Morgunblaðið - 19.12.1984, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984
17
ÁNÆGJUGJAFIOG ÆTÍÐ TIL REIÐU
- ER NÆÐI GEFST
Á FERÐ UM ÍSLAND
Danska skáldið Martin A. Hansen ferðaðist í
jeppa víðs vegar um fsland ásamt málaranum
Sven Havsteen-Mikkelsen vorið og sumarið
1952. Þá varð bókin Á FERÐ UM ISLAND til
-einhver skilningsríkasta og viðfelldnasta bók
sem útlendingur hefur ritað um þetta land.
„Úti sáust varla handaskil fyrir moldroki, sem
þó var að lægja, en glöggt mátti heyra, að nú
gengu ósköpin yfir hinum megin fjarðarins,
þar sem landnámskonan Geirríður lét setja
skála sinn á þjóðbraut þvera, svo að hún
gæti sýnt vegfarendum sem mesta gestrisni;
þannig var hennar kristilega hugarþel. Hún
var móðir Þórólfs. Einkennilegt fólk.“
„Á fyrri bænum skundaði húsfreyjan
tafarlaust til fundar við okkur - af því að við
stönsuðum við hliðið til þess að spyrjast fyrir
um, hvort fært væri yfir Sandárkvíslarnar,
sem eru hvorki fleiri né færri en sex - og
bauð okkur til stofu, flýtti sér svo að hita
kaffi, og leið þá ekki á löngu, þangað til hún
töfraði fram heljarstóra stríðstertu og
brúðarmeyjar hennar, smákökurnar, að
okkur svöngum og ásjáandi. Að vörmu spori
hvarf hún aftur fram í eldhús, og í sama
mund og við gerðum áhlaup á innri
virkisveggi stríðstertunnar í félagsskap
sonar hennar, sem var að skemmta okkur,
kom hún inn aftur með smurt brauð á fati,
sem var á stærð við vagnhjól og skrautlegt
á litinn. Við þá dýrðarsýn reis sonur hennar
á fætur og fór út, ekki af gremju, heldur
kurteisi, því að nú tóku gestirnir fyrst til
matar síns af fullum krafti, og á það horfir
enginn."
(sland kringum 1950, fjöll þess og fólk, dýr og
blóm, rís upp af síðum bókarinnar, og í baksýn
birtast persónur (slendingasagna - saga og
nútími renna saman í einaglitrandi heild. Enda
var sagt um bókina við útkomu hennar: Sjaldan
hafa höfundur og land tekist svo innilega í
hendurog ísland og Martin A. Hansen í þessari
bÓk 243 bls. Verð kr. 988,-
BÓKER
BEST VINA
ÖSKRIÐ
Nýr höfundur, Lilja K. Möller,
kveður sér hljóðs í sterkri
og bersögulli frásögn af
átakamikilli atburðarás
í lífi ungrar konu sem sjálf
vill fá að móta líf sitt, springa út
og sprengja af sér fjötra.
öskrið er áhrifamikil skáldsaga, í senr) átakanleg
og spaugileg, um unga og draumlynda konu.
Hún leitar að ást og skilningi í tilfinningaspauðum
heimi og berst fyrir því að halda einstaklingseðli
sínu.
188 bls. Verð kr. 697,-
SÍÐASTA BINDI DALALÍFS
Nú er komið út þriðja og síðasta bindi Dalalífs,
hins sérkennilega og skemmtilega sagnabálks
skáldkonunnar frá Lundi - þess sem gerði hana
að mest lesna höfundi fslendinga.
586 bls. Verð kr. 988,-
UfMsöfffAl
Ljóð Sveinbjarnar I. Baldvinssonar eru við
fyrstu sýn slétt og tær. En þau eru líka djúp og
undir niðri leynist geislavirkur kjarni sem kemur
róti á hið lygna yfirborð, og þá ekki síður hugi
lesendanna, jafnskjótt og hann er fundinn.
Sveinbjörn er lágmæltur og beitir listrænni
smekkvísi, en hann er líka skemmtilega kíminn
og orð hans hitta í mark.
48 bls. Verð kr. 494,-
Úr dagbókum Einars Magg
Við fáum að glugga í dagbækur Einars
Magnússonar, fyrrverandi rektors Menntaskól-
ans í Reykjavík, allt frá því á fermingardaginn
hans, í gegn um námstímann í Menntaskólanum
og þartil hann snýr heim úr langri og ævintýra-
legri reisu út í heiminn.
Einar lýsir fádæma vel lífi og kjörum fólks í
Reykjavík á öðrum tug aldarinnar, barnslegri og
fagurri trú sinni, en jafnframt mannlegum
breyskleika, - og dregur fátt undan.
416 bls., auk mynda Verð kr. 1.197,-
KVÆÐI 84
eftir Kristján Karlsson
I einni af fyrri Ijóðabókum sínum segir Kristján
Karlsson að „kvæði sé hús sem hreyfist."
Hann hefur ennfremur látið svo um mælt að
„kvæði eigi hvorki að vera flöt rökræða né blaut
dula, það verður að rísa af pappírnum af eigin
rammleik. Ef það gerir það ekki væri efni þess
betur komið í öðru formi. Hugsun kvæðisins og
tilfinning er ekkert annað en kvæðið sjálft: Hús
þess.“
90 bls. Verð kr. 617,-
NÍU ÁR í NEÐRA
eítir Svein Einarsson
Sveinn Einarsson var
leikhússtjóri í Iðnó á
gróskuárum Leikfélags
Reykjavíkur 1963-1972.
Þá voru tekin til sýningar hin margvíslegustu
leikverk, sum sannarlega mikils háttar, og
leikhúsið var afar vel sótt.
„En ég man það, að Jökull Jakobsson
sagði mér það oftar en einu sinni, að
Guðlaugur Rósinkranz hefði hafnað fyrsta
leikritinu hans, Pókók, á þeim forsendum, að
það væri frasi og Þjóðleikhúsið sýndi ekki
frasa. (Frasi mun hafa verið mismæli fyrir
farsi).“
Níu ár í neðra íjallar um þá Iðnó sem leik-
husgestum er elclci sýnd.
220 bls., auk mynda Verð kr. 988,-
Kri»'l»n
Kvæði S4
HANS
Giöfin skærgula
GRÖFIN SKÆRGULA
eítir Hans Hansen
Gröfin skærgula fjallar um unglinginn Andrés.
Móðir hans er flutt að heiman. Hann og stjúpi
hans búa einir í húsinu. Hann veit það eitt að
hann sættir sig ekki við þetta ástand. En hvað
hefur gerst? Enginn gefur honum neina
skýringu. Hann verður sjálfur að finna hana og
reyna að koma málunum í lag. En það getur
orðið erfitt.
Hver er Vívían? Þessi með
blárauðu neglurnar
í himinbláu skónum?
Og samtímis þessum
torráðnu vandamálum fær
hann sjálfur reynslu af
ástinni.
94 bls. Verð kr. 589,-
Gylmir