræðilegu hliðina, sem er öfugt við flesta tónlistarhá- skólana í Bandaríkjunum. Af því leiðir að tímasóknin er frekar lítil en í staðinn æfum við okkur heima þeim mun meira.“ — Reyndist það þér erfiðleik- um bundið að komast inn í skól- ann? „Nei, ég þreytti inntökupróf við skólann um haustið ásamt fjölda annarra. Mér gekk alla- vega nógu vel til að komast inn þó að ég hefði í raun og veru aldrei reiknað með þvi.“ — Hvernig er svo að búa í stórborginni New York? „Hún hefur sína galla, þar er dýrt að lifa og glæpirnir ógnvekjandi. Samt sem áður er New York ákaflega spennandi borg. Tónlistarlífið þar er mjög frjótt og lifandi og margir heimsfrægir hljóðfæraleikarar sem manni gefst kostur á að sjá leika. Énda er það stór þáttur í náminu að sækja tónleika. Tvær aðrar íslenskar stelpur eru við tónlistarnarh í Juilliard og fleiri íslendingar í öðrum skólum borgarinnar, svo allavega er nóg af vinum.“ — Hvað hefurðu í hyggju að gera að loknu MM-prófinu í vor? „Ég reikna með að fara í fram- haldsnám til Evrópu, annað hvort til Hollands eða Þýska- lands. Maður getur endalaust aukið kunnáttu sína svo ég hætti örugglega ekki i námi á næst- unni.“ Helgarskákmótið; Tveir tólf ára drengir í hópi efstu skákmanna HELGARSKÁKMÓTIÐ, hið 27. í röðim ósi og Skagaströnd nú um helgina 14. hesta sína 32 skákmenn og uróu þeir e Haukur Angantýsson með 6 vinninga. anna vakti mikla athygli á þessum mt Stefánsson, hafnaði í 5. til 7. sæti með Að sögn Jóhanns Þóris Jónsson- ar, hjá tímaritinu Skák, vakti árangur yngstu skákmannanna mikla athygli á þessu móti og sagði hann að greinilegt væri að íslendingar ættu marga mjög efnilega skákmenn, sem vænta má mikils af í framtíðinni. „Það er til Ólafsvík: Hvassviðri Ólafsvík 17. desember. HÉR GERÐl mikið sterkviðri að- faranótt laugardagsins og stóð það fram eftir degi með hámarki um há- degisbil. Á ferðinni var hinn ábúð- armikli Stóri-Sunnan sem við Ólsar- ar höfum fyrir löngu drukkið dús og erum nokkuð sáttir við þegar hann er ekki með stórhríð í farangrinum eins og löngum í fyrravetur. Klukkan 18 á laugardag þegar okkur fannst vera farið vel að slakna, voru gefin upp 12 vindstig á Gufuskálum og má á því sjá að nokkuð hefur hann verið gustmik- ill hér inn með fjallgarðinum. Tjón varð ekki verulegt í ólafsvík. Fáeinar þakplötur losnuðu og fuku hér og þar og björgunarsveitin var kölluð út til að afstýra foki á gömlum útihúsum á Rauðatorgi svonefndu. Ekki er mér kunnugt um tjón á ökutækjum enda aka menn ógjarnan um nema í brýnni nauðsyn þegar svona blæs. Bátar voru í höfn. Jörð var marauð á laugardag en með vestanáttinni gerði skóvarpa- snjó, rétt hæfilegan fyrir jóla- sveinana. Það er einlæg trú okkar að ekki verði snjóasamt hér í vet- ur. í því efni spyr maður mann því okkur fannst ástandið síðastliðinn vetur vera dálítið þreytandi. Ég hringdi því í Þorgils i Hrísum í fyrradag. Sagðist hann vera hinn vonbesti hvað veturinn varðar. ni, var haldið sameiginlega á Blöndu- til 16. desember. Þar leiddu saman stir og jafnir Elvar Guðmundsson og Góð frammistaða yngstu skákmann- ti og 12 ára drengur, Hannes Hlífar > vinninga. dæmis greinilegt að það er mikið efni á ferðinni þar sem Hannes Hlífar er því að á þessu móti keppti hann á móti mjög sterkum skákmönnum. Einnig mætti nefna fleiri unga stráka sem vakið hafa mikla athygli að undanförnu," sagði Jóhann Þórir. Unglingaverð- um helgina Minnti hann til dæmis á þá gömlu trú manna að vera ætti líkt með jólaföstu og lönguföstu. Helgi Jólapóstur tefst vegna veðurs í GÆR rann út síðasti frestur til að koma bréfum og bögglum í póst fyrir jólin. Að sögn Kristjáns Hafliðason- ar, yfirdeildarstjóra í Póstmiðstöð- inni við Ármúla, var fólk eins og svo oft áður, á síðasta snúningi að póst- leggja og mjög margir komu á síð- asta degi. „Fólk virðist aldrei reka sig á“, sagði Kristján. „Það kemur of seint með jólapóstinn ár eftir ár og virðist aldrei reikna með því að veðrið geti sett strik í reikninginn. Um helgina versnaði veður víða um land og í gær var lítið sem ekkert flogið. Því hefur hálfgert vandræðaástand nú skapast og póstflutningar utan af landi og út á land komnir í nokkuð strand. Ef veðrið skánar ekki fljótlega er alls óvíst að landsmenn fái allir jóla- póstinn í tæka tíð.“ Kristján sagði ennfremur að í dag væri fyrirhugað að senda vöruflutningabíla með póst til Austfjarða en það tekur um sól- arhring að aka þangað. laun, sem eru þrenn á þessu móti, skiptust þannig: Fyrstu verðlaun hlaut Hannes Hlífar Stefánsson, önnur verðlaun Davíð ólafsson og þriðju verðlaun hlutu Þröstur Árnason, Þröstur Þórhallsson og Haraldur Baldursson. Úrslitin á mótinu voru annars sem hér segir: í 3. til 4. sæti voru Dan Iiansson og Jóhannes Gísli Jónsson með 5Ví> vinning, í 5. til 7. sæti voru Sævar Bjarnason, Ás- geir Þór Árnason og Hannes Hlíf- ar Stefánsson 12 ára, með 5 vinn- inga. Davíð Ólafsson unglinga- meistari íslands varð í 8. sæti með 4% vinning, Þröstur Árnason, sem er 12 ára varð í 9. sæti með 4 vinn- inga og í 10. sæti varð Þröstur Þórhallsson, sem einnig er úr hópi yngstu skákmannanna, með 4 vinninga. Sturla Pétursson og Benóný Benediktsson skiptu með sér öldungaverðlaunum. Sérstök verðlaun voru veitt fyrir bestu frammistöðu dreifbýlismanns og þau hlaut Sigurður Daníelsson. Besta árangri heimamanns náði Jóhann Guðmundsson, Holti i Svínadal. Að sögn Jóhanns Þóris Jónssonar fór mótið mjög vel fram og er mikill hugur í heimamönn- um að standa að alþjóðlegu móti á næstunni. Vestmannaeyjar: Jólatónleikar í Landakirkju Vestmannaeyjum, 17. desember. ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 18. des- ember klukkan 21.00 verður efnt til jólatónleika í Landakirkju í Vest- mannaeyjum. Sigríður Ella Magn- úsdóttir messósópran og Geir Jón Þórisson bariton syngja ásamt kór Landakirkju við undirleik Guð- mundar H. Guðjónssonar. Flutt verða innlend og erlend jólalög. Jólatónleikar í Landa- kirkju hafa verið árlegur viðburð- ur í Vestmannaeyjum síðustu ár. Þeir hafa mælst vel fyrir og fer þeim fjölgandi frá ári til árs sem hafa sótt þá. — hkj Melabo snúrulaus - makalaus borvél Hentug til notkunar í sumarbústöðum, uppi á þaki og í nýbyggingum, þar sem ekki er hægt að draga marga metra af snúru á eftir sér. Metabo Akku borvélin er tveggja hraða, snýst aftur á bak og áfram, er með 10 mm patrónu og höggbor. Hleðslutæki fyrir rafmagn fylgir. Hleðslutæki fyrir sígarettukveikjara bilsins fáanlegt. Metabo Akku er kraftmikil og hentug borvél fyrir þá sem vilja ekki draga snúrur á eftir sér. METABO = Kraftur, ending, öryggi. B.B.BYGGINGAVÖKUR HF Nethyl 2, Artúnsholti, Simi 687447 og Suðurlandsbraut 4, Simi 33331 Halló krakkarl 18 skíöagleraugu frá Blkarnum og Sportvali í tilefnl dagsins. Vinningsnúmer. 31053,63886,_____ 118200.167568.667, 59720,1505, 100982, 142386, 46202, 190042, 131431. 105158,180506, 36702, 11139.52644,454. Upplýsingar um afhendingu vinn- inga eru gefnar hjá SÁÁ /' sfma 91-82399. Vinningsnúmer t nær: 74380, 182266, 126534, 140829, 187433, 216867, 213079, 61148, 82701, 172087, 26232, 221468, 162094, 178963, 186628, 139050, 68814. P.s. Nú er betra að fara að borga miðana til þess að geta unnið Toyotu á aðfangadag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.