Morgunblaðið - 19.12.1984, Side 20

Morgunblaðið - 19.12.1984, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. DESEMBER 1984 Demantshringar — Draumaskart i Gull og demantar Kjartan Asmundsson, gullsmidur, A()alstræti 7. sími 11290. Hrossin frá Kirkjubæ Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson HROSSIN FRÁ KIRKJUBÆ Þáttur í sögu íslenzka hestsins. Hölundur: Hjalti Jón Sveinsson Hönnun, setning, umbrot: Auglýs- ingastofan hf. Gísli B. Björnsson. Prentun: Oddi hf. Útgefandi: Sjón og saga Hér er ég með kjörbók í hönd- um, glæsirit, sem ekkert hefir ver- ið til sparað, svo það mætti gleðja vini íslenzka hestsins. Það mun hafa verið 1919, vestur að Reykhólum á Barðaströnd, að fyrsta tilraun var gerð til þess að breyta draumi hugsjónamanns, Eggerts Jónssonar frá Nautabúi, í dagmynd. Hann sá fyrir sér í ein- um haga gæðingana Gottorps- Blesa, Ingólfs-Blesa, Þingeyrar- Blesa og Burstafells-Blesa, ekki eina heldur í stóði samstæðs hóps, heyrði grundina syngja undan hófslætti slíkra snillinga, slá takt til hrifni og gleðibylgju í brjóstum samlanda sinna. Hann keypti sér hryssur og graðhest. Af hverju rauðblesótt? Jú: „Það er sama hvar maður fréttir af bestum gyð- ingum, það er svo að segja í hverri sveit rauðblesóttur hestur sem er í mestum metum. — Þessar rauð- blesóttu spírur eru einhvers stað- ar til og ég ætla að leita þær uppi og mynda úr þeim rauðblesóttan gæðingastofn." En ungur maður þarf að eiga skotsilfur, til þess að klæða draum sinn. Það átti Eggert ekki. Ár liðu. Hann veiddi og saltaði þorsk. Draumur æskunnar lét hann ekki í friði, hélt fyrir honum vöku. Sú kom stund, 1940, að austur á Rangárvöllum var þráðurinn upp tekinn, sem slitnaði á Reykhólum forðum. Og nú lét harðnaður mað- ur ekki draga drauminn úr hönd- um sér. Hann safnaði saman prúð- um hryssum og gersemis folum, gekk í lið með grómögnum lífsins til þess að gefa þjóð sinni, ekki bara hest, heldur vin sem slegið gæti lag gleðinnar í brjósti hans. Það var valið og hafnað, legið yfir erfðafræði og reynslu búfjárfræð- innar. Eggert féll frá, Stefán bróð- ir hans tók við, síðan Sigurður Haraldsson, sem nú stendur í for- svari. Enn er morgunn, dagurinn ekki allur ráðinn, en aldrei, aldrei hefir jafn markvisst verið unnið að þvi að skapa gæðing á Islandi. Áður fyrr var gæðingurinn gjöf skaparans, búinn til úr tilviljun kosta og aðstæðna. En ekki leng- ur, hér er unnið markvisst, reynt að skyggnast inn í smiðju skapar- ans, reynt að skilja, rétta náttúr- U'BÍX 250REA SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu Pðslh4"377 MEÐALSTÓR UÓSRITUNARVÉL MEÐ SIÓRKOSTLEGA EIGINLEIKA! U-Bbtisoiiu er sérstaklega fjölhæf Ijósritunarvél sem skilar frábærum Ijósritum á venjulegan pappir og glærur. Hún er m.a. meö alsjálfvirkum frumritamatara, pappirsbökkum og afritaraðara — sem þýðir að hún skiptir um frumrit á réttum tima, velur rétta afritastærð og flokkar siðan afritin ( afritaraðarann. Vélin velur einnig bestu mögulega lýsingu i samræmi við hvert frumrit. U-BÍX 2soku ar þvi frábær lausn fyrir þau fyrirtæki þar sem stöðugt tapast dýrmætur timi þegar grípa þarf inn (Ijósritavinnslu til að skipta um frumrit, ákveða lýsingu, velja pappírsstærðir og raða afritum. Og verðið ætti að koma á óvart, því eftir nýafstaðna erlenda verðlækkun kostar U-BÍXiso»u nú 42.700 kr. minna en áður. Finsk form Myndlist Valtýr Pétursson Svona rétt fyrir jólin hefur verið sett upp finnsk listiðnað- arsýning í Norræna húsinu. Þetta er vægast sagt mjög óheppilegur tími fyrir eins merkilega sýningu og hér er á ferð. Sýningin Finnsk form er í sérflokki hvað vöndun á vali og allan frágang varðar. Þar er hver einasti hlutur þannig úr garði gerður, að vart verður á betra kosið. Nú mætti halda, að allt, sem segja þarf, hafi þegar verið sagt um þessa sýningu, en svo er ekki. Listiðnaður á Norðurlöndum nýtur mikilla vinsælda um víða veröld, og að öllum öðrum ólöst- uðum hafa Finnar þar mikla sér- stöðu. Þeir eru snillingar í alls- konar hönnun, hvort heldur er um að ræða skartgripi, textíl, búsáhöld ýmis, húsgögn eða ann- að. Sem arkitektar hafa þeir einnig unnið sér heimsfrægð og ættum við hér í Reykjavík að kannast við það, þar sem Nor- ræna húsið hefur staðið um nokkra hríð í Vatnsmýrinni. En eins og allir vita, er það teiknað af sjálfum Alto. Vel á minnzt, hann hefur einnig teiknað vasa á þessari sýningu. Marimekko er annað heimsfrægt nafn, og svo mætti lengi telja. Og ekki má gleyma að benda á allt það, sem unnið er í gler á þessari sýningu. Lamparnir eru einnig í sérflokki og mjög í anda þess er best er gert á þessu sviði í dag. Undirtit- ill þessarar sýningar er List- iðnaður og nútímahönnun. Hún er ekki mjög viðamikil þessi sýn- ing, en hún er þess vandaðri og með fádæmum vel upp sett. Það er sjálfsagt margir minnugir á líka sýningu, sem var hér á ferð í Norræna húsinu fyrir nokkrum árum, eða nánar tiltekið árið 1979. Sú sýning vakti mikla eft- irtekt og var þá það nýjasta hjá Finnum, en sýningin Finnsk form er enn nýrri af nálinni og enn hasla Finnar sér völl með léttleika, einfaldleika og afar næmu formskyni. Það er annars ómögulegt að gera upp á milli þess, er þarna er til sýnis. Allt eru þetta úrvalshlutir og sýna afdráttarlaust, hve framarlega listiðnaður stendur meðal frænda vorra í austri. Það fer heldur ekki milli mála, að við hér á Islandi getum mikið lært af þessari sýningu, en það er mikil gróska einmitt í mörgum þeim listiðnaðargreinum, sem þarna koma fram. Ef satt skal segja höfum við hér á landi verið með seinni skipunum hvað list- ræna hönnun snertir, en nú er mikil vakning og hver veit nema við getum lagt eitthvað til á næstu árum á þessu sviði. Það er einkennandi fyrir finnska nú- tímahönnun, hvað hún er einföld og látlaus með ferskum blæ, sem samt er nátengdur tálguhlutum þeirra gömlum. Skógurinn hefur verið Finnum handhægt efni og kennt þeim að notfæra sér mikið af möguleikum, sem vel eru merkjanlegir á þessari sýningu, þótt í öðrum efnivið sé unnið. Einmitt þannig hefur orðið til afar örugg hönnun, sem vart á sér líka meðal annarra þjóða. Til gamans bendi ég á afar hvers- dagslegan hlut meðal sýningar- gripa. Það eru skæri, með svolít- ið óvenjulegu sniði. Þarna er öllu stillt í hóf, en samt er um algera byltingu í hönnun skæra að ræða. Það er margt merkilegt að sjá í Norræna húsinu eins og stend- ur og vonandi lætur fólk ekki þessa merkilegu sýningu fram hjá sér fara. Allt er þarna í fyrsta flokki, ef svo mætti til orða taka. Og heildarsvipur sýn- ingarinnar er þeim til mikils sóma, er að hafa staðið. Það er vonandi, að þessar sýningar verði ekki aflagðar með tíð og tíma. Það er það mikill fengur í slíku fyrirtæki, að óskir um áframhald eru sjálfsagðar. Þess má geta að lokum, að þetta er farandsýning, sem þeg- ar hefur verið sýnd í mörgum löndum í Evrópu. Hafi ég rétt skilið, er Reykjavík seinasti við- komustaður, og hafi þeir finnsku þakkir fyrir komuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.